Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Páfinn er fábjáni

Það eru svo sem engar fréttir fyrir flestum. Nú hefur þessi mannleysa og kjólklæddi apaköttur enn einu sinni opinberað hatur sitt og fyrirlitningu á trúlausum og spyrðir í þetta sinnið við Nasizta þriðja ríkisins í ræðu í Bretlandi. Sú helstefna er honum auðvitað hugleikin enda var karlsauðurinn meðlimur í Hitlersæskunni og hefur vafalaust tileinkað sér rökfræði þess foringja sem hann fylgdi í æsku sinni. Ummæli og skoðun þessa ónytjungs og höfuðhugmyndafæðings vitorðs og yfirhylmingar barnaníðinga, sem grasserar undir hans pilsfaldi, ættu að vera öllum umhugsunarefni.

Ritstjórn 17.09.2010
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Siggi - 17/09/10 12:11 #

Ég skil ekki? Er hann fábjáni af því hann gagngrýnir nasisma?... Væri til í að fá betri útskýringu ;)

Ég er á því að páfinn sé fábjáni en ekki út af nasista-fyrirlitningu...


Hlynur Kristjánsson - 17/09/10 12:30 #

Hann gefur í skyn að Guðleysi hafi gert nasistana eins og þeir voru.

sbr.

Even in our own lifetime, we can recall how Britain and her leaders stood against a Nazi tyranny that wished to eradicate God from society and denied our common humanity to many, especially the Jews, who were thought unfit to live. I also recall the regime’s attitude to Christian pastors and religious who spoke the truth in love, opposed the Nazis and paid for that opposition with their lives. As we reflect on the sobering lessons of the atheist extremism of the twentieth century, let us never forget how the exclusion of God, religion and virtue from public life leads ultimately to a truncated vision of man and of society and thus to a “reductive vision of the person and his destiny”


Viktor (meðlimur í Vantrú) - 17/09/10 13:36 #

http://en.wikipedia.org/wiki/Adolf_Hitler%27s_religious_views

Að menn skuli virkilega láta eitthvað svona heimskulegt út úr sér á dögum Wikipedia.

En, ég býst svo sem ekki við því að Páfinn kunni á tölvu :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/09/10 13:53 #

Af því að hér er ýjað að því að Benna 16 sé helstefnan hugleikin verð ég að benda á gamlar umræður um þetta héðan af vefnum. Jón Valur Jensson segir:

Der junge Josef Ratzinger var nú enginn karl þá, kannski á fermingaraldri. Hann var settur í Hitlersæskuna samkvæmt (ó)lögum, þrátt fyrir að faðir hans væri harður andnazisti eins og margir aðrir kaþólikkar. Og Josef valdi a.m.k. ekki að vera nazisti. Seinna, 16 ára, var hann kvaddur í herinn, en þaðan gerðist hann svo liðhlaupi. Ætlið þið að gera nazista úr slíkum manni? – Show some decency and self-respect, please.

Við skulum leyfa honum að njóta vafans.


Einar (meðlimur í Vantrú) - 17/09/10 16:34 #

átti ekki orð þegar ég heyrði af orðum páfans.

að trúleysingjar væru bara rót alls ills og ég veit ekki hvað og hvað.

þvílíkur kjáni þessi maður. enda yfirmaður sjálfsblekkingarklúbbs nr.1 sem er btw með allt niðrum sig þessa dagana. kannski ekkert skrítið að þeir reyni að koma umræðunni eitthvað annað.


Arnar Magnússon - 17/09/10 22:12 #

Hér má sá myndband af Hitler http://www.youtube.com/watch?v=x0o6eH3YElU Páfinn er sem sagt nasisti.


Vigfús Pálsson - 17/09/10 23:57 #

Sæll Arnar. Ég horfði á þetta myndband allt. Það eina sem ég sá og heyrði var að Hitler réttlætti gjörðir sínar með því að vitna til Guðs. Ég sá einnig að Hitler var að heilsa prestum eða biskupum eða kardinálum, kannski páfa, ég veit ekki hvort páfi og Hitler hittust nokkurntíman. Þú upplýsir mig vonandi um það.

