Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

LifeWave-kynning



Nýlega komst félagsmaður Vantrúar yfir glærusýningu frá framleiðanda LifeWave.


Okkur fannst þetta mjög athyglisvert og forvitnilegt.
Enda mörgu haldið fram sem er ekki endilega vel rökstutt eða útskýrt.
Við ákváðum því að setja athugasemdir við nokkrar af glærunum.


Sumum eðlisfræðingum finnst gaman að segja þetta, og þetta er alveg gild túlkun, en hvað hefur þetta að gera með þessa plástra?


Hvernig þá?


Þetta á væntanlega bara við frumur í húðinni.


Júmm, húðin framleiðir D-vítamín með hjálp sólarljós. Melanínframleiðsla eykst til að vernda húðina frá langvarandi sólargeislun, en ég myndi segja að það sé til varnar líkamanum fyrir skaðsemi ljósgeisla. Það er frekar öfugsnúin heilsubót að „líkaminn fer að framleiða efni sem verndar hann frá heilsuskemmandi áhrifum þess að vera baðaður of miklu sólarljósi.“

Hvaða hliðstæðu ertu að reyna að sýna fram á? Eru LifeWave-plástrarnir góðir eða slæmir eða hvorugt?


Bíddu, bíddu, bíddu... er semsagt rafkerfi í plástrunum sem myndar rafrás á mannslíkama? Eða fara efnaskipti í gang við snertingu við húðina, kannski með því að „brenna“ svita eða húðfrumur? Hvað ef maður er mjög sveittur, kemur þá of mikið af „ljóstíðni“ inn í húðina? Eða fær maður sár eftir plásturinn ef hann notar húðfrumur í þetta kerfi?

...Og hvað áttu við með „ljóstíðni“? Hvernig getur plásturinn sent frá sér ljóstíðni, er hann ekki frekar að senda frá sér ljós með ákveðinni tíðni? Ef þetta er ljós hljótum við líka að geta séð það. Er það rautt, blátt, grænt eða gult?


Noh, svakahönk þarna. Best að segja ekki neitt.

Eða jú, þú talar þarna um mismunandi ljóstíðni. Áttu ekki við ljósgeisla með mismunandi tíðni? Hvernig fara svo plástrarnir í gang?


Hvaða ferli notar líkaminn til að brenna meiri fitu? Hvaða vísindalegu rannsóknir? Ef þetta eykur fitubrennslu um meira en 20% án aukaverkana ættu allir sem vilja grennast eitthvað að nota þetta. Þetta er þá vísindaleg bylting.


Ef þetta virkar svona vel, þá ættum við að hafa svona plástra í öllum sjúkrabílum og sjúkrahúsum. Hvar eru rannsóknirnar sem staðfesta þetta?


Bíddu, svona eins og sólargeislar? Er ekki hætta á húðkrabbameini? Þarf maður ekki að þekja líkamann með plástrum til að verða tanaður alls staðar?

Hvað er átt við með því „að lækka heilabylgjur“?

Hvar eru rannsóknirnar?

Enn og aftur, hvar eru rannsóknirnar?


Hollt matarræði er mikilvægt og ég held að það sé ekki hollt að borða þessa plástra.


Vissulega, þess vegna er mikilvægt að vita hversu margar hitaeiningar maður er að borða.


Ég er sammála því að við borðum of mikið af sykri, en hvaða eiturefni ertu að tala um? Blásýru? Brennisteinssýru? Arsenik? Blý?


Já, veistu, þetta er alveg rétt. Við þurfum að borða hollari fæðu og fara oftar í gönguferðir. Hvað varstu að segja um þessa ljósbirtuplástra?


Ú, flottur kroppur. Kaupa kaupa.


Ha, nálastungupunkta? En þú sagðir að ekkert nema ljós færi inn í húðina! Eða já, „ljóstíðni“ var það víst. Hvernig notarðu nálastungupunktana án þess að rjúfa húðina? Samkvæmt nálastungufræðum er það mjög mikilvægt. Svo er það allt annar handleggur hvort nálastungur virka, en ef þú segist nota þessa punkta verðurðu að segja hvernig það virkar eiginlega.

