Upp á síðkastið hafa vörur "Dr" Robert Young verið boðnar til sölu hér á Íslandi og nú um helgina heldur "doktorinn" fyrirlestur um undralyfin sín. Þessar vörur eiga að stilla Ph gildi (sýrustig) líkamans og þannig lækna ALLA sjúkdóma.
Okkur í Vantrú langar að benda á nánari upplýsingar um vörur "Dr" Young og "vísindin" á bak við þær. Því við getum ómögulega fundið svo mikið sem eina rannsókn, framkvæmda af virtri, óháðri stofnun eða háskóla, sem sýnir fram á virkni vörunnar. Þvert á móti virðist grunnhugmyndin algerlega út í hött. Þ.e. að manneskja geti haft áhrif á ph gildi líkamans með því að láta eitthvað ofan í magann á sér (hvað lærðum við í grunnskóla um innihald magans?).
Hér er t.d. ágæt umfjöllun um hve fjarstæðukennt það er að ætla að breyta ph gildi líkamans með mataræði.
Við höfðum samband við seljanda vörunnar hér á Íslandi, Ólaf Stefánsson, og báðum hann um að benda okkur á slíkar rannsóknir en Ólafur baðst undan því og sagði okkur að gera það sjálf. Þess í stað benti hann okkur á að lesa það sem Róbert Young hefur sjálfur skrifað um vöruna sína á vefsíðu sinni. Einnig tók Ólafur það fram að varan væri í raun bara grænmeti í duftformi og hæddist að okkur og spurði hvort við vissum ekki að grænmeti væri hollt, að hann hefði haldið að allir vissu það.
"Dr" Young lofar ansi miklu. Hér er t.d. það sem stendur á midi.is:
Hvað ef orsök allra sjúkdóma er of lágt pH gildi? Hvað ef alkalisering er lausnin? #
Það er ekkert öðruvísi! Bara lækning fundin við ÖLLUM sjúkdómum heimsins, hvað sem veirum og bakteríum líður! Og búið að troða henni í handhæga flösku sem þú getur keypt gegn vægu gjaldi... Ah nei, reyndar er hún ógeðslega dýr.
Róbert og hirð hans kalla hann doktor og hann þykist vera einn mikilsmetnasti vísindamaður heims, eins og segir á heimasíðu hans:
Over the past two and a half decades, Robert O. Young has been widely recognized as one of the top research scientists in the world.
Þær upplýsingar sem við fundum á netinu (og við vísum á hér að neðan) segja aðra sögu. Samkvæmt þeim hefur Róbert aldrei lokið námi frá viðurkenndum háskóla. Einnig fundum við ekki svo mikið sem eina rannsókn eftir hann sem birt hefur verið í vísindaritum. Þar fór það að vera mikilsmetinn vísindamaður.
Hér eru upplýsingar um þá "skóla" sem "doktorinn" telur sig hafa gráðu frá.
En við fórum að tillögu Ólafs og leituðum sjálf að upplýsingum um þessa vöru og Róbert Young. Hér er það sem við fundum, nokkrar síður þar sem varan er gagnrýnd:
Quackwatch er síða sem skoðar óhefðbundnar "lækningar" með gagnrýnum hug. Þar má meðal annars finna ágæta grein um vöru Youngs
Svanur Sigurbjörnsson læknir bloggar um þetta
Hægt er að hlusta á 10 mínútna gagnrýni um svipað ph-vatn í þættinum Skeptoid.
Svo er hér heimasíðan Phmiracle-scam sem beinlínis varar við þessu kjaftæði.
Kynnið ykkur málið sjálf. Leitið upplýsinga á netinu. Þegar þið finnið upplýsingar, leggið þá einnig mat á hve heimildin er traust. Er það t.d. góð hugmynd að sækja upplýsingar um virkni vörunnar hjá seljendum hennar? Spyrjið spurninga eins og: "Ef þetta er svona hollt, afhverju eru læknar ekki að mæla með þessu?" og "Getur verið að það sé alþjóðlegt samsæri í gangi til að þagga þetta undralyf niður?"
Annað sem vert er að spyrja sjálfan sig að: ef "Dr" Young mælir svona afdráttarlaust með þessari tilteknu vöru, er þá mark takandi á honum varðandi annað sem hann segir? Og er mark takandi á manni sem hikstalaust veifar í kringum sig óviðurkenndum masters og doktorsgráðum til að ganga í augun á kaupendum? Er slíkt til marks um heiðarleg og fagleg vinnubrögð?
Kannski hefur þetta bara þróast í meira konsentreitað kjaftæði.
Hvernig væri nú að Vantrúarmenn mættu á fyrirlesturinn, bæru fram gagnrýnar spurningar og vöruðu fólk við?
