Við viljum benda lesendum og öðrum áhugasömum á það að Þjóðskrá hefur boðið uppá þann möguleika að leiðrétta trúfélagsskráninguna sína rafrænt, eða einsog segir á heimasíðunni:
Þrjár leiðir eru til að skila eyðublaðinu:
1.Netskil (sjá upplýsingar um rafræn skjalaskil á Island.is). Þessi eyðublöð eru merkt með tákninu
. Vistið skjalið á tölvunni og smellið hér til að skila. Undirritun er óþörf, en í stað hennar þarf viðkomandi að auðkenna sig með rafrænu skilríki á debetkorti eða veflykli Ríkisskattstjóra.
2. Bréfapóstur. Prentið út eyðublaðið, undirritið og sendið í pósti á Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21, 105 Reykjavík
3. Bréfasími. Prentið út eyðublaðið, undirritið og sendið í bréfasíma 569 2949.
Þetta ætti að auðvelda málin töluvert fyrir fólk sem hefur annars ekki gefið sér tíma til þess að uppfæra skráninguna (ef þörf er á) og þannig gera trúfélagsskráningu á Íslandi margfalt nákvæmari en hún hefur verið til þessa.
Þessi rafrænu skil eru snilld! Hef ætlað að skrá mig úr þjóðkirkjunni í nokkur ár en aldrei komist í það. Ákvað að stökkva á tækifærið fyrst þeir voru komnir með rafræn skil og það tók mig u.þ.b. 1 mínútu að klára þetta. Mjög þæginlegt og auðvelt.
Mæli sterklega með þessu fyrir letingja eins og mig sem vilja skrá sig úr þjóðkirkju.
Takk fyrir. Þetta heppnaðist held ég. Veit einhver hvað margir skráðu sig úr þjóðkirkjunni í þessum mánuði? Mig minnir að það átti að koma um mánaðarmótin?
ÞIÐ ERUÐ ÖLL GUÐLASTARAR! ÞIÐ MUNUÐ BRENNA Í HELVÍTI FYRIR AÐ SKRÁ YKKUR ÚR HÚSI GUÐS!!
Gunnar.
Greyið mitt.. ef þú ert ekki að grínast með þessu framlagi þínu í umræðurnar, að þá finn ég til með þér.
Þú trúir á skáldsagnapersónu og lætur hana hafa áhrif á líf þitt.
Viltu prófa Harry Potter næst ?
Hér sannat hi forkveðna að eigi sé hægt að henda grín að trúarbrögðum. Það er enginn greinarmunur á gríni og veruleika þar.
Súrreal verður alltaf súrreal.
Gunnar, maður getur alveg trúað á orð Guðs þó maður sé ekki í Þjóðkirkjunni.
En þessir öfga-vantrúar-ofbeldisbullur halda líklega að allir sem skrái sig úr þjóðkirkjunni séu í þeirra liði! En svo er ekki.
Það er misskilningur að við teljum alla þá sem leiðrétta trúfélagsskráningu sína vera með okkur "í liði". Staðreyndin er að Vantrú hefur aðstoðað nokkuð marga við að skrá sig í trúfélag.
Byrjaði þetta ekki örugglega 1. september?
Tæplega 2000 höfðu fyrir því að skrá sig úr þjóðkirkjunni í ágúst - og væntanlega ekkert af því rafrænt: http://www3.fmr.is/Markadurinn/Markadsfrettir/Frett/~/NewsID/4199
Það verður áhugavert að sjá tölurnar fyrir september...
Asnalegt samt að maður getur skráð sig úr þjókirkjunni 16 ára en maður þarf að vera 18 ára til þess að fá veflykil.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Hrafnkell - 01/09/10 16:44 #
Velur þjóðskrá á síðunni.
Svo á þeirri síðu, http://www3.fmr.is/ - Velja þar gráa hnappinn þjóðskrá. Á síðunni sem opnast er þá valið eyðublað. Neðst á þeirri síðu er svo eyðublaðið.