Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fyrrverandi forstöðukona Frelsisins á flótta

Linda Björk MagnúsdóttirInnflytjendalöggjöfin í Bandaríkjunum er með strangara móti og nú berast af því fréttir að íslensk kona hafi komist í kast við lögin þar í landi þegar hún reyndi að smygla sér inn í landið án tilskilinna leyfa. Konan var handtekin en stakk af þegar hún átti að koma fyrir rétt. Samkvæmt nýjustu fréttum er hún nú aftur í haldi lögreglunnar.

Fréttirnar vöktu athygli okkar í Vantrú þar sem Linda Björk Magnúsdóttir hefur komið við sögu trúfélaga hér á landi því á sínum tíma voru hún forstöðukona trúfélagsins Frelsið.

Frelsið, Kristileg miðstöð

Frelsið var aldrei skráð trúfélag og taldi um 100-150 meðlimi þegar mest var. Forstöðumaður þess var Hilmar Kristinsson og eiginkona hans, umrædd Linda Björk, var forstöðukona.

Sagt er að þau hjónin hafi misnotað aðstöðu sína og dregið sér fé, að húsið sem þau byggðu hafi verið á nafni safnaðarins og byggt fyrir hans fé og söfnuðurinn hafi einnig greitt fyrir og átt bílinn sem þau hjónin höfðu til umráða.

Hjónin voru víst ansi stjórnsöm og tókst að stjórna lífi hluta safnaðarmeðlima á alla vegu, fengu þá til að þrífa fyrir sig og vinna heilmikið fyrir söfnuðinn - ágóðinn af vinnunni rann allur til Frelsisins.

Frelsið stundaði miðnæturtrúboð frá Grófinni á föstudagskvöldum. Það var mikið af ungu og fjörugu fólki í trúfélaginu. Útvarpskonan Sigga Lund sem er einn stjórnenda þáttarins Zuuber á fm957 var meðlimur í þessum söfnuði og sagði frá reynslu sinni í fróðlegu viðtali í Vikunni fyrir nokkru.

Frelsið stóð einnig fyrir starfssemi sem hét Sókn gegn sjálfsvígum og rak neyðarlínu fyrir fólk í sjálfvígshugleiðingum. Því hefur verið haldið fram að hluti þess fjár sem safnað var fyrir þá neyðarlínu hafi farið beint til trúfélagsins.

En trúarleiðtogar eiga stundum erfitt með að halda sig á mottunni og Linda Björk er ekki undantekning. Hún hélt framhjá manni sínum með miklu yngri manni og þegar það fréttist gengu allir meðlimirnir fljótlega úr söfnuðinum, enduðu flest að lokum í Veginum, Fíladelfíu, Krossinum, Mósaík, Kærleikanum og víðar.

Vonandi endar þetta ekki illa hjá Lindu Björk. Það var sennilega ekki mjög skynsamlegt hjá henni að stinga af en Gvuð sér um sína.

Ritstjórn 05.11.2009
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Doctore - 05/11/09 12:20 #

hahaha

Hey meira af kristnu siðgæði http://doctore0.wordpress.com/2009/11/05/carrie-prejean-lawsuit-settled-due-to-her-leaked-sex-tape/

Kristnir eru svo miklir hræsnarar


Þráinn - 05/11/09 12:55 #

Kristnir eru svo miklir hræsnarar???

Ef einhverjir eru þá eru það vantrúa menn

Van-Trú??? Hvað er málið


Gunnar Th. Gunnarsson - 05/11/09 13:03 #

"Kristnir eru svo miklir hræsnarar" Ef einhver karlmaður nauðgar konu: "Karlar eru svo miklir nauðgarar" ???


Jón Grétar - 05/11/09 13:11 #

Sterk viðbrögð við "hræsnarar" comentinu hér.

Hræsnin kemur frá þeirru síendurteknu tuggu að Kristnir hafi siðferðiskennd æðri öðru fólki. En síðan er raunin að því innlimaðara sem fólkið er við kristnina að því stærri eru "syndir" þeirra. Þetta er eitthvað sem við sjáum aftur og aftur og verður stærra því hærra upp sem við förum. Alla leið til Vatíkansins sem er síðasta og sterkasta vörn barnanauðgara.

Veistu.. Hræsni er of veikt orð yfir þetta.


