Ég ætla að hafa þetta stutt. Ég hef ekki verið feiminn við það að segja fólki að ég aðhyllist ekki trúarbrögð og að ég kæri mig ekki um að börnum mínum séu innrætt trúarbrögð. En þar sem sem annað foreldri mitt er frá múslímsku landi þá er andúð mín á trúarinnrætingu kristinna í leik- og grunnskólum iðullega skrifuð á þennan uppruna minn. Ég vil hér með benda kennurum á yngri skólastigum á að andmæli innflytjenda (og niðja þeirra) á trúboðskennslu leik- og grunnskóla er ekki hægt að vísa frá á þeim forsendum að "þetta fólk" aðhyllist ekki vestræn trúarbrögð og þar með megi virða ábendingar af þessu tagi að vettugi. Trúarbragðafræðsla er eitt en boðun trúar er ekki hlutverk leik- og grunnskóla.
Ég er kennari og hef kennt m.a. trúarbragaðfræði sem og kristinfræði (reyndar í litlum mæli kennt þessi fög). Fer þetta ekki aðallega eftir kennurum og/eða skólum? Nú hef ég heyrt samkennara mína tala um að ekki gangi nú að láta mig kenna trúarbragðafræði þar sem ég sé trúlaus. Hmmmm en hví gengur það ekki spyr ég á móti? fæ lítil sem engin svör.
Línan milli trúboðs og fræðslu er ekki alltaf augljós, það er rétt.
Mér finnst heimsóknir presta (og sambærilegra manna innan annarra trúarbragða), annarra starfsmanna trúarhópa & trúboðssamtaka (t.d. Gideonsfélagið) í skóla (svo ekki sé talað um að þeir hafi fasta aðstöðu í skólum sbr. Vinaleiðina) falla langt yfir strikið.
Mér finnst allar ferðir í kirkjur eða aðra trúarsamkomustaði skipulagt af skólum falla yfir strikið í okkar núverandi þjóðfélagi. Vel má ímynda sér að slíkar ferðir verði jafnskaðlausar og ferðir í söfn og aðra álíka staði einhvern tíman í framtíðinni, en það á ekki við á Íslandi í dag.
Það ætti að falla frá þessu tafarlaust í öllum skólum.
Mér finnst kennsluefni í Kristinfræði sem í boði er í grunnskólum í dag (mín reynsla er byggð á skólagöngu 10 ára sonar míns) falla yfir strikið, en ég get skilið að það sé ekki öllum jafnljóst og fyrstu tvö atriðin.
Línan getur verið fín, en þegar er farið að dreifa nýja testamentinu til skólabarna þá er augljóst að fólk hefur ekki hugmynd um að línan sé til.
Auðvitað mun kennari alltaf lita kennslu með sínum skoðunum, hjá því verður ekki komist.
En vert er að impra á því að við í Vantrú höfum ekkert á móti trúarbragðakennslu.
Það er trúboð sem við erum á móti. T.d. að börn séu tekin úr skóla á skólatíma og farið með þau í kirkjur þar sem prestar fá að messa yfir þeim. Eða þá að prestar hafi leyfi til að koma á leikskólana og messa yfir börnum þar.
Við köllum það ekki trúboð þegar börn sitja trúarbragðafræðitíma, jafnvel þótt kennarinn sé kristinn.
Það á að banna trúboð í skólum. En það sem mér finnst fáránlegt þegar ég var í grunnskóla, var að kristinfræði var kennd fyrst og svo trúarbragðafræði. Það á á að sleppa kristinfræði.
Nú hef ég heyrt samkennara mína tala um að ekki gangi nú að láta mig kenna trúarbragðafræði þar sem ég sé trúlaus.
Einkennilegt.
Það vill svo til að ég er trúarbragðafræðingur að mennt.
Næstum allir þeir trúarbragðafræðingar sem ég hef kynnst sem starfa í faginu í háskólum hér og þar um heiminn eru trúleysingjar. Að mínu mati, og flestra þeirra fræðimanna sem ég hef kynnst, er trúarbragðafræði per se veraldlegt fag sem byggir á því að skoða trúarbrögð sem mannlega hegðun.
Annars virkilega gott innlegg þessi grein.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Bryndis Svavarsdottir - 22/02/10 09:49 #
Ég er kristin en samt sammála því að trúboð eigi ekki að eiga sér stað inn skóla og leikskóla. Vandamálið er hinsvegar það, að línan á milli trúboðs og fræðslu er mjög fín, næstum ósýnileg og við það bætist að trú (hvaða trú sem er) er alltaf samofin menningu síns lands.