Því fólkið sem fer á svona samkomur er sko ekki að lesa vantru.is dagsdaglega...
Virtur vísindamaður í hvítum sloppi (skyrtu og bindi) með smásjá sem rukkar 40 þúsund fyrir tal sitt um sýrustig getur ekki verið að bulla.
Ég frétti að búið sé að fella þennan fyrirlestur niður vegna skorts á þátttakendum. Sem betur fer.
Ég frétti að búið sé að fella þennan fyrirlestur niður vegna skorts á þátttakendum. Sem betur fer.
Það eru góðar fréttir ef rétt er.
Gott að þessi svikahrappur fær ekki sinn fyrirlestur. Það er búinn að kæra hann tvisvar fyrir lygar áður, árin 1995 og 2001
Haha, þessi maður er snillingur... í að plata fólk. Annars er íslenska vefsíðan líka fyndin. Hér er gott dæmi undir Blóðskoðun:
Guðrún Helga Rúnarsdóttir er menntuð Microscopist frá skóla Dr.Robert O.Young í Bandaríkjunum. Hún býður nú fólki upp á skoðun á blóði í microscope, sem er áhrifa mikil leið í átt að heilbrigði þínu og gefur þér ráðleggingar tengdar heilsu þinni og pH stillingu líkama þíns.
Hehe, idíjóts.
Hvað varð eiginlega um öll þessi undraráð sem hafa átt að laga alla kvilla og grenna fólk á örskotsstundu og allir mæltu með á sínum tíma?
Það er allt gleymt. Fólk hefur ekki tíma til að minnast þess, það er of upptekið að elta nýjustu undralausnina.
Síðan þegar þetta töframeðal er gleymt þá fer fólk að eltast við það næsta. Svona hefur þetta verið í nokkur þúsund ár.
Manni fallast nú næstum bara hendur. Til hvers að rífa kjaft og ýfa á sér stélfjaðrirnar þegar það eina sem gerist þegar maður vinnur einhverja orustu er að tvær nýjar byrja :S
Þetta virðist ansi byltingakennt framfaraspor að geta boðið fólki að láta skoða blóðið úr sér í microscope.
Smásjá og litmuspappír. Hvers vegna eru men ekki sannfærðir. Vei ykkur efasemdarmenn.
Þetta virðist ansi byltingakennt framfaraspor að geta boðið fólki að láta skoða blóðið úr sér í microscope.
Smásjá og litmuspappír. Hvers vegna eru men ekki sannfærðir. Vei ykkur efasemdarmenn.
Mér finnst alltaf jafn merkilegt að hugsa til þess að kuklarar og sölufólk heilsuvara skuli tala um að lífstílsjúkdómar séu að drepa nútímamanninn. Það er merkilegt þar sem staðreyndin er sú að við lifum lengur í dag en áður. Þessi einfalda staðreynd ætti að vera nógu mikill vitnisburður um að við þurfum hvorki "græna kokteila" eða detox.
Sú staðreynd að við lifum lengur nú til dags kann að vera rétt. En ég er ekki svo sannfærður um að við lifum eins góðu lífi heilsulega eins og áður, þar sem lyflækningar láta þig kannski lifa lengur en ekki eins góðu lífi. Ég veit ekki með græna kokteila en ég er viss um að meðferðarúrræði sem hreinsa úr þér bakteríur, þunga málma og önnur eitur efni eru hið besta mál. Ef þú ákveður að hreinsa þessar bakteríur með t.d. sýklalyfjum, þá ertu að planta nýjum vandamálum í líkamann og bæla niður upprunalega vandamálið. Ég styð allar óhefðbundnar lækningar til hins ýtrasta og því verður ekki haggað úr mér. Þegar maður hring snýst í þessum heimi þá skilur maður um hvað þetta snýst og hvernig þetta virkar, og fyrir mína parta þá svínvirkar flest af þeim.
Það eru náttúrulega ýmsir sjúkdómar sem eru núna farnir að spretta upp sem voru minna þekktir áður. Tengt offitu, reykingum, hreyfingarleysi, minna grænmetisáti o.s.frv. Slíkt verður náttúrulega ekki leyst með framförum í læknisfræði heldur þarf að agítera fyrir hollari lífsháttum fólks almennt.
Að hreinsa úr þér bakteríur sérstaklega er ekki gott, sem t.d. hún Jónína Ben gerir með ristilhreinsun sinni. Þegar um alvarlegar bakteríusýkingar er að ræða eru sýklalyf náttúrulega það eina sem dugar. Og nei maður er ekki að planta neinum nýjum vandamálum í líkamann og bæla niður upprunalega vandamálið. Þetta snýst um að drepa bakteríu sem myndi valda þér skaða. En sýklalyfjaónæmi er hins vegar vandamál og því verður að passa notkun þeirra.
