Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fyrirgefning syndanna

Á DV.is er stórmerkileg umfjöllun um afsökunarbeiðni Karls Sigurbjörnssonar á ótilgreindum brotum starfsmönnum ríkiskirkjunnar gegn konum og börnum.

Svo virðist sem Karl gæti meðal annars hafa verið að biðjast afsökunar á sínum eigin gjörðum:

Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvennanna gegn séra Ólafi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú dómkirkjuprestur, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sínum til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í fréttinni segir meðal annars að prestarnir tveir hafi átt tíða fundi með konunum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi,“ segir í fréttinni.

Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreindur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu „handafli“ hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður.

Ritstjórn 08.05.2009
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Brynjólfur Þorvarðarson (meðlimur í Vantrú) - 08/05/09 22:21 #

Þetta er reyndar merkileg afsökunarbeiðni, óvenjuleg fyrir svona stofnun og svona embættismann. Kalli er ekki sá sem mar hefði búist við að gerði svona lagað.

Hefur þetta kannski eitthvað með sr. Gunnar á Selfossi að gera?


Hjörtur - 09/05/09 18:28 #

Spurning hvort það sé ekki kominn tími til að hjóla virkilega í Karl og félaga. Samfélagið græddi helling á þessu máli síðast þar sem mikill fjöldi fólks skráði sig úr þjóðkirkjunni á þessum tíma.

Held að Vantrú gæti gert margt verra en að beita sér fyrir meira umtali um þetta í fjölmiðlum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.