Þráinn - 05/11/09 13:12 #

Ef einhver kenni sig við trú en segist samt vera trúlaus þá er sá sami hræsnari

Van-trúar menn eru því hræsnarar


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 13:13 #

Ef einhverjir eru þá eru það vantrúa menn

Það var DoctorE en ekki Vantrú sem nefndi hræsni í þessu samhengi. Ekkert slíkt er að finna í þessari grein. Hér var einungis verið að rifja upp trúfélagið Frelsið að gefnu tilefni.

Ef einhver kenni sig við trú en segist samt vera trúlaus þá er sá sami hræsnari

Þetta er glórulaust.


þráinn - 05/11/09 13:21 #

Vantrú er glórulaus. Ekki hægt að kenna sig við trú en vera sama skapi að boða trú-leysi

Réttari heitir á Vantrú væri Vonleysi


Jón Grétar - 05/11/09 13:22 #

"Ef einhver kenni sig við trú en segist samt vera trúlaus þá er sá sami hræsnari" - Þráinn

Um... Þú skilur formerkinguna 'van' er það ekki?


Þráinn - 05/11/09 13:28 #

Efast um að Vantrúar menn skilji sína eigin formerkingu


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 13:33 #

Þráinn, þú hefur komið þessu á framfæri. Ef þú hefur eitthvað efnislega við þessa grein að athuga væri fróðlegt að sjá það. Fleiri athugasemdir í þessum dúr verða fjarlægðar.


Þráinn - 05/11/09 13:40 #

Tíbíst viðbrögð Vantrúar fólks

Röfla um sannleikann en vilja ekki vita samt hver hann er

Já já Matti ekkert mál

En þetta er sorglegur farsi hér á þessum vef. Sumt má segja annað ekki ef það kemur illa við þetta Vantrúar dæmi

En samband um þessa frétt...Þá er þetta dæmi um Íslending sem heldur heimurinn snúst um hann en ekki öfugt


Jón Grétar - 05/11/09 13:49 #

Og hvaða sannleik náður þú að koma með Þráinn minn? Röflaðir bara eitthvað rugl í sambandi við heiti síðunnar. Og ég vil benda þér á að commentin þín eru hér inni ennþá. Jafn óskiljanleg og þau voru. Þetta var bara ekki að komast í neitt vit hjá þér þannig að það var óþarfi að leyfa þér að halda áfram.

Að vera van-trúaður er að hafa skort á trú. Þetta er vel gamalt íslenskt orð notað í bæði þessu samhengi sem og öðrum. Sama eins og enska orðið (dis-believer). Þýðingin er ekki "að trúa á Van" eins og þú virðist halda.


hraesnari - 05/11/09 13:58 #

Það er líka tóm hræsni að fótalausir kenni sig við fætur þó fæturna hafi þeir enga. Svo ekki sé talað um all þessa ósérhlífnu hræsnara sem kenna sig við sérhlífnina sem þá skortir. Það er allt vaðandi í hræsninni í þessum heimi, Þráinn.


Þráinn - 05/11/09 13:58 #

Jón Grétar

Þar sem ég hef ekki leyfi til svara þá vonlaust svara þér Jón Grétar minn

En Vantrú ætti að vera Vonleysi


Jóel - 05/11/09 13:58 #

Þessi grein er virkilega ósmekkleg í alla staði og hefur ekkert gildi. Nema að níða manneskju sem er greinilega í vanda stödd. "sagt er að hjón." "Því hefur verið haldið fram"

Sorgleg grein byggð á kjaftasögum.

Kærleikur kemur ekki trú eða trúleysi við á nokkurn hátt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 14:04 #

Jóel, heimildarmaður Vantrúar er fyrrum félagi í Frelsinu.


þráinn - 05/11/09 14:09 #

Ég verð samt við að bæta þó að þetta verði tekið af af Matta en Vantrúar fólkið hefur þá leiðinlega hegðun að það að gera sér upp skoðanir. Oft sé ég á þessum vef að hugur Vantrúar fólks fylgir þar ekki máli. Það er hræsni af vestu gerð. Vantrúar fólk heldur þess vegna að þeir séu einhverra hluta vegna taldir betri manneskjur og virðingarverðari en þeir sem vilja trú


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 14:09 #

Þráinn, það eina sem við förum fram á er að þú endurtakir ekki sama ruglið aftur og aftur. Ef þig langar að drulla yfir Vantrú bendi ég á spjallborðið. "Van" er ósköp algengt forskeyti, þeir sem eru vannærðir skortir næringu, þeir sem eru vantrúar skortir trú.


