Við ætlum að hittast aftur eftir langt og gott sumarfrí. Umræðuefni kvöldsins er "kurteisi", eða "ekki vera kúkalabbi".
Á síðasta TAM hélt Phil Plait fyrirlestur sem vakti nokkra athygli (og gagnrýni) á netinu. Hvernig ætti efahyggjufólk að koma fram. Er í lagi að kalla fólk heimskt og vera með smá "attitude" eða ættum við að sýna kurteisi í framkomu?
Við ætlum að hittast þriðjudaginn 7. september á efri hæð House of Guinness (einnig þekkt sem "Highlander".) klukkan 20:00.
Kíkið við, fáið ykkur eitthvað að drekka og deilið ykkar upplýstu, úthugsuðu og áhugaveru skoðun með okkur.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Trausti (meðlimur í Vantrú) - 05/09/10 17:37 #
Fjandinn. Þetta er einmitt það sem mig langar svolítið til að tjá mig um. Ég er á dick-ish línunni nefninlega.