Reynslusögur sanna ekki neitt. Þær geta verið vísbendingar um eitthvað sem hægt væri að rannsaka, en þær eru ekki sönnunargögn.


Eins og allir vita, þá er mest til í því sem fær mesta athygli.


Nauts! David Beckham!


Hvar eru rannsóknirnar?


Hey, þó þið hafið fengið frægt fólk til að nota vörurnar ykkar, þá þurfið þið samt að sanna að þær virki eins og þið segið.

...

Jæja, þetta var nú aldeilis forvitnilegt. Hvernig var það, nota þessir plástrar húðfrumur eða svita til að fara í gang, eða eitthvað annað? Virka þeir hvar sem er á líkamanum, eða bara á nálastungupunktunum? Hvernig nota þeir nálastunguaðferðir án þess að stinga húðina?

Ritstjórn 08.07.2009
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Bjarki - 08/07/09 08:21 #

"Fyrir 50 árum var EKKERT ofvituvandamál í þjóðfélaginu!"


sr - 08/07/09 09:07 #

Já, við þurfum mikla og dýra hjálp til að borða minni sykur og fara jafnvel út í einn og einn göngutúr. ;-)


Arnar - 08/07/09 09:50 #

Ég var bara að spekúlera.. ef plástrarnir senda frá sér 'ljóstíðni', hvernig virka þeir þá í gegnum fatnað eða skó?

Ég hef heyrt first-hand um að plástrasölumenn hafi sagt fólki að það mætti alveg eins líma þetta drasl (já sorry en ég er mjög fórdómafullur gagnvart svona drasli) á skó eða fatnað og það hefði sömu áhrif og að líma beint á líkamann.

Svo þarf orku til að búa til orku.. ekki satt. Ef það er engin orka geymd í plástrinum, en hann einhvern vegin býr til orku til að framkalla þessa 'ljóstíðni', þá hljóta þessir snillingar að sitja á lausninni á orkuvandamáli heimsins.


Legopanda (meðlimur í Vantrú) - 08/07/09 11:56 #

sr: Mér fannst þetta einmitt líka mjög fyndið; af hverju fara þessir plástrasölumenn allt í einu að tala um minni sykurneyslu og göngutúra?

Arnar: Ég veit ekki alveg hvernig þeir eiga að senda frá sér ljóstíðni... kannski eiga Lifewave-gaurarnir við það að plástrarnir breyti öðru ljósi í ljós af réttri tíðni til að ,,lækna ýmis mein og hreinsa eiturefni burt", en þeir hljóta að þekkja eigin plástra nógu vel til að geta útskýrt það. Hinn möguleikinn er orkugjafi, eins og hugmynd okkar að ofan að plástrarnir borði húðfrumur til að framleiða ,,ljóstíðni".


Arnaldur - 08/07/09 17:43 #

Thetta er fåranlegt, thad var mjøg fyndid thegar thessar frumuliffrædi glærur birtust, en thad drog samt ur gledinni ad vita til thess hvad margir gleypa vid thessu,... ...sorglegt!

Thetta er allt rugl og væri hægt ad nefna marga punkta, en mig langar serstaklega ad vita....

...hvernig å madur ad geta fengid meiri okru frå thessum plåstri?

Ok, gefum okkur ad thessi plåstur gefi frå ser serstaka ljostidni, hvernig å ljostidnin ad auka orkuframleidslu (ATP) i frumum likamanns?

(100% bull, frumur nota hvatbera og glycolysu til ad framleida ATP, ljostidni hefur ekki åhrif å thau ferli. Eg myndi allavega gjarnan vilja heyra meira um thad ef satt væri)

Ef ad plåsturinn framleidir meira ATP, afhverju verdur madur lettari å thvi ad nota hann? ....tvert å moti ætti madur ad thyngjast

Thad er otrulegt ad thetta folk fåi ad stunda svona augljos svik å audtrua folki i fridi...

takk fyrir ad birta thetta bull


Björn Ómarsson - 08/07/09 18:10 #

Það sem mér finnst fyndnast við þetta er að þetta slædsjó fjallar frekar ítarlega um frumur (minnist á ATP og hvatbera og melanín og svona), en þegar kemur að vörunni þá segja þeir ekki einusinni hvaða "ljóstíðni" þetta er! Allt ljós (rafsegulbylgjur) hefur tíðni og heitir eitthvað! Erum við að tala um sýnilegt ljós? Innrautt ljós? Röntgen geisla? eða er þetta kannski svona voða flott ímyndað ljós ;)

Það er svo augljóst að þetta er kjaftæði að það er hálf vandræðalegt...