Að hreina líkamann af þungmálmum og eiturefnum byggist á bullshitti. Þessi efni safnast almennt ekki fyrir í líkamanum og valda þér ekki skaða nema í mjög sérstökum tilvikum, þá yfirleitt tengt miklu magni þeirra sem getur komið upp vegna mengun vatnsbóla og slíks.
Ég ætla að gefa mér að þessi athugasemd Gylfa sé ekki grín.
En ég er ekki svo sannfærður um að við lifum eins góðu lífi heilsulega eins og áður
Í fyrsta lagi, þá eru líkurnar á að við lifum fram á fullorðinsár miklu miklu meiri í dag en nokkurn tíman áður í sögu mannkyns. Auk þess hefur tekist að útrýma fjölmörgum sjúkdómum sem milljónir manna létust úr fyrir ekki svo löngu.
Fólk sem ekki var að drepast úr sjúkdómum fyrr á öldum þjáðist samt af allskonar kvillum sem lítið mál er að laga í dag. Veltu t.d. fyrir þér tannsjúkdómum, hugsaðu hryllingin við að að vera með skemmda tönn áður en nokkuð var hægt að gera annað en að rífa hana úr án deyfingar. Spáðu í að lenda í óhappi og beinbrotna - það var jafnvel dauðadómur.
Veltu fyrir þér þeim aðstæðum sem fólk bjó við á Íslandi, kuldanum, bleytunni og vinnuaðstæðum. Hugsaðu um fjölda barna sem konur eignuðust, hugsaðu um öll börnin sem dóu ung.
Þér getur eiginlega ekki verið alvara með þessu. Í dag lifum við á Íslandi (og í öðrum ríkum löndum) miklu betra lífi "heilsulega" en nokkrir aðrir hópar í mannkynssögunni.
Ég styð allar óhefðbundnar lækningar til hins ýtrasta og því verður ekki haggað úr mér.
Má bjóða þér að drekka hland?
"Hvað ef orsök allra sjúkdóma er of lágt pH gildi? Hvað ef alkalisering er lausnin? #" ég vil benda á að sú nálgun við sjúkdóma sem hann hyggst gera er ekki alvitlaust fyrir utan það að skaffa fölsk lyf enda enginn læknir...
sýrustig líkamans er hægt að hafa áhrif á með mataræði! ég sá einhvern link í síðu hér að ofan og fullyrðingu um að mataræði gæti ekkert haft með það að gera enda telur meðalmaðurinn og flestir læknar að mjólk sé holl... fullyrðingin studdist við það að þessi balance væri allgjörlega stýrt af líkamanum sem er satt en hann gerir það ekki án nauðsynlegra efna til úrvinnslu.
Að ofan er einig minnst á áunna sjúkdóma sem þekktust ekki áðurfyrr það hefur mikið við þetta að gera. fyrir löngu var kennt kínverjum að hreinsa hrísgjón og fjarlægja hýðið af þeim og hveiti... það er ein megin ástæða nútíma sjúkdóma, ásamt þess að fitusprengja, gerilsneiða og innbyrða kúamjólk. það sem þessi hreinsun veldur er það að prótínrík fæða er strippuð af steinefnum sínum sem eru í hýðinu... prótein mynda mikla sýru við meltingu og krefjast steinefna til að geta melst. þá spyrja menn sig "hvaðan koma steinefnin ef ekki úr hýðinu" steinefnin eru fjarlægð úr líkamanum með öllum tiltækum úrræðum til að viðhalda hæfilegu sýrustigi. Besta dæmið um þetta eru lyftingamenn á próteinríku mataræði, þeir anga af pissulykt og sviti þeirra er ammóníak ríkur. Ammóníak er það úrræði sem líkaminn velur til að stilla af sýruna sem prótínin mynda... ammóníak er eitt fárra efna sem eru gædd þeim eiginleika að núllstilla bæði basa og sýru. þó það núllstilli er þetta mjög óheilsusamlegur lífstíll.
