Ég hef oft velt því fyir mér fylgninni milli þess hvar menn standa í pólitík og gælum þeirra við Jesú Krist nokkurn. Íhaldsmenn virðast upp til hópa dýrka þennan yfirnáttúrlega leiðtoga en vinstrimenn frekar hallast að því hann sé ekki til, eða í það minnast hafi hann aldrei verið guð.
Þetta hefur alla tíð virkað undarlega á mig, því ég kem ekki heimspeki þessa Krists almennilega saman við hugsjónir íhaldsmanna. Hvernig stendur á því að þeir líta ekki á hann sem komma, hæða hann og spotta?
Ef þú átt tvo kyrtla þá gefðu náunga þínum annan. Ekki safna auðæfum eða korni í hlöður, horfið á fugla himins og liljur vallarins. Auðveldara er fyrir úlfalda að komast gegnum nálarauga en ríkan mann að sleppa inn í himnaríkið. Svona má lengi telja.
Ef vinstri menn væru ekki flestir svona vantrúaðir væri miklu nær að þeir tækju þennan karakter upp á arma sína. En öðru nær eru það einmitt fjármunasafnararnir, hlunnfarendurnir, bissnisskallarnir, samkeppnisdýrkendurnir, peningagráðugu átvöglin og þvölu smjörkúkarnir, já og þjóðernisremburnar sem elska þennan Miðjarðarhafsdraug öðrum fremur.
Hvernig ætli standi á þessu?
Ég held ég sé búinn að fatta það. Nýlega birti nefnilega Teitur Atlason færslu á Eimreiðarbloggi sínu, þar sem hann fagnar því að búið er að breyta nafni Dóms- og kirkjumálaráðuneytis í ráðuneyti dóms- og mannréttindamála. Í athugasemdakerfið hjá honum birtust þessi skrif:
Beið eftir þessu frá ykkur.. Við hægrimenn snúum þessu til baka eftir næstu kosningar..
kommasvínin ykkar..
Svarið liggur semsagt í hugtakinu íhaldsmaður. Hugtakið segir allt sem segja þarf. Íhaldsmenn eru aldir upp við messur og orgelglamur á jólum og engu má breyta. Allt verður að vera eins og það var í æsku þeirra. Og svo er Jesús góður, það lærðu menn í sunnudagaskólanum.
Ég held að þarna sé grunnhyggnin ein sem stjórnar ferð. Íhaldsmenn hafa upp til hópa ekkert kynnt sér kenningar Krists á eigin forsendum, en kosið að trúa innrætingu prestastéttarinnar í þeim efnum. Þetta eru trúgjarnar og hrekklausar verur.
Já, ef trúlausu kommasvínin ætla að gera einhverjar breytingar á þjóðfélaginu skiptir engu hvort þær eru til batnaðar eður ei, því breytingar eru jú í sjálfu sér vondar. Íhaldsmenn munu ætíð gera sér far um að breyta til baka, því Siðurinn og Hefðin eru þeirra lærimeistarar.
Og Jesús er því ekki dýrkaður á forsendum kenninga sinna, eins og þær birtast okkur í ritum þeim sem um hann fjalla. Nei, Jesús og kirkjur eru órjúfanlegur partur af nostalgíu og jólastemningu íhaldsmannsins og enginn kommatittur skal fá að eyðileggja fyrir honum það sykurhúðaða haldreipi í þessari vondu veröld.
Og Jesús er því ekki dýrkaður á forsendum kenninga sinna, eins og þær birtast okkur í ritum þeim sem um hann fjalla
Nákvæmlega. Ég hef aldrei skilið þetta heldur. Ég hef stundum sagt að besta leiðin til að gerast trúleysingi sé einmitt að lesa biblíuna. Ég stend við það og hvet alla sem einn að lesa gripinn spjaldanna á milli.
Ég held þetta sé rétt, svo langt sem það nær, en um leið flóknara. Ef íhaldsmenn hugsuðu bara um að halda í einhverja barnatrú myndi það nú varla rista grunnt. Þetta snýst (held ég) fyrst og fremst um völd: íhaldsmenn vilja viðhalda "hefðbundnum" valdastrúktúr og stéttastrúktúr í samfélaginu, og kirkjan (en ekki beinlínis trúin sem slík) er stór hluti af því híerarkíi og hefur alltaf verið. Innræting trúar er gott valdatæki því hún hvetur fólk til að hugsa ekki sjálfstætt og gagnrýnið um umhverfi sitt og samfélag, heldur gangast sjálfviljugt á hönd yfirvaldinu á himnum.
Flýtti mér aðeins of mikið: "...myndi það rista grunnt" eða "...myndi það varla rista djúpt". þið megið velja:)
Ekki gleyma því að margir hægrimenn eru trúlausir, ég er t.d. einn slíkur og gladdist mjög þegar nafni umrædds ráðuneytis var breytt! En má ekki skjóta á ykkur kommana á móti og segja að meint trúleysi ykkar eigi sér fyrst og fremst pólitískar rætur, þ.e. viðleitni ykkar til að rífa niður "borgaraleg gildi" og "íhaldsamar hefðir"? Erum við trúlausir hægrimenn ekki sannari og heiðarlegri í okkar trúleysi, við þjónum alla vega ekki pólitískum hagsmunum þegar kemur að þessum hluta lífsskoðana okkar :)
Er hægt að segja að ein ástæða skoðunnar sé óheiðarlegri en önnur?
