Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ályktun vegna sóknargjalda

Félagiđ Vantrú harmar ţá stefnu ríkisstjórnarinnar ađ viđhalda mismunun fólks eftir trúarviđhorfum.

Samkvćmt nýsamţykktu frumvarpi ríkisstjórnarinnar á ađ hćtta ţeirri yfirborđsmennsku sem viđgengist hefur ađ svokölluđ sóknargjöld ţeirra sem ekki tilheyra neinu trúfélagi renni til Háskóla Íslands. Hugsanlega mćtti fagna ţeirri ákvörđun ef ţetta ţýddi í raun ađ mismununin vćri felld niđur. Svo er ekki.

Ríkisstjórnin hefur međ ţessu gjörningi ákveđiđ ađ ganga áfram gegn anda 64. grein stjórnarskrárinnar sem kveđur á um ađ enginn sé skyldur til ađ inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki ađild ađ. Hugsanlega getum viđ ţakkađ fyrir ţađ ađ nú er misréttiđ grímulaust. Viđ erum hér neydd til ađ niđurgreiđa starfsemi trúfélaga (eđa öllu heldur ríkiskirkjunnar sem fćr hlutfallslega miklu hćrri greiđslur frá hinu opinbera en önnur trúfélög).

Enginn ćtti ađ ţurfa ađ styrkja starfssemi trúfélags sem hann á ekki ađild ađ. Viđ sem stöndum utan trúfélaga og ţeir sem tilheyra trúfélagi sem ekki nýtur viđurkenningar ćttum ađ fá ígildi sóknargjalda endurgreidd í ágúst á hverju ári ţar til ađ ţetta kerfi verđur endanlega lagt af. Ríkiđ ćtti einfaldlega ekki ađ innheimta félagsgjöld fyrir trúfélög eđa niđurgreiđa starfssemi ţeirra á nokkurn hátt.

Ef ţetta misrétti verđur ekki leiđrétt, ef ţessum brotum á grundvallarmannréttindum verđur ekki hćtt er ekki annar kostur í stöđunni en ađ höfđa mál gegn íslenska ríkinu til ađ fá réttarstöđu okkar tryggđa.

Ríkisstjórnin ćtti ađ minnsta kosti ađ sjá sóma sinn í ţví ađ veita lífsskođunarfélögum sömu réttarstöđu og trúfélög njóta eins og bćđi Vinstri grćn og Samfylking hafa ţó ályktađ um á sínum flokksţingum. Ţetta misrétti ćtti ađ leiđrétta núna en ekki seinna.

Ţví ber ţó ađ fagna ađ óvissu um stöđu Háskóla Íslands í kjölfar vćntanlegs ađskilnađar ríkis og kirkju hefur veriđ eytt og mun ţađ án efa koma fyrir andvökunćtur rektors í framtíđinni.

Um leiđ er rétt ađ benda á ađ í dag er stađan ţannig ađ fólk á ákaflega erfitt međ ađ leiđrétta trúfélagsskráningu sína og tryggja ađ hún sé rétt. Vantrú leggur til ađ á međan ţetta óréttláta skipulag er viđ líđi verđi fólki gert auđveldara ađ breyta trúfélagsskráningu sinni. Eđlilegast vćri ađ ţessar upplýsingar vćru ađ finna í skattframtali einstaklinga enda er hér í raun veriđ ađ gefa fólki kost á ađ ákvarđa hvernig skattpeningum ţess er variđ. Ţetta verk er sérstaklega knýjandi ţar sem kannanir benda til ţess ađ mikiđ misrćmi sé milli trúarskođana Íslendinga og trúfélagsađildar ţeirra.

Ritstjórn 01.07.2009
Flokkađ undir: ( Tilkynning )

Viđbrögđ


Hjörtur Haraldsson - 01/07/09 10:25 #

Ţannig ađ peningurinn sem ég borga (er utan trúfélaga) fer hvert? Verđur honum dreift á trúfélögin eđa til ríkiskirkjunnar?


Bjarki - 01/07/09 11:19 #

Hann hverfur bara í hinn almenna ríkiskassa. Ég hef áđur fćrt rök fyrir ţví ađ svokölluđ "sóknargjöld" séu alls ekki "félagsgjöld" sem innheimt séu af félagsmönnum trúfélaga heldur séu ţau einfaldlega hreinn og klár ríkisstyrkur til trúfélaganna. Ţessi nýjasta lagabreyting sýnir ađ stjórnvöld eru í raun sammála ţví. Í raun fagna ég ţessari breytingu ađ vissu leyti vegna ţess ađ međ henni verđur fáránleiki "sóknargjaldanna" ennţá skýrari, ţađ rennir vonandi stođum undir ţađ ađ ţessum ríkisstyrkjum verđi hćtt í fyllingu tímans.

