Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

IV. Guðfræði í HÍ: Vantrú

Í gær sögðum við frá umfjöllun Bjarna Randvers um Níels Dungal og Helga Hóseasson. Áður en lengra er haldið er rétt að lesendur rifji upp fögur fyrirheit Bjarna Randvers þegar kemur að "þvertrúarlegum samskiptum" og þeir beri þau síðan saman við meginniðurstöðu hans um málflutning Vantrúar, en Bjarni Randver stillir okkur upp sem lærisveinum Richards Dawkins:

frjalslyndafjolskyldan_iv_33_crop.png

Við hvetjum lesendur að skoða nú greinarnar á vef okkar og ræða hvort niðurstaða Bjarna Randvers er fræðileg, heiðarleg eða sanngjörn.

Í framhaldi af þessu fjöllum við svo um einstakar glærur hans um Vantrúarmenn og Vantrú.

Ritstjórn 18.02.2010
Flokkað undir: ( Háskólinn )

Viðbrögð


Sveinn - 18/02/10 12:07 #

Þetta sýnir bara það að Bjarni hafi hvorki lesið vantru.is né Dawkins.


Þröstur - 18/02/10 12:22 #

Þessi lestur frá Bjarna fer svo sem ekkert í taugarnar á manni fyrr en maður minnir sig á það að þetta er hluti af kennslu í Háskóla Íslands.

Því miður er það augljóst að stórt spurningarmerki þarf að setja við þessa kennslu hjá Bjarna og vona ég að þeir sem hafa völd í HÍ nái að fara með þessa kennslu upp á hærra plan.

Þakkir til Vantrú fyrir að koma með þessar upplýsingar á framfæri.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 12:28 #

Já, er þetta ekki nokkuð afgerandi vitnisburður um fúsk í kennslu?

Ef kennari við HÍ heldur fram fullyrðingum sem enginn fótur er fyrir og er ærumeiðandi fyrir fjölda fólks.

Myndi þetta líðast í einhverri annarri grein/deild innan skólans?

Ég veit ekki með aðra Vantrúarmeðlimi, ég hef gaman af að lesa Dawkins og "The God Delusion" er mjög áhugaverð lesning og ég get mælt með við hvern sem er. En ég er alls ekki sammála öllu sem þar kemur fram.

Við trúlausir getum nefnilega lesið með gagnrýnu hugarfari.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 12:48 #

Kennsla Bjarna er gott innlegg í "troll" á netinu eða dylgjublogg til að skapa æsing og umtal. Ég tek undir með Þresti að efnið á ekkert skilt við kennslu eða fræðistörf í Háskólanum.


Arnar - 18/02/10 13:16 #

"fordæma minnihlutahópa á borð við gyðinga. "

Wtf?

Aldrei hef ég orðið var við það að Dawkins & fylgisveinar hans (reyndar ekki alveg með það á hreinu hverjir það eru) eða aðrir trúleysingjar fordæmi gyðinga.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 13:51 #

Þetta er því miður ekki einsdæmi því annar ríkiskirkjumaður, séra Þórhallur Heimisson, líkti Vantrú nýlega við "...hóp af mönnum sem hæðast að trú annarra (t.d. með því að mála hakakross á legsteina Gyðinga, breyta kirkjum í almenningssalerni, krota hatursorð um múslíma á veggi, afbaka og dreifa óhróðri um helg tákn sem skipta trúaða öllu máli?)" #


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 14:26 #

Það er í raun merkilegt hvað trúfólk á erfitt með að sjá hvað kirkjan (margir talsmenn hennar) talar illa um trúlausa.

Allt þetta tal um tómhyggju, skort á siðferði, refsingu guðs og fleira er að minnsta kosti jafn harkalegt og að henda gaman að táknum þeirra sjálfra.

Við erum sem sagt skepnur ef við bendum á að þessi tákn standi að öllum líkindum ekki fyrir annað en tóma blekkingu, en kirkjan ekki þegar hún úthúðar okkur í prédikunum og á almennum vettvangi fyrir að hafna hindurvitnunum þeirra?

Fjallar Bjarni Randver á sama hátt um hvernig kirkjan gerir allt sem á þessum lista stendur gagnvart trúlausum? Þá á ég við til dæmis að reyna að hefta málfrelsi okkar með því að kvarta yfir gagnrýni og hispurslausri umræðu.

