Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

James Randi er hommi!

James Randi.jpg

Hvað er athugavert við fyrirsögnina hér að ofan? Er upphrópunarmerkinu ofaukið? Er það til marks um heimóttarhátt og gamaldags fordóma að gera mikið úr þeim fréttum að einhver sé kominn úr skápnum?

Já, látum upphrópunarmerkið fara.

En hvað með restina af þessari fyrirsögn? Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvort það að maðurinn sé hómósexúal sé yfirleitt frétt. Kemur okkur þetta eitthvað við?

Nei. Þetta skiptir engu máli.

Við lifum sem betur fer á slíkum tímum að hommar og lesbíur eru viðurkenndir litir í regnboga mannflórunnar. En það er reyndar alveg nýtilkomið.

Randi er fæddur fyrir 1930. Þegar hann óx úr grasi voru þessi mál ekki jafneinföld og þau eru orðin í dag. Hinn venjulegi vestræni maður var ekki aðeins haldinn hommafyrirlitningu sem hann studdi með viðeigandi niðrandi orðum, heldur voru menn upp til hópa rasistar líka og þótti sjálfsagt. Kvenfyrirlitning átti meira að segja upp á pallborðið!

Á nokkrum áratugum hefur allt þetta verið að breytast. Gömlum siðferðisgildum hefur verið sagt stríð á hendur og nú vilja menn halda sig við það sem skaðar minnst.

Randi þurfti að pukrast og líða illa fyrir eitthvað sem hann gat ekkert að gert. En í ljósi nýrra aðstæðna hefur hann, á gamals aldri, stigið það hetjulega skref að gera "bannaðar" tilfinningar sínar opinberar.

Hann er ekki lengur undir oki kristilegs siðferðis.

Gamli maðurinn stígur fram og segir fréttir. Og auðvitað eru þetta dálitlar fréttir. Fókuspunktur þeirra er þó ekki kynhneigð hans, heldur er mest bragð af þeim tíðindum að samfélagið hefur breyst. Þetta eru góðar fréttir!

Aðalatriðið er að hýrleiki James Randi skiptir engu máli, eða ætti ekki að gera það, ekki frekar en hefði hann sagt: "Ég er veikastur fyrir rauðhærðum konum". Í fullkomnum heimi ættu kynlanganir manna ekki að koma nokkrum við, svo lengi sem ekki hlýst af þeim skaði.

En það felst mikil sorgarsaga í því að manngreyið hafi ekki getað komið út fyrr en nú. Alla sína löngu ævi sem kynferðislega virkur einstaklingur hefur hann þurft að dylja þetta og jafnvel skammast sín fyrir það. Og er svo orðinn gamall og heilsulaus þegar jarðvegurinn er loks tilbúinn.

Svo tala kirkjunnar menn margir um að heimur versnandi fari og allt siðferði stefni niður á við. En það er fyrst og fremst siðlaus boðskapur kristninnar sem hefur gert líf margra að helvíti ævina á enda.

Stóra fréttinn er ekki sú að Randi sé hommi, heldur að hann og aðrir geta óhræddir komið út úr skápnum. Við ættum öll að fagna þeirri dásamlegu staðreynd með því að dansa á götum úti í litríkum klæðum. Bíddu, við gerum það reyndar nú þegar, hvert ár!

Ljósmynd af James Randi frá Wikipedia.

Birgir Baldursson 07.05.2010
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Carlos - 07/05/10 10:30 #

Smá stuðningsyfirlýsing. Hugsanlega of lítið og of seint, en hugur fylgir máli.


Carlos - 07/05/10 10:32 #

Leiðrétting. Einu orði ofaukið í síðustu athugasemd. "Hugsanlega" þarf að fjúka.


Svavar Kjarrval (meðlimur í Vantrú) - 07/05/10 11:42 #

Ég verð að vera sammála Carlos. Greinin var búin að velkjast um í greinarkerfinu of lengi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/05/10 11:49 #

Carlos á væntanlega við að yfirlýsing prestanna komi of seint. En ég veit að hugur fylgir máli, þeir prestar sem þarna rita undir taka siðvitund sína fram yfir kenninguna sem þeir eiga að fylgja.


Carlos - 07/05/10 12:14 #

Rétt hjá Birgi, ég á við stuðningsyfirlýsingu okkar prestanna. Hún kemur seint og illa.