Hver eru skilaboð þín til okkar sem telja sig kristin? Fyrst Hitler réttlætti gjörðir sínar með tilvitnun til Guðs, er ég þá nasisti af því að ég trúi á tilvist Guðs?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 18/09/10 05:47 #

Nei, ætli það nokkuð Vigfús? Ég - persónulega - tel það frekar ólíklegt að þú hallist að nasisma. Segðu mér að ég hafi rétt fyrir mér.

Ef svo er þá höfum við allavega einhvern sameiginlegan grundvöll til að ræða um. Mögulega. Kannski, Því ég fíla allavega ekki ofríki.


Geir - 18/09/10 12:54 #

Vigfús: Það sem youtube-myndbandið sem bent var á hér að ofan sýnir er að Hitler virðist ekki hafa verið trúlaus. Auðvitað eru ekki allir kristnir menn nasistar þótt Hitler hafi verið kristinn. En að sama skapi er ekki hægt að spyrða saman trúlausa og nasista af því að einhver nasisti kann að hafa verið trúlaus (en við nánari skoðun virðast trúleysi reyndar ekki hafa verið sérstaklega algengt meðal þeirra).


Arnar Magnússon - 18/09/10 13:57 #

Vigfús þetta var grín hjá mér ég var að hæðast af páfanum. Nasismi hefur með stjórnmál að gera ekki trúarbrögð. Þótt að Stalín og Castró aðhlyttust bæði kommúnisma og að vera trúleysingar þýðir ekki að allir trúleysingar eru kommúnistar.


Sigurlaug - 18/09/10 16:39 #

Sýnist þurfa að hressa ögn upp á minni Ratzingers.. og minna hann á Píus páfa XII. Vil í því sambandi benda á aldeilis ágæta bók John Cornwell, "Hitler's Pope - The Secret History of Pius XII"


Ólafur - 18/09/10 19:47 #

"Á dögum Wikipedia" má lesa ýmsilegt. Hér eru t.d. tveir textar sem gætu varpað einhverju ljósi á sjónarhorn páfans á hugmyndafræði nazista (ég efast stórlega um að hann hafi haft Dawkins eða ykkur í huga þegar hann lét þessi orð falla):

http://en.wikipedia.org/wiki/Anti-Catholicism#Nazi_Germany

http://en.wikipedia.org/wiki/CatholicChurchandNaziGermany


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 18/09/10 22:53 #

Það er einfaldlega hallærislegt að maður sem er (vænti ég) ranglega sakaður um að hafa verið nasisti sé að spyrða aðra ranglega saman við nasisma, sérstaklega þar sem hann á að vita betur.

Nasisti? Nei. Glæpsamlega afturhaldssamur erkifábjáni? Tvímælalaust.


Vigfús Pálsson - 18/09/10 23:52 #

Sæll Arnar, og allir þeir sem hafa svarað mér.

Fyrsta innlegg þitt má svo sannarlega misskilja á þann veg að þú sért að fullyrða að Páfinn sé nasisti. Gott væri fyrir þig sjálfan að gefa lesendum ekki kost á því að misskilja ritaðan texta þinn eins og hann kemur fyrir sjónir. Það er ástæða þess að ég ákvað að svara þér.

Ég má til með að benda þér á að Stalín hefur margsinnis verið talinn hafa verið prestur, en það er víst ekki rétt. Hann fór að vísu í einhvers konar forskóla fyrir prestsefni en lauk ekki námi þar, einhverra hluta vegna.

Því miður hefur margsinnis verið haldið því fram að Stalín hafi verið einhverskonar fulltrúi kirkjunnar og síðan gefið í skyn að fjöldamorð hans hafi verið réttlætt með tilvísun til kristinnar trúar. Það er ekki gott, en fjöldi manns trúir því enn í dag að svo sé. (Líkt og mikill fjöldi manna afneitar helförinni enn í dag)

Jafn fárálegt væri að halda því fram að Stalín hafi verið trúlaus og þess vegna séu Vantrúarmenn lærisveinar Stalíns í dag.

