Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vinna prestar við að segja ósatt?

Prestar

Þegar ég var lítill var ég sendur í sunnudagaskólann og mér fannst mjög gaman að fara þangað. Við fengum límmiða og möppur með myndum til að líma á og við fengum að syngja. Það var stórskemmtilegt. Mér fannst Gvuð vera fínasti gaur. Jesú líka. Ég skildi reyndar ekki alveg sambandið þarna á milli. Okkur var sögð sagan af sköpuninni og Nóa. Jeríkó og sagan af því þegar Móses klauf rauðahafið rötuðu líka í samkomurnar.

Þegar ég komst til örlítils vits, svona um það bil 10 ára, fór ég að spyrja óþægilegra spurninga. Hélt presturinn að einhver mundi trúa því að Nói hefði verið 600 ára þegar hann smíðað þessa örk? Hvernig varð þriðja kynslóð manna til á eftir Adam og Evu? Af hverju lét Jesú ekki bara sleppa því að krossfesta sig fyrst hann gat bara allt? Hvers vegna þurfti að krossfesta Jesú? Af hverju ekki bara fyrirgefa syndir mannfórnalaust?

Mér var að sjálfsögðu sagt að þetta væru allt dæmisögur, nema auðvitað krossfestingin. Þegar ég spurði nánar útí það þá var mér bara gefið eitthvað loðið svar sem ég man ekki lengur. Stundum var ég bara beðinn um að "vera ekki með þessar spurningar."

Presturinn - og einnig þetta ágæta unga fólk sem ferðaðist um landið til að skemmta krökkum með gítarleik og einhverjum Jesú hlutverkaleikjum - sögðu okkur allar þessar sögur eins og þær væru heilagur sannleikur. Það var ekki fyrr en við fórum sjálf að velta því fyrir okkur hvort heil brú væri í því sem presturinn sagði að eingöngu væri um dæmisögur að ræða.

Mér fannst þetta óheiðarlegt þá og eftir því sem ég kynnist kristni og biblíunni betur sé ég en frekar hversu óheiðarlegt þetta í raun er. Prestar vita það sennilega stétta best að biblían er full af viðbjóði, vitleysu og skáldskap. Þau malla þetta eftir hentisemi til þess að við - sem ungir vanvitar - gleypum við þessu og kaupum guðinn þeirra. Ef einhver seldi mér bíl með sömu brögðum yrði hann kærður.

Mér hefur lengi þótt prestar því vinna við það að fegra sinn hlut. Segja ósatt til um það hvað stendur í biblíunni. Þeir breyta merkingu textans til að hún henti því sem þeir vilja og þeir skrökva því að börnum að til sé ósýnilegur vinur sem þú getur talað við.

Styrmir Reynisson 07.12.2010
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Þórunn - 07/12/10 12:43 #

Það vantar like takka hjá ykkur!

Like


Thor - 07/12/10 12:49 #

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort kristnir trúa þessu virkilega í blindni.

Eða er þetta sjálfsblekking hjá þeim, kannski það hræddir við dauðan og að ekkert taki við og þessi barnatrú láti þeim líða betur ... Það má vera. Og hef ég ekkert út á það að setja. En að troða þessu upp á t.d leikskólabörn með trúboði áður en börnin eru komin til vits og ára, það er annað mál.


Hafþór Baldvinsson - 07/12/10 14:25 #

Greinin er ágæt svo langt sem hún nær. Finnst þó heldur gæta neikvæðni og jafnvel reiði sem er ekki sérlega uppbyggilegt. Fólk má trúa á hvað sem er. Eða vantrúa hverju sem er. Umræðan um trúboð í skólum er eitthvað sem ég skil ekki alveg því ég hélt að fátt hefði breyst síðan ég var í skóla. Þá var ekki um neitt trúboð að ræða í sjálfum skólanum. Það voru jú haldin litlu jólin sem sköðuðu mig ekkert. Messur á sunnudögum voru valkostur en ekki þvingað val. Sama var með samkomur hjá KFMK. Kristinfræðsla í skólanum var á hendi kennara en ekki prests. Við fermingu gaf Gideonfélagið Nýja testamentið. Var um trúboð að ræða? Trúlega við fermingu þegar "gengið" var til prestsins í nokkur skipti. En ég upplifði það sem fræðslu en ekki sem trúboð. Varðandi spurninguna hvort prestar vinni við að segja ósatt má alveg eins spyrja hvort siðfræðingar vinni við að segja ósatt. Trúin á það sem siðfræðingar halda fram og kenna er af sama meiði og fræðsla um kristni. Þar er líka um trúboð að ræða. Á hverju byggist siðfræði? Mannlegum gildum og mat á siðum. Ég trúi því að án Biblíunnar væri gildismat okkar allt annað. Allt sem við gerum byggist á því gildismati sem hún inniheldur. Lög og reglur byggja á siðfræði hennar og gildum.

