Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Messusókn í Hafnafirði

Þórhallur Heimisson Þórhallur Heimisson stærir sig af góðri messusókn á bloggsíðu sinni.

Ég bara verð að segja það. Menn eru alltaf að slá því fram af og til að kirkjur landsins séu tómar alla sunnudaga. Kannist þið ekki við sönginn?

Í dag komu á fimmta hundrað manns til messu kl.11.00 við Hafnarfjarðarkirkju.

Ég bara verð að segja það. Þessar tölur komu mér í opna skjöldu. Ég átti ekki von á því að meira en 400 gaflarar tækju sig til og mættu í messu. Vildi ekki draga þá ályktun að Þórhallur væri að ýkja um messusókn þó prédikunin hafi eflaust verið færð í stílinn.

Ég benti meðlimum Vantrúar á sjálfshól prestsins og skýringin fannst fljótt á heimasíðu Hafnafjarðarkirkju.

Sunnudaginn 13. september næstkomandi verður haldin foreldrafundur fermingarbarna. Öll fermingarbörn ásamt forráðamönnum eru beðnir að mæta í messuna kl. 11:00. #

Þórhallur hafði boðað öll fermingarbörn sóknarinnar í kirkjuna þennan morgun og skyldað foreldrana til að koma með því eftir guðsþjónustu var haldinn foreldrafundur.

Ríkiskirkjan pumpar upp mætinguna með því að skylda tólf og þrettán ára unglinga til að mæta í kirkjuna og greyið foreldrarnir neyðast til að fylgja með. Ég verð að játa að ég sé ekki af hverju Hafnafjarðarklerkur sér ástæðu til að hreykja sér af því.

Mér finnst það næstum því undarlegt að Þórhallur gleymi að minnast á foreldrafundinn þegar hann stærir sig af kirkjusókn.

Matthías Ásgeirsson 14.09.2009
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 14/09/09 11:55 #

Hvað ætli fermingarbörn séu orðinn stór hluti þeirra sem sækja messur hjá ríkiskirkjunni? Hve mörg þeirra mæta í messu eftir fermingu?


Björn I - 14/09/09 12:16 #

Þegar ég var að fermast fyrir tæpum tveimur áratugum, þá mættu aðallega fermingakrakkar til að fá stimpil í kortið sitt og síðan voru þarna nokkrar hræður af elliheimilinu sem er staðsett þar rétt hjá.

Ég hef aldrei mætt í messu eftir fermingu og þekki engan sem það hefur gert.


Bjarki M - 14/09/09 12:38 #

Fermt barn forðast prestinn!


G2 - 14/09/09 14:29 #

Hvað ætli fermingarbörn séu orðinn stór hluti þeirra sem sækja messur hjá ríkiskirkjunni? Hve mörg þeirra mæta í messu eftir fermingu?

Það er næsta víst að á fermingavertíðinni eru fórnarlömb fermingarinnar og aðstandendur þeirra stærstur hluti kirkjugesta. Ekki vegna einlægs trúarhita, heldur vegna þess að þeim er fyrirskipað að mæta - engin mæting, engar gjafir. Þrátt fyrir að nær allur 8. bekkur grunnskólans fermist í ríkiskirkju eru heimtur nefndrar kirkju á 9. og 10. bekkingum hverfandi.

Rannsóknir og greining ehf. hefur kannað messusókn í 9. og 10. bekk (http://www2.ru.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11875) og þar kemur fram að í þessum aldurshópi (NB. einu og tveimur árum eftir fermingu) nennir enginn í messu.

Hér á því vel við sígild kerskni: Hvernig kemurðu í veg fyrir að unglingar fari í kirkju? Fermir þá.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 14/09/09 20:52 #

Sjálfur hef ég mætt tvisvar í messu eftir mína fermingu fyrir 15 árum síðan. Bæði skiptin voru það fermingar hjá nánustu fjölskyldu. Ef hægt væri að slá eitthvað á þetta fermingartilstand hjá ríkiskirkjunni væri það eflaust banabiti þeirrar stofnunar.

Fermt barn forðast prestinn!

LOL


Arnar Magússon - 14/09/09 21:36 #

Ég fermist bara út af pressu hjá ömmu og gjafirnar, hef ekki farið í messu síðan. Var áðan að horfa á heimildarþátt um þróunarkenninguna með David Attenborough á rúv. Hvernig ætli trúaðir sá ekki skyldleik okkar við apa sem hafa geirvörtur eins og við. Og Bandaríkjamenn hafa núna hafnað myndinni Creation sem fjallar um Darwin. Samkvæmt Gallup trúa aðeins 39 prósent þróunarkenningunni í Bandaríkjunum.


Baldur - 16/09/09 06:23 #

@ Arnar Magússon Þú hefur líklega verið að pæla of mikið Bandaríkjunum. Kristnir trúa ekki mikið minna á þróunarkenninguna en venjulegt fólk, þótt það sé auðvitað einstaka fólk.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.