Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ritningartextar í réttu samhengi

Í beinu framhaldi af umræðum á kynningarfundi Vantrúar í guðfræði- og trúarbragðafræðideild vísum við á glænýtt myndband NonStampCollector um mikilvægi þess að túlka ritningartexta í réttu samhengi.

Biblían í réttu samhengi

Ritstjórn 22.02.2010
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Viktor (meðlimur í Vantrú) - 22/02/10 18:51 #

Kennarinn var alveg úti að skíta í dag. En... þetta fær maður fyrir að hafa væntingar til ríkis-háskóla :)


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 22/02/10 19:05 #

Þorri er nemandi við HÍ.

Hann á allan heiður að því að koma þessum fundi á koppinn og á þakkir skilið fyrir það þótt fundarstjórnin var kannski ekki fullkomin. Enda erfitt að sitja á sér þegar svona áhugavert efni er til umfjöllunar.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 22/02/10 19:51 #

Þetta er frábært! Vonandi koma einhverjir klárir trúmenn og útskýra fyrir okkur að þetta sé lélegur strámaður, eða eitthvað álíka.

Það hlýtur að vera snúið að þurfa að telja sér trú um að biblían í heild sinni sé lýsing á algóðum guði.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 22/02/10 21:48 #

Það er ekki snúið ef þú ert með biblíugleraugun á þér:)

Samt ef nútíma vestrænir kristnir segjast ekki trúa á biblíuna bókstaflega (þe. viðurkenna að hún sé skrifuð af heimskum og óupplýstum fornmönnum) þá verðum við að passa okkur að hengja okkur ekki á ljótar sögur í biblíunni. Það er þeirra helsta gagnrýni á okkur að því er virðist.

En persónulega skil ég ekki afhverju menn telja sig kristna ef þeir hafa þessa skoðun á bókinni. Afhverju ekki bara að nota harry potter bækurnar sem uppsprettu siðferðis.


Sindri G - 22/02/10 22:39 #

Mér finnst full ástæða til að benda á ljótu versin í Biblíunni. Til hvers er allt þetta fólk að hafa Biblíuna sem trúarrit og grundvöll kristindómsins, sem er uppfull af ljótum versum? Einnig eru gríðalega margir sem halda að Biblían sé meira og minna falleg frá upphafi til enda. Það er ágætt að koma því á framfæri að svo sé ekki.


Kristinn - 22/02/10 22:56 #

Já, Trausti, ég get alveg tekið undir þetta. En þá spyr maður sig samt af hverju fólk er að kalla sig kristið, fyrst það vill ekki kannast við sérlega margt sem þeirri trú á að fylgja - og er þá annaðhvort að túlka burt, eins og i myndbandinu, eða velja burt - sem er afar skyld aðgerð.

Síðan er þetta alveg rétt hjá Sindra, fólk telur sér ótrúlega oft trú um að biblían sé sérlega falleg spjaldanna á milli og sættir sig bara ekki við annað en að svo sé, oft hvort sem það er hóflega trúað eða er dálítið öfgafullt.

Þeir sem vita að hún inniheldur þetta ofbeldi og oft undarlega vonsku, finnst það ljótt, trúa því ekki beinlínis upp á guð, en kalla sig samt kristna, þurfa ekkert að kippa sér upp við þetta :)


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 22/02/10 23:44 #

Mikið væri nú gaman að heyra í einhverjum guðfræðingnum um þetta.

Hvað mættu margir guðfræðinemar á fyrirlesturinn okkar í dag?

Ekki margir fannst mér. Eða skjátlast mér? Hvað nema margir guðfræði við HÍ?

Afhverju ætli það sé. Eru þeir hræddir við okkur? Telja þeir sig ekki hafa sannleikann að baki sér og ef svo er afhverju ætti það að skelfa þá að tala við einhverja vitlausa trúleysingja, hvað þá að hlusta á þá?

En þeir eru víst að reyna að hunsa okkur í von um að við hverfum.


Ásta Elínardóttir - 22/02/10 23:58 #

Þér að segja Trausti þá mættu frekar margir guðfræðinemar á fundinn. Í það minnsta miklu fleiri en mæta vanalega á þessa fundi.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 23/02/10 00:18 #

Þér að segja Trausti þá mættu frekar margir guðfræðinemar á fundinn. Í það minnsta miklu fleiri en mæta vanalega á þessa fundi.

Ok, takk fyrir þessar upplýsingar Ásta. Ég dreg þá þessi ummæli mín til baka. Mín vanþekking.

Ég biðst afsökunar. Mér fannst ég bara þekkja svo marga þarna.

Þá vil ég venda kvæðum mínum í kross og þakka þeim sem mættu. Ég vona að þetta hafi verið fræðandi.


oddjobb - 23/02/10 01:22 #

fínn fundur i dag. Greinilega ekki gert ráð fyrir svona góðri mætingu hinsvegar og fundarstjórnin skemmtilega klaufaleg á köflum.

Það virðist sem að flestir trúmenn hafi hreinlega ekki lesið biblíuna og vilji maður fá góða greiningu á henni þurfi að snúa sér til efahyggjumanna.

Það væri áhugavert að koma á fleiri fundum milli vantrúarmanna og guðfræðideildar,...þar gætu og myndu skapast skemmtilegar umræður sem væri flestum til góðs.


Sveinn - 23/02/10 15:04 #

Svo satt. Merkilegast þykir mér þó þeir trúmenn sem viðurkenna að þeir vilji lesa það besta í textann, en saka mig svo um hið gagnstæða...

Hvernig er það að lesa það sem stendur að "lesa það versta" í hann?


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 23/02/10 15:42 #

Frábært! Enda orðinn lúinn á að heyra alltaf "þið þurfið að lesa textann í samhengi" og fá engin svör um hvert samhengið er... enda held ég að það sé miklu auðveldara að sýna fram á að það jákvæða sem stendur í biblíunni sé tekið úr samhengi.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 23/02/10 19:49 #

Munurinn á trúuðum og trúlausum þegar þeir lesa textann finnst mér sá að trúleysingjarnir geta séð góða og slæma hluti í textanum.

Þeir neita því sem sagt ekki að flott og falleg skilaboð finnast þar en eru heldur ekki blindir á það ljóta.

Trúmenn sjá hins vegar aðeins það fallega og telja okkur slíta hlutina úr samhengi þegar við bendum á það ljóta.

Eða hvað? Viðurkenna kristnir kannski að nýja testamenntið innihaldi verulega ljót og ógeðsleg skilaboð á köflum?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.