Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Okkar minnsti bróðir

Á þessum síðustu og verstu tímum er gott að hugsa til þess að það er til stétt manna sem hugsar um hag þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Þessi stétt er auðvitað prestar Þjóðkirkjunnar.

Í fundargerð stjórnarfundar Prestafélags Íslands frá febrúar síðastliðnum má sjá að þessar hetjur hafa áhyggjur af bágum kjörum landsþekkts einstaklings:

Þá var um það rætt á fundinum að meðal nokkurra presta hefur það komið til tals að laun biskups Íslands séu óeðlilega lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans. #

Karl SigurbjörnssonVið ætluðum fyrst ekki að trúa þessu, en þegar við komumst að því á hverju biskupinn þurfti að draga fram lífið þá er ljóst að ástandið er alvarlegt. Samkvæmt Visir.is voru áætluð mánaðarlaun biskupsins árið 2008 aðeins 999.495 krónur. Guð má vita hvaða lúsalaun hann er með núna.

Hvers vegna er verið að gefa biskupnum diplómatavegabréf ef hann hefir ekki efni á að nota það oft á ári? Þrátt fyrir að við höfum oft talað gegn blessuðum biskupnum hérna á Vantrú, þá getum við ekki annað en tekið undir orð prestanna: Þessi laun eru óeðlilega lág og þau verður að hækka!

Við viljum biðja fólk um að skrá sig alls ekki úr Þjóðkirkjunni. Kirkjan þarf greinilega á peningunum þínum að halda, hún hefur ekki einu sinni efni á að gefa biskupnum sínum laun sem sæma „vægi embætti hans“.

Ritstjórn 13.03.2010
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Baldur - 13/03/10 11:22 #

Er þetta ekki mikið hærra en laun alþingismanna og nálægt ráðherralaunum?


GH - 13/03/10 13:02 #

Já, en Baldur, embætti hans er svo mikilvægt ... Aumingja kirkjan fær ekki nema fimm þúsund milljónir árlega frá ríkinu, við verðum að vera skilningsrík.

Ég sá á visir.is í gær að sumir prestar hika víst ekki við að senda fermingarbörnum sínum SMS til að reka á eftir greiðslum vegna fermingarinnar. Þetta er haft eftir presti. Snjallt að nota börnin sem þrýsting á pabba og mömmu.


DoctorE - 13/03/10 13:13 #

Já en Guddi vill að hann hafi það sem best, það borgar sig ekki að taka neina sénsa með yfirumboðsmann master of the universe hér á íslandi... 2 burn or not 2 burn, that's the bet.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 13/03/10 15:23 #

Ráðherrar bera vissulega ábyrgð og þurfa að sinna mikilvægum málum. En þeir hafa bara einhverja stjórnarandstöðu á hælum sínum.

Herra Karl er hins vegar andlegur leiðtogi heillar þjóðar og þarf að halda því fram að alla speki og visku mannkyns sé að finna í tvöþúsund ára gömlum eyðimerkurritum. Það auðveldar honum svo ekki stöðuna að þurfa að verja siðferðis- og jafnréttisbrot þeirrar ríkisstofnunar sem hann veitir forstöðu.

Ofan á allt þetta bætist svo ekki bara óvæginn heldur hatrammur málflutningur öflugra hagsmunagæslumanna Siðmenntar, svo ekki sé minnst á Vantrú í öllu sínu veldi.

Milljón á mánuði er síst ofrausn. Svo fær hann líka eitthvað lítið fyrir skírnir, fermingar, giftingar og greftranir. Engin er heldur laxveiðin, æðardúnninn eða rekinn á Laugaveginum.


Björn I - 13/03/10 16:09 #

Við skulum bara vona að prestastéttin fari ekki í verkfall. Þá fyrst værum við í vandræðum hér á landi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/03/10 16:37 #

Já, almáttugur Jeddúddamía hjálpi okkur ef það gerist. Hér mun allt koðna niður í siðleysi og vitleysu!


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 13/03/10 17:11 #

Passíusálmur nr. 52:

Mér er biskupinn býsna kær

býð honum samúð mína

Á mánuði aðeins milljón fær

mikil er kvöl hans og pína

-

En vitnum í þann sem þjáður hékk

á þvertré með glöðum huga.

Álíka kaup og Kristur fékk

Karli ætti að duga.

Reyndar heita erindin "Samúðarkvæði handa lágt launuðum biskupi" eftir Gísla Ásgeirsson. Heimild: Málbeinið.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 13/03/10 17:27 #

Úr fundargerðinni:

"1. Fundarsetning, ritningarorð og bæn. Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, las hann að því loknu úr Lúkasarguðspjalli, 18.kafla, og leiddi fundarmenn í bæn."

