Það er satt að segja ótrúlegt (nánast kraftaverk) hversu gagnrýnislaus umfjöllun fjölmiðla á Íslandi er stundum.
DV segir frá því að sjónvarpsþulan Guðmundur Bragason selji "nanó-tækniplástra" sem vinna með mismunandi orkusvæði líkamans.
Þó ótrúlegt megi virðast gengur frétt DV ekki út að fletta ofan af svikahrappi heldur er þetta gagnrýnislaus auglýsing.
„Ég verð alltaf jafnhissa þegar ég sé plástrana virka, en þó ekki. Núna býst ég bara við árangri,“
Foreldrar vita að venjulegir plástrar virka stundum ótrúlega vel jafnvel þó ekkert sár sé sýnilegt. Það veitir börnum huggun að fá plástur á meiddið.
Fullorðið fólk vex yfirleitt upp úr slíku, við vitum að plásturinn læknar ekki meinið þó hann virki ágætlega til að hlífa sári. En sumt fullorðið fólk trúir því að nanótækniplástrar virki því það hljómar vel. Heiti plástranna er tæknilegt og þá hlýtur að vera eitthvað vit í þessu. Hvaða máli skiptir þó það sé algjörlega glórulaust að "rétt tíðni" fari "inn í kerfið og inn í frumurnar" og beri þannig skilaboð til líkamans með ótrúlegum árangri.
Nanótækniplástrar sjónvarsþulunnar eru ótrúlegt kjaftæði.
Er ekki rétt að sölumaður plástranna byrji á að útskýra virknina með haldbærum hætti í stað þess að tala um orkupunkta og annað sem augljóslega er kjaftæði? Svo má ræða virknina á læknisfræðilegum grunni.
Stundum rekst maður á fullyrðingar sem eru svo bjánalegar að ekki er hægt að segja annað en kjaftæði. Nanóplástarnir eru þessháttar rugl. Hér er smá gagnrýni á Lifewave plástrana og m.a. bent á hvernig hugtakið "nanótækni" er misnotað.
Lyfjastofnun hleypir þessum plástrum beint í gegn. Þeas. setur engin skilyrði eða leyfi fyrir innflutningi eins og td. öll lyf verða að uppfylla. Afhverju? Jú, vegna þess að þetta hefur enga virkni.
Ss. þar sem þetta hefur enga virkni getur lyfjastofnun ekkert gert til að hamla innflutning eða krefjast rannsókna á því hvort þetta er skaðlegt eða hefur einhverjar aukaverkanir. Þeir hrista bara hausinn sorglega og segja "ef þetta hefði bara einhverja pínulitla virkni þá gæti ég bannað þetta og komið í veg fyrir svona svik og pretti".
Það dapurlega er að sama fólkið lætur plata sig aftur og aftur alla ævi. Trúgjarnir einfeldningar sem gleypa gagnrýnislaust við öllu.
þetta er nú meiri dellan og illt að vita til að fégráðugir hagnist á trúgirni fólks. verra er að króniskir sjúklingar verða oftast fyrir barðinu á svona liði, margt fólk hefur engu að tapa og lætur platast. kv d
það var reynt að pranga svona á pabba minn sem er orðinn gamall og stirður. láta hann prófa þetta. hann fann engann mun. gaurinn var allstaðar að pota í hann og klípa til að finna réttu "staðina" til að setja þessa plásta á. lét hann meira að segja fá eitthvað sem átti að hjálpa við svefn. virkaði ekki.
mjög fyndið, hló víst bara af þessum gaur.
Svo má líka spyrja sig að því hvað sé svona æðislegt við að örva "rafsegulsvið líkamans". Ekki myndi ég þora að fikta í einhverjum rafsegulsviðum, hvað þá á mínum eigin líkama.
Eins og ég hef gaman af þessari síðu og er sammála mjög mörgu þá koma einstaka sinnum greinar hérna sem mér finnst ekki passa við margt sem þið segið.
Eins og í sambandi við trúnna þá viljið þið sannanir fyrir hlutunum sem er afar skiljanlegt, ein af þeim ástæðum að ég er fyrir löngu búinn að segja mig úr Þjóðkirkjunni.
Félagi minn benti mér á fyrir nokkru að kíkja á þessa plástra þar sem hann taldi þá geta gagnast mér vegna þeirra íþróttar sem ég stunda. Ég var og er í raun enn fullur efins um að einhver plástur geti virkað en án þess að skjóta hann i kaf strax hafði ég allavega fyrir því að sjá hvort einhverjar rannsóknir eftir óháða aðila væru til sem gætu sýnt fram á virkni þeirra. Vildi hafa eitthvað í höndunum áður en ég myndi prófa þetta, sem ég geri á næstu vikum.
Með því að fara á google scholar og skrifa "Lifewave" þá má finna ógrynni af rannsóknum eftir óháða aðila sem hafa rannsakað þessa plástra sem sýna fram á ágæti þeirra. Ég las þær reyndar ekki allar, enda hef ég nóg annað að gera.
Mér finnst margir hérna ákveða bara eitthvað án þess að kanna hlutina til hlítar, í þessu tilfelli er þetta bara bull og kjaftæði án þess að menn hafa eitthvað fyrir því að athuga hvort eitthvað liggi af baki.
Afhverju minnist engin hérna á þær rannsóknir (eftir óháða aðila) sem sýna fram á ágæti plástrana? Afhverju er einungis minnst á þær fáu neikvæðu?
Bara svona pæling.....
Helgi,
Ég gerði eins og þú sagðir, fór á google scholar og leitaði af LifeWave. Það eru vissulega fullt af linkum þar í skýrslur sem talar vel um þessa plástra en fyrir mikla tilviljun eru allir þessar skýrslur hýstar á vef lifewave... það var ekki fyrr en á bls 3 í leitarniðurstöðunum sem ég fann eitthvað sem að var framkvæmt af óháðum aðila. Þessi óháði aðili segir einmitt það sem við mátti búast, þ.e.a.s. að lifewave plásturinn geri ekki neitt.
RESULTS: There was no significant interaction or any main effect for group or time variables (p>0.05).
CONCLUSION: These data suggest that Lifewave ™ patches did not improve BM, %BF, VO2peak, or fat utilization during submaximal exercise in moderately active women.
Það gefur náttúrulega auga leið að einhver plástur sem segir senda frá sér "bylgjur á réttri tíðni" þar sem bylgjugjafinn er eitthvað sull í poka hlýtur að vera kjaftæði...
Því má bæta við að þetta var EINA rannsóknin sem ég fann sem framkvæmd var af óháðum aðila...
Stundum er bara nóg að hlusta á lýsingar þess sem er að selja vöruna til að átta sig á að um er að ræða kjaftæði. Það þarf t.d. ekkert að skoða samanburðarrannsóknir á hómópatíu til þess að komast að því að hómópatía gangi ekki upp. Það þarf bara að skoða það sem fullyrt er með smá gagnrýnni hugsun.
Í þessu tilfelli er það fullyrðingin "Rétt tíðni fer inn í kerfið og inn í frumurnar og ber þannig skilaboð til líkamans með ótrúlegum árangri" sem kemur upp um bullið. Hljómar þetta ekki dálítið ótrúlegt ? Spurðu hvaða lækni, líffræðing, efnafræðing sem er.
gæti verið að Lifewave hýsi þessar rannsóknir (eftir óháða aðila) á síðunni sinni til að sýna neytandanum fram á ágæti plástrana?
Hvar kemur fram að þær rannsóknir sem vísað er í á lifewave síðunni séu ekki framkvæmdar af óháðum aðilum ?
