Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Munaðarleysinginn og dekurdrengurinn

Fullt af nammi

Við erum með tvö börn í barnaafmæli, Jón og Gunnu. Jón er með mömmu sinni en Gunna er ein þar sem hún er munaðarleysingi.

Bæði börnin eru með nammi poka. Jón vill ekki gefa hinum börnunum með sér en mamma hans hótar honum refsingu ef hann gerir það ekki, þannig að hann neyðist til þess.

Gunna hins vegar vill endilega gefa hinum nammi. Hún þarf þess ekki þar sem enginn neyðir hana til þess en hún einfaldlega vill það.

Hvort barnið mundir þú vilja eiga? Hvort barnið er betra?

Trúaður maður gerir gott vegna þess að guð segir honum að gera það. Trúleysingi af því að það er rétti hluturinn til að gera.

Hvor manneskjan vilt þú vera?

Trausti Freyr 06.03.2010
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Bryndís - 06/03/10 15:43 #

Þú hefur greinilega ekki unnið á leikskóla.

Af þessu mætti skilja að trúaðir foreldrar hóti börnum sínum helvíti eða öðru illu ef þau gefa ekki með sér, en ef börnin séu látin afskiptalaus gefi þau sjálfkrafa af hjarta. Bara allt meðfætt þarna af því að þau eru ekki kristin.

Ég sem trúað foreldri hef semsé kennt börnunum mínum að vera góð við náungan og hótað þeim í leiðinni?

Ef þetta eru ekki fordómar í garð trúaðra veit ég ekki hvað.

Auk þess þurfið þið að fræða ykkur í uppeldisfræði áður en þið reiknið með því að öll börn (ekki alin upp í kristni) gefi fúslega án þess að vera leiðbeint, bara svo fremi sem trúin sé ekki að flækjast fyrir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/03/10 16:23 #

Bryndís mín: Þetta er dæmisaga og sem slík fjallar hún alls ekki um börn. Ég hélt að kristnir einstaklingar, sem numið hafa dæmisögur af vörum leiðtogans, ættu að skilja þetta.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 06/03/10 18:57 #

Já Birgir það er magnað að kristinn einstaklingur skilji ekki dæmisögu.

Og áður en þú biður mig um að útskýra söguna Bryndís þá er svarið nei. Ég hef þá reglu að útskýra ekki brandara vegna þess að ef einstaklingurinn náði honum ekki í byrjun þá mun hann ekki finnast hann fyndinn eftir útskýringu.

Sama á við í þessu tilviki. Ef þú skildir ekki dæmisöguna strax, þá muntu ekki ná henni þótt ég útskýri.

Ég var að velta því fyrir mér að fara í gegnum póstinn þinn skref fyrir skref og svara einstökum fullyrðingum sem þar koma fram en þar sem hann er algerlega út úr kú þá sleppi ég því. Hann dæmist af sjálfum sér.


mofi - 07/03/10 11:52 #

Dæmisagan virðist vera byggð á röngum forsendum. Ef að kristinn einstaklingur ætlar að gera góðverk til að komast til himna þá er hann í rauninni að hafna Kristi. Glötun er aðeins vegna vondra verka, lygar, þjófnaður, græðgi, hatur og þess háttar. Að bjóða Guði góð verk svo Hann hleypi manni inn í himnaríki er eins og glæpamaður að múta dómaranum. Það gerir bara illt verra.

Kristinn einstaklingur gerir góð verk af því að hann vill gera góð verk, ef hann hefur ekki áhuga á góðum verkum þá er það aðeins merki um að hann hefur ekki endurfæðst.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 07/03/10 12:15 #

Til hvers er verið að ógna mönnum með útskúfun og helvítisvist í Biblíunni? Er það ekki til að kúga lýðinn til hlýðni? Er þá ekki dyggð lengur að vera guðhræddur?


Elmar - 07/03/10 22:10 #

[ athugasemdir fluttar á spjallborð ]


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 07/03/10 22:26 #

Ég vil þakka Mofa fyrir gott svar. Ég held að það breyti engu samt. Kristnir búast við verðlaunum að lífinu loknu. Trúleysingjar ekki. Ég á erfitt með að ímynda mér að kristnir geti aftengt þá von sína í hversdagsleikanum en mér getur auðvitað skjátlast.

Eftir stendur að trúleysingjar gera góða hluti án þess að vænta himneskra verðlauna.

Elmar, ég verð að segja að ég skil ekki þessar athugasemdir þínar. Mögulega viltu umorða þetta aðeins.


mofi - 07/03/10 22:50 #

Trausti, þú hefur alveg rétt fyrir þér að kristnir hugsa án efa oft svona. Ég samt tel að flestum langi til þess að vera góði gæinn, vera hetjan á hvíta hestinum ef svo má segja og það á við bæði kristna og meðlimi vantrúar.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 07/03/10 23:00 #

Trausti, þú hefur alveg rétt fyrir þér að kristnir hugsa án efa oft svona. Ég samt tel að flestum langi til þess að vera góði gæinn, vera hetjan á hvíta hestinum ef svo má segja og það á við bæði kristna og meðlimi vantrúar.

Já, sammála. En ert þú þá mér sammála í því að fólk sé alla jafna, jafn gott, hvort sem það er kristið, múslimar, gyðingar, trúleysingjar eða hvað annað? Er þá enginn hagur í því að aðhyllast eitthvert tiltekið trúarbragð?


