Undanfarið hafa núverandi og fyrrverandi prestar verið nokk ötulir við greinaskrif í ýmsa prentmiðla og þar stendur Morgunblaðið upp úr. Ötulir hafa þeir verið, en skrifin hafa að vísu verið alveg á jaðrinum að vera frámunalega geðsjúk.
Nýverið birtist lesendabréf í Morgunblaðið eftir fyrrverandi sóknarprestinn Björn H. Jónsson þar sem hann delerar um sjúkdóma, krabbamein og kynmök í ljósi Krists(fyrir áskrifendur Morgunblaðsins). Þetta bréf er svo klikkað að það sætir furðu að það hafi verið birt yfirhöfuð.
Við þekkjum flest þessa setningu: „Guð skapaði manninn í sinni mynd“. Þá er eðlilegt að gera ráð fyrir návist hans og aðkomu þegar maður og kona maka sig í þeim tilgangi að skapa manneskju. En til þess að sköpunarverkið sé fullkomnað þarf Guð að gefa því sína mynd með virkri útgeislun í samvisku, réttlæti og kærleika og svo lífsandann sjálfan.
Ef einhver Jón Jónsson útí bæ hefði sent samskonar samhengislaust raus um hvernig skal forðast krabbamein og skapa heilbrigt barn í Jesú nafni Amen, þá hefði það eflaust lent í einhverri ónefndri skúffu um ókomna tíð. En Morgunblaðið er ekki aðeins Sjálfstæðissnepill, það er ansi augljóst að hin kristilega slagsíða er töluverð hjá ritstjórn Moggans og prestar eiga furðulega auðvelt með að fá greinar sína birtar og það virðist engu skipta hvert innihaldið er.
Okkur er bent á veginn sem við eigum að fylgja, það er Jesús Kristur. Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Friðurinn er hann veitir og návist Guðs geta stórlega fækkað sjúkdómstilfellunum
Þetta er semsagt enn einn rugludallurinn sem sárbiður um gamla góða myrkra miðaldahugsunarháttinn. Leggðu líf þitt í lúkurnar á gvuði, biðja bara nógu andskoti mikið og - voila! - engin veikindi, engir sjúkdómar og þú munt lifa heilbrigðu lífi. Allavega, svo hljómar hin kristilega kenning. Það breytir engu sú staðreynd að það að spenna greipar og blaðra útí loftið virki ekki, enda er valkvæmni kóna einsog Björns alveg með ólíkindum. En samt, ef þú biður ekki nógu mikið, þá áttu krabbameinið skilið!
Þessi grein Björns er einsog einhver yfirlýsing um það hvað það er frábært að vera fábjáni, einsog hann sé að stæra sig af því hvað hann er vitlaus og virðist bara una sér vel í sínum fordómum, fáfræði og heimsku svona einsog svín sem velta sér uppúr forinni.
Vill hann kannski að reyna fylla uppí þetta andlega svarthol sem Sigurbjörn Einarsson skildi eftir á síðum Morgunblaðsins með sitt vikulega vitsmunalega holræsi? Gangi honum vel því hann á góðan sjens ef hann heldur þessu áfram.
Sigurður Þór Guðjónsson gerir einnig þetta lesendabréf fín skil í pistlinum sínum Nýstárlegar sjúkdómaskýringar.
Fyrst minnst er á Sigurbjörn er ekki úr vegi að minna á orð hans um trúleysi (sjá hér):
Ég nefni bara það sjúka yfirlæti sem þykist upp úr því vaxið að gera ráð fyrir neinu æðra sjálfu sér í alheiminum.
Segir maðurinn í fullum skrúða og á ofurlaunum við að þykjast fulltrúi skapara himins og jarðar og í persónulegu sambandi við hann. Ekkert sjúkt við það og auðvitað hámark auðmýktar og vitsmunalegs þroska.
Varðandi blogg Sigurðar... skrýtið að læsa því, hver er tilgangurinn með læstu bloggi. Hef stundum lesið færslurnar hans, margar hverjar góðar, aðrar ekki, eins og gengur - og sumar hafa einmitt horfið.
Þessi grein Björns er eitthvert mesta bull sem ég hef lesið nýlega.
Ég barðist við aulahrollinn í gegn um þessa umræddu grein. Datt bara ein samlíking við höfundinn í hug: Vitsmunaleg eyðimörk.
Þegar maður horfir á þætti eins og American Idol og sér gersamlega hæfileikalaust fólk gera sig að algerum fíflum frammi fyrir alheiminum, dettur manni stundum í hug hvort þetta fólk eigi enga vini sem eru nógu hreinskilnir til að segja því hvað það sé hrikalega lélegt. Ég ætla rétt að vona að blessaður maðurinn hafi ekki borið þessa grein undir nokkurn mann áður en hann sendi hana inn, því að þá væri sá hinn sami sekur um óumræðilegan kvikindisskap, að leyfa aumingjans manninum að gera sig svona að fífli.
Góður tengill hjá Begga. Björn gefur út bók eftir sjálfan sig um sjálfan sig og selur hana líka, einn manna, í sérstakri bóksölu sinni og skrifar sjálfur mærandi ritdóm um verkið.
Þarf frekar vitnanna við?
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Beggi - 06/07/10 15:34 #
Ef einhver Jón Jónsson útí bæ hefði sent samskonar samhengislaust raus um hvernig skal forðast krabbamein og skapa heilbrigt barn í Jesú nafni Amen, þá hefði það eflaust lent í einhverri ónefndri skúffu um ókomna tíð.
Ég legg til að einhver taki sig til og reyni á þessa kenningu.
Annars var ég að leita uppi þennan blessaða mann á vefnum. Fann dásamlega síðu. Bóksala Björns H. Jónssonar
Þar segir m.a.: Fyrir um 10 árum síðan uppgötvaði séra Björn nánast fyrir tilviljun að hann byggi yfir lækningarmætti og upp frá því hefur hann hjálpað fjölda fólks í gegnum veikindi og áföll. Þennan hæfileika hefur hann aldrei auglýst heldur hefur þetta spurst út frá einni manneskju til annarar. fé og græðgi samtímans varðar Björn ekkert um og hefur aldrei þegið greiðslu fyrir þessa þjónustu enda telur hann hæfileikann gjöf frá Guði sem beri að umgangast með auðmýkt og virðingu.
Það er bara svona. Og þessi maður starfaði sem kennari ... og lögreglumaður.