Varðandi mjólkina : það telja sig alla nokkuð vissa um hvað mjólk sé holl... og rökstyðja með því að hún sé kalkrík það er ekki alvitlaust nema hvað að hún er fitusprengd og leifturhituð(gerilsneidd) eins og sást í umfjöllun ykkar um detox meðferð jónínu ben eru ekki allir gerlar og bakteríur skaðlegar en gerlarnir sem menn vilja sjóða burt í mjólkinni eru vegna hreinlætis varúðarráðstafana vegna saurs í mjólkurbúum. en það sem er fjarlægt úr mjólkinni er meðal annars magnesíum. við það eitt að fjarlægja gerla er nánast hægt að fullyrða að varan sé ómeltaleg en hvíti maðurinn hefur aðlagast að því leitinu að hann kastar ekki upp eftir neyslu mjólkurvara. þannig að ef kalk á að teljast hollt þarf það auðvitað að geta melst en þar sem magnesíum er ekki til staðar í mjólkinni meltist það með þeim ókosti að magnesíum er fjarlægt úr beinunum okkar. Ef kona með með beinþyninngu kæmi til læknis myndi hann ráðleggja henni mjólkurríkt mataræði sem er eins og að skrifa krabbameins sjúklingi upp á sígarettur. og mesta kaldhæðnin í þessu er sú að MjólkurSamsalan er stærsti styrktaraðili Beinþynningarfélagsins sem nokkurnveginn innsiglar þennan vítahring. Meirihluti mannkyns er með mjólkuróþol og það er eðlilegt, í afríku og asíu þekkjast ekki sjúkdómar á borð við beinþynningu og brjóstakrabbamein enda engin mjólk drukkin úr kúm þar... Einn snjall vísindamaður kom upp með frábæra leið til að sannreyna hve holl mjólkin er sem mannfólk innbyrðir... hann gaf kálfi það í stað mjólk af kýrinni og viti menn kálfurinn dó.
Ég styð allar óhefðbundnar lækningar til hins ýtrasta og því verður ekki haggað úr mér.
Til hvers þá að rökræða við þig eða sýna þér sönnunargögn/vísbendingar fyrst þú ert búinn að mynda þér skoðun sem þú ætlar ekki að breyta sama hvað?
Sæll Bjarki
Ég afsaka töfina á að svara þér en ég er mikið í fríi þessa dagana. Ég þakka þér fyrir innlegg þitt í umræðuna. Mér finnst það heldur rýrt samt vegna þess hve mörgum fullyrðingum þú hendir fram án nokkura heimilda.
Ég myndi gjarnan vilja sjá heimildir þínar fyrir þessum fullyrðingum. Og þá er ég ekki að meina heimildir í tímaritum á við "witchcraft and quack pseudoscience weekly" heldur í viðurkenndum tímaritum/vefsíðum. Nema auðvitað að þú teljir að "hin vestrænu" vísindi séu öll þátttakendur í einhversskonar alheimssamsæri til að halda mannkyninu veiku.
NB veistu hver munurinn er á náttúrulækningum og vestrænum lækningum? Jú náttúrulækningar verða að vestrænum lækningum þegar það hefur verið sannað að þær virki.
BTW til að "quota" eitthvað sem ég segi settu svona > merki á undan því sem ég skrifa
til að vitna í einhverja síðu settu textan í hornklofa [] og slóðan í svigklofa ()
svona
[partur af alheimssamsæri[(vantru.is( en lokaðu seinni klofunum, ekki hafa Þá opna eins og ég sýni.
Hér eru svo athugasemdir mínar við þínu innleggi:
sýrustig líkamans er hægt að hafa áhrif á með mataræði!
Ertu með heimild fyrir því?
enda telur meðalmaðurinn og flestir læknar að mjólk sé holl...
Og læknar eru bara meðalmenn þá?
Og þú ert ekki jafn ófróður og meðalmaðurinn?
Ertu með heimildir fyrir því að mjólk sé óholl?
fullyrðingin studdist við það að þessi balance væri allgjörlega stýrt af líkamanum sem er satt en hann gerir það ekki án nauðsynlegra efna til úrvinnslu.
Rétt en líðum við einhvern skort á þeim efnum sem til þarf? Ertu með heimild fyrir því?
Að ofan er einig minnst á áunna sjúkdóma sem þekktust ekki áðurfyrr það hefur mikið við þetta að gera.
Hvaða sjúkdóma áttu við? Fyrir þúsund árum síðan dó enginn úr krabbameini, blóðtappa né sjálfsofnæmissjúkdómum. Hvort er líklegra að þessir sjúkdómar hafi ekki verið til eða einfaldlega að enginn vissi hvað þeir voru?
Áður en við uppgvötuðum orsakir sjúkdóma höfðum við engin nöfn yfir þá. Það þýddi ekki að þeir væru ekki til.
fyrir löngu var kennt kínverjum að hreinsa hrísgjón og fjarlægja hýðið af þeim og hveiti... það er ein megin ástæða nútíma sjúkdóma, ásamt þess að fitusprengja, gerilsneiða og innbyrða kúamjólk.
Ertu með heimild fyrir þessari fullyrðingu?
fyrir löngu var kennt kínverjum að hreinsa hrísgjón og fjarlægja hýðið af þeim og hveiti... það sem þessi hreinsun veldur er það að prótínrík fæða er strippuð af steinefnum sínum sem eru í hýðinu... prótein mynda mikla sýru við meltingu og krefjast steinefna til að geta melst. þá spyrja menn sig "hvaðan koma steinefnin ef ekki úr hýðinu"
Ertu virkilega að halda því fram að eina uppspretta steinefna sé hýði hrísgrjóna og heitis? Því það er ekki rétt.
