Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kuklvæðing Bylgjunnar

Vi buddlah já

Í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið, hefur síðustu tvo þriðjudaga verið tekið á móti Ingibjörgu nokkurri Sigfúsdóttur til að tala um heilsuráðin á Heilsuhringurinn.is. Á þeim vef eru svokallaðar óhefðbundnar lækningar af ýmsu tagi reifaðar og látið vel af nánast öllu sem fólki hefur dottið í hug í þeim efnum. Af einhverjum ástæðum virðist þáttarstjórnendum á Bylgjunni þykja mikilvægt að ota þessum upplýsingum að hlustendum, hversu vafasöm sem heilsuráðin kunna að vera.

Er Bylgjan að kynna kukl og svikamyllur frá glæpamönnum á flótta undan réttvísinni sem gagnleg heilsuráð?

Í þættinum 21. sept. var blóðfita tekin til umfjöllunar og Ingibjörg sagði frá því hvernig hún hefði "lent í" rannsókn hjá Hjartavernd þar sem blóðfita hennar mældist 8,5% [sic - blóðfita er ekki mæld í prósentum] en mætti helst ekki vera mikið yfir 6%. Það kom henni á óvart, þar sem hún hélt sig vera að borða holla fæðu og því lét hún í framhaldi mæla sig hjá kuklara með SCIO Biofeedback-tæki ("orkutíðni tæki"). Tækið á að hafa greint vöntun á ýmsum snefilefnum í henni og í framhaldi ákvað hún að taka ráðleggingum af Heilsuhringnum um að fara að innbyrða óvenju mikið magn vítamína auk þess að moka í sig fjölómettuðum fitusýrum, kalki, magnesíum, kalíum, krómi og fleira.

Drasl

Það er áhugavert að Ingibjörg skuli kalla það "meðhöndlun" að fara til aðila sem beitir þessu svokallaða SCIO Biofeedbacktæki (öreinda lífssvörun kalla þeir þetta á íslensku) sem aðallega er sagt mæla hluti, en það er einmitt mjög algengt í kuklinu að ekki er gerður skýr greinarmunur á því að greina hluti og að meðhöndla þá. Reyndar er ekki gerður skýr greinarmunur á sérlega mörgu í kuklinu, en tínum þetta samt til eitt af öðru.

Töfratækið

SCIO-Biofeedback sýnist mér að falli að öllu leyti undir það sem læknirinn Steve Barrett á Quackwatch kallar: Quack "Electrodiagnostic" Devices. Slík tæki eru jafnan sögð mæla "ójafnvægi í orku" og fleira í þeim dúr.

Many claim to determine the cause of any disease by detecting the "energy imbalance" causing the problem.

Af Heilsuhringnum:

Með SCIO tækninni er hægt að mæla orkulegt ójafnvægi í líkamanum sem getur verið að hafa áhrif á heilsufar einstaklinga t.d. næringarlega þætti eins og steinefni, vítamín og amínósýrur, svo og eiturefni, sníkjudýr, hormónajafnvægi, bakteríur og veirur.

Steve segir að viðlíka tæki sem hann prófaði mæli það eitt hversu fast nemanum er þrýst á húðina og síðan bulli sá sem mælir eitthvað um mælinguna, kannski mest til að selja vítamín úr eigin skápum? SCIO búnaðurinn mælir hinsvegar leiðni í líkama á milli tveggja póla, sem segir manni álíka lítið um ástandið á líkamanum og að pota bara í hann með priki.

Um sölu á þjónustu með tækjum af þessu tagi segir hann:

The practitioners who use them are either delusional, dishonest, or both. These devices should be confiscated and the practitioners who use them should be prosecuted. If you encounter any such device, please report it to the state attorney general, any relevant licensing board, the FDA, the FTC, the FBI, the Better Business Bureau, and any insurance company to which the practitioner submits claims that involve use of the device.

Það ætti sem sagt að lögsækja fólk fyrir svona vitleysu að mati Steve Barrett læknis, enda ekki flókið að líma nema á fólk og segja síðan að það þurfi að borða meira af trefjum og taka inn omega3 fitusýrur og því alls ekki óhugsandi að um blekkingarstarfsemi sé að ræða.