Sæll Helgi,
Það er mikilvægt að átta sig á því að ef maður ætlar að taka mark á "rannsóknum" er algjör lámarks krafa að þær birtist í ritríndum tímaritum. Ef rannsóknin birtist ekki í þessháttar tímaritum, getur maður afskrifað hana strax sem mjög óvandaða, eða jafnvel bara uppspuna.
Rannsókn eftir óháðann aðila yrði hýst á síðu ritrínda tímaritsins sem rannsóknin birtist í. Það kemur einnig alltaf mjög skírt fram í pdf-skjölunum hvar og hvenær rannsóknin birtist. Ef rannsóknin er hýst á síðu fyrirtækjisins til að auðvelda viðskiptavinum að nálgast hana (sem er hæpið, þar sem tímaritin sem birta greinarnar eiga copy-right) kæmi samt skýrt fram í hvaða tímariti rannsóknin birtist.
Það þarf varla að taka fram að "rannsóknirnar" sem eru hýstar á síðu LifeWave bera þess engin merki að hafa verið birt í ritríndum tímaritum.
Ég var kannski að fara full lauslega með staðreyndir þegar ég sagði "fullt af linkum". Það eru færri en 5 skýrslur. Ein af þessum "rannsóknum" er framkvæmd af manni sem er "doctor of oriental medicine" og var þessi skýrsla birt á Life Wave ráðstefnu í Las Vegas... þannig að sú rannsókn var ekki framkvæmd af "óháðum aðila".
Önnur skýrsla sem ég fann segir að í rannsókninni hafi aðeins verið 26 þáttakendur sem var skipt í 3 hópa eins og gengur og gerist í slíkum rannsóknum. Þetta er ekki nægilega stórt úrtak til að skipta máli og þar að auki sýndi rannsóknin aðeins 3% bætingu á því að nota plásturinn sem að er það lítið að það skiptir ekki máli...
Í þessu skjali er minnst á rannsókn sem framkvæmd var af Joseph A. Goodson. Það kemur í ljós að Joseph er ekki vísindamaður heldur þjálfari ameríska fótboltaliðsins í Morehouse háskóla í Bandaríkjunum.
Það er því nokkuð augljóst að fullyrðingar um rannsóknir sem framkvæmdar eru af óháðum aðilum standast ekki nánari skoðun.
En þó svo að þessar rannsóknir sýndu að plásturinn gerði fólk að einhverjum ofurmennum þá myndi það ekki skipta neinu máli þar sem að "vísindin" á bak við virkni plástursins er ekkert annað en kjaftæði. Ef einhver sýnileg virkni væri á plástrinum þá væri það af öðrum orsökum en "bylgjur á réttri tíðni".
Og Google Scholar er ekki góð leið til að finna ritríndar greinar, PubMed er mun betri kostur. Ef maður leitar að LifeWave á þeirri síðu birtist ein grein sem var birt á rástefnu á vegum IEEE, og í tímariti henni tengdri. Ég hef einga ástæðu til að efast um ágæti tímaritsins, IEEE er mjög virt félag verkfræðinga.
Rannsóknin er aftur á móti hræðilega illa unnin, því hún er tæplega einblind, hvað þá tvíblind. 10 ungir einstaklingar (alltof lágt úrtak augljóslega) voru látnir framkvæma léttar æfingar og breitingar í hjartsláttartíðni þeirra mældar á meðan. Fyrst var þetta gert án plástra, svo með Placebo-plástri og loks LifeWave plástri. Þetta gerir það að verkum að einsaklingurinn sem framkvæmir tilraunina (og hugsanlega viðfangið líka!) veit vel hvenær LifeWave plásturinn er á viðfanginu, og það eyðileggur rannsóknina. Einstaklingurinn sem vinnur úr gögnunum veit líka vel hvað á að vera gott og hvað vont, og það eyðileggur rannsóknina.
Þessi grein er birt 2005 og virðist vera bráðabirgða-rannsókn. Það að ekki fleiri greinar hafi birst um efnið eftir sömu höfunda í sama tímariti segir meira um virkni plástrana en allar þessar "rannsóknir" á síðu LifeWave.
Sælir Björn og Kári
Þakka greinargóð svör
Ég tek undir með ykkur og viðurkenni að ég var/er mjög skeptískur á virkni plástra á þessu sviði. Ég hins vegar las tvær rannsóknir þar sem fjallað var um ágæti plástursins. Ég ætla að hafa samband við félaga minn sem benti mér á plástrana og biðja hann að finna fyrir mig þessar rannsóknir eftir óháða aðila, þar sem þær eiga að vera ófáar að hans sögn.
Pósta því hérna inn þegar ég heyri eitthvað
Segir disclaimerinn á vefsíðunni þeirra ekki dáldið mikið?
"Individuals that are quoted on this website have experienced results that may not be typical results and as such their results will not be the same as your individual results. [...] LifeWave patches are not intended to be used in the cure, treatment or prevention of disease in man or animals."
Plástrinum er ekki ætlað að lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma en fyrirsögn DV er að þeir geri KRAFTAVERK. Og í umfjöllun segir að plástrarnir
eiga að geta læknað hina ýmsu kvilla eins og mígreni og svefntruflanir.
Ef þú villt hrinda af stað gróðamaskínu, er lítið mál að láta semja nokkrar greinar, eða bara semja þær sjálfur undir mismunandi nöfnum.
Það er svo magnaður andskoti hvað fólk getur endalaust látið plata sig til að kaupa eitthvert djöfulsins húmbúkk og kjaftæði.
Hvað er til dæmis Húsasmiðjan að gera núna ?
"Við borgum þér" Ég get alveg orðið bálillur yfir svona helvítis þvælu. Hvern djöfulinn þykjast þeir vera að borga ? Ég neyddist til að kaupa smáræði þar ( á svívirðilega uppsprengdu verði )og nú á ég víst óumbeðið inneign sem ég get náðarsamlegast tekið út 1-31 Mars 2009.
Fólk veit væntanlega ekki að svona inneignir eru aftast í kröfuröðinni þegar fyrirtæki fara á hausinn og koma því aldrei til greiðslu.
ég er búinn að prófa svona plástra ég hélt að þetta virkaði ekki en ég keypti mér orku plástra. ég varð miklu orku meiri. áður fór ég alltaf í vinnuna og síðan að versla og var svo rosalega þreyttur í búðin að ég gleymdi allveg hvað ég átti að kaupa og keypti bara ýmislegt drasl og fór heim og steinsofnaði og vaknaði svo oft um seint og þá þurfti að redda matnum og þá fór maður nátlega svoldið oft bara útí sjoppu að kaupa samlokur. þegar ég var búinn að vera á plástunum í 4 dag þá hætti ég að finna fyrir þessari þreytu og varð mikið hressari og gat því hafið almenilegan mat á heimilinu
Ég elska svona! Það er svo gaman að svona vitleysu. Söluvörur sem byggja á fáfræði neytandans.
Varðandi birtingu í ritrýndum tímaritum, þá er oft mjög erfitt að fá greinar þar sem niðurstöður eru neikvæðar birtar, þetta er kannski ekki algilt, en þetta er mjög algengt.
Það er því ekkert skrýtið að það sé erfitt að finna heimildir um vanvirkni kukls, því almennilegar rannsóknir benda (lang oftast) á að það virki ekki, sem þýðir svo aftur að erfitt er að fá rannsóknirnar birtar.
Alveg rétt Haukur, það er ákveðinn bias að birta góðar fréttir, bæði hjá tímaritunum og hjá rannsakendunum sjálfum og þetta á ekki bara við um kuklið. Í þessari grein fjallar Ben Goldacre m.a. um það að aðeins ein af hverjum fimm "cancer trials" birta niðurstöður, sem er frekar slappt.