Kristinn Theódórsson - 05/11/09 14:11 #

Þráinn. Ég er að fjalla um þig og varpa til þín spurningum hér:

http://kt.blog.is/blog/kt/entry/975387/


Þráinn - 05/11/09 14:14 #

Ég er hættur að tjá mig....Bara leiðinlegt ef fólk getur ekki virt aðra

En eru ekki allir kátir samt????


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 14:16 #

Bara leiðinlegt ef fólk getur ekki virt aðra

Nú sprakk kaldhæðnismælirinn minn :-)


þráinn - 05/11/09 14:16 #

En ég er ekki drulla yfir Vantrú Matti...Bara að benda á það sem er rétt

En skal skrá mig á spjallið

Hef aldrei tjáð mig á þessa síðu áður


Nafnlaus - 05/11/09 14:18 #

Húsið sem þau bjuggu í var m.a. keypt fyrir 15 milljón króna styrk frá Reykjavíkurborg sem átti að renna til Sóknar gegn sjálfsvígum. Þetta er ekki kjaftasaga, heldur hlutur sem ég veit sjálfur um. Jóel, ef þú villt kynna þér allt um Frelsið getur þú lesið viðtalið við Siggu Lund í Vikunni.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 14:21 #

Ég hlakka til að ræða þetta við þig á spjallborðinu, Þráinn, endilega stofnaðu þráð og reyndu að koma skoðunum þínum skilmerkilega á framfæri þar. Þá er ekkert sjálfsagðara en að ræða málin. Þetta er einfaldlega ekki staðurinn fyrir umræðu sem tengist ekki þessari tilteknu grein.


G2 - 05/11/09 14:23 #

Hef aldrei tjáð mig á þessa[ri] síðu áður

Það er ekki hægt að segja að við höfum saknað þín.


þráinn - 05/11/09 14:30 #

Kristinn Theódórsson ég er nú ekki einhver glaðbeittur trúvarnarmaður bara benda á sannleikann

Sjálfur er ég ekki einu sinni kristinn og hef ekki áhuga á því

Að dæma og hafa ekki efni á því er ekki góður siður Kristinn Theódórsson en það er gert daglega á þessum vef

Og segja að ég sé leiðinlegur þegar verð er að skíta yfir fólk á þessum vef á alla dag þá skal ég með glöðu geði taka þá nafnbót að mér :)

Já Vantrú ætti að heita Vonleysi enda verður Vantrúar fólkið að hafa smá von í brjósti um að sannleikurinn kom í ljós ein daginn :)


Sigurjón - 05/11/09 14:37 #

Hvaða sannleik ertu eiginlega að tala um, Þráinn?

Og af hverju ætti Vantrú að heita Vonleysi? Væri ekki annars hræsni að þínu mati að kenna sig við von ef maður hefur enga?


Jón Steinar - 05/11/09 14:43 #

Heyrðu Þráinn? Ef þú ert ekki kristinn, hvað ertu þá? Þú ert varla vonlaus er það?


þráinn - 05/11/09 14:47 #

Uss.... ég vita vonlaus hehehehe :D

Er búinn að reyna að skár mig inn á síðuna en gengur ekkert....Humm


Kári - 05/11/09 14:49 #

Það er gott að þið hafið heimildarmann úr innsta hring en ég hefði viljað sjá það koma fram í greininni. Ég fékk smá aulahroll þegar ég las þessa grein og fannst hún frekar eiga heima í DV eða Séð&Heyrt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 14:49 #

Reynum nú að ræða efni greinarinnar. Af nógu er að taka ef fólk hefur áhuga.

Ég þakka nafnlausum sem kommentar hér fyrir ofan og ítreka að Vantrú hefur góðar heimildir í þessu máli.


Jón Grétar - 05/11/09 14:56 #

Setur það ekki svo helvíti fínan púnkt í lokin að síða Frelsisins(frelsi.com) vísar núna í þekkt bandarískt príramídascheme rekið af manni sem hefur stolið svo miklum peningum að hann hefur þurft að skipta um nafn allavega þrisvar.


