Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hefur kaþólska kirkjan góð áhrif á heiminn?

Trúvillingaframherjarnir Christopher Hitchens, rithöfundur og blaðamaður, og Stephen Fry, skemmtikraftur, þáttastjórnandi og rithöfundur, lenda í æsispennandi en siðmenntaðri rimmu við tvo trúvarnarliða frá kaþólsku kirkjunni. Annars vegar erkibiskup Abuja í Nígeríu,John Onaiyekan og hinsvegar Ann Widdencombe, íhaldssinnaður þingmaður breska þingsins. En þessir fjórir einstaklingar reyna að ræða í þaula um eitt ákveðið málefni - eða öllu heldur tillögu - sem hægt er að draga saman í eina setningu : Hefur kaþólska kirkjan góð áhrif á heiminn? Eða einsog segir á frummálinu:

Is the Catholic church a force for good in the world?

Þetta er málfundarþáttur sem heitir The Intelligence Squared Debate. Þetta eru opnar umræður sem haldið hefur verið reglulega síðan 2002. Þessi tiltekni þáttur var tekin upp af BBC fyrir framan rúmlega 2000 manns í Methodist Central Hall Westminster þann 19. október og frumsýnt dagana 7. og 8. nóvember á þessu ári og er í fimm hlutum, og hver hluti rúmlega tíu mínútur á lengd. Hægt er að horfa á alla hlutana hér fyrir neðan.

I af V

II af V

III af V

IV af V

V af V

Ritstjórn 12.11.2009
Flokkað undir: ( Myndbönd , Vísun )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 12/11/09 10:57 #

Mér finnst alltaf dálítið merkilegt þegar fulltrúar stofnunar eins og Kaþólsku kirkjunnar, sem gæti eflaust útrýmt fátækt í heiminum með því að selja allar eignir sínar, stæra sig af því að kirkjan geri eitthvað gott - eins og það vegi upp á móti öllum hörmungunum og hatrinu sem hún ber ábyrgð á.

Verstu harðstjórar heimsins hafa eflaust verið góðir við hundinn sinn.


Óskar P. Einarsson - 12/11/09 11:13 #

Verstu harðstjórar heimsins hafa eflaust verið góðir við hundinn sinn.

Hvað sagði ekki Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street:

"That's the thing you gotta remember about WASPs - they love animals, they can't stand people."


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 12/11/09 12:47 #

Líka ágætt að hafa í huga að öll góðverkin sem þeir stæra sig af - og við skulum ekki gera lítið úr því að oft gera þeir vel - mætti framkvæma fullkomlega án þess að blanda guði og kirkjunni með tilheyrandi yfirbyggingu í málið.

Ég myndi virða þá miklu frekar ef þeir gerðu þetta til hliðar við kirkjuna og án þess að vera stöðugt að auglýsa...


Sveinn Þórhallsson - 12/11/09 13:57 #

Er ekki kominn tími á svona opnar rökræður um trú og trúleysi hér á landi?


Óttar Birgis - 12/11/09 17:39 #

Ég styð hugmynd Sveins.


Valtýr Kári Finnsson - 13/11/09 03:31 #

"... Well we [the catholic church] could not have known any better because nobody else did. Well then what are you for?" - Stephen Fry.

Hann á marga góða punkta þarna!


Jón Steinar - 13/11/09 22:29 #

Sveinn kemur ekki með vitlausa hugmynd. Kannski mtti t.d. gera það í tilefni Jólanna og ræða um tilvist Nasaret á tímum Krists, hvort Betlehem í Júdeu var til eða hvort átt er við Betlehem í Galíleu, sem var til. María hossaðist kasólétt á asna leið, sem samsvarar reið frá miðbæ Reykjavíkur í Vík í Mýrdal. Allt út af spádómsorði í Míka, sem er misskilið.Og hvað með Kapernaum? Var það heimabærinn og var hann til? Hvað með Jólasöguna og hvernig tengist hún beint ritningargreinum í GT, sem menn vilja meina að séu spádómar, en eru í raun uppskrift að guðspjöllunum leynt og ljóst. Vitringarnir þrír, stjarnan, fjárhirðarnir. Allt sótt í GT. Hversvegna virðast höfundar guðspjallanna svona ófróðir um landslag og landamerki, bæi, borgir og staðhætti í Palestínu? Höfðu þeir aldrei komið á staðinn. Ég held að þð mætti alveg endurtaka þá umræðu opinberlega í tilefninu.


Gunnar - 14/11/09 02:27 #

Nú þyrfti að endurvekja borgarafundi s.l. vetrar. Þeir voru frábær vettvangur af því tagi, sem þessi myndskeið sýna.


Kristófer Baldur - 17/11/09 12:45 #

gaman að þessu.


FellowRanger - 19/11/09 21:11 #

Mér þykir þetta vera stórslemmtilegt val á mótherjum, Stephen Fry og Christopher Hitchens, þ.e.a.s. Báðir algjörir brillerar hvor um sig á sínu sviði.


FellowRanger - 21/11/09 05:24 #

Þó ég hafi átt síðasta orðið að sinni kemst ég ekki hjá því að kommenta aftur. Það sem ég skrifaði áður var áður en ég hafði horft á alla rökræðuna og var algerlega einungis til að sýna aðdáun mína á umræddum aðilum (Fry og Hitchens), en þetta komment er til að lýsa undrun minni.

Stephen Fry, sem ég hef alltaf séð í öllu því sem ég hef séð hann gera, (hvort sem er komedía eða alls kyns gagnrýni) kom mér gríðarlega á óvart. Hann hefur þá alltaf virst mér vera sem hlédrægur og virðingamikill maður, sleppti öllu skopskyni og berskjaldaði sig fyrir framan alþjóð. Hann gersamlega lýsti bert sínum skoðunum á þessu költi, sem hefur í aldaraðir hamrað á hans líkum sem viðurstyggilegum úrhrökum; kom sinni persónulegu og réttlætanlegu skoðun á framfæri með svo miklum krafti að mótherjinn gat lítið annað gert en hreinlega að samsinnast honum.

Lokaniðurstaðan lætur líka sitt í ljós hvað varðar skoðun áhorfenda á því sem fór fram. Þetta er án efa ein besta rökræða sem ég hef séð.


ArnarÞ - 19/12/09 01:01 #

Satt er það fellow ranger. Hann gæti ábyggilega sannfært gyðing um að Hitler hafi verið frelasri þeirra. Sá þetta fyrir nokkrum vikum og verð að segja að ég ætla að skoða þetta aftur. Annars var kirkjunni eignlega bara nauðgað af Fry. Annars fór það rosalega í taugarnar á mér þegar konan sagði. "Altaf eru þið að koma með rökin að við sögðum fólki í afríku að nota ekki smokka og það að vatíkanið verndaði barnaníðinga". Ég hélt ég mundi springa úr pirringi yfir heimsu þessarar athugasemdar. Þetta er eins og að rökræða hvers vegna nasistar voru/eru slæmir... Og hvað með helförina?(þeir voru/eru slæmir)... andsvar: Altaf verðið þið að benda á helförina... Hversu fáránlegt er þetta?


ArnarÞ - 19/12/09 01:07 #

Linkur bilaður notist við

http://www.intelligencesquared.com/iq2-video/2009/catholic-church

Lengri útgáfa ofaná allt(að ég held)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.