Varðandi myndbandið sem þú settir linkinn á.

Ég fór að leita nánari upplýsinga varðandi Páfa og Þýskaland Nasista. Tveir Páfar voru við völd meðan Hitler stjórnaði Þýskalandi. Píus XI og Píus XII.

Myndbandið sýnir meðal annars myndir af því að sendiherra Páfagarðs heilsar Hitler. Afar varasamt er að túlka slíkt sem samþykki við stríðsrekstur Hitlers.

Eigum við kannski að túlka kurteisi Ólafs Ragnars Grímssonar gagvart ráðamönnum í Kína sem stuðning við innlimun Tíbet í Kína með öllum þeim hörmungum sem leiddu af því. Ég held ekki.

Og að lokum. Ég hef ekki ennþá fundið heimildir um að Páfi hafi hitt Hitler augliti til auglitis, eða nokkra tilvitnun þess efnis að hann hafi stutt stríðsrekstur Hitlers.

Það vekur mér efasemdir um að Píus XI eða Píus XII hafi verið fábjánar eða Nasistar.


Arnar Magnússon - 19/09/10 11:59 #

Ég á við Ratzinger sem byrjaði í Hitlersæskunni þá um 14 ára á sínum afmælisdagi.

http://www.youtube.com/watch?v=fcXBuDuEZTs

Mörgum finnist þessi páfi í dag vera sá allra versti.


Vigfús Pálsson - 19/09/10 23:03 #

Jæja. Hraustleg yfirlýsing þetta.

Jóhannes Páll annar Páfi hóf Ratziger til æðstu valda innan Vatikansins í Páfatíð sinni. Jóhannes Páll var fyrsti pólverjinn til að vera kosinn páfi. Hann fékk svo sannarlega að kynnast nasismanum þegar nasistar hernumdu Pólland. Ég á bágt með að trúa að Jóhannes Páll hefði hafið fyrrum nasista til æðstu valda innan Vatikansins.

Það er óumdeilt að Ratziger var meðlimur í Hitlersæskunni 1941, þá 14 ára. Það sem þú herfur ekki haft fyrir kynna þér er að það var frá desember 1939 var það skylda samkvæmt lögum að allir 14 ára piltar skyldu ganga í Hitlersæskuna. Hvernig ætli hafi farið fyrir þeim sem gerðu það ekki ? Miðað við ástandið í Þýskalandi á þeim tíma, skil ég vel að fólk þorði ekki annað en að hlýða nasistum.

Varðandi myndbandið á youtube með Pen & Teller þá leyfi ég mér að efast verulega um það sem sagnfræðilega heimild sem mikið mark skuli taka á.

Nánari upplýsingar er að fá á wikipedia.

http://en.wikipedia.org/wiki/Pope_Benedict_XVI#Early_life:_1927.E2.80.9351


Arnar - 20/09/10 13:13 #

Dawkins svarar fábjánanum fullum hálsi : http://www.youtube.com/watch?v=q_0kFU7IfPM


Hanna Lára - 20/09/10 15:36 #

http://richarddawkins.net/articles/521113-ratzinger-is-an-enemy-of-humanity

Allir hefðu gott af að lesa þessa ræðu.

Ekki ætla ég að þykjast geta betur, en ég styð hvert orð sem Dawkins segir þarna.


Carlos - 20/09/10 16:18 #

Þessi þráður og þessi grein er byggð á misskilningi, mislestri.

"Even in our own lifetime, we can recall how Britain and her leaders stood against a Nazi tyranny that wished to eradicate God from society and denied our common humanity to many, especially the Jews, who were thought unfit to live. I also recall the regime’s attitude to Christian pastors and religious who spoke the truth in love, opposed the Nazis and paid for that opposition with their lives."

Það er vel þekkt að ýmsir stóðu gegn nasisma vegna kristinnar trúarsannfæringar sinnar, sjá t.d. Játningakirkjuna á Wikipediu. Þótt páfi minnist ekki á þá hreyfingu er minnist hann þeirra sem stóðu gegn ómennsku og yfirgangi þessarar harðstjórnar.