Sigga - 05/11/09 15:14 #

Ég skil ekki þessa gífurlegu þörf hjá fólki að gera samansem merki milli einstaklinga sem trúa á Guð og svo það hvort Guð sé sannur eða ekki.

Mér finnst FÁRÁNLEGT að í hvert skipti sem einhver veikur einstaklingur kemur í fjölmiðla undir nafni Kristinnar trúar eða einstaklingur sem er trúaður gerir jafn fáránlegan hlut og Linda þá hrópa vantrúaður húrra eins og þið þurfið að sanna að þetta fólk sé ekki æðra ykkur. Af hverju stofniði ekki frekar samtök á móti kristnu fólki staðin fyrir samtök sem eru á móti kristninni sjálfri því það virðist sem skoðanamismunur ykkar í gegnum tíðina einblíni rosalega á hvað kristnir einstaklingar segja en ekki hvað Kristnin boðar yfir höfuð.

Það eru veikir einstaklingar út um allt og það á líka við um í kristninni og það er nú bara því miður oft þannig að þessir einstaklingar fá mestu athyglina.... en endilega haldið áfram að sanna hvað Kristintrú er mikill skítur með að grafa upp einhverja veika einstaklinga sem segjast vera kristin trúar svo þið getið nú drullað yfir trúnna alla í heild og hvað hún stendur fyrir.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 15:17 #

Sigga, ég held þú sért að lesa eitthvað úr þessari grein sem ekki er í henni. Hvar er því fagnað að Linda Björk hafi gert eitthvað fáránlegt? Svarið er einfalt, það er alls ekki gert. Auk þess er ekkert fjallað um meinta tilvist Gvuðs í þessari færslu.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 15:37 #

Trú er að trúa að það sem er ósatt sé satt.

Trúarbrögð eru hagsmunasamtök þeirra sem trúa því að ósatt sé satt eða þykjast trúa því til að njóta hagsmunanna.

Öll trúarbrögð hafa viðurværi sitt af því að svíkja, ljúga, pretta og stela af því fólki sem er nógu auðtrua til að falla fyrir boðskap þeirra.

Stundum eru aðstandendur trúfélaga gripnir glóðvolgir við þessa ljótu iðju eins og td Linda Björk, í öðrum tilfellum eru hinir blekktu enn í afneitun gagnvart svikunum. Rétt eins og það tók fólk tíma að viðurkenna að bankahlutabréfin þeirra voru svikin vara.


Jó - 05/11/09 16:00 #

Þetta er hárrétt hjá þér Sigga,

Þessi grein virðist hafa þann tilgang einan að sýna fram á

Klikkhaus = Guðsmaður o.þ.a.l Guðsmaður = klikkhaus.

Frekar lame grein, fíla samt vantrú ;)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 16:10 #

Ég get fullvísað ykkur um að það var ekki tilgangur greinarinnar og ég á erfitt með að lesa það úr henni.

Annars segir Vísir einnig frá þessu.


þráinn - 05/11/09 16:30 #

Arnar

Það sem ég á við er að ég er tilbúinn að verja þá sem geta ekki varið sig þó að ég sé ekki sammála þeim sem ég ver

Því að ég trúi því að allir eiga hafa þá skoðun og lífsýn sem þeir vilja jafnvel Vantrúar fólk

En hræsnara eiga ekki dæma því að þeir hafa ekki efni á því

Þess vegna er ég tilbúinn að taka það nafn að heita leiðinlegur ef það gefur frelsi fyrir :)


Kristinn - 05/11/09 16:49 #

Þráinn

En ef tilgangur greinarinnar er það eitt að halda því til haga að þessi samtök hafi ekki staðið undir því að vera einhver kristileg siðgæðisfyrirmynd og að slíkar stofnanir eigi því ekki sjálfgefið að njóta þess trausts og síðan er fjallað lauslega um konuna í leiðinni án þess að beinlínis sé verið að hlakka yfir neinu.

Yfir hverju öðru en innleggi DoctorE ert þú þá að fárast?


Þráinn - 05/11/09 16:58 #

[Þetta þroll stoppar hér - Þórður]


Kjartan Thordarson - 05/11/09 16:59 #

Ég vill sjá Ísland trúarlaust land í síðasta lagi 2015, það ætti að senda allt þetta lið til Vestmannaeyja í AF trúun, eins og Gunnar í Krossinum ætlaði að senda menn þangað í Af-hommun.