Stikkorð og gervivísindi

Annað sem er skemmtilegt við kuklið, fyrir utan að oft er lítill greinarmunur gerður á meðhöndlun og greiningu, er að lítill greinarmunur er einnig gerður á því að lýsa því hvernig hlutir virka og hvað þeir gera. Skoðið til dæmis meinta virknilýsingu Heilsuhringsins á SCIO Biofeedback tækinu.

Ef vel er að gáð kemur í ljós að í öllum orðaflauminum segir ekki eitt orð um hvernig tækið virkar, heldur eru þetta að mestu stikkorð og gervivísindi sem hafa yfir sér djúpvitran brag, en eru yfirleitt óviðeigandi og merkingarlaus í þessu samhengi, s.br:

Hvernig afstressar SCIO tækið líkamann? Öreinda lífsvörun ,,Quantum Biofeedback" er byggt upp á öreinda efnafræði. Þessi tækni sýnir fram á það orkulega ójafnvægi sem hefur áhrif á heilsufar einstaklinga. Meðan á meðhöndlun stendur, mælir SCIO margar samhliðamælingar eins og rafspennu, rafstraum, viðnámsþol, vökvun, oxun, róteindaþrýsting, frávik, rafeinda þrýsting, samviðnám, ómun og andóf svo eitthvað sé nefnt.

Drasl

Ef einhver er í vafa um að orð eins og róteindaþrýstingur eða samviðnám í þessu samhengi eru merkingarlaus þvæla, mæli ég með því að sá hinn sami hafi samband við einhvern með eðlisfræði eða efnafræðimenntun og fái það staðfest að þetta er mótsagnarkennt bull.

Sé farið inn á síðuna sem Heilsuhringurinn bendir á til að lesa meira um SCIO Biofeedback kemur í ljós að þar er ekki bara verið að selja búnað heldur viðskiptamódel. Hlekkurinn á undan þeim fyrir búnaðinn sjálfan heitir SCIO Business Building Materials og þar kemur í ljós að hægt er að kaupa allt sem hugsast getur af aukahlutum og kynningarefni, en það fer minna fyrir upplýsingum um meginbúnaðinn sjálfan. Enda verið að selja gróðamyllu en ekki lækningaraðferð (hvort heldur greiningar eða meðferðar).

Augljós markaðssetning á bulli

Til að taka af allan vafa um eðli hugsunar þeirra sem framleiða og selja SCIO lausnir vil ég benda á brjóstastækkunarviðbót sem boðið er upp á að kaupa við græjuna. Um efnisduluna með silfurþráðunum segir hjá Quantum Fulfillmennt Center:

The Breast Booster™ A – B cup BB1 allows for complete work of several breast stressors in a modest and complete sense. The Breast Booster™ inserts slip individually and comfortably under any clothing by the client allowing for a modest session. Our 8’ MC8 or 15' MC15 point probe wire attaches to a simple “Quick Release” magnetic clasp. Fully lined with 97% conductive silver fabric and easily cleaned, a tissue alone, or sprayed with our dielectric spray is recommended. We contend that the Breast Booster™ series are not just for beauty enhancements; but may be used to reduce stressors that impede breast wellness. IMPORTANT: Use of this item requires a Universal Point Probe Wire Connector either MC8 or MC15 that is not included.

Að venju segir ekkert um hvernig það á að stækka brjóst að leiða í þau lágspennu í gegnum silfurþræði. Ætli það sé ekki hlutverk meðferðaraðilans að bulla einhverja viðeigandi skammatfræðiþvælu til að slá ryki í augu viðskiptavina sinna?

Drasl

En eftir að hafa farið til SCIO meðferðar varð Ingibjörg Sigfúsdóttir sem sagt sannfærð um að henni bæri að kanna snefilefnainntöku sína og fór þá út í að taka inn miklu meira af vítamínum en ráðlagt er af Manneldisráði og breytti engu öðru að eigin sögn. Það segir hún á þremur mánuðum hafa fært blóðfitu hennar vel undir hættumörk. Um það að er gott eitt að segja, þótt það sé vitaskuld álitamál hvort fólk eigi að vera að mæla með slíku við alla, þegar aukaverkanir af of mikilli inntöku vítamína og annarra fæðubótarefna eru margar vel þekktar - en það truflar a.m.k. ekki Heilsuhringinn.is því að sögn Ingibjargar fer það sem heilbrigðisstéttin hér á landi mælir með "ekki alltaf saman við það sem kemur fóki að gagni".