En spurningin um hvort prestar vinni við að segja ósatt held ég að sé byggð á misskilningi og mín skoðun er að þeir geri það ekki. Er kennari í bókmenntum að segja ósatt þegar hann rekur t.d. þjóðsögur og útskýrir gerð þeirra og tíma, hvaða ályktanir megi draga af þeim og jafnvel siðfræði þeirra tíma ofl? Ég segi nei. Sjálfur ákvað ég sem barn að taka eingöngu við því góða, siðfræðina-gildismat bókarinnar um kristnina og orð prestanna.

Foreldrar mættu að ósekju að mínu mati kenna barni/börnum sínum gagnrýna hugsun snemma á lífsleiðinni í stað þess að bíða í mörg ár eftir kennslu í siðfræði/kristinfræði og gagnrýna hugsun.


Reynir Örn - 07/12/10 14:41 #

Mjög góð grein. Sérstaklega góður punkturinn með að þeir segja aldrei neinum að þetta séu dæmisögur, nema að fólk spyrji sérstaklega.

Prestar í mörgum nútíma kirkjum viðurkenna t.d. þróunarkenninguna, en tala aldrei um hana úr predikunarstólnum. Neinei, það er bara röflað um sköpunarsöguna, og án þess að taka fram að þetta sé dæmisaga.


Jón Pétur Jóelsson (meðlimur í Vantrú) - 07/12/10 16:55 #

" Sjálfur ákvað ég sem barn að taka eingöngu við því góða, siðfræðina-gildismat bókarinnar um kristnina og orð prestanna."

Var siðferðið þá ekki komið áður en bókin var lesin...ef þú velur það góða úr biblíunni þá hlýtur þú að vita hvað er gott og hvað er slæmt fyrirfram.


Arnold Björnsson (meðlimur í Vantrú) - 07/12/10 17:25 #

Góður punktur Jón Pétur :)


gös - 07/12/10 22:54 #

Hafþór,

Þú virðist hafa misst af aðalatriði greinarinnar.

Siðfræðingar, bókmenntafræðingar og aðrar starfstéttir halda því ekki kerfisbundið* fram að það sem þeir segja er heilagur sannleikur. Prestar bera fram sínar sögur sem sannleik (heilagan sannleik, jafnvel) þangað til gengið er á þá með "erfiðum" spurningum. Í því er óheiðarleikinn fólginn.

Til að bæta kolbikarsvörtu ofan á það sem er svart fyrir þá helst þetta oftast í hendur við þroska áheyranda og sögurnar og boðskapurinn settur fram sem sannleikur þegar áheyrandinn hefur minnstu getu til að meta sjálfur hvort svo sé.

  • Eflaust eru til menn í flestum starfstéttum sem halda að þeir höndli algildan sannleika, allavega innan sinnar greinar, og eflaust eru til prestar sem samviskulega taka fram að þeirra boðskapur séu sögur sem einungis sumir trúi sé sannleikur. Hins vegar eru slíkir einstaklingar frávik frá hugmyndafræðum og meirihluta sinna greina.

Siggeir F. Ævarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/12/10 11:59 #

Ég er hjartanlega sammála öllu því sem fram kemur í þessari grein, aðallega vegna þess að ég kannast svo vel við þetta. Öllum þessum dæmisögum var haldið að manni í æsku eins og sögulegum staðreyndum. Allar þessar lygar sem eru samofnar kristnu trúboði misbjóða rökhugsun minni.


Nalli - 10/12/10 12:26 #

Hér er nú lítið gert úr þeirri mikilvægu staðreynd að það er til ósýnilegur vinur sem þú getur talað við. Og bara svo það sé á hreinu ef einhverjir rökhyggjudallar fara mótmæla því; víst víst víst víst víst. Þið bara sjáið hann ekki og kunnið ekki að tala við hann; eða hana - eða það. Lifið heil.


Anonymous - 16/12/10 23:27 #

það er villa í fyrirsögninni

"Vinna prestar við að segja ósatt? "

íslenska er F S U tungumál: frumlag sagnfylling og umsögn.

prestar eru frumlag, vinna er sagnfylling og
(við að)segja ósatt er umsögnin.

sem gerir: prestar vinna við að segja ósatt, en spurningarmerkið er greinilega innsláttarvilla.

F U S tungumál eru erlend, svo að dæmi sé tekið Enska. F U S er líka stundum notað í íslensku en það er kallað hátíðlegt, en þetta er álíka hátíðlegt og "fagnaðarerindi krists" þannig að öllum er ljóst að hátíðlegt er ekki the case.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.