Hér fann ég vefsíðu sem fjallar um steinefni. Hún er frá bandarísku "Center for disease control and prevention" síðunni. Eða eru þeir partur af einhverju alheimssamsæri til að blekkja almenning? Eru stóru vondu lyfjafyrirtækin kannski með puttana í þessu?
steinefnin eru fjarlægð úr líkamanum með öllum tiltækum úrræðum til að viðhalda hæfilegu sýrustigi. Besta dæmið um þetta eru lyftingamenn á próteinríku mataræði, þeir anga af pissulykt og sviti þeirra er ammóníak ríkur. Ammóníak er það úrræði sem líkaminn velur til að stilla af sýruna sem prótínin mynda... ammóníak er eitt fárra efna sem eru gædd þeim eiginleika að núllstilla bæði basa og sýru. þó það núllstilli er þetta mjög óheilsusamlegur lífstíll.
Nú er ég ekki mikið í því að þefa af lyftingamönnum en mér þykir þetta frekar ósennilegt allt hjá þér. Þú ert væntanlega með mikið af heimildum til að styðja þessar fullyrðingar eða hvað?
Varðandi mjólkina : það telja sig alla nokkuð vissa um hvað mjólk sé holl... og rökstyðja með því að hún sé kalkrík það er ekki alvitlaust nema hvað að hún er fitusprengd og leifturhituð(gerilsneidd) eins og sást í umfjöllun ykkar um detox meðferð jónínu ben eru ekki allir gerlar og bakteríur skaðlegar en gerlarnir sem menn vilja sjóða burt í mjólkinni eru vegna hreinlætis varúðarráðstafana vegna saurs í mjólkurbúum. en það sem er fjarlægt úr mjólkinni er meðal annars magnesíum. við það eitt að fjarlægja gerla er nánast hægt að fullyrða að varan sé ómeltaleg en hvíti maðurinn hefur aðlagast að því leitinu að hann kastar ekki upp eftir neyslu mjólkurvara.
Svo margar fullyrðingar, svo fáar heimildir.
þannig að ef kalk á að teljast hollt þarf það auðvitað að geta melst en þar sem magnesíum er ekki til staðar í mjólkinni meltist það með þeim ókosti að magnesíum er fjarlægt úr beinunum okkar.
Nú googlaði ég stuttlega calsium, absorbtion og magnesium. Það eina sem ég fann trúverðugt kom frá cancerhelp.org.uk þar er ekki minnst einu orði á magnesíum við úrvinnslu kalks með hjálp magnesíums. En ég er ekkert búinn að stúdera þetta enn. Ert þú með betri heimild? Ef svo er endilega komdu með hana, ég er alltaf tilbúinn til að fræðast.
Ef kona með með beinþyninngu kæmi til læknis myndi hann ráðleggja henni mjólkurríkt mataræði sem er eins og að skrifa krabbameins sjúklingi upp á sígarettur. og mesta kaldhæðnin í þessu er sú að MjólkurSamsalan er stærsti styrktaraðili Beinþynningarfélagsins sem nokkurnveginn innsiglar þennan vítahring.
Heimild? Eða ert þú einn af þeim örfáu sem hefur séð í gegnum blekkingarheim alheimssamsærisins sem er með plánetuna jörð í algerri gíslingu til þess eins að selja þeim léttmjólk?
Meirihluti mannkyns er með mjólkuróþol og það er eðlilegt, í afríku og asíu þekkjast ekki sjúkdómar á borð við beinþynningu og brjóstakrabbamein enda engin mjólk drukkin úr kúm þar...
Veistu hver meðalaldurinn er í afríku? Eftir 30sec google leit fann ég þetta (ss. ekki mikið stúderað hjá mér og ég tek leiðréttingum með glöðu geði) Samkvæmt þessu eru lífslíkur afríku búa um 46 ár. "Sjúkdómurinn er sjaldgæfur hjá einstaklingum undir 55 ára aldri[...] samkvæmt doktor.is Hmm?? afhverju ætli beinþynning sé svona sjaldgæf í afríku? Hvað með brjóstakrabbamein. Hversu gott er skráningakerfið í "bush clíníkum" afríku þegar kemur að dauðaorsök?
Einn snjall vísindamaður kom upp með frábæra leið til að sannreyna hve holl mjólkin er sem mannfólk innbyrðir... hann gaf kálfi það í stað mjólk af kýrinni og viti menn kálfurinn dó.
Uh? Heimild?
