Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Yfir litlu varstu trúr

Allnokkur umræða hefur orðið um þá vandræðalegu uppákomu að söngvarinn Friðrik Ómar er ekki velkomin í kór Fíladelfíu.... nema hann viðurkenni villu síns vegar og leiti sér hjálpar hjá sálnahirðum þar. Meðal annars var fjallað um þetta hér á vantrú

Hómófóbía þykir skammarleg nú á dögum en stutt er síðan hún var normið. Það er því ekki fyrr en nýlega að trúmenn komast í bobba vegna afstöðu Biblíunnar í garð "kynvillinga".

Ritstjóri Séð og heyrt fáraðist yfir því að vísað væri til "gamalla og úreltra kennisetninga Biblíunnar" í þessu efni og það vakti furðu vinar míns, Snorra í Betel, eins og lesa má í mjög góðri bloogfærslu hans.

Bloggfærsla Snorra er góð vegna þess að hún endurspeglar sanna kristni, raunverulegan boðskap Biblíunnar. Biblían talar tæputungulaust um samkynhneigð og kallar hana (a.m.k. verknaðinn) viðurstyggð. Snorri segir: "Biblían segir: "Villist ekki! Hvorki mun saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir.....Guðs ríki erfa (1.Kor.6:9)"

Séð hef ég "frjálslynda" presta ríkiskirkjunnar amast við þessari færslu Snorra og fyrirlíta bæði hann og boðskapinn. Snorri veit vel að það er ekki vænlegt til vinsælda að halda "orði guðs" á lofti, a.m.k. ekki svona ómenguðu og óþynntu, en hann gerir það samt, en bætir þó við: "En það er ekki víst að þeim líki boðunin og má vera að þeir stingist í hjörtun."

Nei, það er alveg víst að flestum er meinilla við þennan boðskap. En þetta er ekki boðskapur Snorra heldur kristninnar, nokkuð sem ætti auðvitað að vera boðskapur kirkjunnar.

En kirkjan er í vondum málum því hún vill vera marktæk og getur því í hvorugan fótinn stigið. Hvort á hún að hunsa guðs orð eða almenna siðferðisvitund fólks nú á tímum? Hún hefur reynt að fara bil beggja en það eina sem upp úr því hefst er réttlát vandlæting sanntrúaðra annars vegar og siðaðra manna hins vegar. Já, það er vandlifað.

Reynir Harðarson 18.12.2009
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Svavar Kjarrval (meðlimur í Vantrú) - 18/12/09 14:21 #

Ef kirkjan á að vera sönn sjálfri sér ætti hún að boða orð Biblíunnar án þess að velja eftir hentugleika.


trúlaus - 19/12/09 19:48 #

Að syngju um miðausturlandabúa sem dó fyrir c.a 2000 árum það er hommarlegt.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.