Carlos - 20/09/10 16:30 #

Það má ýmislegt segja um páfann, en fábjáni er hann ekki. Fyrrum kennari við Tuebingen og Freiburgháskólana, síðan arkítekt núverandi andslags við helstu umbótarhreyfingu kaþólskunnar, innan frá. Enginn bjáni, heldur útspekúleraður, gáfaður máður sem tók ákvörðun.

Ákvörðun um að standa með hefðbundnum kaþólskum gildum, sem gengur í fjöldann allan af fátækustu og vanmenntuðustu meðlimi kirkjunnar. Sker frekar burt þá frjálslyndu og menntuðu, sem hvort eð er er ekki hægt að hafa hemil á og beygja undir páfavaldið.

Maðurinn á í varnarbaráttu gegn nútímanum og teflir gegn honum íhaldsama Afríku- og Suður-Ameríkukristna.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/09/10 16:33 #

Carlos, af hverju endar þú tilvitnun þína í þarsíðustu athugasemd svona? Strax á eftir kemur:

As we reflect on the sobering lessons of the atheist extremism of the twentieth century, let us never forget how the exclusion of God, religion and virtue from public life leads ultimately to a truncated vision of man and of society and thus to a “reductive vision of the person and his destiny”


Carlos - 20/09/10 17:27 #

Ég las reyndar ekki lengra. Var búinn að afplána opinbera, kaþólska texta fyrir lífstíð.

Auðvitað harmar maðurinn theókrasíuna, að vera númer eitt og alráður. Lítur á söguna, kommúnismann (með sínum trúarbragðaofsóknum) og nasismann (með sínum trúarbragðaofsóknum) og bendir á það hvert róttækt trúleysi getur farið.

Auðvitað vill hann ekki í sömu ræðu skíta í eigið hreiður og tala um róttæka pólítíseringu trúarinnar. Eins og ég sagði, maðurinn er ekki fábjáni. Ég sagði aldrei, að ég væri sammála honum.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 20/09/10 20:42 #

@Carlos

Það er vel hægt að vera kennari við virta háskóla og vera samt fábjáni - um slíkt finnast mörg dæmi, m.a. úr HÍ. Ég er sammála þér um að páfinn er útspekúleraður, en gáfaður er hann ekki.

Hér fellur þú svo í sömu gryfjuna og viðrinið í Vatikaninu þegar þú segir:

Auðvitað harmar maðurinn theókrasíuna, að vera númer eitt og alráður. Lítur á söguna, kommúnismann (með sínum trúarbragðaofsóknum) og nasismann (með sínum trúarbragðaofsóknum) og bendir á það hvert róttækt trúleysi getur farið.

Ertu virkilega verja fábjánann og ertu halda því fram að voðaverk kommúnisma og nazisma séu afleiðing af 'róttæku trúleysi'? Ég fæ ekki betur séð.


Carlos - 20/09/10 22:14 #

Ég er ekki hér til að ræða um gáfur þriðja aðila, sem tekur ekki þátt í samræðunum. Ég er að þessu til að benda ykkur, G2 og öðrum sem lesa vilja, að þið setjið markið á rangan stað.

Það voru ekki gáfurnar, sem urðu til þess að Ratzinger snérist frá umbótaöflum kaþólsku kirkjunnar og varð erkiíhaldssamur. Sagt var í Tuebingen, að hann hafi ekki litist á stúdentahreyfinguna, orðið óttasleginn og því orðið að þessum íhaldssama gáfumanni, sem hefur náð að móta stefnu kaþólsku kirkjunnar í yfir 30 ár. Ef það er ekki til marks um að maðurinn viti sínu viti ...

Þið skjótið ykkur sjálfa í báðar lappir með því að vanmeta hann. Kallið hann fábjána fyrir mér. Hell, kallið mig bavíana. Skiptir engu máli. Enginn er heimskari fyrir nafngiftir andmælanda sinna.

Nei, ég er ekki að verja hann. Aðeins að reyna að skilja hvaðan hann kemur og hvað fær hann til að tikka.