Eitt brot réttlætir þó ekki annað, en þetta er hluti af myndinni.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 14:32 #

Prestar eru sjaldnast barnanna bestir, eins og Þórhallur er gott dæmi um.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 14:42 #

-andmæla almennum mannréttindum á borð við að foreldrar veiti börnum sínum trúarlegt uppeldi og börn fái að tjá sig um trúarefni í skólum.

Eru kristnir ekki með eitthvað sem heitir boðorðin 10? Er ekki eitthvað tekið á lygum þar? Mér þykir það alltaf merkilegt þegar menn segjast trúa á einhvern guð og þykjast vita vilja hans, að þora svo að brjóta gegn honum. Hvað þá bara það að vilja brjóta gegn honum.

Því þótt mér langi til að halda að Bjarni sé bara svona óupplýstur, þá held ég nú að hann viti alveg að þetta eru lygar.

Eða getur maðurinn bent á eitt dæmi þess að Vantrú vilji banna foreldrum að fræða börnin sín um sína trú eða hefta tjáningarfrelsi barna?

En það virðist vera í lagi að ljúga ef maður lýgur fyrir Jesú.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 14:52 #

Hugsanlega hefur Bjarni Randver í huga tilvitnun í Richard Dawkins sem hljómar illa þegar hún er tekin úr samhengi. Samhengið virðist litlu máli skipta í umfjöllun Bjarna eins og sjást mun í umfjöllun okkar næstu daga.


Valtýr Kári - 18/02/10 16:27 #

"Megin vandinn við herskáan málflutning Dawkins og fylgismanna hans gegn þeim trúarbrögðum sem þeir fyrirlíta er að hann er vatn á myllu haturshreyfinga sem grafa undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði með því að ...

-smána hvaðeina sem er öðrum heilagt.
-umbera ekki trúartjáningu á opinberum vettvangi.
-skerða málfrelsi trúaðra. -andmæla almennum mannréttindum á borð við að foreldrar veiti börnum sínum trúarlegt uppeldi og börn fái að tjá sig um trúarefni í skólum.
-leggja í einelti m.a. með uppnefnum þá sem hafa önnur viðhorf.
-fordæma minnihlutahópa á borð við gyðinga.
-ástunda guðleysistrúboð í neikvæðri merkingu þess orðs."

Sko, hvaðan er þessi tilvitnun komin? Er þetta hluti af þessu námsefni? Er maðurinn virkilega að reyna að líkja trúleysingjum við nýnasista?

Annars er það nokkuð fyndið hvað það er auðvelt að snúa þessum lista uppá trúarnöttara sem smávægilegum breitingum:

Megin vandinn við herskáan málflutning trúarstofnanna og fylgismanna þeirra gegn því trúleysi sem þeir fyrirlíta, er að hann er vatn á myllu haturshreyfinga sem grafa undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði með því að ...

-smána hvaðeina sem er öðrum mikilvægt.
-umbera ekki umræðu um trúleysi á opinberum vettvangi.
-skerða málfrelsi trúlausra.
-andmæla almennum mannréttindum á borð við að foreldrar veiti börnum sínum trúlaust uppeldi og börn vernduð gegn trúboði í skólum.
-leggja í einelti m.a. með uppnefnum þá sem hafa önnur viðhorf.
-fordæma minnihlutahópa á borð við trúlausa.
-ástunda trúboð í neikvæðri merkingu þess orðs."

P.S. Hví kemur listinn svona út hjá mér, en ekki einsog ég skrifaði hann? Virkar Enter takkinn ekki?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 16:30 #

Ég lagaði athugasemdina. Til að enter virki þurfa að vera tvö stafabil í lok línu. Hér er fleira fróðlegt um Markdown rithátt.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 17:00 #

Trúboð í skólum er einmitt trúboð í neikvæðri merkingu þess orðs.


Einar Karl - 18/02/10 19:01 #

Mætti ætla að Bjarni leiti fyrirmynda í USA, boðskapurinn minnir helst á umræðu vestanhafs um bænahald í skólum og fleira í þeim dúr.

