Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

SoS: Hvađ eru sóknargjöld?

Sóknargjöld eru ein af árlegum framlögum ríkisins til Ţjóđkirkjunnar og ţeirra trúfélaga sem hafa fengiđ opinbera skráningu. Gjaldiđ er reiknađ út frá trúfélagsskráningu einstaklinga 16 ára og eldri og er útdeilt af innheimtum tekjuskatti.

Á árinu 2010 mun árlegt sóknargjald vera 9.204 kr. fyrir hvern einstakling. Skráđ trúfélög, önnur en Ţjóđkirkjan, munu ţví frá 9.204 kr. fyrir hvern einstakling sem er skráđur í ţau.

Ţjóđkirjan fćr einnig 9.204 kr. fyrir hvern einstakling sem er skráđur í hana, en auk ţess greiđir ríkiđ í tvo sjóđi Ţjóđkirkjunnar: 18,5% af sóknargjaldi í Jöfnunarsjóđ sókna og 14,3% í kirkjumálasjóđ. Upphćđin sem Ţjóđkirkjan fćr fyrir hvern skráđan einstakling er ţví 32,8% hćrri en hjá öđrum trúfélögum eđa 12.223 kr. á ári hverju.

Áđur fyrr fóru sóknargjöld ţeirra sem voru hvorki í Ţjóđkirkjunni né skráđu trúfélagi (t.d. utan trúfélaga) til Háskóla Íslands en ţessu var nýlega breytt á ţann hátt ađ ríkiđ heldur einfaldlega sóknargjöldunum.

Međ ţví ađ skrá sig utan trúfélaga styrkir mađur ţví ekki lengur Háskóla Íslands, heldur sparar mađur útgjöld ríkisins. Ef ţúsund einstaklingar sem eru skráđir í Ţjóđkirkjunni skrá sig utan trúfélaga ţá sparar ríkiđ tólf milljónir króna árlega. Áriđ 2008 fengu önnur skráđ trúfélög en Ţjóđkirkjan greidd 253 milljónir króna, Háskóli Íslands fékk 251 milljón króna og Ţjóđkirkjan fékk 2.703 milljónir króna í sóknargjöld (ţar međ talin framlög í Jöfnunarsjóđ sókna og kirkjumálasjóđ).

Upplýsingar um breytingu á trúfélagaskráningu.
Lög um ráđstafanir í ríkisfjármálum
Lög um sóknargjöld
Fjársýsla ríkisins: Sóknar- og kirkjugarđsgjöld

Hjalti Rúnar Ómarsson 07.10.2009
Flokkađ undir: ( Spurt og svarađ )

Viđbrögđ


Jón Magnús (međlimur í Vantrú) - 07/10/09 11:27 #

Óréttlćtiđ er hrópar á mann - allir ţeir sem tilheyra ţeim söfnuđum sem ríkiđ samţykkir fá ađ njóta sóknargjaldana međ ţeirri ţjónustu sem viđkomandi söfnuđur býđur upp á. En ţeir sem eru trúlausir geta ekki fengiđ neina skráningu og notiđ ţessara gjalda á nokkrun hátt, peningarnir fara bara í almennan rekstur ríkisins.

Siđmennt hefur reynt ađ fá skráningu tvisvar og fengiđ nei í bćđi skiptin og helsta ástćđan fyrir neituninni var ađ ţeir trúđu ekki á ósýnilega anda (ţau uppfylltu öll hin skilyrđin nema ţetta) - sorglegt!


Einar Jón - 08/10/09 06:38 #

Hafiđ ţiđ reynt ađ skrá spagettískrýmsliđ sem trúfélag?


Brynjólfur Ţorvarđarson (međlimur í Vantrú) - 08/10/09 09:31 #

Góđ samantekt hjá ţér Hjalti.

Ţađ er spurning hvort ţađ sé rétt ađ kalla ţetta "sóknargjöld" lengur. Ţjóđkirkjan dreifir ađ vísu tekjum vegna sóknargjalda til hinna einstöku sókna eftir fjölda sóknarbarna (tel ég nokkuđ víst).

En hérna er ekki lengur um persónulegt gjald einstaklinga ađ rćđa. Ţađ greiđir enginn sóknargjöld lengur, menn greiđa tekjuskatt samkvćmt lögum frá Alţingi og ţar er engin tenging gerđ viđ gjaldtöku vegna Ţjóđkirkjunnar eđa annarra trúfélaga.

Innheimta sóknargjalda á sér ţví ekki lengur stađ. En útgreiđsla ţeirra er samkvćmt lögum um sóknargjöld, trúfélag fćr greitt fyrir hvern skráđan einstakling sem orđinn er 16 ára og skiptir ţá einu hvort viđkomandi borgi tekjuskatt eđa ekki.

Enda stćđist ţađ ekki ađ ríkiđ sé ađ innheimta félagsgjöld af einstökum ţegnum ađ ţeim forspurđum, hvađ ţá ađ sumir ţegnanna borgi félagsgjöld án ţess ađ vera félagar í neinu ţví félagi sem gćti tengst ţessum gjöldum! Mig grunar (ţó ég hafi ţađ ekki stađfest) ađ menn hafi einfaldlega slitiđ tenginguna ţarna á milli ţegar lög um sóknargjöld voru sett, hugmyndin ađ ríkiđ innheimti félagagjald til trúfélaga var grafin í kyrrţey.


Birgir Hrafn Sigurđsson - 08/10/09 10:46 #

Ég er til í ađ leggjast undir spagettýskrímsliđ. Hvađ ţurfa margir ađ trúa til ţess ađ ţađ nái í gegn ?