Carlos - 20/09/10 22:17 #

@G2 post scriptum:

Ef þér finnast kennarar skóla fábjánar ... well, veit ekki hvort það segir meir um skólana eða þig sem sækir kennslu til þeirra. En ég hef innbyggða radarvara fyrir nafnleysingjum sem kalla annað fólk ónefnum án þess að hætta neitt sjálfir.

T.d. heigull.


Carlos - 20/09/10 22:50 #

Ég sé að eitt orð sem ég notaði, breytti merkingu setningar hjá mér. Ég skrifaði:

"Auðvitað harmar maðurinn theókrasíuna, að vera númer eitt og alráður. Lítur á söguna, kommúnismann (með sínum trúarbragðaofsóknum) og nasismann (með sínum trúarbragðaofsóknum) og bendir á það hvert róttækt trúleysi getur farið."

Standa átti:

"Auðvitað syrgir maðurinn theókrasíuna, að vera númer eitt og alráður. Lítur á söguna, kommúnismann (með sínum trúarbragðaofsóknum) og nasismann (með sínum trúarbragðaofsóknum) og bendir á það hvert róttækt trúleysi getur farið."

Biðst velvirðingar á því að hafa mögulega valdið misskilningi.


Guðmundur Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 20/09/10 23:10 #

@G2 post scriptum:

Ef þér finnast kennarar skóla fábjánar ... well, veit ekki hvort það segir meir um skólana eða þig sem sækir kennslu til þeirra. En ég hef innbyggða radarvara fyrir nafnleysingjum sem kalla annað fólk ónefnum án þess að hætta neitt sjálfir.

T.d. heigull.

... og ég á orð yfir geistlærða, sem ekki geta komið komið frá sér óbrenglaðri hugsun,

T.d. fábjáni

Án vinsemdar,

Guðmundur Guðmundsson, a.k.a. G2


Carlos - 21/09/10 08:02 #

Mér finnst nú dálítið súrt að framhaldsmenntun í háskóla skuli ekki einu sinni skila mér alla leið í fullþroska "bjána".


Matti (meðlimur í Vantrú) - 21/09/10 08:44 #

Ef þér finnast kennarar skóla fábjánar .

Carlos, Guðmundur alhæfði ekkert um alla kennara skóla eins og halda mætti af þessari athugasemd þinni. Hann sagði einungis að það sé "hægt að vera kennari við virta háskóla og vera samt fábjáni". Varla andmælir þú því.


Carlos - 21/09/10 09:21 #

Rétt er það, Matti. Ég ítreka að þessi umræða græðir ekkert á því að vera á innsoginu og að þið vanmetið andstæðinginn með því að heimskuvæða hann.

Hann er allt annað en heimskur. Machiavellískur, útspekúleraður, ein- eða fáræðissinni. Elítisti, kerfiskarl dauðans ... hverskonar samfélag byggist á útpældu, kerfislægu og hugmyndafræðilega frosinni heimsvalda- og alræðispólítík?

Svona er nær að skoða núverandi Páfa, fv. yfirmann rannsóknarréttarins (í nýjum búningi) Ratzinger. Og finna leiðir til að takast á við hann.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 21/09/10 09:26 #

Getur verið að þú sért að lesa orðið "fábjáni" of bókstaflega ;-) Það er ekki einungis notað til að lýsa greind viðkomandi heldur er það einnig iðulega notað til að lýsa innræti fólks.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 21/09/10 09:35 #

Ég held að sami misskilningur hafi átt sér stað í "rökræðu" okkar Guðbergs Hólímólí Grefils hjá Kristni um daginn. Hann stóð á því fastar en fótunum að hryðjuverkamenn væru fávitar. Ég vildi (vil) meina að hryðjuverkamenn séu síður en svo fávitar. Hroðaleg illmenni já, en ekki fávitar.

Sama má segja um páfann. "Páfinn er holdgerving illskunnar" væri betri fyrirsögn hér. IMHO.


