Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gleđileg jól!

Jólabörnin í Vantrú óska landsmönnum öllum gleđilegra jóla án tillits til lífsskođana - jólin eru hátíđ allra sem vilja eiga hlut í ţeim. Hafiđ ţađ sem allra best um hátíđarnar kćru lesendur og reyniđ ađ njóta stundarinnar. Ţađ er ekki sjálfgefiđ hjá öllum enda sumstađar ţröngt í búi en muniđ ađ ţađ kemur dagur eftir ţennan dag.

Hér ađ neđan er endurbirt jólarćđa Roberts Ingersoll sem okkur ţykir alltaf svolítiđ góđ.

Jólarćđa Robert G. Ingersoll frá árinu 1891

Ţađ sem er gott viđ jólin er ekki alltaf kristiđ - ţađ er yfirleitt heiđiđ; ţađ er ađ segja mannlegt, náttúrulegt.

Kristnin kom ekki međ fagnađarerindi í heiminn heldur skilabođ um eilífa sorg. Hún kom međ ógn ćvarandi pyntingar á vörum sínum. Ţađ ţýddi stríđ á jörđu og volćđi ađ handan.

Eitthvađ gott kenndi hún ţó líka - fegurđ ástar og mannlegan kćrleik. En sem kyndilberi og sem gleđigjafi hefur henni mistekist. Hún hefur gefiđ verkum endanlegra manna óendanlegar afleiđingar, kramiđ sálina međ ábyrgđ sem er of ţung fyrir dauđlega menn ađ bera. Hún hefur fyllt framtíđina ótta og eldi, skipađ Guđ fangavörđ í eilífu fangelsi sem verđa mun heimili nćr allra mannssona. Ţetta var ekki nóg fyrir hana heldur hefur hún svipt Guđ náđunarvaldinu.

En ţó hefur hún hugsanlega gert eitthvađ gott međ ţví ađ fá lánađa frá heiđingjum ţessa gömlu hátíđ er viđ nefnum jól.

Löngu fyrir daga Krists höfđu sólguđir sigrađ myrkriđ. Daginn tekur ađ lengja um ţađ leyti sem viđ höldum svokölluđ jól. Frumstćđir forfeđur okkar dýrkuđu sólina og fögnuđu sigri hennar yfir nóttinni. Slík hátíđ var náttúruleg og fögur. Eđlilegust allra trúarbragđa er sólardýrkun. Kristni ađlagađi ţessa hátíđ og fékk ţar međ lánađ ţađ besta sem ţekktist hjá heiđingjum.

Ég trúi á jólin sem og á alla daga sem teknir hafa veriđ frá fyrir gleđi. Viđ í Bandaríkjunum vinnum of mikiđ og leikum ekki nóg. Viđ erum of ensk í háttum.

Ég held ađ ţađ hafi veriđ Heinrich Heine sem sagđist telja ađ guđlastandi Frakki gleddi Guđ meira en biđjandi Englendingur. Viđ tökum gleđi okkar of hátíđlega. Ég er hlynntur öllum hinum góđu frídögum - ţví fleiri, ţví betra.

Jólin er kjörinn tími til ađ fyrirgefa og gleyma - kjörinn tími til ađ kasta af sér fordómum og hatri - kjörinn tími til ađ veita sólaryl í hvert skúmaskot og ađ hverri hjartarót , jafnt okkar eigin sem annarra.

Robert G. Ingersoll

ps. Meira ađ segja prestsonurinn á Fréttablađinu fćr kćrar kveđjur frá okkur í Vantrú. Megi hann ţroska međ sér umburđarlyndi á árinu.

Ritstjórn 24.12.2010
Flokkađ undir: ( Jólin )

Viđbrögđ


Einar Einars (međlimur í Vantrú) - 24/12/10 13:26 #

Mögnuđ rćđa hjá Ingersoll.

Gleđileg jól.


Matti (međlimur í Vantrú) - 24/12/10 15:01 #

Gleđileg jól trúarnöttarar, öfgatrúleysingjar, sinnuleysingjar og allt ţar á milli!


Ásta Elínardóttir - 24/12/10 15:49 #

Fallegt. Gleđilega hátíđ allir saman.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.