Eitt af því sem maður getur gert til að komast hjá þessum bias er að lesa vel Review greinar, en þar er ekki aðeins fjallað um niðustöður rannsókna, heldur einnig gæði rannsóknanna.
Hér má nálgast Review greinar um allskonar efni tengdum sársauka, þ.á.m. virkni nálastungu og hómópatíu á því sviði. Maður heyrir oft talað um að "rannsóknir sýni" að nálastungur hafi verkjastillandi áhrif, en þær yfirlitsgreinar sem eru birtar þarna eru (að sjálfsögðu) ekki sammála því.
Þetta er nákvæmlega eins og þessi ilmvötn sem hægt er að kaupa á netinu sem í auglísingum segja að innihalda hormóna sem eiga að laða að hitt kynið. En í raun það eina sem ilmvötnin gera er að gefa manni sjálfstraust til að ger eithvað í málonum. Notandinn heldur að hann sé undir töfrum og að allt sé að fara ganga vel. Svo gengur það vel því notandinn hegðar sér öðruvísi. Alveg eins með þessa plástra. Lætur mann halda að eithvað sé að virka og þar af leiðandi virkar það. Veit samt ekki hvort ég sé á móti þessu því það eru góðir og slæmir hlutir við þetta, Slæmt: Svindlarar græða pening, Þetta er lygi Gott: Fólk sem fattar þetta ekki líður betur..
Af hverju ekki að leita í eithvað frekar sem þú þarft ekki að borga fyrir...
Srtákar mínir. Takk Skúmur og Helgi. Hvers konar endemis bullukollar, og dónar eruð þið hinir, og ritstjórinn með. Á hvaða aldri eruð þið. Hvað þykist þið vita ? Agapunktúr eru 5000 ára gömul Kínversk fræðu um: ORKUPÚNKTA líkamans. Við "homo sabiens" erum 70% vatn. Rafboð frá heilanum, ( ef maður hefur þá heila) segja útlimum að hreifa sig og tungunni að tala með RAFBOÐUM. Vísindin vita nánast ekker um starfsemi heilans eða 1 - 2 %. Ég hef prófað Lifewave á sjálfum mér " Undrin " þessa nýju tækni. Ég er gjörsamlega hissa hvað þetta virkaði fljótt og vel. Ótrúlegt. Ég tek aldrei pillur, við sársauka eða öðru. svo þessir innfra rauðu geyslar eru eina skýringin á því að mínir verkir eru horfnir, svefninn kominn í lag, ég er miklu orkumeiri, og fitubollan ég er að grennast. Ég legg til að þið hættið þessu bulli um Lifewave og drýfið ykkur allir á kynningarfund hjá Lifewave, að Lynghálsi 10, 3 hæð, í húsnæði Bridge. Kynningarfundirnir eru hvert kvöld, nema laugardsgskvöld (þá förum við að tjútta) kl. 20.oo. Það er OK að treysta ekki öllu, sem manni er sagt, en á þessum kunningarfundum, sjáið þið svart á hvítu hverslags BULLUKOLLAR þið eruð í dómi ykkar á einhverju, sem þið vitið ekkert um. Kanski finnur Lifewave upp ljóstíðni, sem lagar heilaskemdir og eykur gáfur. Hver veit. Nederdalmaðurinn fann upp hjólið, Bell símann, Edison ljósaperuna m.m. Þið eruð að nota tölvu við að skrifa á þessa síðu, hringið úr þráðlausum síma osf. Við lifum í þrívídd, en raunvísingin eru búin að sanna að víddirnar eru að minnstakosti 13. Þið sjáið ekki hinar 10. Farið á kynningarfund hjá Lifewave, prufiði geislana, eins og ég, og skrifið svo um reynslu ykkar hérna á VANTRÚ. Ég reikna með að ritstjórinn á VANTRÚ breyti nafninu á síðunni eftir sína upplifun í TRÚ. Opniði hausinn á ykkur og gangi ykkur allt í haginn. Ísland upp.
Þarf frekari vitnanna við? Er þessi athugasemd sölumannsins ekki rækileg sönnun þess að Livewafe er fullkomið kjaftæði?
Agapunktúr eru 5000 ára gömul Kínversk fræðu um: ORKUPÚNKTA líkamans.
Ég veit þú verður fyrir vonbrigðum, en við véfengjum þau fræði.
svo þessir innfra rauðu geyslar eru eina skýringin á því að mínir verkir eru horfnir, svefninn kominn í lag,
það koma engir geislar úr þessum plástrum.
Matti minn. Opnaðu hugann og drífðu þig á kynningarfund hjá Lifewave að Lynghálsi 10. Þá hættirðu þessu bulli drengurinn minn. Sannaðu hlutina sjálfur fyrir sjálfum þér. Drífðu þig út og taktu þátt í lífinu.
Matti. Takk fyrir linkinn um nálastungur. Þessi grein hjálpar mér enn betur að trúa á " Alternativ " fræðin, sem Lifewave gengur úta á. Ég gleymdi að segja ykkur frá að sá sem er einn af þeim, sem kynna Lifewave uppí Lynghálsi heitir Örn og hann er, að ég held, klárasti "Nálastungu og Agapunktur sérfræðingur á Íslandi. Hann hefur stundað frænin í meir en 25 ár. Hann notar Lifewave tæknina á punkta líkamans og segir að þessi nýja tækni virki betur en nálar. Hittu hann og spurður hann. Ég er reyndar ekki sölumaður heldur ánægður notandi. Stattu upp frá uppáhaldinu þínu tölfunni og Drífðu þig af stað, strax í kvöld.
Það er vont að vera með svo opinn haus að heilinn detti út.
Það er einfaldlega ekkert sem bendir til þess að þarna sé nokkuð annað en lyfleysuáhrif á ferðinni.
Það er einfaldlega engin leið til þess að þessir plástrar geri það sem þeir eru sagðir gera.
Innihald plástranna er tvíþætt, samkvæmt einkaleyfisumsókninni. Annars vegar blanda af hunangi og sýrópi og hins vegar blanda af L-Glutamine og L-Carnitine. þessi efni eru amínósýra annars vegar og efni sem líkaminn vinnur úr amínósýrum hins vegar. Bæði þessi efni fáum við auðveldlega úr kjöti. Báða plástrana virðist þurfa að nota í einu
Samkvæmt Lifewave eiga þessir tveir plástrar í sameiningu að mynda rafsegulsvið eða hitasegulsvið (?) í líkamanum sem á aftur að valda því að rafboð taugakerfisins breytist á þann hátt að styrkur og þol aukist umtalsvert. Auk þess hafa plástrarnir verið sagðir lækna hina ýmsu kvilla, allt frá liðverkjum til krabbameins.
Ekkert af þessu stenst skoðun. Lýsingar Lifewave á virkni plástranna og þeim kerfum sem aðferðin byggir á eru stórgallaðar og byggja augljóslega á lélegum vísindalegum skilningi og röngum forsendum. Hér má sjá afgreiðslu efnafræðings á staðhæfingum Lifewave.
Maðurinn að baki Lifewave, David Schmidt, kallar sig doktor án þess að hafa nokkra doktorsgráðu að því næst verður komist. Schmidt hefur neitað að gefa nokkuð upp um menntun sína eða reynslu af rannsóknum eða fræðastörfum.
Þess má geta að bandaríska einkaleyfastofan hafnaði umsókn Lifewave í fyrra eftir þriggja ára yfirlegu.
