Nú hitt er svo annað mál að menn eru náttúrulega alltaf að biðjast afsökunar á syndum sínum og það geri ég nú í kirkju sem kristinn maður því að kristin trú og kristin gildi hafa alltaf verið mér mikilvægt veganesti.
Halldór Ásgrímsson, spurður hvort honum þætti nauðsynlegt að biðjast afsökunar á sínum þætti í efnahagshruni Íslands.
Aðal-leikararnir bera ýmist við minnisleysi eða samvizkusemi gagnvart regluverki. Og sumir þykjast síðan geta flúið í náðarfaðm kirkjunnar.
Þetta ætti að vera mörgum hugsunarefni um hvort ekki sé tímabært að segja sig úr kirkjunni.
Ég hélt að hrunið mætti rekja til þess að þeir sem stóðu í fararbroddi, og þjóðin almennt, hefði ekki verið nægilega kristin (skv. áróðri kirkjunnar).
Ótrúleg yfirlýsing - einhvern veginn minnir mig að fullt af fólki sé alltaf að halda því fram að kristni sé svo mikilvæg vegna siðferðisins, en skv. þessu má haga sér eins og drullusokkur og ræða málið bara við guð að lokum..
Samkvæmt þessu er óþarfi að biðja þann sem maður brýtur á afsökunnar á gerðum sínum. Það er semsé nóg að fara bara í kirkju og biðja Guð afsökunar. Það er líka miklu þægilegra því að þá þarf maður ekki að standa augliti til aulitis við þann sem maður hefur brotið á.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
baddi (meðlimur í Vantrú) - 08/05/10 16:26 #
Ef stjórnmálamenn ætla ekki að axla ábyrgð á því sem þeir gera, þá þætti mér vænt um að fá að vita það fyrir fram svo ég geti sleppt því að kjósa þá