Kannski snýst þetta meira um íhald og róttækni, fremur en hægri og vinstri. Oft fer hægri og íhald saman og vinstri og róttækni, en ekki alltaf. Og fólk sem er íhaldssamt á einu sviði getur verið róttækt á öðrum.
En greinin hér að ofan leggur til að það sé íhaldssemin og vanafestan ein sem valdi því að menn geta staðið vörð um skoðanir sem ættu að öllu óbreyttu ekki að vera þeim að skapi. Skoðanir Krists, eins og þær birtast í Biblíunni, eru ágætt dæmi.
Sæll Birgir. Ágætis grein og vert að íhuga tengingu kristninar og stjórnmálastefna sérstaklega á þessum tímum. Góð rök hafa verið færð fyrir því að kapitalístísk hugsun hafi komið úr siðfræði mótmælenda, kannski helst kalvinista eins og Max Weber upplistar í bók sinni "The Protestant Ethic and the Spirit of Capitalism". Þó er það eins og þú bendir réttilega á, ekki beint komið úr þeim versum sem benda til réttilegrar skiptingu auðæfa og gjafmildi, heldur frekar virðingu kristninar fyrir eignaréttinum og persónulegu vandlæti.
Verðugt er að benda á að tilkoma Íslam virðist hafa ýtt undir ákveðnar hliðar af kapitalístískri hugsjón, með mjög jákvæðri ýmind af kaupmennsku og hagnaðar, frekar en af búskap eða raunframleiðslugreina sem þótti óæðri starfsgreinar. afsaka enska þýðingu [tímatæptur] "I commend the merchants to you for they are the couriers of the horizon and God´s trusted servants on earth" Sbr. Jesú sem virðist hafa lítið álit á skriffinskulegum starfsgreinum [peningavíxlarar o.s.fr.]
Ætli þó ekki að okkar hægri-tenging við kirkjuna sé fyrst og fremst komin frá BNA sem ríghéldu í krikjuna til mótstöðu við Sóvíetmenn og Maóista sem hötuðu trúarbrögðin?
Hvað segja menn um þessa punkta?
Afsaka ef ég er þó að rekja umræðuna annað en þangað sem greinarhöfundur ætlaði upprunalega.
Kv Jakob
Bandarískir íhalds og trúmenn (og konur einnig) hafa greinilega tekið eftir þessu og fara því af stað með nýjasta átakið í að leiðrétta hinn frjálslynda sveig í biblíunni.
http://conservapedia.com/Conservative_Bible_Project
Greinilegt að það er íhaldssemin fyrst og fremst, trúin í annað sæti.
Já held reyndar að þetta sé mikið flóknara, einsog sagt var hér að ofan snýst þetta meirra um Kirkjuna og valdastrúkturinn en Kristni.
Þetta er ágætis greining hjá Birgi.
Þó dugar ekki eingöngu að útskýra þversögnina með íhaldssemi. Hinn lifandi hálfguð og holdgerfingur frjálslyndu aflanna á Íslandi Hannes Hólmsteinn orðaði þetta sjálfur þannig að hægrimenn hafa ekki endilega þörf til að hugsa sjálfstætt, heldur þykir þeim þægilegra að láta aðra útvalda (foringja) hugsa fyrir sig.
Sé þetta rétt hjá prófessornum þá smellpassar þetta auðvitað til að útskýra ástarsamband hægrimanna á kirkjunni. Ekki spyrja eða véfengja yfirvaldið - sem er jú nákvæmlega það sem kirkjan boðar.
Ummæli Hannesar má sjá hér: http://www.youtube.com/watch?v=jYT5Ef0Xnjk&hl=is
(mínúta 1,50) ...hvílíkur snillingur!
Berið þetta svo saman við hindúisma...
Í Indlandi hefur trú verið notuð sem réttlæting á stéttskiptingu í mörg þúsund ár. Ef þú fæðist fátækur þá hlýturðu að hafa gert eitthvað rangt.
Ekki svo ólíkt Kalvínisma sem gerir ráð fyrir að fyrst guð stýri heiminum þá hljóti hann að líta með velþóknun á ríkt fólk, og því eigi fátækt fólk að vera fátækt því guð þoli það ekki.
Oft eru trúarbrögð líka notuð til að réttlæta hluti sem erfitt er að færa rök fyrir: t.d. umskurn kvenna í sómalíu og eþíópíu, sársaukafull, ógeðfelld athöfn sem varla viðgengist ef nytsemi hennar væri rökrædd til hlítar.
Mesta furða er að íslenskir íhaldsmenn hafi ekki fundið biblíukvót til að réttlæta kvótakerfið og einkavæðingu bankanna.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Carlos - 04/10/09 11:32 #
Ég held að þetta sé rétt hjá þér, eins langt og það nær. Kannski má bæta við þessa greiningu snefil af sameiginlegri sektarkennd yfir að vilja græða á tapi annarra og þörf á réttlætingu eftir viðskipti dagsins.
Alla vega hætti enska biskupakirkjan í Englandi að vera "the Tory party at prayer" þegar biskup þeirra fór að tala á svipuðum nótum og "komminn Jesús" sem þú nefnir hér í greininni fyrir ofan.