Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Penn & Teller í kvöld á SkjáEinum

Penn Jilette og félagi hann Teller eru töframannapar sem hafa verið lengi að í bransanum. Fyrir nokkrum árum byrjuðu þeir með þáttinn Bullshit. Í þessum þáttum feta þeir í fótspor kollega sinna Harry Houdini og James Randi með því að afhjúpa ýmsa svikahrappa.

SkjárEinn hefur ákveðið að byrja að sýna þessa skemmtilegu þætti á virkum kvöldum í sumar. Fyrsti þátturinn er í kvöld og fjallar um miðla og er hann einn af þeim skemmtilegustu sem Penn & Teller hafa gert. Við mælum eindregið með því að Íslendingar setjist fyrir framan sjónvarpið klukkan 22:40 í kvöld.

Ritstjórn 08.06.2009
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 08/06/09 13:43 #

Ég vil endilega bæta við að þátturinn sem heitir "talking to the dead" er sérdeilis aldreilis frábær.

Afhjúpar vel hvernig þetta miðlahyski hugsar. Vegnulegu fólki myndi aldrei nokkurntíman detta í hug svona siðleysi. Að hafa syrgjendur að féþúfu með blekkingum og bulli er mér amk gersamlega framandi og ekki er ég nú neinn sérstakur sómamaður. Miðladótið er sér á parti.

-Óþverrahyski.


Þossi - 08/06/09 16:41 #

Töfra-mannapar?

Höhö.

Vonast annars til að sjá sem flesta af þessum þáttum. Fallega gert af SkjáEinum að sýna þetta.


Jón Frímann - 10/06/09 03:36 #

Núna fá margir fyrir hjartað. Sýnist að Skjár einn ætli sér að sýna alla þá þætti sem eru komnir út í dag.


Daníel Páll Jónasson - 10/06/09 10:32 #

Frábært framtak hjá Skjá Einum. Þetta eru einir af mínum uppáhaldsþáttum og ég hef alltaf verið að mæla með þeim við fólk. Flestir nenna ekki að downloada öllu þessu efni og því er þetta góð viðbót við umræðuna.


ArnarG - 10/06/09 12:26 #

Þetta er stórkostlegt framtak hjá S1. Þessir þættir segja frá hlutunum eins og ég sjálfur segi þá. Takk kærlega S1!


Égzeus Belial - 12/06/09 00:28 #

Ég hafði ekki heyrt um þessa þætti áður en ég dýrka þessa gaura núna, sannleikurinn beint í æð. Það er allt kjaftæði tekið og gert sýnilegt. Skjár einn á heiður skilið fyrir að sýna þessa þætti.


Ormurinn - 12/06/09 14:27 #

Mér finnst alltaf fyndnast hvað Penn Gillette úthýðir þessu svikarapakki og kallar þá lygara og kuklara og þaðan af verra. Það þorir væntanlega enginn að kæra hann því ekkert af því sem þessir svikahrappar halda fram stenst nánari skoðun.


Trúlaus - 16/06/09 16:35 #

Mæli með annari seríu þáttur 6, sem fjallar um Bíblíuna.


Ólafur Jens Sigurðsson - 19/06/09 20:24 #

Ég er sammála því að þetta eru bráðskemmtilegir þættir og þarfir að því leyti til að það eru margir sem trúa svona bulli. En umfjöllun þeirra finnst mér yfirleitt ekki vera neitt sérstaklega djúp, t.d. í gær sá ég þátt um baráttu á milli intelligent design og Darwinisma í Cobb sýslu. Ekki fannst mér umfjöllun þeirra koma með mikið til málsins, bara upphrópanir Penns um hvað þetta séu mikil fífl, sýndu enga steingervinga sem sýndu þróun mannsins eða annara dýra. Sýndu viðtöl við örfáa vísindamenn sem sögðu lítið annað en "það eru engin ágreiningsmál innan vísindanna um þróunarkenninguna" sem er náttúrulega bara staðhæfing, ekki rökræða.

Því miður, en þetta er skemmtiþáttur og ekki fræðsluefni (það vill bara svo til að það mál sem þeir fjalla um er eitthvað sem maður er alltaf sammála og því er auðvelt að hugsa um þetta sem einhverskonar fræðsluefni eða eitthvað álíka), og því ekki efni sem ætti að converta neinum yfir í rökhugsun. Vil þá frekar benda á þætti Dawkins eða annara ámóta manna.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 19/06/09 20:29 #

Ég man ekki eftir þættinum sem Ólafur talar um, en þetta er að vissu leyti réttmæt gagnrýni.

En stundum ná þeir þó að koma fram punktum eins og að prófa bullið, dótið með feng shui er mjög eftirminnilegt í því tilfelli.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.