Mér finnst ótrúleg heimska að fólk á 21 öldinni trúir á mann upp í skýjunum sem dæmir þig !

Svo eru barna- og unglingaþuklarar prestar! Comon people, þetta er allt lygar

En annars mig langar svo að vita nákvæmlega hvað þessi kona gerði?? Svo Þráinn þetta er ekki flókið, hættu þessu bulli.


JelloSaurus - 05/11/09 17:03 #

@Sigga , Greinin er nú eiginlega bara samantekt á hvernig aðrir fjölmiðlar eru að segja frá málinu. Svo er bætt við STAÐREYNDUM. Þó svo ég lesi ekki út úr greininni að Vantrú sé að hrópa húrra yfir afglöpum sorglegrar persónu þá er ekki þar með sagt að nánast allir sem hafa komið að sértrúar söfnuðum og ríkis (Kyrkjunni) lifa ekki eftir þeim gildum sem þeir predika og oftar en ekki eru söfnuðirnir svikamyllur, það er best að ég hætti hér því að reyna að rökræða við veikt fólk er ekki gerlegt

Ramen


Kristinn Theódórsson - 05/11/09 17:05 #

[Haldið þessu áfram hér- Þórður]


Nafnlaus - 05/11/09 17:21 #

Þessi úttekt ykkar er um margt áhugaverð þó hún sé ekki djúp. Saga Frelsisins er áminning til þeirra sem telja sig trúaða á Íslandi að vera gagnrýnin á sjálf sig.

Þau hjón í Frelsinu héldu úti upplýsingum um fólk sem væru óæskilegir félagar safnaðarmeðlima. Þau misnotuðu opinbera sjóði, skildu fjölda fólks eftir í rúst andlega og fjárhagslega. En við í kristna geiranum litum framhjá þessu öllu, og buðum þeim að taka þátt í sameiginlegum verkefnum. Þar brutu þau allt samkomulag, en við í heimsku og einfeldni fyrirgáfum þeim vegna þess að við vorum "góð".

Það var ekki fyrr en kynlíf kom inn í myndina og safnaðarmeðlimur var misnotaður að spurningar vöknuðu.

Saga Frelsisins er mörgum til minnkunar og fátt sem við í kristna heiminum á Íslandi höfum gert til að draga úr líkum á að þetta gerist á ný.

Mér mislíkar sumt sem ég les á Vantrú, en sögu Frelsisins er mikilvægt að halda til haga, sem áminningu fyrir okkur sem segjumst kristin, að í skjóli okkar gerast hlutir sem eru ljótir og illir.

Ég vona að mér sé fyrirgefið nafnleysið og það sé virt við mig að koma ekki fram undir nafni í þessari umræðu.


Magnús - 05/11/09 18:00 #

Orð… geta verið galdur einnig gjálfur skvaldur… Ef vel er valið og vandað talið mál… í minni fest munni reynist best Gleði… brosin glæða ég gjarna vil það ræða Holt er því að hylja harm sinn… góðum vilja.


Valtýr Kári Finnsson - 05/11/09 18:47 #

Hvað þýðir "þroll" eiginlega?


Árni Þór - 05/11/09 20:09 #

Þroll (e.Troll).

Take it away wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Troll_%28Internet%29


Trausti Freyr - 05/11/09 21:18 #

Kristið fólk segir gjarnan að það hafi æðra siðferði en ókristið fólk (meirihluti mannkyns) sjá: http://www.vantru.is/2008/05/22/16.00/

Þessar yfirlýsingar gera það að verkum að það ER frétt þegar þetta fólk fremur glæpi eða hegðar sér ósiðferðislega. Það sýnir hræsni.

Ég tel samt að við trúleysingjar verðum að passa okkur þegar við skemmtum okkur yfir þessu því að sá tími mun koma (og hefur mögulega komið) að yfirlýstur trúleysingi fremur ógeðslegan glæp. Það er eðlilegt að flestir glæpamenn séu kristnir þar sem meirihluti samfélags okkar er kristið. Eftir því sem hlutfall trúleysingja stækkar munu líkurnar á því að trúleysingi fremji hræðilegan glæp stækka.

Það breytir hins vegar engu vegna þess að það eru ekki við sem teljum okkur siðferðislega yfir aðra hafna. Það gera margir kristnir hins vegar.