Leifur ! Þú segir að vísindin viti aðeins 1-2% um heilann ? Það er svo rosalega rangt hjá þér og mikil vanvirðing við alla þá vísindamenn sem hafa rannsakað heilann. En svo ertu hissa þegar við gagnrýnum þín gervivísindi. Eini munurin er að við rökstyðjum okkar gagnrýni.
Matti, Baldvin og Óttar. Ég nenni ekki að ala ykkur upp í sjálfum ykkur. Ykkur finnst þið vera vísindamenn. Sjálfslígin er erfitt "syndrom" Ég læt þessu lokið með grein eftir snillinginn, og listamanninn, sem ég er líka, Guðmund Odd frá því í dag. Vonandi lærið þið eitthvað á henni og þroskist. Eigi þið gott líf.
REIÐI: Reiði er eins og að sprauta sjálfan sig eitri og bíða eftir því að það sem við erum reið útí deyi eða hverfi út í loftið. Það er meira að segja sagt að þeir eða það sem nái að reita mann til reiði hafi sigrað mann. Það er líka sagt um reiðina að hún sé eins og heitur vindur sem blási í burt ljós skynseminnar. Reiði er oftast lamandi afl en það er samt hægt að koma henni í skapandi farveg. Hún verður þá eins konar skilvinda. Á tímum hinna pólitísku vakninga í kringum 1970 var sagt við mig að það væri bara eðlilegt að vera ungur og reiður. Ég meira að segja reiddist þegar þetta var sagt. Það er alveg satt að reiði stjórnaði lífi mínu líklega hátt á annan áratug. En mér leið ekkert sérstaklega vel. Aðspurður einu sinni, á erfiðu augnabliki, hvað ég ætlaði að gera við reiðina varð fátt um svör en ég fór samt að hugsa. Hvað gerir maður við reiði? Jú, maður getur verið reiður út í annað fólk, út í útrásarvíkingana, bankaeigendur, pólitíkusa, ný-frjálshyggjuna já, bara allt heila systemið. En hvað gerir maður við reiðina? Lætur maður hana sigra sig eða getur maður beint henni í einhvern umskapandi farveg?
Leifur, af hverju ertu svona reiður yfir því að við gagnrýnum LiveWave plástrana og bendum á að þetta er plat? Væri ekki nær að þú reyndir að skoða gagnrýni okkar - ég er viss um að þá losnar þú við reiðina.
Reiður ha ha. Reiði sýnir óöryggi. Kæri Matti minn. frændi minn ef ekki í fyrsta lið, þá örugglega innan við sjötta lið.
Ef þú vissir hver er að skrifast á við þig þá myndir þá átta þig betur á, því sem ég er að reyna að segja þér. Ég hef ferðast um heiminn í 28 ár til að kynnast sjálfum mér og öðlast reynslu, þér, mér og öðrum til góðs. " Sá einn veit, er viða hefur ratað " sjö tungumálum síðar. Ég er að missa af fluginu, þar sem ég er staddur, út í heim og verð að hætta. Gangi þér, þínum og öllum vinum þínum á "Van"Trú" allt í haginn. Bless.
Sælir, Vildi bara láta mitt álit í pottinn. Ég hef tvisvar fengið að prufa orku plásturinn, fyrra skiptið var það eftir ég var í ræktinni.. Var búinn á því, og átti að mæta í vinnu eftir klukkutíma, fékk ég svona stykki á sitthvoran fót. Ég vil meina að ég hef aldrei átt jafn góðan og hressan vinnudag, var á hlaupum þessa 4 tíma. Fólk sagði að ég ætti að róa mig vegna þess ég lét það líta illa út. Seinna skiptið var þegar ég var svo að fara í ræktinna. Munurinn var sá að ég tók enga hvíld á milli tækja í ca klukkutíma.. sem venjan er að taka , ca 1-3 mín. Bara skaust í næsta og næsta og næsta... :) Ég er ekki sölumaður, bara náungi sem fékk að prófa þetta.. og þessi liðleika próf sem hægt að gera með þeim, þegar þið sjáið þau, þá er öll sagan sögð.
Lyfleysuáhrifin geta gert ótrúlega hluti, ef maður vill að þau geri þá.
Varðandi liðleikaprófin, hefurðu prófað þau sjálfur?
Það er ekki ný brella að nota flugumenn til að sýna fram á áhrif snákaolíu af ýmsu tagi ...
Sæll Baldvin, já hef prófað þau sjálfur.. t.d. ef ég stend og reyni að snerta á mér tærnar vantar alveg 6-7 cm uppá, þegar það var sett síðan 2 plástra ofaná sokkinn minn. þá skyndilega náði ég auðveldlega niðrá tær. og að auki er eitt test sem er erfitt að útskýra í rituðu máli, en það var togað hendurnar mínar á afturábak. var ekki smuga að setja þær saman fyrir aftan bak, vantaði þar svona svipað 5-8 cm uppá, en með plástrana í hendinni þá gat ég skellt höndunum saman bakvið bak. Tek fram að hendurnar eiga að vera beinar allan tíman, einsog þú klappar bara, og síðan læturu hendurnar renna á afturbak, án þess að snúa neitt uppá lófan, einsog sumir munir gera þegar þeir reyna þetta eftir að hafa lesið þetta :) þannig segið mér, afhverju virkar þetta nánast á öllum..? meira segja á öllum sem er vissir um að þetta sé plat og á ekkert gagn að gera.
Ættu vantrúarmenn ekki bara að skella sér á svona pálstra og prófa þetta.
Gera könnun á þessu, það væri gaman að lesa um það.
Vantrúarmenn hafa þegar skellt sér á kynningu. Vonandi birtist frásögn af því á næstunni.
Prófun á svona plástri er meira mál en halda mætti. Til að eitthvað vit sé í svona prófun þarf hún að vera tvíblind, a.m.k. blind. Þ.e.a.s. sá sem prófar plásturinn má ekki vita hvort um er að ræða "alvöru" plástur eða plat. Aðrar prófanir eru í raun marklausar.
Mér finnst alltaf gaman að sjá "gæði" ritaðs máls hjá þeim sem tala með svona kjaftæði. Það segir manni oft meira en nóg.
Arnar Ingi, frábært að það skuli allt í einu hafa slaknað á sinunum hjá þér á meðan að þú varst með þessa plástra. Lengjast þær þá á meðan að þú ert með þá og skreppa svo aftur saman þegar að þú tekur þá af, eða hvernig virkar þetta? Vá, ég verð að prófa svona plástur og sjá hvort ég komi fótleggjunum á bak við höfuðið! Flott líka hjá þér að fara úr tæki í tæki í ræktinni án þess að taka hvíld á milli, plásturinn sér væntanlega um það að þú fáir ekki álagsmeiðsli?
Matti hvet þig til að vera tilraunadýr og prófa þessa plástra. Ég er ný búin að heyra um þá og hafði ekki hugsað mér að prófa en þessar skemmtilegu umræður fá mig til að langa til þess. Er bara svo asskoti laus við lausafé svo ég hvet þig Matti minn til að gera smá tilraun og leyfa okkur að fylgjast með.
Er hér í fyrsta skipti og er ekki vön að skrifa athugasemdir en þið eruð alveg bráðskemmtileg hér ekki oft sem ég sit hlæjandi við tölvuna enda hundleiðinlegar fréttir ekki gefið tilefni til þess. Sjúkraþjálfari takk fyrir hláturinn finn ég er öll að braggast.
Það er fyndið að sjá svikavörusölumennina, Gunnu, Sævar Má, Arnar Inga, Leif, mumma og Helga (sem eru sennilega allir sama manneskjan) flykkjast hingað til að reyna að sannfæra fólk um að þetta feik drasl virki. Mann setur bara hljóðan að sjá svona bull.