Bjarki - 08/10/09 13:48 #

Ţađ er ekki gerđ krafa um lágmarks fjölda međlima í nýjum trúfélögum. Ţau ţurfa hinsvegar ađ byggja á "átrúnađi eđa trú sem tengja má viđ ţau trúarbrögđ mannkyns sem eiga sér sögulegar eđa menningarlegar rćtur" eins og ţađ er orđađ í lögunum. Mér sýnist sem fresturinn til ađ búa til trúarbrögđ sem séu tekin alvarlega og ćtlast er til ađ njóti virđingar hafi runniđ út um aldamótin 1900. Vottar Jehova, mormónar og bahćjar bjuggu sér til sín trúarbrögđ á 19. öld og njóta viđurkenningar međ sínar ćgilega djúpu rćtur. Ţeir sem hafa reynt ađ búa til ný trúarbrögđ síđan ţá hafa hinsvegar almennt veriđ álitnir klikkhausar, sbr. vísindakirkjuna.


Hjalti Rúnar Ómarsson (međlimur í Vantrú) - 08/10/09 15:29 #

Ef ţiđ kíkiđ á eyđublađiđ(*.pdf), ţá er hćgt ađ skrá sig sem međlim í óskráđu trúfélagi.

Ég held ađ ţađ sé í raun alveg hćgt ađ skrá sig ţar í "Kirkju hins fljúgandi spagettískrýmslis". Held ađ ţađ séu einhverjir á Íslandi sem hafa skráđ sig svona sem međlimi í Jedi-söfnuđi.

Peningur ţeirra sem eru skráđir ţannig fara ekki í neitt trúfélag.


Hjalti Rúnar Ómarsson (međlimur í Vantrú) - 08/10/09 15:31 #

Mér sýnist sem fresturinn til ađ búa til trúarbrögđ sem séu tekin alvarlega og ćtlast er til ađ njóti virđingar hafi runniđ út um aldamótin 1900. Vottar Jehova, mormónar og bahćjar bjuggu sér til sín trúarbrögđ á 19. öld og njóta viđurkenningar međ sínar ćgilega djúpu rćtur. Ţeir sem hafa reynt ađ búa til ný trúarbrögđ síđan ţá hafa hinsvegar almennt veriđ álitnir klikkhausar, sbr. vísindakirkjuna.

Ţađ virđist vera ađeins styttri frestur, t.d. eru Heimsfriđarsamtök fjölskylnda (kannski betur ţekktir sem múnistar) frá ~1950. En ţađ má kannski líta á ţađ sem bara enn eitt kristiđ trúfélagiđ.


Bjarki - 08/10/09 18:16 #

Jamm. Ţađ er líka til eitthvađ sem kallast SGI á Íslandi sem byggir á Sōka Gakkai hreyfingunni. Ţađ er hinsvegar afbrigđi búddisma.

Hver veit, kannski ţóknast dómsmálaráđuneytinu ađ skrá trúfélag jedi-riddara áriđ 2077 ţegar 100 ár verđa liđin frá frumsýningu Star Wars.


AI - 09/10/09 02:35 #

Mig hefur lengi langađ til ađ stofna rómverskan söfnuđ á Íslandi. Sá söfnuđur uppfyllir öll skilyrđi laganna, fyrir utan auđvitađ ađ vera heimspekilega áhugaverđur og relevant viđ nútíma lífshćtti.

Hćgt vćri ađ nota níuţúsundkallinn í árlega messu á Grillinu -ţríréttađ auđvitađ.

Titillinn Pontifex Maximus kćmi líka vel út í símaskránni...

Er einhver geim?


Friđrik Tryggvason - 14/10/09 17:13 #

Ég get tekiđ ađ mér ađ vera Pontifex Maximus.

Hver verđur Vestal Virgin?


Benóný Ţór - 30/11/09 20:37 #

Mig langar ađ vita, forvitninar vegna, sú upphćđ sem minnst er á fyrir HÍ, er ţetta heildarupphćđinn sem háskólinn fékk fyrir áriđ 2009 samkvćmt fjárlögum eđa er ţetta bara ţađ sem ţeir fengju samkvćmt ţessum sóknargjöldum?


Hjalti Rúnar Ómarsson (međlimur í Vantrú) - 30/11/09 22:23 #

Mig langar ađ vita, forvitninar vegna, sú upphćđ sem minnst er á fyrir HÍ, er ţetta heildarupphćđinn sem háskólinn fékk fyrir áriđ 2009 samkvćmt fjárlögum eđa er ţetta bara ţađ sem ţeir fengju samkvćmt ţessum sóknargjöldum?

Ţetta eru bara sóknargjöldin. Ég fékk upplýsingarnar frá ţessu excel-skjali hjá Fjársýslu ríkisins. Og ţetta á ađ vera 2008 en ekki 2009 hjá mér. Leiđréttist hér međ!


Benóný Ţór - 30/11/09 23:13 #

Flott er, takk fyrir :)


Sigurđur Hólm Gunnarsson - 05/05/10 21:37 #

Veit einhver hér hvernig tölurnar líta út í dag?


Elías Halldór - 23/08/10 14:04 #

Pant vera Flamen Dialis.


Gabríel - 27/11/11 00:59 #

Ég er sextán ára unglingur og hef nýlega skráđ mig úr ţjóđkirjunni. Eftir ađ hafa lesiđ ađ peningurinn sem fór í Háskóla Íslands fer í sparnađ fyrir ríkiđ er ég frekar pirrađur. Ég held samt ađ ţađ vćri mjög einföld lausn á ţessu, ađ búa til trú(helst spagettýskrímsliđ) ţar sem allur peningur sem ţessi trú öđlast er gefin til góđgerđamála eđa einfaldlega til Háskóla Íslands. Ekki jafn einfalt og ţađ var en samt betra en ađ gera ekkert)

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.