Eftirlýstur glæpamaður og varan bönnuð í Bandaríkjunum og Kanada

Á Quackwatch er sjálfur William Nelson tekinn til umfjöllunar, en hann er einmitt heilinn á bakvið SCIO Biofeedback. Samkvæmt þeim upplýsingum flaggar Nelson allt að 8 fölskum doktorsgraðum víða um netheima og flúði Bandaríkin árið 1996 eftir að hafa verið kærður fyrir mail fraud.

Taken together, the above sources claim that Nelson received eight doctoral degrees between 1980 and 1993 when he moved to Hungary. As far as I can tell—none of these came from an accredited school. Records from the U.S. District Court of the District of Columbia indicate that Nelson was indicted for mail fraud in June 1996 and was placed on the fugitive list several months later.

Criminal Docket for Case #: 96-CR-209-ALL, USA v. Nelson. USDC District of Columbia, filed June 25, 1996.

Í Bandaríkjunum er búið að banna innflutning á SCIO Biofeedback búnaðinum og hann er einnig bannaður í Kanada:

Legally speaking The EPFX or QXCI or SCIO is under great legal pressure due to the false registrations and claims made by both the manufacturer and sales people alike. The EPFX or QXCI or SCIO is illegal for importation in The USA and has also been banned in Canada by Health Canada. The European Union is currently investigating The EPFX/SCIO device for mis branding and misrepresentation regarding their 93/42/EEC Medical Device Registration.

Ítarefni

Hér er grein í The Seatle Times um William Nelson og svikamylluna hans: How one man's invention is part of a growing worldwide scam that snares the desperately ill

Ben Goldacre á Bad Science fjallar um málið.

Bloggari nokkur úti í heimi hefur tileinkað heilt blogg því að afhjúpa SCIO Biofeedback fyrir kuklið sem það er.

Lifandi ensím

Það er buið að vera svo gaman að fjalla um Biofeedback tækið að ég hef nánast alveg látið það undir höfuð leggjast að gagnrýna ótalmargt annað í stuttu en bull-mettuðu viðtalinu. Að lokum skulum við því nefna til sögunnar Dr. Sandra Cabot sem Ingibjörg mælir með að hlustað sé á. Dr. Cabot þessi dásamar mikið hráfæði og um það segir á heimasíðu hennar:

Try to eat some raw fruits or vegetables with EVERY meal, as they contain living enzymes, vitamin C, natural antibiotic substances and anti-cancer phyto-nutrients.

"Lifandi ensím" er skemmtileg hugtakavitleysa sem líf- og efnafræðingar hafa gaman af að krukka í. Um það segir t.d. Lawrence J. Forti B.S./M.S. ChE:

Among raw-food enthusiasts, there is a very popular myth that enzymes are "alive" and these so-called "living enzymes" somehow (never supported with biochemistry) assist the body in digesting food.

[..]

Enzymes are proteins, so are not alive just like any other chemical is not "alive"; perhaps they are a very special class of chemicals, but there is no credible scientist that will claim they are "alive". Thus, "living enzymes" exist only in the domain of contemporary nutribabble.

Hvernig er annað hægt en að elska orðið "nutribabble"?

Kristinn Theódórsson 23.09.2010
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Siggeir F. Ævarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 10:56 #

Þessi mynd þarna af græjunni uppsettri minnir óþægilega mikið á þetta hér:


Óskar V. Gíslason - 23/09/10 12:31 #

Frábær grein hjá þér :)

Alveg er það ótrúlegt hvað það er hægt að ljúga að fólki undir þeim merkjum að það stuðli að bættri heilsu.

Er ekki löngu kominn tími á regluverk sem bannar svona svindlurum að halda því fram að þeir lækni eitt og annað með augljósum svikamyllum sínum.

Skilst að það sé verið að innleiða það í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu en það eru þó skiptar skoðanir um það.


Helgi Ingason - 23/09/10 12:42 #

Ætti ekki að þrýsta á bylgjumenn að hætta þessu rugli eða að minnsta kosti að setja fyrirvara og spyrja krítískra spurninga?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 12:57 #

Vandamálið við Bylgjuna er þessi ofur óraunsæja jákvæðni og bjartsýni sem sumir útvarpsmenn þess þjást af (einnig þekkt innan sálfræðinnar sem "shortage of balls"). Þau hafa ekki hjarta í sér að spurja neikvæðra eða gagnrýnna spurninga - nema kannski þegar einhver kemur og gagnrýnir svona rugl.