HEY!
Ég er ekki svikasölumaður.
Viðhorfin hér á þessari síðu lýsa mínum viðhorfðum ágætlega.
Ég var nú meira að tala í gríni en í alvöru með að vantrú ætti pófa þetta rugl.
Mundi vera sniðugur dagsskráliður.
Hvenær kemur greinin um ferð vantrú á kynningarfundinn?
Helgi Briem: Ég er ekki að selja plástra....
Sæll Helgi. Nei nei nei ég er ekki að selja þessa plástra, hef aftur á móti ofurtrú á íslensku lambakjöti og kúamjólk. Mér fannst lýsingin hjá sjúkraþjálfaranum í alvörunni alveg drepfyndin, engin kaldhæðni þar, sá þetta mjög myndrænt fyrir mér og skellihló. Mín skoðun á þessum plástrum er sú að mér er alveg assgat sama hvort fólk vill prófa þa eða ekki. Káfar bara alls ekkert upp á mig. Stóðréttarkveðja til þín Matti og þú klikkar ekki næst enda kominn á plástrana þá. Kær kv. Gunna.
Er þetta fólk virkilega tilbúið að leggja þær mörgu milljónir sem vitræn, marktæk, tvíblind rannsókn mundi kosta til þess að prófa svona öræfaþvælu og rugl??!?
Ég hélt ekki.
Ef þetta raunverulega gerði einhvern skapaðan hlut væri létt verk að fjármagna alvöru rannsókn. En auðvitað dettur engum heilvita manni svoleiðis della í hug.
Jæja, ég fór fýluferð í kvöld. Ætlaði að kíkja á kynningu hjá sjónvarpsþulunni en kom að luktum dyrum í Lynghálsi.
Sæl verið þið.. Vildi bara benda á að þetta drasl er komið með facebook síðu:Livewave og síðan rakst ég á góða grein á heimasíðu framleiðandans sem talar um hvernig plásturinn breytir hvatberum!!! Greinin. Enn það sem gaman er að ég fann þetta um gaurinn sem gerði rannsóknina: Frank Shallenberger
Mér fannst verða að koma með smá innlegg í umræðuna hérna.
Þetta er merkileg umræða.
Vil benda ykkur sem trúið á virkni plástrana að lesa þrjár stuttar greinar.
http://blog.eyjan.is/humbukk/2009/03/21/stadfestingavillan-hvi-er-truad-a-humbukk/
http://blog.eyjan.is/humbukk/2009/03/18/adhvarf-ad-medaltali-og-sjalfkvaemur-bati/
http://blog.eyjan.is/humbukk/2009/03/16/sonnunarbyrdi-hver-ber-hana-og-af-hverju/
Þetta eru svona grunnatriði sem þarf að vera með á hreinu ef maður ætlar að ræða virkni einhvers eins og þessara plástra af einhverju viti.
Ég hef farið á svona kynningu. Þar var mér m.a. sagt að plástranir myndu laga í manni DNAið. Segir það ekki allt sem segja þarf?
Af forvitni þá fór ég á svona kynningarfund í gær, um Lifewave plástra. Hef reyndar alltaf haft gaman af því að fylgjast með ýmsum óhefðbundnum aðferðum - aldrei að vita nema einhver þeirra virki einhverntíman í alvöru.
Mér fannst fundurinn frekar þunnur, talað um orkupunkta og fleirra í þeim dúr, sem flest venjulegt fólk fylgist ekki með sökum daglegs amsturs. Þriðja augað var blandað þarna inn í en sú "orkustöð" er reyndar úr indverskri yoga sperki en ekki kínverskri nálastungutækni. Staðhæft að í þessum plástrum væri engin lyf, einungis sykrur og amínósýrur, en fyrir þá sem ekki vita þá eru amínósýrur byggingarefni próteins og sum prótein eru baneitruð, s.br. eitur sumra dýradegunda, sem þýðir að amínósýrur geta vel verið lyf ef þær eru settar saman á réttan hátt. Og ef um "verkjaplástur" er ræða þá er hann settur u.þ.b. þar sem verkurinn er (nálastungupunktarnir virðast ekki skipta máli núna) og stundum þarf jafn vel ekki að nota nema annan plásturinn og spara hinn, sem kemur öllum til góða því þá þarf bara að kaupa annann þeirra inn þegar sá er búinn - bla bla.
Annað tók ég eftir, afhverju eru allar svona "töfralausnir" frá Bandaríkjunum miðaðar gegn fitu, brenna orku, unglegt útlit og afeitranir (detox)?? Svo er sívinsælt í þessum síðnýaldarlífsspeki að nota orð eins og: austræn speki, rafsegulsvið, ára, hitt og þetta yoga, kristalaheilun, hvalasöngur, einhyrningar, höfrungar, forn egyptar, aztekar, mayar o.fl. o.fl. endalaust í hring. Nanótækni er gott orð til að nota á fólk því fæstir vita að sú tækni er gott sem rétt að byrja, hvað þá nanótækni í lífvísindum. Leiðrétta og/eða lækna DNA, hvernig sem það er hægt? Skilaboð til líkamans, eins og líkaminn sé sér "einstaklingur" en ekki samsafn milljóna frumna - því í reynd erum við bara fjölfrumungur með samlífunga í meltingarveginum.
Svo eiga þessir plástrar meira að segja virka án beinar snertingar við líkamann (???), afhverju er þá verið að tala um nálastungutæknir, orkubrautir o.þ.h.
Maður hefur stundum gaman af því þegar sumir bandaríkjamenn blanda saman (framtíðar-) nútímatækni við "gömul heimilsráð" og ævintýri.
Ég var feginn þegar ég fór að loknum fundi en hvet jafnframt Vantrúarmenn til að fara á kynningarfund, þetta er bara gaman, ódýrara en í bíó.
Var ég að lesa mig í gegnum þessa síðu tek það fram að ég hef aldrei prófað þessa plástra en eitt er víst að þessir meðlimir í þessari Vantrú eru sjálfum sér og félaginu til skammar eru dónar á hæðsta máta. Hvað veldur því að þessir menn eru með áhyggjur yfir hvað Palli eða Gunna úti bæ eru að kaupa ekki borga þessir menn fyrir aðra en sjálfa sig ef þeir þá gera það og einhvern veginn fynnst mér að hver og einn ætti að hafa nóg með sjálfan sig og vera ekki með áhyggjur af öðrum en lítið er að gera hjá þessu liði og eitt er víst að vantrú hefur ÖRUGGLERGA aldrei tekið feilspor þá á ég við meðlimi líti hver og einn í eigin fés áður en hrægt er á aðra ..
Á hvern hefur verið hrækt í þessari umræðu?
Að sjálfsögðu er fólki frjálst að kaupa það sem það vill en þá er líka betra að það hafi réttar upplýsingar í höndunum.
Fullyrðingar framleiðenda og seljenda Lifewave plástranna eru allt frá því að vera vafasamar í það að vera hreint út sagt fáránlegar.
Hvað er að því að benda á það?
ég trúði ekki á þetta áður en ég prófaði og trúi ekki enn... en þetta virkaði. ef ég get loftað meiru með einhverskonar plástra á mér sem í raun gera ekkert, á ég þá að sleppa þvi að nota þá afþvi að það eru ekki til neinar vísindalegar sannanir fyrir því að þetta geti virkað?
Ingimar, ég held að þú hafir slegið met í flestum innbyrðis mótsögnum miðað við lengd texta.
