Í þessum sunnudagaskóla ræða Hjalti og Birgir við Hjalta Hugason prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands. Meginefni þessa fyrri hluta er samband ríkis og kirkju gegnum söguna, en einnig er litið til framtíðar.
Viðtalið fór fram í aðalbyggingu Háskólans seint á síðasta ári þegar mikið óveður dundi yfir. Rokið skilar sér inn á upptökuna og einnig glymjandi hurðarskellir hinna bergmálandi ganga. Vonandi truflar það ekki einbeitinguna.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.