Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af Kristi - viðtal við séra Sigríði Guðmarsdóttur - fyrri hluti

Í dag ætlum við að endurvekja sunnudagaskólann okkar og næstu vikurnar birtast viðtöl við presta og guðfræðinga.

Fyrst ríður á vaðið Sigríður Guðmarsdóttir prestur í Guðríðarkirkju. Þeir félagar Hjalti Rúnar Ómarsson og Birgir Baldursson litu inn til hennar í kaffispjall síðsumars.

Umræðuefnið er maðurinn Jesús, heimspekingurinn og jafnvel femínistinn. Lagt var upp með friðþægingarkenningu kirkjunnar, en auðvitað barst talið út um víðan völl. Afraksturinn er í það minnsta skemmtilegur og fyrri hluta hans er að finna í spilaranum hér að neðan. Njótið.

Ritstjórn 13.12.2009
Flokkað undir: ( Sunnudagaskólinn )

Viðbrögð


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 13/12/09 18:26 #

Mjög áhugavert viðtal. En þetta er alveg ótrúlega kirkjulegt stef! Haha!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 14/12/09 00:28 #

Ég bíð spenntur eftir seinni hluta viðtalsins. Hef á tilfinningunni eftir þessa hlustun að séra Sigríður sé næstum því jafn trúlaus og ég!


Baldur - 14/12/09 02:31 #

Mjög skemmtilegt viðtal. Er samt ekki nokkuð undarlegt að neita svona mörgum hlutum úr Kristni (t.d. því að Guð geti gjört yfirnáttúrulega hluti).

Þetta er auðvitað indæl tilbreyting frá bókstafstrúarmönnum en samt undarlegt.


Benóný Þór - 14/12/09 03:28 #

Mjög skemmtilegt viðtal og áhugaverðumræða, sér Sigríður er einstaklega skemmtilega manneskja að hlusta á, þar sem hún ræðir þetta efni mjög málefnalega og færir rök fyrir sínu máli (allavegana ef hægt er að dæma eftir því að hafa hlustað á þetta).

Baldur: Ég held að þú sért aðeins að misskilja, hún neitar því aldrei að guð geti gert yfirnáttúrulega hluti, heldur neitar hún því að Jesú hafi verið guð og því geti Jesú ekki gert yfirnáttúrulega hluti (nema ég sé að skilja þetta vitlaust, og biðst ég þá afsökunar.)


Benóný Þór - 14/12/09 03:28 #

Smá leiðrétting "sér Sigríður" á að vera "séra Sigríður"


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 14/12/09 04:38 #

Sigríður tvítók að mér heyrðist að hún tryði ekki á guð sem bryti náttúrulögmálin.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 14/12/09 14:08 #

Dálítið kómískt þarna í lokin að henni hafi tekist á lævísan hátt að snúa viðtalinu upp í Alfa-námskeið, þar sem við Hjalti sitjum prúðir og vel greiddir hvor með sína Biblíuna í hönd. :)


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 14/12/09 19:49 #

Þetta er mjög áhugavert. Virkilega flott framtak að hafa svona viðtöl við presta.


Thor Kummer - 24/12/09 11:21 #

Er möguleiki að fá að niðurhala hljóðskránni? Ég hlusta nefnilega frekar á leið í vinnuna eða á öðrum tímum þegar ég þarf að bíða, frekar en við tölvuna.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 29/12/09 05:00 #

Thor, hljóðskráin ætti að vera hérna


Halla Sverrisdóttir - 29/12/09 14:43 #

Já, mjög skemmtilegt viðtal og fróðlegt. Sem vantrúarkona er ég oftast áhugasöm um mismunandi guðfræðikenningar (einhverra hluta vegna virðist þetta tvennt hanga saman - vantrúin og áhuginn á að vita hverju ég er ekki að trúa) og sr. Sigríður er greinilega vel heima í því sem hún ræðir um, að því marki sem ég get lagt mat á það. Og auk þess með skemmtilega afslappað viðhorf til hinnar helgu bókar, það mættu ýmsir kollegar hennar taka sér til fyrirmyndar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.