04.06.2010

Mótmæli við Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja

Laugardaginn 5. júní klukkan tvö ætlar hópur manna að safnast saman við Hallgrímskirkju til að krefjast aðskilnaðar ríkis og kirkju. Vantrú fagnar þessu framtaki en á engan þátt í því, svo heiðvirðir borgarar geta óhræddir tekið þátt.

Á Facebook-síðu hópsins segir.

ÞJÓÐKIRKJAN SITUR VIÐ FEITT BORÐ MEÐAN AÐRAR DEILDIR RÍKISINS SVELTA:

Prestar og ráðamenn Þjóðkirkjunnar hafa síhækkandi ofurlaun meðan skorið er herfilega niður hjá skólum, lögreglu og spítölum. Við höfum ákveðið að nú er komið nóg!

Nú verður að mótmæla!!

Kröfur okkar eru eftirfarandi:

1 Að hinir fjölmörgu Íslendingar sem fara aldrei í kirkju eða hof (kristnir, trúlausir, sem og fólk af öðrum trúarbrögðum og lífsskoðunum) þurfi ekki að borga "sóknargjöldin"... sem eru í raun aukaskattur til trúarstofnana, sem allir þurfa að borga hvort sem þeir sækja skipulagðar trúarathafnir eða ekki.

2 Að raunverulegur aðskilnaður ríkis og kirkju fari fram - að Þjóðkirkjan sjái um eigin fjáröflun, eins og allar aðrar kirkjur á Íslandi og næstum allar aðrar kirkjur í heiminum!

3 Að engin lagaleg mismunun eigi sér stað milli trúfélaga og hópa fólks sem fjalla um annað en trúarbrögð.

4 Að tengls milli Þjóðkirkju og ríkissjóðs verði rofin. Þjóðkirkjan fær nú marga milljarða á ári úr ríkissjóð UMFRAM sóknargjöldin (sem nema líka milljörðum króna á ári).

Samskonar mótmæli verða við Akureyrarkirkju á sama tíma og ath:

Boðið verður í öllum mótmælum upp á skráningu úr Þjóðkirkjunni fyrir þá sem vilja.

Ritstjórn
Flokkað undir: ( Samherjar , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð      Facebook icon


ArnarÞ - 09/06/10 11:03 #

Bíddu. Í lið 1 hélt ég að ef þú skráðir þig úr trúfélögum þá mundi peningurinn fara til Háskóla Íslands.


Þröstur Hrafnkelsson - 09/06/10 11:08 #

Það var einu sinni þannig en hefur verið breytt. Ef þú ert utan trúfélaga borgar þú samt sama gjald og þeir sem eru í trúfélagi. Hinsvegar fer peningurinn þinn beint í ríkiskassann. Í sjálfu sér ertu að borga meiri skatt en þeir sem eru í trúfélagi.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?