Þessi setning finnst mér ansi skemmtileg:

"ástunda guðleysistrúboð í neikvæðri merkingu þess orðs"

Getur orðið "guðleysistrúboð" haft jákvæða merkingu í huga kennarans?? Af hverju mættu guðleysingjar ekki ástunda "guðleysistrúboð" með alveg sama hætti og aðrir stunda kristilegt trúboð, ef við búum á annað borð í TRÚFRJÁLSU samfélagi? Þetta er svona eins og ef kommúnisti kvartar undan að hægrsinni dreifi pólitískum boðskap í "neikvæðri merkingu þess orðs". Auðvitað er komminn ekki sammála hægrimanninum, en sé hann viti borinn hlýtur hann fjanda kornið að virða það að aðrir megi hafa andstæðar pólitískar skoðanir og berjast fyrir þeim!

Fyrir utan að þetta fyrirbæri er tóm ímyndun, ég hef ekki orðið var við að Vantrú eða önnur félög geysist um og prediki yfir öðrum að guð sé ekki til.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 19:56 #

Hver hefði trúað því að óreyndu að ein súrasta athugasemdin við fyrstu grein rímaði svo bara algjörlega við kennslu í Háskóla Íslands?

Berið þessi ósköp saman.


trausti - 18/02/10 20:33 #

@Nonni Ert þetta þú Bjarni?


Bjarni Jónsson - 18/02/10 22:10 #

Ég tek undir með það að líklega hefur nafni minn Randver ekki lesið Dawkins. Þær niðurstöður sem hann dregur á þessa glæru staðfesta það. Ég er ekki alltaf sammála hvernig Dawkins tekur á málum en finnst að hann ætti nú að gæta sannmælis.

Umræðuna um að smána það söm öðrum er heilagt er frekar túlkunaratriði á orðinu að smána. Hugsanlega er BR að gera tilraun til að koma blasfemi hugmyndinni að hér. Enn og aftur - það virðist ekki mega gagnrýna trúmenn þá er fólk sakað um árásir!

Óþarfi er að rökræða um trúarlegan boðskap á opinberum vettvangi þegar ég skil það orð sem t.d. í skólum og slíkum stöðum.

Klisjuna um að skerða málfrelsi trúaðra er ekki svara verð. Hef ég hlustað mikið á Dawkins en hvergi rekist á slíkt.

Um mannréttindin við trúaruppeldið grunar mig að BR sé að blanda saman tveimur atriðum. Það fyrra er trúaruppeldi í opinberum skólum og það síðara er trúaruppeldi í kirkjum/heimilum. Ég er á móti því fyrra (eins og Dawkins) en það síðara skipti ég mér ekki af (eins og Dawkins).

Hvaða uppnefnum?

Ég fer fram á það við BR að hann sýni þau ummæli þar sem Dawkins ræðst á gyrðinga. Það væri fróðlegt að sjá!

Ég þarf nánari útskýringar við hvað er meint með guðleysistrúboð í niekvæðri merkingu! Ef það er að berjast gegn trúræðistilburðum eða öðrum yfirgangi í trúarlegum tilgangi þá má segja að ég sé undir sömu sök seldur og verið er að ásaka Dawkins


Matti (meðlimur í Vantrú) - 18/02/10 22:46 #

Bjarni Randver mun svara þessu þannig að hann sé alls ekki að gera Dawkins eða Vantrú upp nokkuð af því sem hann telur upp - heldur einungis að benda á að Dawkins og fylgismenn hans geti verið "vatn á myllu" þeirra sem slíkt stunda. Svo er bara spurning hvort orðið "fyrirlíta" er réttlætanlegt í þessu samhengi og hvort sanngjarnt sé að tala um "herskáan málflutning" mér þykir það ansi gildishlaðið. En Bjarni er semsagt að segja að Dawkins, Vantrú og fleiri valdi því sem hann telur upp.

Við förum nánar yfir þetta næstu daga.


Magnús Geir - 19/02/10 00:20 #

Matthías! Hér skortir hjá sumum nokkuð á málskilning m.a. hjá þér. Orðatiltækið að eitthvað verði vatn á myllu einhvers og þá í þessu tilfelli "trúlausra" gegn "trúuðum" þýðir ekki að það valdi einvherju beinlínis, heldur veiti hjálp eða stuðli að. Svo er það beinlínis hlægilegt þegar því er haldið fram hérna, að "vantrúaðir" hvort sem þeir svo tilheyra ykkar félagsskap eða ekki, hafi ekki gert lítið úr guðstrúni og áreitt fólk "er gengur á Hans vegum" á bloggi og víðar, bara sjálfsblekking og skrök að halda slíku fram.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 19/02/10 07:42 #

Skrítið, ég hélt ég hefði verið að verja Bjarna Randver í síðustu athugasemd minni.