Það eru ekki vísindalegt að kasta fram fullyrðingum án þess að geta komið stoðum undir þær með heimildum. Þú dritar fram fullyrðingum án nokkura heimilda. Ég vil gjarnan að þú komir nú með þessar heimildir.
Auðvitað gengur þetta í báðar áttir. Ef ég hef einhverssaðar komið með fullyrðingu án heimilda þá máttu endilega benda mér á hana.
Ég er nefninlega alls ekki viss um að nútíma lifnaðarhættir okkar séu ekki að einhverju leiti óhollir. Skemmst er að minnast hvernig Rómverjar voru að eitra fyrir sjálfum sér með því að drekka úr matvæla áhöldum úr blýi. Ég vil hins vegar alveru staðreyndir en ekki þessar klisjur sem þú ert að spýja út.
Hahahah, ef þetta væri mér eitthvað hjartafólgið mál eins og trú er fyrir suma þá myndi þetta svar græta mig :D ég hinsvegar ætlaði með innlegginu mínu að láta fullyrðingarnar mínar styðjast eftir bestu getu. og nei ég er ekki með linka en faðir minn hefur kennt mér margt um heilsusamlegt mataræði og byggir það á ýmsum bókum sem hann hefur lesið. ég skal reyna finna þessar bækur og gefa ykkur nafn höfundsins og þið megið endilega grafa upp eitthvað "dirt" á hann ;D ég ætla að reyna þessa hornklofa and stuff sjáum hvað gerist...
sýrustig líkamans er hægt að hafa áhrif á með mataræði!
Ertu með heimild fyrir því?
Besta dæmið sem ég veit um er systir mín en hún heldur öllum bakflæðis tengdum kvillum í fjarska með mjólkursnauðu og heilsusamlegu mataræði. eins og ég sagði enga linka hef ég :S
fullyrðingin studdist við það að þessi balance væri allgjörlega stýrt af líkamanum sem er satt en hann gerir það ekki án nauðsynlegra efna til úrvinnslu.
Rétt en líðum við einhvern skort á þeim efnum sem til þarf? Ertu með heimild fyrir því?
Heimildin fyri því átti nú einfaldlega að vera sú að við hreinsum marga prótínríka fæðu af steinefnum sínum það veldur áunnum sjúkdómum eða velmegnunarsjúkdómum.
steinefnin eru fjarlægð úr líkamanum með öllum tiltækum úrræðum til að viðhalda hæfilegu sýrustigi. Besta dæmið um þetta eru lyftingamenn á próteinríku mataræði, þeir anga af pissulykt og sviti þeirra er ammóníak ríkur. Ammóníak er það úrræði sem líkaminn velur til að stilla af sýruna sem prótínin mynda... ammóníak er eitt fárra efna sem eru gædd þeim eiginleika að núllstilla bæði basa og sýru. þó það núllstilli er þetta mjög óheilsusamlegur lífstíll.
Nú er ég ekki mikið í því að þefa af lyftingamönnum en mér þykir þetta frekar ósennilegt allt hjá þér. Þú ert væntanlega með mikið af heimildum til að styðja þessar fullyrðingar eða hvað?
ég ætla að finna þessa fjandans bók :D en finnst þér þetta virkilega ósennilegt?
Varðandi mjólkina : það telja sig alla nokkuð vissa um hvað mjólk sé holl... og rökstyðja með því að hún sé kalkrík það er ekki alvitlaust nema hvað að hún er fitusprengd og leifturhituð(gerilsneidd) eins og sást í umfjöllun ykkar um detox meðferð jónínu ben eru ekki allir gerlar og bakteríur skaðlegar en gerlarnir sem menn vilja sjóða burt í mjólkinni eru vegna hreinlætis varúðarráðstafana vegna saurs í mjólkurbúum. en það sem er fjarlægt úr mjólkinni er meðal annars magnesíum. við það eitt að fjarlægja gerla er nánast hægt að fullyrða að varan sé ómeltaleg en hvíti maðurinn hefur aðlagast að því leitinu að hann kastar ekki upp eftir neyslu mjólkurvara.
Svo margar fullyrðingar, svo fáar heimildir.
er það óraunhæf fullyrðing að gerilsneiðing sé vegna hreinlætis varúðarráðstafana?
gerlar eru litlu kvikindin sem brjóta hluti niður, það sem inniheldur ekki gerla rotnar ekki heldur úldnar. er þetta of órökrétt?
og um magnesíumið lestu innihaldslýsingu á mjólk...
Ef kona með með beinþyninngu kæmi til læknis myndi hann ráðleggja henni mjólkurríkt mataræði sem er eins og að skrifa krabbameins sjúklingi upp á sígarettur. og mesta kaldhæðnin í þessu er sú að MjólkurSamsalan er stærsti styrktaraðili Beinþynningarfélagsins sem nokkurnveginn innsiglar þennan vítahring.
