Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Minningarhella Helga Hóseassonar

Mánudaginn 6. sept. n.k. verður eitt ár liðið frá andláti Helga Hóseassonar og af því tilefni verður afhjúpuð minningarhella þar sem hann stóð oft við gatnamót Langholtsvegar og Holtavegar. Hópur manna ætlar að ganga frá heimili Helga við Skipasundi 48 þennan dag klukkan 17:50 að gatnamótunum þar sem stutt athöfn fer fram klukkan 18:00. Allir velkomnir.

Að uppsetningu hellunnar standa Vantrú og Facebook-hópur um minnisvarða um Helga Hóseasson. Þór Sigmundsson steinsmiður hannaði helluna en vinna við hana og efni er gjöf frá steinsmiðjunni S. Helgason. Hellunni er komið fyrir með góðfúslegu leyfi og aðstoð borgaryfirvalda.

Ritstjórn 03.09.2010
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.