Carlos - 21/09/10 15:15 #

/ Getur verið að þú sért að lesa orðið "fábjáni" of bókstaflega ;-)

Má vera. Prófum dæmi, tekið úr innihaldi þessarar umræðu (lauslega):

  • Dr. Göbbels var fábjáni.

Ég held ekki. Hann var allt annað en það. Siðlaus, samviskulaus, lygari ... Prófum annað:

  • Dr. Göbbels var hætturlegur fyrir þær sakir, að hann misnotaði gáfur sínar í tilgangi ...

Þegar öllu er á botninn hvolft lýsa orðin "fábjáni", "hálfviti", "holdgerfing illskunnar", "demónískur", "illur" mjög illa, ef þau eru ofnotuð og úr tengslum við almenna máltilfinningu.

Mér finnst þessi umræða hér missa gersamlega marks vegna þesskonar upphrópana. Gagnrýni sem hefði getað orðið einhverjum til gagns (a.m.k. gagnrýnendum páfakirkjunnar) verður að svona "jú-nei" slag án andstæðings. Svona háaséstónleika án fegurðar. Sírenuvæl án þess að það gagnist nokkrum, síst af öllum þeim sem halda að þeir geti afgreitt fyrirbærið með þessum orðum.


Carlos - 21/09/10 15:18 #

Vel á minnst, hver er hræddur við "kjólklæddan apakött"? Miðað við það vald sem páfinn hefur, ættu menn að umgangast hann, kirkju hans af ákveðinni virðingu. Sbr. Balú, sem hélt í skottið á Sir Khan, sem hljóp með hann um allan skóg.

"Slepptu honum," sagði Bhagera, pardusdýr.

"Ertu vitlaus, það eru tennur hinu megin," svaraði Balú.


Jon Steinar - 21/09/10 20:26 #

Got mit uns.


Steini Jóns - 21/09/10 21:58 #

Ratzinger kardináli er einhver hættilegasti maður sem gengur á jörðinni í dag, hvort sem hann er fábjáni eða mjög gáfaður en valdsjúkur maður. Þó svo að Penn og Teller geti ekki talist áreiðanleg heimild þá er margt rétt hjá þeim - m.a. fullyrðing viðmælenda um að Ratzinger sé að reyna að færa kirkjuna aftur til 18. aldar.

Eitt af því sem Ratzinger hefur stýrt í gegn um tíðina er "rannsókn" Vatikansins á Dauðahafshandritunum svokölluðu - en Ratzinger hefur séð til þess að engar upplýsingar hafa komið fram um þau handrit sem Vatikanið náði að komast höndum yfir - afgangurinn bendir alls ekkert til þess að Kristnin sé þessi frábæri sannleikur sem Jesú færði umheiminum fyrstur manna (eða guða...)

Og þetta virðist vera farið að breiða úr sér - hér á upphafsárum Wikipedia - frjálsa alfræðiritsins - voru greinar þar alls ekki síðri en t.d. í Encyclopædia Britannica og áreiðanleiki greina þar var mjög góður.

Nú virðist sá tími vera liðinn - það ber allt of oft á því að texti á Wikipedia er greinilega skrifaður af óvilhöllum aðila - ekki síst þegar kemur að trúmálum og sér í lagi kristni. Því miður er því ekkert að marka tilvísanirnar sem Ólafur vísar í hér að ofan.


Carlos - 21/09/10 23:07 #

Ég hefði haldið að núverandi páfi gerði sér 19. öldina að góðu, þegar páfadæmið afgreiddi óskeikulleikakenninguna og óflekkaðan getnað Maríu, í krafti eigin kennivalds.


Jón Valur Jensson - 23/10/10 15:40 #

Ótrúlega óupplýst umræða af sumra hálfu, með ógáfulegum upphrópunum, jafnvel nokkrir sem verja fullyrðingu nafnlauss örpistilshöfundar, að páfinn sé "fábjáni". Þó eru hér líka menn til andmæla eins og Vigfús Pálsson og Birgir Baldursson.

Carlos stendur sig mjög vel í mörgu hér, þótt ég geti ekki tekið undir allt hjá honum, enda er hann líberal-lútherskur.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.