Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Í fréttum er þetta helst

Kynferðislegt ofbeldi er ítrekað og skipulega þaggað niður í kristnum söfnuðum. Í gær var sagt frá kristnu siðferði Votta Jehóva. Hér eru svo viðtöl við tvær konur úr söfnuðinum. Malín Brand Elfa Lind Berudóttir

Niðurstöður Þjóðfundar voru þær helstar að í nýrri stjórnarskrá verði fullveldi og sjálfstæði Íslendinga tryggt, staðinn verði vörður um íslenska tungu og menningu en stuðlað verði að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga. Svo eiga allir að njóta mannréttinda.

Á Spáni mótmæltu menn komu kristnum páfa kaþólikka vegna þeirrar mismununar sem kirkja hans beitir sér fyrir. Þetta voru hommar, femínistar og baráttufólk fyrir bættum mannréttindum.

Og svo fengum við að heyra af hörmungum Palestínumanna á Gaza sem mega þola yfirgang, útskúfun, stríðsglæpi og mannréttindabrot Ísraelsmanna - sem fremja þessi voðaverk öll á þeirri forsendu að guð þeirra, sem er víst sá sami og guð kristinna, hafi sérstaka velþóknun á þeim og hafi úthlutað þeim þessu landi.

Af þessu geta menn ráðið að það er engin trygging fyrir góðu siðferði að kenna sig við kristni eða guð. Íslensk þjóð er búin að sjá þetta. Helsti dragbítur á mannréttindi er kirkjan og trúin er undirrót hættulegustu átaka 21. aldar

Ritstjórn 08.11.2010
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Borghildur Hauksdóttir - 09/11/10 09:15 #

Sammála þessu með siðferðið og kristnina en ekki því að trúin sé undirrót hættulegustu átaka 21.aldarinnar. (Átti þetta kannski að vera 20?) Ég held að baráttan um auðlyndirnar hljóti að eiga eftir að verða mun meiri áhrifavaldur heldur en trúarbrögðin á þessari öld, þó að síst muni þau hjálpa til.


Cicero - 09/11/10 09:37 #

Átök 21. aldar verða eflaust um auðlindir. En trú verður notuð sem yfirskin til þess að æsa fólk upp í stríð. Stríð er nefnilega eins og trúarbrögð - þ.e.a.s. ekki rökrétt. Við verðum að berjast til þess að viðhalda "judeo-christian values" er söngurinn sem hljómar frá Bandaríkjunum um þessar mundir.


Sigurlaug - 09/11/10 10:15 #

Nú hlustaði ég á viðtal við talsmann Votta Jehóva i fréttunum í gærkvöldi. Sem viðurkenndi það hikstalaust að mál væru ekki kærð nema farið væri yfir þau innanhúss fyrst. Ég get ekki séð annað en að þetta sé skýlaust brot á lögum um barnavernd.

Eftirfarandi fór sérstaklega fyrir brjóstið á mér, hvar í dauðanum er prestum (og kennurum og félagsráðgjöfum) lögð rannsóknarskylda á herðar??

Lára +Omarsdóttir, fréttamaður RÚV: "Eruð þið hæf hér innanhúss til þess að taka á þessum málum? Og rannsaka þau þannig og meta það hvort það ber að kæra eða ekki?" Svanberg Jakobsson, talsmaður Votta Jehóva á Íslandi: "Ja, það er einfaldlega skylda sem yfirvöld leggja okkur á herðar, þeim sem hafa með söfnuði að gera hvort sem það eru prestar, kennarar, félagsráðgjafar eða aðrir, og við teljum okkur alveg hæfa til að meta það, já!"


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 09/11/10 12:09 #

Það er engin rannsóknarskylda lögð á herðar þeirra stétta se Svanberg telur upp, einungis tilkynningaskylda, sem er reyndar almenn og gildir um alla, en það má hins vegar segja að fólk sem kemur að umönnun og kennslu barna taki á sig auknar siðferðilegar 'skyldur' til þess að hafa vakandi auga gagnvart ummerkjum um vanrækslu og misnotkun.

En Svanberg getur auðvitað skýlt sér á bakvið það að ríkiskirkjan er með sitt eigið fagráð í þessum málum og hvetur fólk til þess að leita þangað, en ekki til yfirvalda.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 09/11/10 13:48 #

Auðvitað þarf hver og einn að vega og meta hvenær og hvort á að kæra en hins vegar er alveg fráleitt að kirkja eða söfnuður fari að rannsaka einhver mál. Það getur hreinlega eyðilagt mál því með leiðandi spurningum má breyta frásögn vitna.


Sigurlaug - 09/11/10 14:41 #

Þetta virðist sem betur fer hafa verið misskilningur. http://www.visir.is/barnaverndastofa-vottar-verklagsreglur-vottanna/article/2010661548438


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/11/10 14:43 #

Ég ætla að bara að segja eins og er: Ég trúi ekki Vottunum og ég trúi ekki að Barnaverndarstofa og fjölmiðlar trúi þeim.


Sigurlaug - 09/11/10 15:14 #

Tjah... við skulum orða það þannig að ég efa ekki að Bragi hafi fengið að sjá voða fínar verklagsreglur.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.