Heimild? Eða ert þú einn af þeim örfáu sem hefur séð í gegnum blekkingarheim alheimssamsærisins sem er með plánetuna jörð í algerri gíslingu til þess eins að selja þeim léttmjólk?
ójá, rökin felast í því að ef einhver innbyrðir kalk kallar það á steinefni til meltingar, ef þau steinefni finnast ekki fer sýrustig líkamans úr jafnvægi= dauði en hey nóg af efnum í beinunum... Mjólkuriðnaðurinn er stærsta mafía í heiminum!
Meirihluti mannkyns er með mjólkuróþol og það er eðlilegt, í afríku og asíu þekkjast ekki sjúkdómar á borð við beinþynningu og brjóstakrabbamein enda engin mjólk drukkin úr kúm þar...
Veistu hver meðalaldurinn er í afríku? Eftir 30sec google leit fann ég þetta (ss. ekki mikið stúderað hjá mér og ég tek leiðréttingum með glöðu geði) Samkvæmt þessu eru lífslíkur afríku búa um 46 ár. "Sjúkdómurinn er sjaldgæfur hjá einstaklingum undir 55 ára aldri[...] samkvæmt doktor.is Hmm?? afhverju ætli beinþynning sé svona sjaldgæf í afríku? Hvað með brjóstakrabbamein. Hversu gott er skráningakerfið í "bush clíníkum" afríku þegar kemur að dauðaorsök?
má vera en taktu eftir því að þú hrunaðir bara yfir afríku partinn! Kínverjar eru langlífastir í heiminum eða ísland dno en þeir eru með langlífustu konurnar það veit ég.
Einn snjall vísindamaður kom upp með frábæra leið til að sannreyna hve holl mjólkin er sem mannfólk innbyrðir... hann gaf kálfi það í stað mjólk af kýrinni og viti menn kálfurinn dó.
Uh? Heimild?
:D
"Ég er nefninlega alls ekki viss um að nútíma lifnaðarhættir okkar séu ekki að einhverju leiti óhollir." HAHAHAH offita og lækkandi greindarvísitala mannkyns ekki slæmt eða? horfðu á idiocracy eða wikipediaðu hana og skoðaðu plot-ið. fjölgun heimskra = fækkun gáfaðra :D
ég bjö til svör fyrir allt en þau sem birtast ekki fannst mér frekar léleg, eg ætla mer að kynna mer þetta betur og googla höfund bókanna og svo svara þessu kannski betur. og þessi sífellda krafa um heimildir fuck that im just a kid :P kanski þegar ég verð gamall nenni ég að stúdera svona shit til hins ýtrasta þetta er orðið snóker leikur þar sem menn keppast um að vera sem leiðilegastir ;D
meðan ég er að ætla ég að segja ykkur nokkur hollustu ráð og nenni ekki að rökstyðja :D
Ekki drekka með mat
Ekki borða seinna en 8-9
Ekki drekka hluti sem eru með Aspertam
ójá meðan ég er að baka mer óvinsældir ætla ég að fullyrða að Aspertam er eiturefni og Diet Coke og Pepsi MAX ber ábyrgð á fullt af dauðsföllum. Aspertam er á lista yfir efnavopn hjá bandaríkjaher end myndar aspertam trjáspíra við meltingu ég mæli með að þið googlið þetta því það er mjög vísindaleg og skemmtileg bíómynd um þetta og sögu þess hvernig diet drykkir komust inn á markaðinn.
Vá hvað þetta er ónýtt hjá mer hahha ég kann ekki rassgat á þetta quote drasl :')
Vá hvað þetta er ónýtt hjá mer hahha ég kann ekki rassgat á þetta quote drasl :')
Já við þurfum að bæta leiðbeiningar okkar. Ég var heillengi að læra á þetta :/ Það er reyndar mjög hagnýtt að læra á þetta system þar sem þetta er notað víða.
En ég get ekki svarað þér fyrr en að ég held í byrjun næstu viku, þar sem ég verð úr bænum að mestu held ég og það er orðið of seint núna, þarf að sofa.
Þú bíður spenntur vænti ég;)
Bjarki, ág vildi benda á vandamál með stuðning þinn við fullyrðinguna um að mataræði geti haft áhrif á sýrustig líkamans. Þú segir því til stuðnings frá systur þinni sem hefur stjórn á bakflæði með mataræði.
Það er ekki það sem átt er við með sýrustigi líkamans. Það sem átt er við er meira í átt við sýrustig blóðs og vessa í líkamanum. Þetta sýrustig er engan vegin hægt að hafa áhrif á með mataræði.