En þá á neikvæðnin og gagnrýnin það til að beinast að gagnrýnandanum...


Siggeir F. Ævarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 13:10 #

Vandamálið við Bylgjuna er þessi ofur óraunsæja jákvæðni og bjartsýni sem sumir útvarpsmenn þess þjást af (einnig þekkt innan sálfræðinnar sem "shortage of balls"). Þau hafa ekki hjarta í sér að spurja neikvæðra eða gagnrýnna spurninga - nema kannski þegar einhver kemur og gagnrýnir svona rugl

Samt hefur Heimir verið mjög grimmur í gagnrýni og spurt óþægilegra spurninga þegar það hafa komið gestir í þáttinn til að fjalla um hluti tengda efnahagshruninu. Tengsl hans við þennan bransa (Lifewave) hljóta að blinda hann sýn.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 13:19 #

Hefur Heimir einhver tengsl við LifeWave? Er það ekki bara slúður?

Ég verð að segja að mér hefur þótt ég fá töluvert harðari spurningar (og ekkert að því) þegar ég mætti til þeirra. Í raun fer ég ekki fram á annað en að þau noti sömu gagnrýni þegar þau tala við fólk sem er að selja kukl/hindurvitni.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 13:19 #

Er þetta þá jákvæðni og bjartsýni sem beinist eingöngu að kukli? Hvur andskotinn.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 13:25 #

Hefur Heimir einhver tengsl við LifeWave? Er það ekki bara slúður?

http://the-problemsolvers.com/668099/


Siggeir F. Ævarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 13:28 #

Eins og sést á linknum frá Kristni hefur Heimir töluverða hagsmuna að gæta í þessari umræðu, og varla hægt að ætlast til þess að hann fjalli um þetta á hlutlausan hátt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 13:37 #

Þá er ljóst að þetta er ekki slúður :-)

Æi, ég hélt að Heimir væri skynsamari.


Agnar - 23/09/10 14:23 #

Mér finnst aðallega merkilegt að lesa á milli línanna að þú skulir búast við „konkret“ efni á Bylgjunni. Ég vissi ekki að það væri hægt að gera slíkar kröfur til hennar.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 15:12 #

Það sorglega í þessu er að þetta fólk sem selur þetta ætti amk að vita af gagnrýninni á þetta. Það kýs sem sagt að virða hana að vettugi eða er bara óheiðarlegt.

Svo ef okkur tekst að vekja nógu mikla athygli á þessu og fólk hættir að kaupa þá koma þessir snákaolíusölumenn bara með eitthvað annað í staðinn og allir gleyma.

Að berjast við kukl er eins og að reyna að grafa holu í sjóinn.


Kristinn Geir - 23/09/10 16:13 #

Ég heyrði hluta af þessu í útvarpinu og man bara eftir því að hafa velt fyrir mér hversu gáfulegt það er að taka svona mikið af vítamínum; maður furðar sig bara á því hvernig fyrri kynslóðir orkuðu - án allra þessara vítamína - að stuðla að getnaði næstu kynslóða.

Sammála síðustu ræðumönnum varðandi getuleysi þáttastjórnenda; að hafa ekki rannsakað þetta mál betur er dapurt í meira lagi - held að George Costanza hafi orðað þetta best þegar hann fullyrti að það hafi orðið "significant shrinkage" (þekkt innan geðlækninga, held ég :))

Enn dapurlegri staðreynd er hinsvegar að það virðist aldrei hafa verið stærri markaður fyrir "snákaolíuna" en einmitt nú á dögum - sérstaklega hér á landi.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 18:14 #

Nýlega voru birtar niðurstöður úr risastórri rannsókn um gangsemi vítamíntöku og niðurstaðan var einfaldlega sú að vítamín-át er gagnslaust.

Fólk á norðurhjara ætti sennilega samt að taka D-vítamín. En óþarfi er fólk borðar mikin fisk.


Valtýr Kári - 23/09/10 18:40 #

Vítamín-pillu át getur beinlínis verið SKAÐLEGT. Ef að fólk tekur bara einhverjar pillur, sem er ekki víst að geri neitt gagn, og borðar ekki eðlilegt magn af vítamínríkri fæðu, þá er hætta á að heilsan skaðist af vítamínskorti.

