Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

II. Guðfræði í Háskóla Íslands : Bjarni Randver Sigurvinsson

Auk þess að vera stundakennari við HÍ er Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur formaður starfshóps Þjóðkirkjunnar um samskipti við önnur trúarbrögð. Höfuðrit hans (sem BR þýddi) er áhugaverð lesning, Porvoo-skjalið. Þar segir meðal annars:

Þegar við sem kristnir einstaklingar mætum fólki af öðrum trúarbrögðum, með önnur trúarviðhorf og sem ástundar aðra andlega iðkun, gerum við það í nafni og með styrk þess Guðs sem við þekkjum sem þrenningu. Þessi trú vísar okkur á ákveðnar guðfræðilegar meginreglur sem móta þessi samskipti:

Við þessar kringumstæður skiptir sköpum að fram fari opinskáar og jákvæðar samræður innan samfélagskirkna okkar og við aðra kristna menn í ekúmenískum systurkirkjum okkar um hvernig við getum bætt og eflt samræður okkar við fólk af öðrum trúarbrögðum, með önnur trúarviðhorf og sem ástundar aðra andlega iðkun.

Sem kristnir menn eigum við samt aldrei í þvertrúarlegum samskiptum bara sem einstaklingar heldur líka ávallt sem meðlimir trúarsamfélags okkar.

Í þvertrúarlegum samskiptum getur ekkert komið í staðinn fyrir þolinmóða, þrautseiga og tímafreka viðleitni til að kynnast náungum okkar af öðrum trúarbrögðum, vinna traust þeirra og verða vinir þeirra.

Þegar við tölum um trúarviðhorf og athafnir annarra þurfum við fyrst að afla okkur góðra upplýsinga og notast við áreiðanlegar heimildir sem við byggjum þekkingu okkar á og við þurfum að tala um náunga okkar með þeim hætti að hann sjái sjálfan sig í lýsingum okkar.

Skuldbinding kristinna manna um að elska náungann og sækjast eftir réttlæti öllum til handa fær okkur til að taka undir mikilvægi trúfrelsis í sérhverju þjóðfélagi. Í löndum okkar er þessa gætt af Evrópska mannréttindaráðinu: „Sérhver einstaklingur hefur rétt á skoðanafrelsi, samviskufrelsi og trúfrelsi; í þessu felst frelsi til að skipta um trúarbrögð eða trúarviðhorf og frelsi til að láta trúarbrögð sín eða trúarviðhorf í ljós með tilbeiðslu, boðun, iðkun eða helgisiðum, hvort sem það er gert af einstaklingi eða í hóp með öðrum, opinberlega eða í einrúmi.“ (1950.) Við látum okkur sérstaklega varða réttindi minnihlutahópa í okkar eigin þjóðfélögum. Við viðurkennum mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að jöfn réttarvernd gildi um alla borgara okkar; mikilvægt er að trúarvald sé ekki misnotað til að stjórna eða kúga varnarlausa einstaklinga

Af ofansögðu sést að hvorki vantar fögur fyrirheit né skýra stefnu. Bjarni Randver hefur líka risið upp til varnar trúarhreyfingum sem vilja frelsa áfengis- og fíkniefnaneytendur úr klóm fíknar sinnar með því að ákalla Jesú, eins og í Byrginu. Lesendur Vantrúar hefðu eflaust gaman af því að lesa langhund hans þar sem hann fordæmir lækna og fagmenn sem gagnrýna Jesúhopparana. Í þeim lestri segir Bjarni Randver meðal annars:

Forsenda faglegrar umfjöllunar og málefnalegrar gagnrýni er ávallt forathugun á tiltækum heimildum með hliðsjón af þeim fræðum sem málið varðar. Þannig er nauðsynlegt að kanna sjónarmið og starfshætti þeirra trúarhópa sem hlut eiga að máli í trúarlegu, sögulegu og félagslegu samhengi þeirra til að öðlast skilning á þeim og setja sig í spor þeirra til að tryggja að þeir njóti sannmælis, farið sé rétt með staðreyndir og ályktanir einkennist ekki af tilhæfulausum alhæfingum.