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/07/09 18:27 #

Á heimasíðu Lifewave er talað um að þetta byggist á smáskammtalækningum, kannski er búið að þynna "tíðnina" út í ekki neitt?


Arnaldur - 08/07/09 18:38 #

@Bjørn hehe, jå thau thykjast allavega vera ad fjalla itarlega um frumur ;)

...thad hefdi verid gaman ad vera å thessum fyrirlestri og grilla thau thegar thau hefdu byrjad ad tala um åhrif plåstursins å frumur likamanns.

....magnadur saur!


Jóhann - 09/07/09 00:12 #

Það sem er skemmtilegt við þessa framsetningu, er ekki að hún hafi með "trú" að gera, heldur miklu fremur hitt, að hún snýst fyrst og fremst um "efnishyggju".

Hér er því haldið fram að þessir "framleiðendur" hafa til að bera þá visku um efnið, sem öðrum er hulið.

En það er ekki vitnað í vers, heldur einhverja samsuðu "pseudo-vísinda" í von um kaupendur.

En umræðan og álitamálin á þessum vettvangi eru vonandi yfir þetta þvaður hafin?

Eða hvað?

Má kannski eiga von á því að einhverjir komi með vísanir í Biflíuna til að sanna eitthvað?


Legopanda (meðlimur í Vantrú) - 09/07/09 11:47 #

Jóhann, hvað áttu við hérna:

En umræðan og álitamálin á þessum vettvangi eru vonandi yfir þetta þvaður hafin? Eða hvað?

Ég skil ekki alveg, ertu að spyrja hvort þetta sé ekki of mikið rugl til að Vantrú eyði tíma í að tala um það?

Mér finnst það ekki þegar þeim tekst að gabba fólk í þjóðfélaginu til að kaupa þetta.


Hetjan - 09/07/09 12:39 #

"Bíddu, svona eins og sólargeislar? Er ekki hætta á húðkrabbameini? Þarf maður ekki að þekja líkamann með plástrum til að verða tanaður alls staðar?"

Þarna svarið þið eins og skyggnan hafi verið að tala um melanín þegar hún nefndi melatónín, sem er allt annað efni.

Reynið að vera svolítið skörp. Það er nú einu sinni þannig að þið eruð miklu gáfaðari en allir aðrir...

;-)


Óskar - 09/07/09 15:13 #

Ég skil ekki hvernig þessir "ljósgeislar" eiga að geta örvað framleiðslu melatónins á nóttunni því að framleiðsla melatónins minnkar einmitt við ljósgeisla!

Melatónin framleiðsla toppar einmitt á nóttunni þegar það er myrkur (og ekkert ljós til að hemja framleiðsluna).

Þætti vænt um að fá þetta betur útskýrt hjá þessu fólki :)


Legopanda (meðlimur í Vantrú) - 09/07/09 15:56 #

Hetjan, þakka þér kærlega fyrir ábendinguna og sömuleiðis fyrir hrósið. Við viljum nú ekki halda því fram að við séum miklu gáfaðari en aðrir, en það kætir mann samt mína litlu sál að heyra það.

Eftir því sem ég kemst næst um melatónín meikar glæran þó ekki meira sens. Framleiðsla og uppsöfnun melatóníns í líkamanum tengist meðal annars líkamsklukkunni, og ljós hamlar framleiðslu efnisins frekar en að auka hana. Raunar átta ég mig ekki alveg á muninum á áhrifum ljóss á framleiðslu melatóníns í húðinni og framleiðslu þess í augunum. Þekkir einhver það betur? Gaman væri að fræðast um það.