Sem gerir það réttlætanlegt að benda á það.


Trúleysingi - 05/11/09 23:07 #

Það breytir hins vegar engu vegna þess að það eru ekki við sem teljum okkur siðferðislega yfir aðra hafna. Það gera margir kristnir hins vegar.

Semsagt eru trúleysingjar siðferðislega hafnir yfir kristna vegna þess að trúleysingjar telja sig ekki vera siðferðislega hafnir yfir aðra.


Trausti Freyr - 05/11/09 23:26 #

Nei. Einmitt ekki.


Atli - 06/11/09 02:43 #

Ég skil ekki allt þetta fjaðrafok yfir þessari grein. Mér finnst fólk vera að lesa eitthvað bölvað þvaður úr þessu. Þetta er stórmerkileg frétt, það sem ég les úr þessu er að kreppan hefur náð nýjum hæðum og að nú eiga íslendingar fyrsta "blaut-bakinn" á flótta í heilagasta landinu usa.

Uss nú fyrst verður á brattann að sækja hjá mexíkönunum.

En ég óska henni nú bara góðs gengis að selja appelsínur við hraðbrautir í Californiunni. Guð gefur henni eflaust einhverjar dollara hann passar víst upp á liði sitt.

Ég sé ykkur öll hin svo bara í rútunni til helvítis, ég verð gæjinn sem syng kúm-bæ-ja alla leiðina niður.


Valdimar Vilhjálmsson - 06/11/09 03:18 #

Kristur sjálfur varaði við fólki eins og þessari manneskju þegar hann sagði að margir ættu eftir að koma fram í hans nafni. Það er ekki óalgengt að einhverjir stofni "költ" eins og Frelsið var og laði þannig til sín áhrifagjarna einstaklinga og hafi þá að féþúfu. Þetta fólk er ekki kristið frekar en "hann í neðra", en því siðblindara og ósvífnara. Þannig að ef vantrúarmenn ætla að láta vafasamar gerðir manneskju sem í fortíðinni kom fram í nafni Kristni og í dag er í slæmum málum í USA; sem vopn í "hugsjónabaráttu" sinni eru þeir að skjóta langt yfir markið. Hvað ef viðkomandi væri þekktur yfirlýstur trúleysingi, kæmi samskonar umfjöllun á þessum síðum?


Davíð - 06/11/09 06:39 #

nafnlaus ég man samt ekki betur en Frelsið hafi með tímanum einangrast frá öðru kristilegu starfi.

En ég er sammála því þetta er þörf áminning. Ég þekki einmitt til frelaðs fólks sem var í frelsinu en hefur ákveðið að standa utan trúfélaga eftir reynslu sína þar.

Fólk sem trúir á Jesú en bara treystir ekki kirkjum eftir þetta.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 06/11/09 12:01 #

Hvað ef viðkomandi væri þekktur yfirlýstur trúleysingi, kæmi samskonar umfjöllun á þessum síðum?

Hvað ef?! Hver veit? Það fer væntanlega eftir ýmsu, einsog hver þessi trúleysingji er, hvað hann gerði og svo framvegis. En hvað kemur það málinu við? Óttalega er þetta leiðinlegur fyrirsláttur.

Þessi manneskja er siðlaus skíthæll og framdi ódæðisverk og annan óþverra með því að herja á trúgjarnt, ungt fólk, hafði fé af opinberum sjóðum og styrktarlínum, sögusagnir af kynferðislegri misnotkun átti sér stað í þessu költi - allt í nafni Jesús Krists, Biblíu og gvuðs. Hljómar þetta ekki eitthvað kunnuglegt?

Ertu með einhver sambærileg og nýleg dæmi um trúleysingja sem hefur gert slíkt hið sama?


Hetjan - 06/11/09 17:20 #

Nú er gaman!

Vantrú kætist yfir óförum fólks (*) og lesendur b2.is spotta það, enda er Vantrú ekkert nema "áróður í hina áttina". Samt dettur þeim í huga að þykjast vera alveg saklausir af því að níðast á minni máttar. Er það ekki "líka" hræsni?

  • Vantrú hefur hér birt grein um konu sem er greinilega ekki með réttu ráði. Ef Vantrú væri almennt með málflutning sem byggðist á sanngirni og hlutleysi þá myndu þeir líka birta greinar sem væru með trú (pro et contra) en þær greinar er hvergi að finna á vef Vantrúar. Ástæðan er einföld: Vantrú.is er samansafn af vel rökstuddu skítkasti í garð trúar.

