Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Andkristnihátíđ 2010

Andkristnihátíđ er árleg ţungarokkshátíđ sem haldin hefur veriđ í Reykjavík frá árinu 2000. Engin ţungarokkstónleikaröđ hefur veriđ haldin lengur samfellt á Íslandi. Sigurđur Harđarson, söngvari Forgarđs helvítis, Ađalbjörn Tryggvason og Guđmundur Óli Pálmason, međlimir Sólstafa, stofnuđu hana. Kristnihátíđ hafđi veriđ haldin ţá um sumariđ og kostađi ríkissjóđ mikiđ fé. Ýmislegt var umdeilt í kring um hana, svo Sigurđi og Ađalbirni ţótti viđ hćfi ađ „svara“ henni međ ţví ađ halda tónlistarhátíđ međ ţessu nafni.

Fyrsta hátíđin var haldin á Gauki á Stöng. Hátíđin hefur tvisvar veriđ haldin undir öđru nafni, „Sólstöđuhátíđ“(2001 og 2006) (enda er hún vanalega haldin nálćgt vetrarsólstöđum). Flestar hljómsveitirnar sem spila á henni spila dauđarokk eđa svartmálm, ţótt pönk, grindcore og ýmislegt annađ hafi veriđ spilađ ţar líka

Hátíđin verđur nú haldin í tíunda sinn. Á vetrarsólstöđum ţriđjudaginn 21. Desember, á Sódómu bar. Húsiđ opnar kl 21. Ađgangseyrir 500 kr. Kynningar- og söluborđ verđa til stađar frá hljómsveitunum og róttćkri bókadreifingu og -útgáfu.

Fram koma:

SKÁLMÖLD
FORGARĐUR HELVÍTIS
GONE POSTAL
HYLUR
OTTO KATZ ORCHESTRA

SKÁLMÖLD eru nýbúnir ađ gefa út fyrstu plötu sína, "Baldur". Má segja ađ ţungarokk Skálmaldar sé ţađ sem vantađi í íslensku rokksenuna ţví varla er hćgt ađ segja ađ hér hafi starfađ ţjóđlaga-heavy metal sveit áđur. FORGARĐUR HELVÍTIS fagnar 20 ára starfsafmćli á nćsta ári og er í ćfingabúđum fyrir upptökur á nýrri breiđskífu. Ţrátt fyrir aldurinn er Forgarđur Helvítis enn brjálađasta hljómsveit íslandssögunnar og krefst ekki ađskilnađar ríkis og kirkju heldur ađ bćđi ríki og kirkja verđi lögđ niđur. GONE POSTAL er spilaglađasta dauđarokkssveit landsins og sú eina af ţeim ţremur stóru sem er starfhćf ţví bćđi Beneath og Severed Crotch eru í lamasessi vegna náms međlima erlendis. HYLUR er Doom metal sveit međ twist í ofbeldisrokk. Sveit sem ćfđi í tvö ár áđur en hún fór ađ spila opinberlega, ţessi langi undirbúningur leynir sér ekki. OTTO KATZ ORCHESTRA er glćný hljómsveit reyndra manna, m.a. Flosa úr Ham sem leikur skítuga rokktónlist.

Ritstjórn 21.12.2010
Flokkađ undir: ( Tilkynning )

Viđbrögđ

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.