Óskar - 09/07/09 17:15 #

Smá fræðsla, afsakið nördaskapinn :)

Það er svæði/kjarni í heilanum (corpus pineale) sem framleiðir melatonin. Framleiðslan af melatonin stýrist mikið frá öðrum kjarna (nucleus suprachiasmaticus, sem stýrir "líkamsklukkunni") sem er tengdur við taugabrautirnar sem koma frá nethimnunni (retina) í augunum.

Ljós -> retina -> n. suprachiasmaticus -> corpus pineale -> Minna melatonin

Sem sagt þegar augun nema ljós sendast taugaboð sem hemja framleiðslu melatonins í heilanum. Og það hefur t.d. áhrif á hvernig líkamsklukkan starfar og hvenær við verðum syfjuð og leitum í ró. En það er ekki eingöngu melatonin sem stjórnar líkamsklukkunni þótt það er mjög stór þáttur.

Ég verð nú að viðurkenna að ég veit ekki mikið hversu húðin framleiðir melatonin eða hversu mikið hún kemur inn í líkamsklukkuna, hef hvergi lesið neitt um það amk og veit ekki hversu vel ég get treyst wikipedia í þessum efnum :)

Kannski einhver sem veit meira um það?


LegoPanda (meðlimur í Vantrú) - 09/07/09 22:44 #

Óskar, maður á aldrei að afsaka nördaskap! :D

Og takk fyrir fræðsluna.


Svanur Sigurbjörnsson - 15/07/09 02:47 #

Takk fyrir þessa birtingu. Þetta er með þeim óhuggulegustu heilsusvindlum sem maður hefur séð. Ósvífin á sér nær engin mörk.

Ýmislegt á glærunum lýsir talsverðri fáfræði eins og setningin neðan við myndina af parinu á ströndinn um að melanínið í húðinni sé "efnið sem gerir okkur ýmist sólbrennd eða brún". Melanin hefur ekkert myndun sólbruna að gera, því það eru geislar sólar sem brenna húðina sem roðnar af brunanum vegna ertingar, ekki vegna melaníns. Enginn manneskja með snefil af líffræðilegri þekkingu léti frá sér svona texta. Svo er þetta hreint brandari með "hljóðlátu ljóstíðni" plástrana.
Það er óhuggulegt að það sé hægt að bjóða Íslendingum þetta kukl nánast mótbárulaust. Hver er menntun þjóðarinnar?


Svanur Sigurbjörnsson - 15/07/09 02:56 #

Smá um "melatonin" og "melanin" Þetta eru tvö efni, ekki hið sama og hafa ólíka virkni. Hið fyrra er einungis framleitt í heilanum (í pineal kirtlinum) en hið seinna í húðinni (í melanocytum) og gefur brúnan húðlit.


Mofi - 16/07/09 11:54 #

Fín grein. Ég vildi að kristnir væru jafn duglegir og þið í að gagnrýna svona hluti sem sannarlega eiga skilið að vera gagnrýndir. Er samt ekki tilvalið að einn af ykkur geri tilraun og skrifi grein um þá lífsreynslu og hvort þetta virkaði eða ekki?


Styrmir - 17/07/09 10:44 #

Mér finnst frábært að þau hafi vitnað í Deepak Chopra, einn mesta vanvita sem nokkurntímann hefur logið því að hann sé læknir.

http://www.chopra.com/


Páll J. - 20/07/09 22:11 #

Það var einn gaur á blogginu sem var æstur í að sýna mér þetta og gerði mikið grín að mér fyrir að þora ekki að reyna á þetta... svo ég sló til og tók karlinn á orðinu.

Af einhverjum furðulegum ástæðum hætti hann að tala við mig. Ég fann gaurinn í símaskránni og sendi honum skilaboð um að láta vaða á þetta en hvað gerðist? Ekkert svar.

Ekkert þor.

Ef þið viljið láta prufa þetta á trúleysingja þá er ég geim. Svo framarlega sem ég þarf ekki að borga fyrir það þ.e.a.s.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.