Carlos - 07/05/10 12:17 #

Reyndar verð ég að segja það, að kenningarlega (sem er kirkjupólítískt fyrirbæri) hefði verið hægt að skrifa undir svona fyrir 30 árum síðan, ef samfélagið hefði leyft það. Því guðfræðilega (sem er rök- og heimspeki kirkjunnar) erum við ekki komin mikið lengra en það sem ég las í kringum 1984.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/05/10 15:51 #

Carlos, ertu að segja að kirkjan hafi verið reiðubúin í 30 ár en samfélagið ekki tilbúið? Ertu virkilega að halda því fram að kirkjan hafi allan þennan tíma verið að bíða eftir fólkinu, bíða eftir að siðferði samfélagsins breyttist?


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 07/05/10 16:56 #

Hugsaðu þig vandlega um áður en þú svarar Birgi Carlos!


Carlos - 07/05/10 18:14 #

Guðfræðin (frjálslynda) er löngu komin á þennan stað, þar sem kirkjan stendur núna. Ég las texta í kringum 1983, annan í staðalbók í siðfræði, sem talaði um það að hjúskapur sé ekkert annað en veraldlegur sáttmáli, háður menningu og samfélagsbreytingum. Ekki sakramennti og dottinn fullskapaður úr höfði Seifs (Guðs) eins og sumir vildu halda fram.

Um svipað leyti las ég texta sem töluðu um það, að við þyrftum að horfa á hjúskapar og kynferðismál ekki út frá biblíu og aristóteliskri tvíhyggju, heldur út frá mannlegum veruleika. Síðan laga guðfræði og kenningar kirkjunnar að þeim veruleika. Sú bók var sambland af því besta og nýjasta vestan hafs.

Um sama leyti var kirkjan að takast á við jafnréttismálin og samtal kirknanna ásamt friðarmálin (gegn kjarnorkuvá). Málefni samkynhneigðra voru ekki á dagskrá hjá henni. Þannig að svarið er nei, kirkjan var ekki tilbúin að gerbylta hjúskaparmálunum, þótt einstaka guðfræðingar og guðfræðinemar voru tilbúnir til þess.

Ég minnist þess að hafa fyrstur tekist á um þetta mál við sr. Guðmund Karl í Lindakirkju og sr. Egil í Skálholtskirkju 1998 í Bjarma, tímariti Kristniboðssambandsins eða KFUM. Þá vorum við ákaflega fá á þeirri línu. Um svipað leyti fengu samkynhneigðir rétt til að stofna til staðfestrar samvistar. Nokkrir kollegar og ég vorum á því að kirkjan ætti að leyfa prestum að blessa slíkt í kirkjum sínum.

Þá voru það aðeins fríkirkjurnar sem leifðu slíkt og aðrir gerðu það í opinberu leyfisleysi og með því að hið opinbera setti kíkirinn á blinda augað, ef ég man rétt.

Þetta er búið að vera dálítið ferðalag. Eins og ég sagði, guðfræðileg smáskref, skammarlega smá skref.

Prestastéttin gekk hægar en þjóðin þennan aldarfjórðung, sem ég hef svolitla yfirsýn yfir. Þjóðkirkjan hefur tekið lagabreytingum með fýlusvip og tapað miklu "goodwill" fyrir.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 07/05/10 20:49 #

[Athugasemd og umræður um hana hafa verið færð á spjallið]

-Ritstjórn


Carlos - 08/05/10 05:38 #

Ég sé að ég hefði betur farið vel eftir því sem Trausti sagði og ýtt aðeins síðar á "send" takkann.

Ég minnist þess að hafa fyrstur tekist á um þetta mál við sr. Guðmund Karl í Lindakirkju og sr. Egil í Skálholtskirkju 1998 í Bjarma, tímariti Kristniboðssambandsins eða KFUM.

skrifaði ég af mikilli sjálfumgleði með orðinu "fyrstur", eins og ég hefði verið brautryðjandi í umræðunni. Þarna átti að standa orðið "fyrst". Það skýrir e.t.v. viðbrögð Trausta.


Randi addáandi - 08/05/10 07:17 #

Ég er búinn ad horfa á mörg videóin med James Randi á YOUTUBE og hef haft mjög gaman af.

James Randi er mjög rökfastur madur og virkilega skemmtilegur fyrirlesari. Hans heimsmynd byggist á gagnrýnni hugsun.

Thótt ekki sé ég hommi thá langar mig til thess ad nota taekifaerid og koma út úr skápnum med nokkud sem gaeti hneykslad sumt fólk.

Nefninlega thad ad ég.....já ég aetla ekki ad bída med thad lengur og birti thad hér med:

ÉG BORDA HAFRAGRAUT OG DREKK TE!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/05/10 14:34 #

Vinsamlegast notaðu gilt tölvupóstfang í framtíðinni, "Randi aðdáandi".


Cunny_Funt - 26/06/10 16:45 #

vááááá, hvernig nenniru þessu, þú ert ekki í lagi

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.