Birgir Hrafn Sigurðsson - 08/03/10 13:08 #

Fyrsta comment'ið hérna er eitt það fyndnasta sem ég hef nokkurntíman lesið :D


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 08/03/10 18:57 #

Ja, það verður öllum á mistök býst ég við og mögulega las Bryndís greinina í hraði og áttaði sig ekki á innihaldinu.

Hins vegar verð ég að segja að mér finnst mun líklegra að svona athugasemd gefi góða lýsingu á þeim væntingum sem sumt fólk hefur til okkar Vantrýslinga.

Bryndís hefur nefninlega áður lesið greinar hér á Vantrú (amk einhver Bryndís) og ekki meðtekið annað hvort skilaboðin eða heilu og hálfu málsgreinarnar.

Það virðist sem sumir setji á sig ákveðin gleraugu þegar greinarnar hér eru lesnar. Þegar maður les innlegg andstæðinga sinna fellur margt fólk í þá gryfju að lesa það ekki með hlutlausum hug.

Sumir virðast lesa greinarnar hér, ekki með því hugarfari: Um hvað fjalla þeir nú. Heldur með því hugarfari: Hvaða ógeð ætla þessir skíthælar að segja nú.

Ef þú lest grein með seinni hugsunarhættinum átt þú það að hættu að lesa aðeins hið versta úr skrifunum.

Ég kannast við þetta hjá sjálfum mér. Þess vegna hef ég þá reglu að einbeita mér mikið þegar ég les andstæð sjónarmið og reyni að passa mig eins mikið á þessu og mögulegt er. En ég verð að viðurkenna að það er mjög erfitt.

Fyrir trúleysingja mæli ég með að lesa að öðru hvoru trú.is og hlusta t.d. á podcastinn Unbelievable? sem fólk getur fundið á itunes.

Ekki það að ég hafi numið mikla visku á þessum stöðum heldur að mér finnst nauðsynlegt að heyra andstæð sjónarmið reglulega.

Og þá er um að gera að setja á sig hlutleysisgleraugun!


Hanna Lára - 20/03/10 20:58 #

Alltaf dálítið aumt þegar þarf að blanda persónulegum atvikum í umræðuna, en þó verð ég að segja eftirfarandi:

Ég var alin upp "í guðsótta og góðum siðum" af yndislegum foreldrum og þótt mér hafi aldrei verið hótað neinu (eins og Bryndís telur að Trausti sé að ýja að) olli það mér ómældri hræðslu og hrikalegum sorgum þegar ég komst aðeins til vits og ára og fór að lesa biblíuna - risabók með myndum eftir Gustave Doré.

Það var nú meiri lesningin! Og myndirnar! Þær má skoða hér og eru ákaflega athyglisverðar:

http://www.creationism.org/images/DoreBibleIllus/index.htm

Ég var skelfingu lostin gagnvart þessum grimma guði og með hið frjóa ímyndunarafl barnsins átti ég um hríð í miklu hugarstríði varðandi trúmálin. Einkum var það sú tilhugsun að hetjan mín, hann afi minn, (hranalegur karl með heitt hjarta og skynsaman ómengaðan haus) sagðist ekki trúa á neina guði og þar með var ég sannfærð um að hann færi þá til helvítis og ég sæi hann aldrei aftur.

Ég var óhuggandi um hríð. Þá var ég átta ára.

Síðan hef ég verið trúlaus, þótt ég hafi tekið þátt í ríkiskirkjukreddum, til að styggja sem fæsta og tók þátt í öllu ruglinu, til skammst tíma.

Óforvitin börn (ef þau eru til) sakar kannski ekki þótt þeim séu kenndar sakleysislegar bænir og dæmisögur, en skynsömum börnum getur eftirmálinn orðið gríðarlega erfiður.

Saga Trausta er eins og hver önnur dæmisaga og var ósköp ljúf miðað við hryllinginn sem ritningin kennir (EF þú lest ekki bara það sem er 'sætt' í þeirri ágætu bók).

Það ER sama hvað hver segir: Biblían hótar helvítiseldi nema þú hegðir þér 'rétt' - hérna megin grafar.

En við skulum vona að sannkristnar mæður séu svo heppnar að eiga aðeins óforvitin börn sem eru kristilega laus við allan sannleiksþorsta.

Til glöggvunar fyrir Bryndísi: Ég ER uppeldismenntuð móðir og siðavönd manneskja þótt ótrúuð sé. (huxacr)


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 20/03/10 21:48 #

Takk fyrir athugasemdina Hanna. Hér er myndband sem tekur á heimsmynd kristlinga og afhverju himnaríkishugmyndin er frekar ógeðsleg.

Hvernig getur nokkur maður notið eilífðarvistar í himnaríki vitandi það að aðrir menn þjáist eða séu ekki þar.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 20/03/10 22:08 #

Athyglisvert að Hanna Lára minnist á og vísar á myndirnar í bókinni "Biblían í myndum". Ég skoðaði hana einmitt töluvert í fásinni æsku minnar og myndin af syndaflóðinu er brennd í huga minn.

En síðan er komið sjónvarp og net og þessi bók og myndir eiga því eflaust litla möguleika á að hafa álíka áhrif á börn héðan af. Sama má eflaust segja um kristnina í heild. Hún drukknar nú í flóði afþreyingar og upplýsingar, sem betur fer. Farið hefur fé betra.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.