Í 18 kafla Lúkasarguðspjalls stendur einmitt:

18-24 Jesús sá það og sagði: „Hve torvelt er þeim sem auðinn hafa að ganga inn í Guðs ríki. 25 Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“

Það var því við hæfi að prestarnir færu að þessum lestri loknum að ræða kjaramál og meinta örbyrgð Biskups.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/03/10 19:31 #

Þetta er eins og eitthvert skaup. Að þetta skuli vera raunveruleikinn.


Arnar M - 13/03/10 20:06 #

Ég skil ekki hvernig þessi jólasveinn fái svona há laun. Það seinast sem Jesús mundi vilja sá er einhver helvítis kross sem hann er með.


Sigrún valdimarsdóttir - 14/03/10 09:04 #

hver eru byrjunarlaun presta. Veit einhver hvað útvarpið borgar fyrir morgunbænina.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 14/03/10 17:12 #

Birgir segir:

Þetta er eins og eitthvert skaup. Að þetta skuli vera raunveruleikinn.

Þetta hlægði mig óskaplega.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 14/03/10 17:24 #

hver eru byrjunarlaun presta. Veit einhver hvað útvarpið borgar fyrir morgunbænina.

Sigrún, prestar byrja eitthvað í kringum hálfa milljón, þeir fá síðan aukalega borgað fyrir skírnir, fermingar, jarðarfarir og giftingar. Mikill peningur í því. Ég veit ekki hvað útvarpið borgar fyrir morgunbænina.


Innkaup - 14/03/10 21:25 #

Að vera umboðsmaður guðs er mikil ábyrgð

Því á að fá laun eftir því


Andrea Gunnarsdóttir (meðlimur í Vantrú) - 14/03/10 23:10 #

Já, að vera umboðsmaður einhverrar veru sem á sér enga stoð í raunveruleikanum er gríðarleg ábyrgð. Að borga ekki nema tæpa milljón á mánuði fyrir það er svívirða.

Kannski ætti ég að krefja ríkið um tæpa milljón á mánuði fyrir að vera umboðsmaður talandi einhyrninga. Það er jú svo mikil ábyrgð.


Þröstur - 14/03/10 23:37 #

Þetta seinkar bókað mál skýrslu rannsóknarnefndar alþingis.


Þröstur - 14/03/10 23:39 #

Það væri áhugavert að sjá hvað margir sæktust eftir þessari stöðu ef þessir "guðsmenn" þyrftu að draga fram líftóruna á frjálsum framlögum eins og t.d. Búddamunkar víða um veröldina.

Ef guð væri/sé til, þá skortir hann væntanlega ekki pening eða umboðsmenn.


gös - 15/03/10 09:28 #

Vek líka athygli á að þeir sem vilja gifta sig borgaralega þurfa að gera það á skrifstofutímum, allavega í Reykjavík, þar sem yfirvinnubann er í gildi hjá Sýslumanni.

Ég geri ekki ráð fyrir að starfsmennirnir sem sinna þessu séu að fá greitt fyrir það aukalega.


Einar E - 16/03/10 20:40 #

Þetta er algjörlega skammarlegt.

Sýnir best hvar forgangsröðin er hjá kirkjunar mönnum. Launaumslag biskups og þá þeirra sjálfra.

Ef laun biskups yrðu hækkuð, yrðu laun presta hækkuð um leið, eða stuttu eftir.

Að þurfa að punga út úr nánast tómum ríkiskassanum 5 milljörðum á ári í þessa dellu .. veldur mér mikilli ógleði.

Kveðja Einar Einars


Jón Steinar - 20/03/10 06:16 #

Hef það frá fyrstu hendi frá afgreiðlumanni í fyrirtæki hér í bæ að þekktur tískuprestur sem á sér Bústað í Reykjavík, hafi undið sér inn með gústó þegar hrunið var í algleymi og byrjað á því að spyrja hvort þeir væru ekki að fara á hausinn. Hann var að renóvera hjá sér slottið og erindið var að fá vinnuna og vöruna svart, sem hann fékk.

Þetta sannar svo ekki er um villst að þrengingar eru miklar í þessari stétt og örvæntingin mikil. Nú ríkir frumskógarlögmálið ef menn eiga að geta leyft sér parket og marmara o lífsnauðsynlegt glingur, sem hæfir mönnum í þeirra stöðu.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 21/03/10 23:56 #

Eruð þið að grínast?

Annars skilst mér að á prestaráðstefnum sé aðallega karpað um kaup og kjör. Gvuð hvað ég vorkenni vesalings prestunum að borga niðurgreidda húsaleigu þótt hún hafi hækkað eitthvað og biskupnum að hafa þessi allt of lágu laun miðað við hið háa embætti sem hann gegnir.

Ég er alveg komin með upp í háls fyrir löngu af þessum trúvillingum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/03/13 20:27 #

Já Margrét, þessi grein er grín.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.