Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Erós og Enska biskupakirkjan

Hinrik, Anna og Marteinn

Það var ágæt upprifjun að horfa á The Other Boleyn girl í sjónvarpinu 2. október síðastliðinn. Eins og allir vita klofnaði Enska biskupakirkjan frá Rómversk-kaþólsku kirkjunni við það að Hinrik áttundi þurfti að fá skilnað frá Katrínu af Aragóníu. Þar sem páfinn vildi ekki veita slíkan skilnað klauf Hinrik áttundi ensku kirkjuna frá þeirri kaþólsku og gerði sjálfan sig að höfði hennar.

Árið 1501 hóf Marteinn Luther nám við háskólann í Erfurt og 14. nóvember sama ár gekk Arthúr prins af Wales að eiga Katrínu af Aragóníu. Hún varð síðar kona bróður hans, Hinriks áttunda, sem giftist ekkju bróður síns til að stykja samband Englands við Spán. Þetta sama ár, 1501, er talið að Anna nokkur Boleyn hafið fæðst, svo þarna runnu nokkrar spennandi línur saman á tímatalinu.

Árið 1526 varð Hinrik áttundi hugfanginn af Önnu Boleyn, dóttur eins af eftirlætis ráðgjöfum sínum, Tómasar Boleyn. Anna var hinsvegar mikil sérfræðingur í samkvæmislífinu og snéri Hinriki um fingur sér þangað til hann var búinn að umturna öllu í landinu í þeim tilgangi að fá óskoraðan aðgang að klofinu á henni. En Anna var fáguð og eftirsótt ungmey, hrókur alls fagnaðar í veislum og uppáhald margra. Það kom þó ekki í veg fyrir að Hinrik léti áratug síðar gera hana höfðinu styttri.

Þegar breskir klerkar eru að velta fyrir sér stöðu sinni gangvart guði og mönnum verða þeir því að minnast þess að kynórar Hinriks áttunda og kænska Önnu Boleyn eru ástæður þess að þeir þurfa að skálda sér aðra guðfræði en starfsbræður þeirra í Róm gera.

Svona vinnur guð sem sagt, ekki bara með því að birtast sem logi í runna eða sem talandi asni og og tala við bændur, heldur með því að erta kynhvöt veikgeðja konunga þangað til þeir ærast af greddu og fara rjóðir í kinnum að leggja kirkjunni nýjar línur í guðspekinni.

Þannig er Enska biskupakirkjan kannski alls ekki afkvæmi hins kristna guðs, heldur Erósar, guðs losta og holdlegra fýsna.

Kristinn Theódórsson 04.10.2010
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 04/10/10 19:31 #

Mér hefur alltaf þótt það merkilegt hvernig fólk sem þekkir söguna geti verið trúað.

En hvar eru allir brjáluðu anglíkarnir? Þetta er skemmtilega eitruð pilla til þeirra en ekki píp...

Ah alveg rétt. Það eru engir anglíkar hér. Svo er fólk að gagnrýna okkur fyrir að einblína á ríkistrúnna spyrjandi okkur afhverju við gagnrýnum ekki fleiri trúarbrögð.

Þetta er ástæðan:)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.