En jújú, ef fólk vill eyða pening í hluti sem það trúir ekki á, sem gera ekki neitt, sem virka samt og hjálpa því að lofta meiru án þess að vísindalegar sannanir sé fyrir því að þeir virki. Þá er það velkomið... Eða eitthvað.
Og plástrarnir vinda upp á sig og það er kominn maí:
http://www.visir.is/article/20090514/IDROTTIR0101/776803866
-eins og með alla vitleysu er þetta ansi lífsseigt. Nú síðast á menningarmiðlinum visi.is. Lokaorðin snilld: "Hér erum við aftur á móti bara að tala um vísindi," segir Guðmundur."
Þetta eru nú meiri vísindamennirnir. Markaðshyggja nútímans mengar og treður sér inn á þá sem horfa á heiminn gagnrýnislaust. Frekar pirrandi.
"Individuals that are quoted on this website have experienced results that may not be typical results and as such their results will not be the same as your individual results."
...segir á heimasíðu Lifewave. Gott að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Snilldarumræða. Snákaolíuneytendurnir virðast ófærir um að átta sig á þegar verið er að flengja þá í rökræðum.
En aldrei skal það hætta að koma mér á óvart hversu miklir helvítis vanvitar fólk getur verið.
Einn sölumaður hjá LifeWave vildi selja mér þessa plástra og sagði að meira en 2000 Íslendingar væru farnir að nota þá með "góðum árangri".
Sjálfur vissi hann ekki hvort þeir virkuðu enda hefði hann ekki prófað þá, "hann væri nýbyrjaður að selja þá og hafði heyrt að þeir virkuðu fyrir suma en suma ekki".
Mér þætti gaman að heyra frá sem flestum þeirra sem prófað hafa þessa plástra hér á þessari síðu. Gaman væri ef þeir sem hér skrifa og eru greinilega í liði með LifeWave bentu notendum plástranna á þessa síðu og hvettu þá til að segja frá reynslu sinni, okkur hinum til fróðleiks.
Eruð þið ekki komnir út fyrir ykkar áhugamál sem virðist vera trúmál..Þið sem heimsækið þessa furðulegu síðu kommentið um hluti sem þið greinilega hafið ekki kynni til, og þar sem öll umræða hér er á lágu plani er ekki þess virði að diskutera LifeWave plástrana þar sem engin hinna efasemdar manna hefur fengið prófun sjálfur á plastrunum sem heitið getur,undurrituð hefur verið í sölumennsku á gæðavöru í 23 ár og man mörg ár til baka eftir lágkúrru umtali efasemdar manna og loosera sem þrífst til sveita á Íslandi hjá smáborgarasálum, og speglast umræðan á þessum net miðli af slíku, það hefur alltaf ef einhver snilldarvaran hefur rekið á fjörur Íslendinga komið upp lágkúruleg umræða af þessu tagi sem hér að ofan ber vitni og þar ber td. að nefna Herbalife og margar aðrar ágætisvörur, og ef einhverjum verður sú heppni á að græða þá komið þið looserarnir inn með loosers athugasemdir sem engin fótur er fyrir og rakkið nyður af hreinni öfund. munið aðeins eitt. Öfung og græðgi eru systur
Það skal tekið fram hér að undirrituð hefur starfað erlendis í 5 ár og ekki með plástra.
Hulda, áhugamál okkar eru bull, þvæla, hindurvitni og lygi í öllum sínum myndum. Að okkur sækja lygarar, svikahrappar og þjófar úr öllum áttum sem vilja hafa af okkur peninga og hafa yfir okkur vald. Hvort sem þeir eru predikarar eða plástrasölumenn eyðum við orku okkar í að fletta ofan af lygum þeirra og prettum.
Takk fyrir innlitið.
Haha... þetta er nú mesta bull sem ég hef séð. Fyrir og eftir myndirnar á heimasíðu Lifewave eru ekki einusinni af sömu manneskjunni (hvít kona og svo tvær latino konur en allar í sama kjólnum). Öll nöfn á síðunni innihalda ekki einusinni eftirnöfn: - Bill M. - Serena W. - Viola W. - Dr. Decker - Billy I. ...og gætu þetta verið hverjir sem er í Bandaríkjunum (eða annars staðar). Í frétt Fréttablaðsins í dag (bls. 26) segir að "uppfinningamaðurinn" og eigandi Lifewave (sami maður) gefi ekki upp ferilskrá sína og allar rannsóknir sem Lifewave stiður sig við virðast ekki hafa verið gerðar (eða allavega viðurkenna skólarnir það ekki). Þessi maður er jafn mikill snillingur og sá sem reyndi að selja Norðurljósin hér í gamla daga...
hahaha.. alltaf gaman að kíkja á hvað er að gerast á Vantrúarvefnum.
Merkilegt hvað fólk virðist hafa ríka þörf til að láta plata sig. Ætli þetta séu leifar úr barndóm þar sem fullorðna fólkið sagði okkur ævintýri og jólasveinasögur??
David Schmidt, apalframkvæmdastjóri LifeWave skrifar um LifeWave-plástra:
Bréf þetta er svar við blaðagrein sem nýlega var birt í íslensku dagblaði þar sem ráðist var bæði að minni persónu og á LifeWave-fyrirtækið, aðallega með tilvitnun í ummæli Magnúsar Jóhannssonar prófessors.
Í fyrsta lagi er blaðagreinin skrifuð á meinfýsinn hátt og eru engar sannanir lagðar fram á þeim fullyrðingum sem Magnús setur fram. Þess í stað veitir Magnús "álit" sitt, sem ekki vegur þungt þegar kemur að vísindum. Eins og Magnús veit byggjast vísindi á staðreyndum, rannsóknum og fræðistörfum. Mér kemur á óvart að maður sem stærir sig af því að vera sjálfskipað yfirvald í þeim efnum skuli virða að vettugi svo ófrávíkjanlegt lögmál.
Í öðru lagi hefur LifeWave nú verið starfandi í sjö ár. Hvernig gæti fyrirtæki starfað svo lengi án þess að bjóða upp á lögmæta vöru? Sannleikurinn er sá að vörur LifeWave hafa þau áhrif sem lýst er í auglýsingum. LifeWave heldur reglulega fundi fyrir almenning um allan heim til að kynna IceWave-verkjaplástrana. Dæmigerð kynning fer þannig fram að einhverjum fundargesta sem finnur fyrir verkjum er boðið að prófa vöruna og lýsa áhrifunum um leið og hann finnur þau. Dæmigerður árangur er 50% eða meiri linun verkja á tveim til þrem mínútum.
Í þriðja lagi er ég sakaður um að vera loddari og að fara huldu höfði. Það er fjarri sanni. Yfirlit um starfsferil minn er aðgengilegt á vefsíðu LifeWave og segi ég þar opinskátt frá reynslu minni og vinnu síðastliðin tólf ár fyrir bandaríska herinn. Einnig má nefna að forstjóri LifeWave-fyrirtækisins er hershöfðinginn Teddy Allen (sem kominn er á eftirlaun hjá hernum). Hann hefur verið sæmdur ótal heiðursmerkjum sem segir sína sögu um störf hans fyrir herinn. Það er honum að þakka að LifeWave-plástrarnir eru nú notaðir af hermönnum við störf í Bandaríkjunum. Allen hefði, sem þriggja stjörnu hershöfðingi á eftirlaunum, getað valið að starfa hjá hvaða fyrirtæki sem var, en hann valdi að starfa með LifeWave.