Mér finnst engin lausn ásćttanleg önnur en ađ ríkiđ hćtti alfariđ ađ styrkja trúfélög međ svokölluđum sóknargjöldum. Mér finnst ţađ t.d. ekki vera nein lausn ađ félag eins og Siđmennt fái sömu stöđu og trúfélög og ţannig hlut í sóknargjaldadellunni. Ţađ hefđi ţann eina tilgang ađ sefa gagnrýnisraddir og réttlćta tilvist kerfisins.


Kristján Hrannar Pálsson - 01/07/09 15:23 #

Ţetta er svipađ og ţeir sem hefđu hvorki áskrift ađ Mogganum né DV ţyrftu samt ađ greiđa "blađagjald" til ríkisins. Menn ţurfa jú ađ ađhyllast einhver blöđ, er ţađ ekki?


Jón Frímann - 01/07/09 22:23 #

Vantrú og fleiri félög eiga ađ láta reyna á ţađ fyrir dómi hvort ađ ţetta sé löglegt. Annars breytist ekki neitt.


Valtýr Kári Finnsson - 02/07/09 07:59 #

Eru Vantrúar-menn eitthvađ ađ velta fyrir sér ađ höfđa mál vegna ţessa?


Óli Gneisti (međlimur í Vantrú) - 02/07/09 10:29 #

Ţađ er mjög ólíklegt ađ Vantrú fari nokkuđ í mál. Aftur á móti vitum viđ ađ ţađ eru dómsmál í undirbúningi vegna ţess misréttis sem viđgengst hér á landi.


AS - 03/07/09 00:23 #

nú ţegar hefur á ţađ reynt fyrir dómstólum hvort ţađ brjóti gegn 62. gr (trúfrelsis ákvćđi) stjórnarskránnar túlkuđ međ hliđsjón af 65. gr sts (jafnrćđisreglan) ađ ríkiskirkjan fái fjármagn umfram önnur trúfélög. Var ţađ fyrirkomulag taliđ standast vegna sérstaks eđlis ţjóđkirkjunnar og ţess lögbundna hlutverks sem hún gegnir. Var taliđ ađ ţjóđkrikjan vćri ekki samkynja eđa eđlislík öđrum trúfélögum og ţví ekki sambćrileg og jafnrćđi vćri ţar af leiđandi ekki stefnt í hćttu, mismununin byggđ á málefnalegum grundvelli. sbr Hrd. 25. okt 2007 mál nr 109/2007 (Ásatrúarfélagiđ)

Get ekki sagt ađ ég sé sammála ţessum dómi, ber vott forneskjulegan hugsunarhátt.


Óli Gneisti (međlimur í Vantrú) - 03/07/09 16:35 #

Eftir ţví sem ég best veit ćtlađi Ásatrúarfélagiđ lengra međ ţetta mál. Ég veit ţó ekki hvernig stađan er á ţví.


Haukur - 04/07/09 11:50 #

Ţađ er ýmislegt um dómsmál Ásatrúarfélagsins ađ finna á vef félagsins.


Haukur - 04/07/09 14:59 #

Svo vil ég benda á ítalska otto per mille kerfiđ til samanburđar. Ég held ađ ţađ sé dálítiđ betra en ţađ sem viđ búum viđ.


Svala - 24/07/09 13:37 #

Hefur einhver einstaklingur sem stendur utan trúfélaga kćrt ţetta fyrirkomulag á sóknargjöldunum t.d. til umbođsmanns Alţingis? Ég spyr sem einstaklingur utan trúfélaga.

Var sćmilega sátt viđ ţađ ađ ţetta gjald rynni til Háskóla Íslands, en ef ţetta á bara ađ vera einhver aukaskattur á mig sem rennur almennt til ríkisins, skattur sem ađrir (fólk í trúfélögum) geta ráđstafađ til síns hugđarefnis, ţá get ég ekki annađ séđ en ađ ţetta sé enn klárara mannréttindabrot en áđur.

Ég gćti alveg hugsađ mér ađ fá ađ velja ađ láta mitt gjald renna t.d. til Siđmenntar, Amnesty International eđa barna í Jemen, eđa hreinlega ađ borga lćgri skatt fyrst ađ ég er ekki í trúfélagi. En ađ ég ţurfi ađ borga meira í ríkiskassann en ađrir, af ţví ađ ég er ekki trúuđ, getur ekki veriđ annađ en mismunun vegna trúarbragđa.


Siemsen - 26/07/09 00:38 #

Hreint og beint hneyksli - um leiđ og eitthvađ mál kemst á stađ mun ég (aldrei ţessu vant) mćta međ pott og sleif. Ef hćgt er ađ fá tilvísun í pappírsvinnuna á stafrćnu formi (ef slíkt er til) vćri gott ađ fá tengil til ađ breyta Wikipedíu síđunni:

http://en.wikipedia.org/wiki/Religion_in_Iceland#Non-religion_or_secularism

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.