Nei, undarlegustu versin eru ekki í Opinberunarbókinni að mínu mati, heldur í Matteusarguðspjalli, nánar til tekið í lýsingunni á þeim atburðum sem fylgdu dauða Jesú:
En Jesús hrópaði aftur hárri röddu og gaf upp andann. Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu, grafir opnuðust og margir líkamir helgra látinna manna risu upp. Eftir upprisu Jesú gengu þeir úr gröfum sínum og komu í borgina helgu og birtust mörgum. (Mt 27.50-53)
Þarna segir höfundur Matteusarguðspjalls að það hafi verið fjöldaupprisa við dauða Jesú, en að þessir uppvakningar hafi verið svo almennilegir að bíða eftir upprisu Jesú áður en þeir fóru að labba um höfuðborgina og „birtust mörgum.“
Nú held ég að allir nema hörðustu bókstafstrúarmenn átti sig á því að þetta gerðist ekki, það væri afar undarlegt að höfundur Matteusarguðspjalls væri eini maðurinn sem fannst fjöldaupprisa nógu merkileg til að minnast á hana.
En hvað gera ríkiskirkjuprestar með svona vers? Annað hvort þurfa þeir að ganga veg blindrar bókstafstrúar eða þá að viðurkenna að þessi ótrúlega saga sé skáldskapur. Seinni kostinum fylgja líka mjög óþægilegar afleiðingar. Ef höfundar guðspjallanna voru óhræddir við að skálda jafn ótrúlega atburði og þessa, þá er óhætt að gera ráð fyrir því að þeir séu óhræddir við að skálda hversdagslega hluti eins og ummæli Jesú, eins og að Jesús hefði getað sagt: ...sá sem er ótrúr í því mikla, er og ótrúr í því smæsta (Lk 16.10).
Þetta er góður efniviður í kvikmynd, kannski Dawn of the Dead - Jerusalem.
Ég man þegar ég las þetta sem krakki og hugsaði sem svo, hvað varð um þessa uppvakninga? Fóru þeir aftur í grafir sínar eða hvað? Furðulegt að svona miklir atburðir skuli ekki hafa vakið meiri eftirtekt.
Mér tókst að lauma þessari spurningu að Þórhalli Heimissyni á blogginu hans, hann virðist trúa þessu:
Varðandi kraftaverkasögur í Matteusarguðspjalli sem ekki er að finna í Markúsi eða hjá Jóhannesi er tvennt að segja. Matteus getur vel hafa haft aðra heimild sem hinir höfðu ekki og sé ég enga ástæðu til að efast um hana, bara af því að hún segir frá kraftaverkum.
En enn hefur hann ekki sagt hvort hann trúi því að þetta hafi gerst.
Hvaða "helgu menn" risu upp skv. ritningunni? Man ekki eftir því að hafa lesið hvort það kom einhvers staðar fram.
Það væri örugglega mjög fyndið að sjá uppvakningabíómynd um "helga" uppvakninga.
Þetta er það sem kallast false dichotomy, þ.e.a.s. falskar andstæður. Það er ekkert sem segir að þetta séu einu kostirnir. Þó að höfundur þessarar greinar skilji ekki hvað versið er að segja þýðir það ekki að það hafi ekki neitt að segja.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 10/04/09 11:37 #
Þetta er svo fallegt, heilagt og satt. Ég trúi á upprisu holdsins....eh... mannsins og eilíft líf.
Þetta er svo kjörið efni í helgileiki í skólum. Grafir opnast og uppvakningar ráfa um borgina. hugljúft.
Ó, svo fallegt, heilagt og satt. Mikil er dýrð drottins, allt megnar hann.
Af hverju borgum við ekki nokkur hundruð mönnum 6-800 þúsund krónur á mánuði fyrir að minna á þetta og eyðum fimm þúsund milljónum af almannafé árlega í stofnun í kringum þá? Hömrum á þessu í leik og grunnskólum því annars tryði þessu enginn.