Í fjórða lagi fór LifeWave að njóta eftirtektarverðrar velgengni í Bandaríkjunum árið 2004 þegar bandaríska ólympíuliðið í sundi notaði LifeWave-orkuplástrana í því skyni að bæta enn frekar árangur sinn. Eftir að hafa fylgst með árangri íþróttamannanna með LifeWave ákvað Richard Quick, sem var þjálfari bandaríska ólympíuliðsins í sundi á sex Ólympíuleikum, að ganga til liðs við LifeWave-fyrirtækið. Quick er einn virtasti sundþjálfari heims. Maður með hans bakgrunn getur valið að starfa hjá hvaða fyrirtæki sem er. Hann hefur valið að vinna með LifeWave.
Í fimmta lagi hefur LifeWave unnið staðfastlega að því síðastliðin sjö ár að sanna gildi vörunnar með bæði klínískum og vísindalegum rannsóknum. Við höfum leitast við að eiga samstarf í rannsóknum eingöngu við virta sérfræðinga. Sem dæmi má nefna að dr. Dean Clark, læknir bandaríska ólympíuliðsins í sundi og viðurkenndur sérfræðingur á vettvangi læknisfræðilegra innrauðra myndgerða, hefur stjórnað klínískum rannsóknum á LifeWave-plástrunum síðastliðin fjögur ár. Dr. Clark hefur kynnst af eigin raun gildi LifeWave og hann kynnti LifeWave fyrir íþróttamönnum og læknum á Ólympíuleikunum í Peking. Dr. Clark gæti valið úr fyrirtækjum til að starfa hjá en hann hefur valið að vinna með LifeWave.
LifeWave heldur ráðstefnu í París laugardaginn 20. júní. Hér með býð ég Magnúsi Jóhannssyni að eiga fund með mér, dr. Dean Clark og dr. Steven Haltiwanger. Magnús mun fá tækifæri til að ræða við fólkið á bak við LifeWave og kynna sér þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. Ég býð Magnúsi að endurvinna klínískar rannsóknir okkar og greina frá niðurstöðunni í vísindaritum. Eins og hann veit er það eðlilegur farvegur.
Til viðbótar eru nokkrar staðreyndir:
1) LifeWave-plástrar eru skráð söluvara á Íslandi lögum samkvæmt sem tæki til punktaþrýstings (e. acupressure).
2) IceWave-verkjaplástrar eru viðurkennt meðferðartæki á Íslandi.
3) Í Bandaríkjunum eru LifeWave-plástrarnir skrásettir hjá Lyfja- og matvælaeftirlitinu (United States Food and Drug Administration).
4) LifeWave-plástrarnir virka sem tæki til punktaþrýstings (sem útskýrir hvers vegna fylgir þeim "perla" til að beita mildum þrýstingi á húðina meðan á notkun stendur).
5) Áætlaður fjöldi þeirra sem nýta sér punktaþrýsting/nálastungur sem fyrsta kost til að vernda heilsuna er 1,8 milljarðar um allan heim.
6) Punktaþrýstingur/nálastungur eiga sér 5.000 ára sögu sem einkennist af öryggi og góðum árangri.
7) Þótt aðferðir við punktaþrýsting hafi verið umdeildar viðurkenna heilbrigðisstofnanir um allan heim að punktaþrýstingur sé heilsubætandi meðferð sem nær fram sértækum áhrifum.
8) Þúsundir klínískra rannsókna sýna fram á gildi punktaþrýstings til að ná árangri á borð við aukna orku, minnkandi verki, bættan svefn, stjórn á matarlyst og hægari öldrun. Sjá má niðurstöður nokkurra rannsókna á sviði punktaþrýstings á vefsíðu okkar, http://www.lifewave.com/research.asp.
9) Magnús Jóhannsson segir að engar sannanir séu fyrir virkni plástranna. Klínískar rannsóknir á vefsíðu LifeWave (http://www.lifewave.com/research.asp) sýna fram á bæði öryggi og virkni LifeWave-plástranna. Þess má geta að hægt er að greina lífræn rafboð plástranna á örfáum mínútum með margs konar þekktum aðferðum við greiningartækni svo sem Acuscope, EIS, innrauðum myndum og HRV.
10) LifeWave hefur starfað frá júlí 2002. Hundruð þúsunda manna um allan heim hafa síðan þá kynnst af eigin raun kostum LifeWave-plástranna. Á kynningarfundum um LifeWave-verkjaplástrana (IceWave) er varan prófuð á einhverjum fundargesti sem vill taka þátt. Dæmigerður árangur er 50% til 100% linun verkja á tveim til þrem mínútum.
11) Eins og sjá má á vefsíðu LifeWave nota mörg hundruð íþróttamenn um allan heim, atvinnumenn og ólympíufarar, LifeWave-plástrana vegna þess að þeir hafa komist að því að LifeWave gefur þeim forskot án skaðlegra lyfja eða örvandi efna. http://www.lifewave.com/inthenews.asp
12) LifeWave hefur verið rannsakað og prófað við raunverulegar aðstæður af virtum aðilum eins og Richard Quick sem þjálfaði bandaríska ólympíuliðið í sundi fyrir sex Ólympíuleika, og Dean Clark, lækni bandaríska ólympíuliðsins. Vinsamlegast skoðið vefsíðu LifeWave til að afla frekari upplýsinga.
13) Haft var eftir Dr. Jóhannssyni í greininni að fræðimenn í Bretlandi og Bandaríkjunum hafi skoðað þetta og að niðurstaða þeirra væri sú að plástrarnir væru blekking. Eins og Dr. Jóhannsson veit byggjast vísindi á rannsóknum og fræðistörfum. Gott væri ef hann vildi nafngreina vísindamennina sem rannsakað hafa LifeWave-plástrana og leggja fram afrit af klínískum rannsóknum þeirra. Allar rannsóknir LifeWave eru aðgengilegar á vefsíðunni www.LifeWave.com/research.asp.
14) Ein staðhæfingin í greininni er að David Schmidt vilji ekki sýna ferilskrá sína. Staðhæfing þessi er röng þar sem upplýsingar um David Schmidt má finna á vefsíðu fyrirtækisins, http://www.lifewave.com/leadership.asp. Að auki var David Schmidt á síðasta ári einn þeirra vísindamanna sem fjallað var um í Breakthrough, metsölubók New York Times.
15) Dr. Jóhannsson segir að aldrei hafi verið birtar rannsóknarniðurstöður fyrir utan þær sem gerðar voru við tvo skóla. Þessi staðhæfing er einnig röng. Auðvelt er að nálgast rannsóknir sem gerðar hafa verið á LifeWave, http://www.lifewave.com/research.asp, á vefsíðu fyrirtækisins.
Höfundur er aðalframkvæmdastjóri LifeWave.
þessir dæmalausu plastrar eru fyrst og fremst peningaplokk Þetta er svona pyramydakerfi sem mörg hafa komið hingað til Islands og herbalife t.d. er partur af þvi .ALLT SAMAN ER ÞETTA eintóm þvæla sem ótrulegt er hvernig fólk lætur alltaf platast af Og þó læknar hafi varað við og upplyst hafi verið um hættu af mörgu þessu ,þá lætur folk ekki segjast og merkilegt hvernig það getur alltaf latið draga sig á ansneyrum. þessir plástrar gera ekki neitt og ef einhver læknast af þeim ,þá er það af sjalf sins tru !! þvi hun getur læknað fólk !!.Það er jafn sannaleg og þessir plástrar lækni !! eg bið folk bara að spara aurana sina og hætta eyða i svona nokkuð Eg þarf ekki að koma með neinar sannanir um neitt Veit hvað eg er að segja og það nægir mer !! gott lif án plástra "!!! og annara skyndilausna sem er fyrirfram skipulagt peningaplokk . þetta eru sömu áhrifin og i gamla daga þegar maður setti plastur á" meiddið " hja börnunum enda ástæður sjalfsagt þær sömu Vantar athygli og samuð !!! ÞAÐ ER NÓGU SLÆMT !!!, en flóknara er það nu ekki !!! og þess vegna væri betra að fara i salfræði tima og vinna á meininu sem verkjunum veldur !!!
