Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jesús og skoðanaleysið

Þórhallur HeimissonÞað er ákaflega gömul hefð hjá prestum að reyna að finna út hvaða álit Jesús hafði á hinum ýmsustu málum. Yfirleitt eru rökin frekar langsótt en líklega hafa fáir náð sömu hæðum og Þórhallur Heimisson í nýlegum pistli um samkynhneigð.

Rök Þórhalls eru í stuttu máli þau að Jesús hafi án efa þekkt til samkynhneigðar en minnist þó ekki á hana í Nýja testamentinu. Ályktunin sem hann dregur er svona:

Þannig að það hvort menn væru samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir hefur ekki legið þungt á honum. Honum var slétt sama.

Best að súmmera þetta upp: Ef Jesús vissi af tilvist einhvers og minntist ekki sérstaklega á það þá var honum slétt sama. Þetta er alveg stórkostleg ályktunarhæfni. Nú getum við farið í gegnum orð Jesús í Nýja testamentinu og séð allt það sem hann minnist ekki sérstaklega á og síðan ályktað sem svo að það sé allt í lagi. Ég held að það sé óþarfi að benda á hve fráleitt slíkt er. Líklega fáum við þá út að nauðganir, þjóðarmorð og þrælahald hafi ekki verið á bannlista Jesú.

Annars hlýtur það að vera eðlileg ályktun af orðum Þórhalls að í raun skipti ekkert í Biblíunni máli nema það sem Jesús sagði sjálfur. Þar með gengur presturinn töluvert lengra en Jesús sjálfur sem sagði einmitt að hann væri ekki kominn til að afnema lögmálið. Um leið er horfið allt samhengi kristinnar kirkju sem byggt hefur verið á Biblíunni í heild sinni en ekki bara á orðum Jesú. Kannski er það ákveðin framför en það er spurning hvort að ríkiskirkjan ætli í framtíðinni að halda sig við þessa stefnumörkun Þórhalls.

Óli Gneisti Sóleyjarson 25.08.2009
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


DoctorE - 25/08/09 10:34 #

Þórhallur á við dilemma að stríða alveg eins og aðrir krissar... biblíu er ekki hægt að bjóða upp á í mannlegu samfélagi, bókin er viðbjóður og því leitast menn eins og Þórhallur við að velja sér eitthvað úr henni og koma mað afkárlegar útskýringar á viðbjóðnum... viðbjóðnum sem stelur ~6000 milljónum árlega af fátækri þjóð


Kristinn Theódórsson - 25/08/09 11:29 #

Þetta er merkilegur fjandi þessi hugmynd presta að þeir viti hvað Jesú fannst um allskyns hluti, ekki síst þegar þeir meta hlutina þannig að Jesú hafi fundist eitthvað sem hentar okkur í dag, en Biblían augljóslega fordæmir.

Þetta hlytur að vera erfitt starf. Menn þurfa að trúa allskyns bulli, verja það bull, og taka síðan mið af vilja þjóðfélagsins - allt á kostnað eigin dapurlegu trúarsannfæringar.

Í raun ansi geggjað allt saman.

Á sama tíma eiga þessir blessuðu prestar að reyna að vera einhverjar fyrirmyndir í hegðun og orðavali, en eru oft á tíðum hvumpnir skaphundar og sumir hverjir langt frá því að skarta greind til að verja hlutverk sitt sómasamlega.

Allt hið furðulegasta mál.


DoctorE - 25/08/09 13:33 #

Ég hef kuflinn sterklega grunaðan um að vera gey, takið eftir að ég sagði grunaðan ;)


Teitur Atlason - 25/08/09 15:45 #

Hvaða andskotans máli skiptir það DoctorE. Þú ert sannarlega bjáni.


Hjörtur Haraldsson - 25/08/09 20:50 #

Sorrý DoctorE en þetta síðasta komment þitt var frekar slappt og skýrt dæmi um eina af rökvillunum sem minnst er á á þessari síðu (ridicule).

Fyrir utan það kemur ætluð kynhneigð kuflsins þessu mjög lítið við og er enn frekar úr samhengi þegar litið er til þess að Þórhallur hefur lítið sett sig á móti samkynhneigðum í gegnum tíðina.

Þó Þórhallur hafi sokkið ansi lágt í rökræðum síðustu daga þá er óþarfi að sökkva niður með honum.


Tinna G. Gígja - 26/08/09 19:10 #

Er þessi red-letter kristni ekki skömminni skárri en pálískan sem flestir s.k. kristnir aðhyllast?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 26/08/09 19:14 #

Kannski að því leytinu til að þeir trúa á minna af biblíunni.

En þeir trúa ekki bara á "rauðu stafina" heldur einhverja ímyndaðan Jesú sem passar, ótrúlegt en satt, algjörlega við þeirra eigin skoðanir.


DoctorE - 27/08/09 13:09 #

Það skiptir alveg máli í samhengi við skrif kuflsins... þið skammið mig og segið mig bjána á meðan ég segi að mig gruni að hann sé gey

Wow how profound


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/08/09 13:12 #

Þakka þér fyrir að deila grun þínum með okkur. Þetta skiptir aftur á móti engu máli.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/08/09 13:51 #

Ég teldi það enga móðgun við mig ef ég væri kallaður hommi en það er móðgandi fyrir homma að nota ásakanir um samkynhneigð til að níða fólk.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 27/08/09 17:13 #

Þetta er svona dæmigert, "guð er eins og ég trúi og vona að hann sé" hjá Þórhalli en ekki þessi fúli karlskarfur í Biblíunni. Hlaðborðskristni af verstu sort.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.