Skítkast engu að síður.

PS: Þess ber að geta að Hetjan fyrirlítur alla jafnt ;-)


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 06/11/09 23:35 #

Ef Vantrú væri almennt með málflutning sem byggðist á sanngirni og hlutleysi þá myndu þeir líka birta greinar sem væru með trú (pro et contra) en þær greinar er hvergi að finna á vef Vantrúar.

Þú hlýtur að vera að grínast? Vantrú hefur aldrei gefið sig út fyrir að vera hlutlaust félag. Við erum á móti trú. Það er ekki það sama og að vera ósanngjarn, athugaðu það.

Myndirðu gagnrýna AMX fyrir að birta ekki greinar eftir kommúnista? Auðvitað ekki.

Vantrú er félag trúleysingja. Að krefjast þess að við birtum greinar með trú hér á vefritinu er í bezta falli absúrd.


GH - 06/11/09 23:51 #

Já, þetta var víst ótrúlegur söfnuður þar sem fólk var blekkt, heilaþvegið og einangrað frá vinum og fjölskyldu. Þekki einn sem var þarna og byrjaði fyrst að efast þegar Moggaauglýsingarnar um samkomur voru ekki borgaðar, heldur keyptur jeppi fyrir forstöðumennina, peningar sviknir út úr fólki sem vildi styðja Sókn gegn sjálfsvígum osfrv. Það kom til handalögmála þegar hann sagðist ætla að hætta í söfnuðinum. En að treysta svona költsöfnuðum (af því að kristið fólk hlýtur að vera svo gott) fyrir "góðgerðarmálum og láta þá fá háa styrki eða þá fyrir meðferðar"stofnunum" þar sem biblían og heilaþvottur kemur í stað alvörufagfólks. Krossinn byggði t.d. meðferðarstöð sína á félagslegum lánum á sínum tíma, 2,4% vöxtum sem aðeins fátækt fólk fékk þegar það tók húsnæðislán. Bara hneyksli. Það er EKKI sama hvaðan "gott" kemur!


þráinn - 07/11/09 19:21 #

Langar að svara jonfr sem er á þessum link http://www.vantru.is/spjall/viewtopic.php?t=10719&start=120

jonfr þú segir að Guð sé ekki til...Hverni veistu það? Getur þú fært rök fyrir því?

En það er pottþétt að þú trúir ekki á Guð og þú augljóslega notar notar þína trúleysu til þess að verja þína brenglaða heiminn sýn Enda er augljóst að þú ert hræddur að trú á Guð þá myndi þín heimmynd vera ónýt og allar þær öfgar sem þú finnur í þinni trúleysi

Þú tala um tröllhátt en ert bara með bull og rugl

Ekki tröllast jonfr _


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 07/11/09 23:08 #

það er ekki hægt að sanna tilvist guðs né ekki-tilvist hans.

Dæmisagan um tepottinn hans Russels skýrir þetta vel.

Þegar öllu er á botning hvolft er ekki hægt að "sanna" neitt sértaklega mikið. Þetta gengur út á bestun. Hvað er líklegast? Landrekskenningin er hefur t.d aldrei verið "sönnuð". Hún er hinsvegar studd af hafsjó dæma sem styðja kenninguna.

Sama má segja um þróunarkenninguna. Hún verður aldrei "sönnuð".


Halli - 07/11/09 23:13 #

Þráinn, notarðu líka nafnið Snorri Ólafsson?

Ég var að lesa nokkrar skemmtilegar ahts. við litla bloggfærslu áðan og í einni þeirra kom þetta orð þitt, 'tíbíst', fyrir, milli þess sem tönnlast var á orðinu 'hræsni'.

Ég held að þú sért hið fullkomna troll.


Halli - 07/11/09 23:14 #

Hér er Snorri: http://matthildurh.blog.is/blog/matthildurh/entry/976018/#comments


lalli - 10/11/09 05:35 #

Má ég skipta mér af þessum umræðum?


Ari - 10/11/09 15:45 #

Það má þó þakka þeim hjónum fyrir að hafa gert fleiri afhuga trúarbröðum. Aðrir eins rugludallar eru vanfundnir.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.