Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sexið og heilagt orð - viðtal við séra Bjarna Karlsson - fyrri hluti

Sunnudagaskólinn í dag einblínir á kynhegðun, samkynhneigð, klám og kvenfrelsi. Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju, fer með þeim Hjalta og Birgi gegnum ritningarorð bæði í Gamla-testamentinu og því nýja. Var Jesús á móti samkynhneigð? Var Páll Postuli kvenhatari? Er barnaklám afleiðing gömlu grísku tvíhyggjunnar?

Þetta er fyrri hluti viðtalsins við Bjarna. Síðari hlutinn verður á dagskrá eftir viku.

Sunnudagaskólinn biðst velvirðingar á innrás farsíma nokkrum sinnum í upptökunni. Þessi sími var á "silent", en hefði betur verið alveg "off".

Ritstjórn 27.12.2009
Flokkað undir: ( Sunnudagaskólinn )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 28/12/09 21:21 #

Hvaða gagn er að áttavita sem bendir samtímis í norður, suður, austur og vestur?

Bjarna tekst ágætlega en óafvitandi að sýna fram á að merking Biblíunnar og inntak kristninnar er það sem hverjum og einum sýnist hverju sinni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/12/09 23:43 #

Bjarni fær í upphafi spurningu um hvernig hann geti talið afstöðu Jesú til samkynhneigðar jákvæða. Takið eftir því að hann flakkar um víðan völl og talar um flest annað. Eftir góðar 10 mínútur er hann kominn í að bera saman sköpunarsögurnar í 1. Mósebók. Það var bara af kurteisi sem ég stöðvaði hann ekki.

Mér finnst stundum að hann og fleiri innan kirkjunnar reyni að fela vandræðagang bak við endalaust orðagjálfur. Það kemur illa út fyrir þá, því þetta virkar eins og þeir séu ófærir um að hafa fókus á nokkru málefni. Ég hugsa þó að stundum sé þetta einhvers konar Red Herring-brella, verið að færa umræðuna yfir á óskylda hluti í viðleitni til að forðast að svara erfiðum spurningum.

Ég veit ekki hvort á við um Bjarna í þessu tilviki. Kannski er það jafnvel eitthvert þriðja.


Halla Sverrisdóttir - 29/12/09 13:54 #

Tja, það er margt áhugavert í þessu viðtali, sérstaklega síðustu tíu mínútunum. Mér finnst ástæðulaust að ætla sr. Bjarna einhverja klæki eða rauðar síldir þótt hann lendi eðlilega í vanda með að svara afdráttarlaust heimspekilegum spurningum með Biblíuna að vopni, en hann segir ýmislegt athyglisvert um klám, erótík og valdaátök karla og kvenna. Mér finnst hann hins vegar seilast ansi langt í að hreinsa Pál postula af sexismanum. Þetta er skemmtileg aðferð til að gefa kirkjunnar mönnum færi á að setja fram sín sjónarmið.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 15/01/10 14:36 #

Bjarni talar um að á ritunartíma biblíunnar hafi samkynhneigð ekki þekkst í þeirri mynd sem við þekkjum í dag, þ.e. að "leita að sáttmála um ást hjá sama kyni" eins og hann orðar það.

Mér þætti mjög gaman á sjá hann færa rök fyrir þessari staðhæfingu.

Eftir því sem ég kemst næst hefur samkynhneigð af þessu tagi verið til frá örófi alda. Hún þekkist meira segja í mörgum dýrategundum öðrum en manninum, jafnvel tegundum sem eru mjög fjarskyldar okkur.

Til dæmis eru til nokkur skjalfest dæmi um að karlkyns svanir hafi parað sig saman og haldið tryggð á nákvæmlega sama hátt og gagnkynhneigð svanapör. Þessir samkynhneigðu svanir hafa jafnvel "ættleitt" unga, þ.e. stolið eggjum, ungað þeim út og alið ungana upp sem sína eigin.

Hvað bendir til þess að þessi tilhneiging hafi ekki komið fram í manninum fyrr en í nútímanum?

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?