Ótrúlegt að lesa mörg af þessum kommentum hérna. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur lagst lágt við að úthrópa eitthvað og einhverja án þess að kynna sér málin. Hef notað þessa plástra í 5 mánuði ásamt konu og börnum. Árangurinn er vægast sagt frábær! Hef einnig verið í sambandi við fullt af fólki sem hefur upplifað stórkostlega hluti vegna notkunar á þessari vöru.
Manni líður stundum þannig, þegar maður les nokkur komment herna að fólk sé hreinlega á nornaveiðum. Brenna konuna, ef það kviknar ekki í henni er hún norn. Auðvitað kviknaði í öllum konunum sem voru ranglega brenndar vegna fávisku samfélagsins og Guðsótta.
Get komið með fjölmörg rök, sögur og frásagnir af fólki þar á meðal okkar sögu. Virknin er mikil og góð og það er stórkostlegt að fólk skuli geta haft fleiri möguleika en að innbyrða óholl lyf og liðið betur á margan hátt með aðstoð þessara vara.
Ég veit nú ekki betur en að Nanó tæknin sé alltaf að fleyta fram og Acapunkture aðferðin væri ekki enn til ef hún virkar ekki eftir aðeins 5000 ár. Eruð þið kannski með mannkynssöguna í hnakkanum og getið gert lítið úr öllu sem þar hefur verið gert. Hef prófað nálastungur og þær virka. Einnig er fáránlegt að fullyrða að einhverjar vörur séu kjaftæði án þess að vita ekkert um það. Vitið þið allt um líkamann og hvernig hann virkar? Nei það gerið þið ekki og á meðan svo er þá vinsamlegast hættið að gera lítið úr verkum annarra sem hafa meiri þekkingu og reynslu á því sviði.
Að lokum langar mig að benda á að Lifewave er leyft í ca.120 löndum og er fyrirtækið er ca. 10 ára gamalt. Eingöngu þær staðreyndir segja til um að vörurnar virka og standast rannsóknir, lyfjlög og nota bene, plástranir voru notaðir mikið á Olympiuleikunum í Peking. Ekki er hægt að fara í strangara lyfjapróf en þar.
Slakaðu á í dramatíkinni. Nornaveiðar? Kommonn.
Sögur og frásagnir duga bara engan veginn. Gott væri að þú mundir geta heimilda og vísa í rannsóknir og þesslags haldbær gögn sem styðja mál þitt.
Svavar:
Nornaveiðiaðferðin sem þú nefnir "væri ekki enn til ef hún virkar ekki eftir aðeins 5000 ár"!
Nálastungur eru líka bull, þær eru bara bull sem er erfitt að prófa með tvíblindum rannsóknum.
Hér er svo, til gamans, listi yfir rökvillur. Þú getur dundað þér við að lesa yfir þær og merkja við þær sem þú beitir í þessu innleggi þínu: http://en.wikipedia.org/wiki/Listoffallacies
@Svavar
Hef notað þessa plástra í 5 mánuði ásamt konu og börnum.
Hvernig hafa konan og börnin dugað? Finnurðu einhvern mun eftir að hafa notað hana/þau?
Eruð þið kannski með mannkynssöguna í hnakkanum og getið gert lítið úr öllu sem þar hefur verið gert.
Ef þú hugsar með hnakkanum er þar máské komin skýringin á því hversu heimskulegar athugasemdir þínar eru.
ps. ég veit - maður á ekki að gera grín að vanvitum.
[...] og nota bene, plástranir voru notaðir mikið á Olympiuleikunum í Peking. Ekki er hægt að fara í strangara lyfjapróf en þar.
Það er erfitt að finna hluti sem hafa engin áhrif á blóðrásina (eða nokkuð annað, ef út í það er farið) í blóðrásinni.
Að lokum langar mig að benda á að Lifewave er leyft í ca.120 löndum og er fyrirtækið er ca. 10 ára gamalt. Eingöngu þær staðreyndir segja til um að vörurnar virka og standast rannsóknir, lyfjlög og nota bene, plástranir voru notaðir mikið á Olympiuleikunum í Peking. Ekki er hægt að fara í strangara lyfjapróf en þar.
Almennt er það nú þannig að það þarf engin sérstök leyfi til þess að selja flestar vörur. Lifewave-plástrar, PowerBalance -armbönd og annað gagnslaust skran fellur t.d. ekki undir undir þær reglur og það eftirlit sem fylgir lyfjum, enda hefur þetta dót enga virkni.
Það er hinsvegar víða fest í lög vegna neytendaverndarsjónarmiða að seljandi vöru megi ekki halda fram hvaða þvættingi sem er um virkni vörunnar. Þess vegna setja LifeWave þennan fyrirvara:
Individuals that are quoted on this website have experienced results that may not be typical results and as such their results will not be the same as your individual results. [...] LifeWave patches are not intended to be used in the cure, treatment or prevention of disease in man or animals.
Ég las ekki allt hér að ofan. Ég las þar sem 'Vantrú' segir að sölumenn plástursins eigi að útskýra virkni plástursins. Ég skar mig á handlegg fyrir 18 árum. Sem betur fer sýndi líkaminn sjokk-einkenni strax og þrútnaði svo að blæðing stöðvaðist. Á slysadeild Borgarspítala var sett 'krem' í sárið. viku seinna var sárið að mestu gróið. Hvorki fyrr né síðar hef ég séð sár gróa með slíkum hraða. Ég var upplýstur um að 'kremið' flýti fyrir. Ég bað ekki um frekari skýringar á virkni 'kremsins', ég var sáttur við virknina og þurfti ekki neinar skýringar.
Vantrú. Er ekki nóg að nokkrir einstaklingar lýsi breytingum á sínu lífi eftir notkun þessa plásturs frekar en að eltast við skýringar á virkninni? Árangurinn skiptir meira máli en hvernig plásturinn nær þeim árangri. Þegar þú kaupir páskaegg eru engar skýringar á innihaldi súkkulaðisins. Samt borðar þú súkkulaðið án þess að hika. Þarftu ekki að fá innihaldslýsingu?
Virknin er engin. Þegar vara er auglýst með loforðum um virkni er algerlega eðlilegt að seljandinn geti rökstutt að sú virkni sé raunveruleg. Annað er vörusvik.
Plástrar með engum virkum efnum geta ekki mögulega haft þau áhrif sem seljendur LifeWave lofa. Lýsingar þeirra á virkninni eru fáránlegur skáldskapur.
Það að einhverjir láti blekkjast vegna lyfleysuáhrifa réttlætir ekki blekkinguna. Þetta er hrein og klár fjárplógsstarfsemi.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Skúmur Másson - 05/02/09 17:12 #
Ég hneigist mjög til að vera sömu skoðunar og Vantrú hvað þetta snertir. Hins vegar finnst mér ekki nóg að segja "þetta er kjaftæði". Það jaðrar við að vera jafn vitlaust og að halda því fram að svona nanóplástrar virki. Ég vildi gjarnan fá rökstuðning sem byggir á einhverjum raunverulegum vísindum. Fullyrðingin "nanótækniplástrar sjónvarsþulunnar eru ótrúlegt kjaftæði" gerir það ekki.