En í næsta þætti kemur í ljós að Bjarni Randver telur greinilega enga ástæðu til að fara eftir þessu sjálfur þegar hann "fræðir" nemendur sína um trúleysingja og síðar Vantrú.

Ritstjórn 16.02.2010
Flokkað undir: ( Háskólinn )

Viðbrögð


Hlöðver Ingi - 16/02/10 12:25 #

ekki get ég séð að þessi umfjöllun ykkar bæti einhverju vitbornu við þá sem þið sögðuð í fyrri pistli. Ykkur gengur mjög illa að setja upp einhverja heildstæða umræðu og gagrýni á þessa nálgun kennarans á efnið. Svo er 90% á greini einhver texti sem þig takið frá honum og greinið ekki á nein hátt.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 16/02/10 12:32 #

Þessi grein er nauðsynlegur forleikur að því sem á eftir kemur. Bíddu bara.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 16/02/10 12:57 #

Óskapleg óþolinmæði er þetta, eru lokaorðin ekki nægilega skýr?


Björn I - 16/02/10 13:48 #

Verður þessi pistill í 10 liðum?


Hlöðver Ingi - 16/02/10 18:19 #

Ég held að þessi minnimáttarkennd ykkar vantrúarmann( alveg ykkar sem standa á þessum greinum) sé ekki til góða fyrir þann boðskað eða gagrýni á trúabrögð sem þið viljið koma á framfæri. Maður myndi halda að það væru ykkar málsstað til framdrátar að taka þessu frekar fagnandi og sjá kosti í því að þið séuð uppá pallboðrinu í akademískri umræðu í Háskóla. Þar hafi þið tækifræi til þess að koma ykkar málstað á framfæri ef þið mynduð gera ykkur betur gildandi í þeirri umræðu sem þar á sér stað. Ég skil það mjög vel að kennari sem kennir trúarbrögð vilji draga fram hópa sem að hafna þeirri sýn sem að trúbrögð setja fram og þannig er verið að gefa ykkur tækifæri til þess.

eftir að hafa kynnt mér þær áherslur sem að þið setjið fram á þessari síðu liggur það eiginlega í ljóst fyrir manni að þið eigið heima í þessum kúrs. Kennarinn hefði hugsanlega mátt skýra betur að þið eruð náttúrlega ekki trúarhópur en þið getið samt veit ákveðna innsýn inní viðfangsefni kúrsins.

til þess að taka aðeins upp umræðuna í fyrir pistli þá er það líka nauðsynlegt að þið tæklið aðeins skýrar þau hugtök sem þið notið og hvað þið eigið við með þeim, því eins og Pálmar bendir réttilega á þá er erfitt að eiga einhverja vitiborna rökræðu ef menn eru ekki sammála um hugtök.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 16/02/10 18:23 #

Björn, þetta gætu orðið nokkuð margar greinar.

Hlöðver Ingi, viltu ekki bíða með yfirlýsingar og dónaskap þar til allt hefur komið fram í málinu?


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 16/02/10 18:26 #

Lestu það sem á eftir kemur, Hlöðver, og þá sérðu að hér er ekki um að ræða akademíska umræðu og að viðkomandi kennari hefur engan áhuga á að ræða við trúleysingja á nokkrum vitrænum nótum.

Vissulega þurfa menn að vera sammála um skilgreiningar á hugtökum. En þá er ekki til bóta að menn breyti þeim skilgreiningum í sífellu eftir hentisemi og til þess eins að styrkja áróður ákveðinna aðila.

Það er ekki hægt að rökræða þegar umræðuefnið er á sífelldri hreyfingu. En það hentar líka þeim ágætlega sem ekki vilja í raun ræða málin heldur drepa þeim á dreif.


Hlöðver Ingi - 16/02/10 18:28 #

Matti

ef þér finnst eitthvað sem ég heft sagt vera dónaskapur þá biðst ég afsökunar á því.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 16/02/10 18:58 #

Dónaskapur eða ekki dónaskapur. Bíddu a.m.k. þangað til allt hefur komið fram.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.