Ef þú vilt finna hvernig það er þegar sýrustigið í blóðinu verður lægra en best er á kosið mæli ég með því að þú haldir niðrí þér andanum þar sem þá eykst magn koltvíoxíðs í blóðinu. Hluti þess hvarfast við vatn samkvæmt formúluni CO2 + H2O => H2CO3 og myndar kolsýru.
Ef of mikið CO2 safnast upp í blóðinu lækkar sýrustig þess örlítið. Þessu taka nemar í líkamanum eftir og senda heilanum boð um að nú væri góð hugmynd um að anda til þess að lostna við koltvíoxíðið úr blóðinu og koma sýrustiginu í eðlilegra horf.
Þessar upplýsingar ættir þú að geta staðfest með hjálp hvaða líffræði kennslubókar sem er sem býr yfir sæmilegri umfjöllun um blóð.
Datt hingað inn fyrir algera tilviljun og fór að lesa hinar og þessar færslur, enda talsvert skemmtanagildi í þessu. Nákvæmlega það skemmtilega við svona samsæti er einmitt það að þau sækja helst aðilar sem eru með mjög sterkar og óhagganlegar skoðanir í aðra hvora áttina og berja á hvorum öðrum í undarlegri von þess að ná að snúa hinum til hins eina sanna vegar.
Mér fannst t.d. áhugaverð spurning einhvers í mikilli vantrú hvort menn haldi virkilega að eitthvað alheimssamsæri væri í gangi til þess að halda fólki veiku. Alheimssamsæri er eflaust fullstórt orð, en skyldi viðkomandi ekki átta sig á því að lyfjaframleiðendur eru ekki NPO heldur fyrirtæki sem ætlað er að skila eigendum sínum gríðarlegum hagnaði og gera það vel? (Mjög auðvelt að fá upplýsingar um veltu þessara fyrirtækja hjá opinberum aðilum). Skildi viðkomandi ekki átta sig á því að tilgangur lyfja er að lækna vandamál, en litið sem ekkert er hugað að fyrirbyggjandi aðgerðum. Það er þess vegna ekki undarlegt að maður velti því fyrir sér hvort þessi gríðarstóru lyfjafyrirtæki hafi ekki meiri hagsmuni af því að fólk verði veikt svo þeir geti selt lyfin sín? Ég leyfi mér allavega að vera vantrúaður á mannúðarsjónarmið lyfjarisanna. (btw. er ég stuðnings vantrú, á hvorn veginn sem ég er vantrúaður?)
Við íslendingar köllum krakkana okkar sem oftast með mikilli þrautseigju ná að dröslast gegn um öll þessi ár í læknisnámi einfaldlega lækna. Á endanum er meirihlutinn af þessu fólki ekkert færara í "læknisfræðum" en meðal viðskiptafærðingurinn er í, segjum viðskiptafræði. Öll læknamistökin undirstrika þetta, rétt eins og sú blákalda staðreynd hvert mistök viðskiptafræðinga(að miklu leyti, en alls ekki eingöngu) fór með fjármál þjóðarinnar. All right, ég er auðvitað að einfalda hlutina svolítið, en ég held að flestir skilji hvert ég er að fara með þetta og nóg um það. Það sem við köllum lækni kallast upp á ensku medical doctor, eða doctor of medicine. Og hvað er medicine? Fæstir þurfa að fletta í orðabókinni, íslenska orðið er lyf. Raunin er sú að læknar fá alls kyns sposlur og notalegheit frá lyfjafyrirtækjum og umboðsaðilum þeirra (hér á landi til dæmis Vistor, Icepharma og að sjálfsögðu "okkar eigið" óskabarn, Actavis). Læknarnir okkar eru ekkert heilagri en hver annar meðaljóninn, þeir læra lyflæknisfræði og þeir skrifa upp á lyf (af hverju skyldi læknirinn þinn skrifa upp á ákveðið lyf í stað annars samheitalyfs og af hverju skyldi hann senda lyfseðilinn á eitt apótek frekar en annað, nema þú biðjir sérstaklega um "annað").
Jæja, nóg distraction í bili. Takk fyrir skemmtunina.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Björn I - 09/04/10 09:48 #
Árið 17-hundruð og súrkál datt einhverjum köllum í hug að pissa í flösku, setja á hana miða og bjóða til sölu sem kraftaverkalyf sem læknaði allt.
Menn eru enn að í dag og eins ótrúlegt og það hljómar, þá er fólk enn að falla fyrir sama ruglinu með nýjum miða.
Hvar eru orkuplástrarnir núna, feng sjúið, orkutrén, orkuarmböndin og allir megrunarkúrarnir? Hvar er sveppurinn sem fólk ræktaði í fötu í skúrnum hjá sér?
Hvað varð eiginlega um öll þessi undraráð sem hafa átt að laga alla kvilla og grenna fólk á örskotsstundu og allir mæltu með á sínum tíma?