Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Mótmæli við Hallgrímskirkju í sumar

Hallgrímskirkja

Í kjölfarið á mótmælunum fyrir framan Hallgrímskirkju laugardaginn 5. júní sl., hafa einstaklingarnir sem stóðu að þeirri samkomu efnt til mótmæla í allt sumar fyrir framan Hallgríms- og Akureyrarkirkju - og eflaust bara fyrir framan allar kirkjur á landinu. Fólk er hvatt til þess að mæta - eða jafnvel mynda sín eigin mótmæli við sínar "sóknarkirkju" - og krefjast aðskilnaðar ríkis og kirkju.

Á Facebook-síðu hópsins má meðal annars lesa:

FÓLK AF ÖLLUM TRÚARBRÖGÐUM OG LÍFSSKOÐUNUM SAMEINIST!

Gallup kannanir sýna að 70% kristinna Íslendinga vilja aðskilnaðinn... og 74% þjóðarinnar í heild.

Í meira en ÁRATUG hafa síðan yfir 65% þjóðarinnar viljað aðskilnaðinn!! ER ÞETTA SVOKALLAÐA LÝÐRÆÐI Á ÍSLANDI TÚSKILDINGS VIRÐI, ÉG BARA SPYR?? AF HVERJU ERU RÁÐAMENN EKKI LÖNGU BÚNIR AÐ HLÝÐA ÞJÓÐINNI??

Það eru ekki mörg lönd í heiminum ennþá með ríkiskirkju. Það eru allnokkur múslimalönd, sem eru ennþá í því að drepa eða fangelsa fólk fyrir samkynhneigð, jú... En fyrir utan þau, bara örfá kristin lönd, eins og sjá má hér: http://en.wikipedia.org/wiki/File:State_Religions.svg

Við verðum bráðum SÍÐASTA KRISTNA LAND Í HEIMI til að aðskilja ríki og kirkju! Þetta er niðurlægjandi! Svíar einkavæddu sína ríkiskirkju árið 2000. Finnar hafa löngu einkavætt sína. Hvenær ætlar Ísland að drífa í þessu??

Ritstjórn 16.06.2010
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Sigurður Karl Lúðvíksson - 16/06/10 13:38 #

Það þarf stjórnarskrárbreytingu til að aðskilja ríki og kirkju, sem gerir það miklu slungnara og er ekki gert í flimtingum. Nú stendur til að breyta stjórnarskránni vegna efnahagshrunsins og því er tilvalið að berjast fyrir þessu með öllu afli núna, það er ómögulegt að segja hvenær alþingi ræðst aftur í stjórnarskrárbreytingu. Ég myndi t.d leggja til að áhugamenn um aðskilnað láti sjá sig nálægt stjórnarskrábreytingarnefnd.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 16/06/10 16:00 #

Það má breyta 62. gr. stjórnarskrárinnar með lögum, sem er mun einfaldara en aðrar breytingar á stjórnarskrá:

-62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.

Okkur vantar bara þingmenn sem þora.


Steini - 16/06/10 16:20 #

Það er búið að breyta þessu.

http://www.facebook.com/home.php?ref=home#!/event.php?eid=134922423189136&index=1

Annar hver laugardagur á Austurvelli. :)


Næri - 21/06/10 19:34 #

Og hverju á að aðskilja ríki og kirkju? Viss ekki einu sinni þau væru saman :/


olafur - 27/07/10 17:36 #

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.