Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hver er skaðinn?

Undratækið

Nýleg frétt um gagnlaus sprengjuleitartæki í Írak er frábært dæmi um það hvernig hindurvitni, í þessu tilviki gervivísindi, geta valdið skaða. Þetta meinta hátækni sprengjuleitartæki virðist bara vera gamaldags spákvistur í nútímabúningi.

Venjulega skiptir afar litlu máli að fólk sé að nota spákvisti, það er erfitt að drepa fólk með því að leita að vatni. En um leið og svona bull fer að reyna að gera eitthvað sem skiptir einhverju raunverulegu máli, þá verður skaðinn meiri. Það er talið að rekja megi dauða hundruða manna til þessa gagnslausa sprengjuleitartækis.

Ef framleiðandi sprengjuleitartækisins hefði einungis fullyrt að tækið gæti fundið hundrað dollara seðla (já, tækið á að geta gert það!), þá hefði skaðinn verið sá að saklaust auðtrúa fólk hefði keypt tækið og orðið fyrir einhverjum smávlgilegum skaða. En þar sem að það eru meiri peningar í stærri loforðum, þá fara sölumennirnir að lofa meiru og valda meiri skaða.

Þetta á sérstaklega vel við um skottulækningarnar. Ef græðarar segjast bara geta grætt á kvefi þá er eini skaðinn líklega sá að saklaust auðtrúa fólk greiðir fyrir gagnslausar meðferðir, til dæmis rándýrt vatn af „hómópötum“. Hins vegar græða græðararnir meira á því að segjast geta grætt á hættulegum sjúkdómum.

Þá fara skottulæknarnir að segja að þeir geti „meðhöndlað“ (athugið að þeir passa sig á því að „lækna“ ekki sjúkdóma, því það má ekki) „bráðatilfelli“ og koma með fullyrðingar eins og þessa sem er á heimasíðu „Fagfélags hómópata“:

Organon

Inflúensa er afleiðing vírussýkingar og einnig ástand sem auðvelt er að meðhöndla með hómópatíu. #

Alveg eins og gagnlausu sprengjuleitartækin, þá getur þetta hæglega drepið fólk.

Hjalti Rúnar Ómarsson 24.01.2010
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 24/01/10 19:41 #

Randi um málið


Þundur Freyr (meðlimur í Vantrú) - 24/01/10 20:41 #

Hvernig væri að sprauta 100 hómópata með Ebólu vírusnum og leyfa þeim að sanna það fyrir okkur hinum að hómópatía virkar, í eitt skipti fyrir öll.

Það ætti væntanlega ekki að vera vandamál að finna sjálfboðaliða. Þetta lið er algjörlega sannfært um eigið ágæti.


Jón Frímann - 24/01/10 20:51 #

Þundur, Ebólan er ekkert svo slæm. Það er 90% "survival rate" þegar það kemur að ebólu. Plágan er hinsvegar mun verri sjúkdómur, og harðvirkari.

Prufum það.

Nánar um Pláguna.

http://en.wikipedia.org/wiki/Plague%28disease%29 http://en.wikipedia.org/wiki/Bubonicplague


þundur freyr (meðlimur í Vantrú) - 24/01/10 22:07 #

flott notum pláguna. Im not amish, bara hvað sem er nógu hættulegt

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.