Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Klerkaveldisstöðin

Ég tók daginn fremur snemma þennan sunnudagsmorgun, enda hlaðinn vinnu. Og eins og oft áður kveikti ég á útvarpsviðtæki með morgunkaffinu.

Í dag er tyllidagur á almanaki kristinna manna, ég veit það vel. Og eins og við er að búast var verið að tefla fram einhverjum klerki með öll sín hindurvitni um upprisu Jesú og kjarnann í Biblíunni. Útvarpsmaðurinn ágæti, Jónas Jónasson, sá um að pumpa prestinn.

En Jónas var of linur og lét klárkinn gagnrýnislítið komast upp með að fjalla um gríðarlegar ranghugmyndir án þess að lyfta fingri. En í lokin tók þó steininn úr. Jónas, eftir að hafa kvatt sérann, hóf mærðarlegt eintal þar sem hann byrjaði svipaðan söng og viðmælandinn. Hann hélt því meira að segja fram að upprisa Krists væri merkilegasti atburður mannkynssögunnar!

Nú er það svo að Ríkisútvarpið hefur allt frá upphafi tamið sér hlutleysi þegar kemur að stjórnmálaumræðum, leitast við að vera útvarp allra landsmanna. En hvenær megum við búast við að þessi sama stofnun taki upp sama hlutleysi þegar kemur að umfjöllun um trúarbrögð? Hvað réttlætir þennan skefjalausa áróður fyrir kennisetningum eins trúfélags í þeirri flóru banalla og beinlínis rangra hugmynda um veröldina? Og hvenær eigum við, sem veraldlega þenkjum, að njóta útvarpstíma til jafns við hindurvitnin?

Birgir Baldursson 05.04.2009
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Ingvi Steinn - 05/04/09 13:19 #

Alveg er ég þér hjartanlega sammála. Við þurfum einnig að berjast fyrir því, ef stjórnvöld fara út í það að "uppfæra" stjórnarskránna, að kirkjan komi hvergi framm í nýrri stjórnarskrá!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/04/09 17:22 #

Hér er þátturinn. Jónas hefur greinilega rætt við fjóra presta, en ég aðeins heyrt í þeim síðasta.


baldur - 05/04/09 20:04 #

Hvernig getur hann sagt að eitthvað sem meira en 2/3 heimsins trúa ekki einu sinni að hafi gerst sé merkilegasti atburður sögunnar?

Fyrir utan þá gífurlegu þekkingu sem maður yrði að búa yfir til þess að geta verið með svona yfirlýsingar og því á hvaða sviði maður er að ræða; þ.e.a.s. tækniframfarir, heimspeki, vísindi, atvik sem bæta lífskjör, eitthvað sem bjargar lífi fólks. Það að fullyrða svona er merki um fáfræði.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 09/04/09 06:22 #

Þvílíkt endemis bull hjá Jónasi að halda þessu fram. Merkilegasti atburður mannkynssögunnar! Í hvaða sæti er þá þegar Óðinn tapaði auga sínu eða þegar Múhameð reið til himnins á svörtum hesti?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.