Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Samtal um alkóhólisma og guð

SÁÁ kynnir:

Samtal um alkóhólisma og guð

Miðvikudagskvöldið 17. nóvember efna Samtök áhugafólks um áfengis– og vímuefnavandann, til samtals um alkóhólisma og guð í húsi samtakanna við Efstaleiti 7 kl. 20:30 um kvöldið.

Þar munu hafa framsögu Reynir Harðarson, sálfræðingur, formaður Vantrúar og þýðandi bókarinnar Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkins, og Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur, skemmtikraftur og álitsgjafi. Að loknum framsögum gefst gestum færi á að blanda sér í samtalið með eigin hugleiðingum eða spurningum til þeirra félaga.

Þó ekki sé hægt að ganga að því sem vísu má ætla að í samtalinu verði leitað svara við því hvort fólk þurfi hjálp guðs til að verða edrú. Eða hvort trúin geti svo þvælst fyrir fólki að það nái aldrei bata. Hvort of mikil áhersla sé lögð á trú í meðferð og innan tólf spora samtaka - eða of lítil. Er AA leið til guðs? Er guð ópíum fólks á þurrafylleríi?

SÁÁ hvetur alla áhugasama til að eyða kvöldstund við fræðandi og spennandi samtal um áhugavert efni. Allir eru velkomnir og það kostar ekkert inn.

Ritstjórn 14.11.2010
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


vignir már - 14/11/10 15:59 #

Væri mikið til í að mæta en kemst því miður ekki

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.