Endilega borðiði bara góðan mat!


Haukur Guðnason - 23/09/10 19:38 #

Bara benda ykkur á að það merkilega við þetta viðtal er að það er rétt að rannsóknir hafi sýnt fram á virkni B3 eða niacin í stórum skömmtum til að lækka blóðfitu. Það hefur verið notað með kólesteról lækkandi statín lyfjum. Það geta fylgt því talsverðar aukaverkanir vegna há skammts af niacini eins og roði, kláði og útbrot ásamt fleiru. Hins vegar þegar maður fer að skoða greinina á heilsuhringnum, sem hún byggir þetta viðtal á, kemur þetta fram:

"Ég bendi á B- 3 ,,niacinamide" frá Now. Á markaðnum er einnig B-3 ,,niacinamidacid" sem oft veldur hita, roða og upphleyptri húð, það gerir sama gang en er hvimleitt og í raun ónothæft vegna þessara aukaverkanna."

Fyrir utan að þetta heitir nicotinic acid þá er vissulegt til nicotinamide, bæði kallað niacin, sem veldur ekki sömu aukaverknum en að sama skapi hefur verið sýnt fram á að það lækki ekki blóðfitur eins og nicotinic acid. Þannig að þó svo þessi "ráðgjöf" sé lauslega byggð á raunverulegum rannsóknum þá eru hlutirnir bara túlkaðir einhvern vegin og ráðleggingarnar bara eftir hentugleika.

Svo tók Kristinn sig vel út í Harmageddon þegar hann gagnrýndi bylgjuna fyrir að hleypa þessari vitleysu að. Verður forvitnilegt að vita hvað verður fjallað um í næstu viku.


Ingó - 23/09/10 20:56 #

RÓTEINDAÞRÝSTINGUR frábært ætli þeir viti hvað róteind er bara spyr?


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 23/09/10 22:03 #

Eitt sem er merkilegt er að ekki einn einasti kuklari hefur reynt að gagnrýna þessa grein. Ætli þetta sé virkilega bara óheiðarlegt fólk sem veit full vel að það er að selja bull?


hildigunnur - 23/09/10 23:04 #

Heimir skynsamari, Matti hvað ertu að tala um? Þrælskynsamlegt að selja snákaolíu ef fólk vill kaupa - maður stórgræðir á þessum bissniss!

Heiðarlegt? nei.


Ólafur G. Sæmundsson - 24/09/10 11:04 #

Hér í nokkrum ”athugasemdum” við hina ágætu grein ”Kuklvæðing Bylgjunnar ” hefur nafn útvarpsstjörnunnar Heimis Karlssonar verið nefnt og spyrt saman við ”Lifewafe” bullið. Í reynd þarf það ekki að koma neinum á óvart að hinn ”vísindalega þenkjandi” Heimir leggi nafn sitt við bull sem þetta. En á árinu 1998 stóð hann ásamt fleiri íþróttamönnum að sölu ”töfraúða” hins mesta sem átti að lækna alla mögulega heilsutengda kvilla og byggðist á ”...nýrri tækni sem kallast lípósómatækni.” Töfraúði þessi (fékkst reyndar í nokkrum mismunandi útgáfum) kallaðist einmitt ”Waves”. (Sjá DV, 5. okt. 1998, bls. 2 – ”Töfraúði er sagður lækna á stundinni – er sagður ráða bót á höfuðverk, hálsbólgu, tannpínu og hósta á örskotsstund.” Sjá eftirfarandi slóð http://timarit.is/viewpageinit.jsp?pageId=2974971 . Að sjálfsögðu kom í ljós að hér var maðkur í mysunni og Lyfjaeftirlitið bannaði sölu úðans þar sem hann innihélt ólögleg efni!


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 24/09/10 17:58 #

En á árinu 1998 stóð hann ásamt fleiri íþróttamönnum að sölu ”töfraúða” hins mesta sem átti að lækna alla mögulega heilsutengda kvilla og byggðist á ”...nýrri tækni sem kallast lípósómatækni.”

Takk fyrir að minna á þetta, ég var búinn að steingleyma þessu. Líp-ósóma-tækni. Ber nafn með rentu.