Orðatiltækið að eitthvað verði vatn á myllu einhvers og þá í þessu tilfelli "trúlausra" gegn "trúuðum" þýðir ekki að það valdi einvherju beinlínis, heldur veiti hjálp eða stuðli að

Ég hef ekki hugmyndaflug í svona tittlingaskít. Veldur ekki heldur hjálpar eða stuðlar að! Hverjum er ekki sama?


Gústi - 19/02/10 09:55 #

Er verið að grínast með gullmolann?

Þetta er því miður ekki einsdæmi því annar ríkiskirkjumaður, séra Þórhallur Heimisson, líkti Vantrú nýlega við "...hóp af mönnum sem hæðast að trú annarra (t.d. með því að mála hakakross á legsteina Gyðinga, breyta kirkjum í almenningssalerni, krota hatursorð um múslíma á veggi, afbaka og dreifa óhróðri um helg tákn sem skipta trúaða öllu máli?)"

Er einhver samkeppni um Ágústínusarverðlaunin núna?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/02/10 00:40 #

Það er í raun merkilegt hvað trúfólk á erfitt með að sjá hvað kirkjan (margir talsmenn hennar) talar illa um trúlausa.

Þetta er sér í lagi merkilegt þegar kemur að Bjarna Randveri. Við munum sjá á mánudaginn hvernig hann hatterar Vantrú, en í greininni "Það sem fólki er heilagt" á tru.is segir hann:

Múslimar eru meðal fjölmargra minnihlutahópa á Norðurlöndum. Birting mynda sem smána og draga dár að því sem minnihlutahópi er heilagt í trúarefnum og ýta undir neikvæðar staðalmyndir af þeim hljóta að vekja spurningar um tilganginn þar að baki, ekki síst þegar ritstjórnin veit að þær munu særa tilfinningar viðkomandi og jafnvel ýta undir úlfúð milli þjóðfélagshópa. Eftir að dönsku myndirnar birtust hafa þær m.a. orðið vatn á myllu öfgahópa sem hvetja til ofbeldis gegn þeim sem ábyrgir voru fyrir þeim. Slík viðbrögð eiga sér ekki heldur málsbætur. (Leturbreyting mín - BB)

Hver er tilgangur Bjarna Randvers með hinum neikvæðu staðalmyndum sem hann bregður upp í glærusjóvi sínu? Við erum búin að sjá hvernig hann afgreiðir Níels Dungal og Helga Hós. En það er aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal.


Kristján - 26/12/11 21:20 #

Þegar ég var háskólakennari setti ég oft hugmyndir upp á töflu og síðan studdu menn þær ýmist eða hröktu með rökum.

Í því var háskólanámið einmitt fólgið.

Asnar hefðu kannski haldið að ég væri sjálfur að boða það sem ég skrifaði töfluna.

Þvílíkir asnar komust ekki í tíma til mín.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/12/11 00:29 #

Þegar ég var háskólakennari setti ég oft hugmyndir upp á töflu og síðan studdu menn þær ýmist eða hröktu með rökum.

Ekki ertu að halda því fram að þetta sé "hugmynd"? Ég hefði haldið að þetta væri fullyrðing. Þarna er ekki verið að spyrja hvort málflutningur "Dawkins og fylgismanna hans" geti verið vatn á myllu haturshreyfinga heldur er beinlínis fullyrt að svo sé.

Auk þess kemur þessi glæra í kjölfarið á umfjöllun um Vantrú, þar sem töluverð áhersla er á að tengja félagið við Dawkins og undarlegum aðferðum er beitt á texta meðlima í Vantrú.

Bjarni Randver notaði víst um 1700 glærur í þessu námskeiði. Ég efast um að hann hafi haft mikinn tíma til að ræða ítarlega hvort þær fullyrðingar sem þar koma fram séu réttar eða ekki.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.