Á síðasta ári var heljar herferð hjá starfsmönnum ríkiskirkjunnar að afneita ríkisstimplinum. Af mikilli ákefð hafa jafnvel sóknargjöld, innheimt sem tekjuskattur, breyst í félagsgjöld. Þrátt fyrir að afneitunarhaninn hafi galað miklu oftar en þrisvar er þjóðkirkjuspuninn áfram í fullum gangi. Ríkisbiskupinn var varla búinn að opna kampavínstappa með spunameisturum sínum þegar ógæfan bankaði uppá. Árið 1990 hafði Ólafur ríkisbiskup krafist brennvínsafsláttar fyrir embættið, enda er ríkisbiskup einn æðsti meðstjórnandi ríkisins.
Nú trúi ég ekki, fyrr en ég tek á því, að herra Karl Sigurbjörnsson ríkisbiskup hafi rifið út ódýrt brennivín fyrir ríkisbiskupsstofuna. En slíkt var eflaust samboðið fyrrverandi ríkisbiskup. Ég skora því á herra Karl, ef hann er áhugamaður um gott siðferði, að endurgreiða til baka alla brennivínsafslætti ríkisbiskupstofunnar frá árinu 1990. Það er eitthvað stórkostlega rangt við það að ríkisbiskupinn betli ódýrt brennvín af skattgreiðendum á sama tíma og skattgreiðendur borga laun sérþjónustuprests vegna áfengis- og vímuefnavandans.
Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einnar konu eiginmaður, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari, ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, ekki sólginn í ljótan gróða, heldur gæfur, ekki deilugjarn, ekki fégjarn.
Úps.
Takk fyrir Halldór að minna okkur á fræði Lúters um hvernig biskupinn á að haga sér. Óskaplega aumt að betla brennivínsafslátt, wen mega ekki vera drykkfelldur eða vera sólginn í ljótan gróða á sama tíma. Þessi afsláttur fer bara alls ekki saman við embætti ríkisbiskups.
Þetta er bráðskemmtilegt. Enn eitt prýðisdæmið um þann hugarklofa sem kirkjan þjáist af varðandi stöðu sína sem stofnun gagnvart ríkinu. Heimild til að kaupa áfengi beint af ÁTVR á kostnaðarverði er hugsuð fyrir ráðherra, forseta þingsins og æðstu stjórnendur stofnana ríkisins. Sem kirkjan er jú einmitt ekki, samkvæmt stjórnendum hennar og starfsmönnum.
Danir segja stundum: Man kan ikke både blæse og ha´ mel i munden. Þó situr söfnuðurinn á Biskupsstofu og reynir hvað hann getur að mása og blása, með munninn fullan af mjöli.
Í þessari frétt á Pressunni kemur fram hversu miklu var varið til áfengiskaupa hjá hverri rikisstofnun fyrir sig (biskpsembættið það meðtalið) http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/thu-faerd-vodkaflosku-a-6.500-kr.-radherrar-thingmenn-forsetinn-og-forstjori-atvr-borga-1.700
Biskupsstofa 436.780
Fannst þetta líka fyndið, hljómar eins og hann sé sá eini að fá sér. Forseti Íslands 1.221.509
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Eiríkur - 24/01/11 14:28 #
Ætli það sé ekki "of flókið" að reikna út hversu mikið ætti að greiða til baka. Soldið eins og það er of flókið að ákvarða kostnað við aðskilnað ríkis og kirkju. Í guðfræði er best að takast ekki á við það sem er "of flókið", því það er svo flókið.
Hvar eru annars gárungarnir? Á ekki að krefjast aðskilnaðar "ríkis" (fattiði?) og kirkju?