E.R. - 25/09/10 13:34 #

Þetta er stórfenglegt framlag til betra heilsufars. Leir sem með segulkrafti dregur "eitur" út úr líkamanum, og það góða er að hann er náttúrulegur, lífrænn og enginn aukaefni!!! http://heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=221:segulleirinn-leir-sem-dregur-eiturefni-ur-likamanum&catid=12:meefereir&Itemid=16


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 25/09/10 18:48 #

Þetta er stórfenglegt framlag til betra heilsufars. Leir sem með segulkrafti dregur "eitur" út úr líkamanum, og það góða er að hann er náttúrulegur, lífrænn og enginn aukaefni!!!

Váááááááááá. Heilsuhringurinn er bermúda þríhyrningur heilbrigðar skynsemi. Þessi lesning drap fleiri heilasellur en ég mátti við.

Bara eitt atriði af mörgum. Afhverju ætti (ef við gefum okkur hið ólíklega að leirinn sé raunverulega með segulsvið) segulkrafur að draga að sér eitur efni. Áttar þetta fólk sig ekki á því að ekki eru öll efni ferromagnetic?

Djöfull getur fólk verið vitlaust. Mig langar næstum til að grípa einhverja þykka efna- og/eða eðlisfræðibók og berja þetta fólk í hausinn með henni þangað til það játar að það er bara að bulla:D


Jórunn - 26/09/10 08:04 #

Þetta er enn ein staðfestingin á því sem James Randi heldur fram - hve mikið af þessu rugli sem fólk gleypir við er fjölmiðlunum að kenna sem taka þetta allt upp gagnrýnislaust.

Haft er eftir kellingu að það sem hún hélt fram væri satt því hún las það í Morgunblaðinu...


jakob - 02/10/10 19:36 #

Flott grein.


agnar - 06/10/10 15:52 #

Varðandi lifandi ensím má þó segja eitt: Prótín hafa ákveðna eiginleika. Ef þau hitna of mikið (væntanlega mismunandi eftir prótínum) eðlissviptast þau. (Ef ég man rétt er þetta meðal þess sem veldur því að of hár hiti í veikindum getur verið varhugaverður.) Þótt eðlissvipting sé rétt hugtakanotkun verður að viðurkennast að lifandi hljómar aðeins betur ef hugmyndin er að markaðssetja fyrir þá sem kaupa kuklvörur.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 06/10/10 16:15 #

Mikið rétt, Agnar.

Málið er náttúrulega að á ensku heitir eðlissvipting denaturing, sem óneitanlega hljómar illa í eyrum fólk sem heldur að nature-eitthvað sé alltaf best.

En þau prótein og ensím sem eðlissviptast við matseld eru hinsvegar ekkert endilega betri eða verri eftir eldun en þau voru fyrir. Það eitt að eðlissvipta þau segir okkur ekkert um næringargildi þeirra. Þess vegna er þetta tóm tjara, þeas. að tala um að "lifandi" prótein séu svo fín.

Bæði eru þau ekki lifandi og ekki vitað að þau séu fínni við það að vera óelduð, og það er auk þess alls ekki ljóst hvort öll ensím í fæðu verði á sama hátt góð eða vond við að eðlissvipta þau, það gæti verið á ýmsan veg eftir ensímum.

Sem sagt sullumbull, eins og flest allt sem kuklarar láta út úr sér.


Ragnar (meðlimur í Vantrú) - 06/10/10 16:46 #

Mergur málsins er að það skiptir almennt engu máli á hvaða formi eitthvert ensím eða annað prótein er, hvort það er eðlissvipt eða ekki.

Þessi utanaðkomandi prótein (þ.e. prótein úr fæðu) hafa enga virkni í líkamanum (sem betur fer) því þau eyðileggjast strax í meltingarveginum. Strax og þau er komin ofan í maga, eðlissviptast þau flest vegna sýrustigsins þar (magasýran), svo eru þau brotin niður af meltingarensímum undir eins. Við niðurbrotið verða próteinin/ensímin að amínósýrum, þ.e. grunnbyggingareiningum sínum, sem fara inn í blóðrásina og nýtast svo líkamanum.

Það eru bara 20 amínósýrur sem prótein eru búin til úr. Þannig að frá næringarfræðilegu sjónarhorni snýst þetta bara um að innbyrða rétt magn og hlutfall af þessum 20 amínósýrum. Líkamanum er almennt skítsama hvaðan próteinið kom eða hvaða hlutverki það gegndi í upprunalegu lífverunni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.