Þagalt og hugalt
skyldi þjóðans barn
og vígdjarft vera.
Glaður og reifur
skyli gumna hver
uns sinn bíður bana.Ósnjallur maður
hyggst munu ey lifa,
ef hann við víg varast.
En elli gefur
honum engi frið,
þótt honum geirar gefi.
Á 13. öld orti Þórir Jökull:
Upp skalt á kjöl klífa,
köld er sævar drífa ;
kostaðu hug þinn herða,
hér skaltu lífit verða ;
skafl beygjattu skalli,
þótt skúr á þik falli ;
ást hafðir þú meyja ;
eitt sinn skal hverr deyja.
Þekktari nú er laglína Vilhjálms Vilhjálmssonar frá síðustu öld:
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartann daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Fólk getur dáið á hvaða aldri sem er, að meðaltali verðum við Íslendingar þó manna elstir. En lífslíkur eru þó enn innan við ein öld. Ein öld er ekki langur tími í sögu þjóðar eða siðmenningar, enn styttri í sögu tegundar, styttri enn í sögu jarðar en stystur þó í sögu alheimsins.
Þeir sem ná háum aldri deyja þó oftar en ekki saddir lífdaga, kannski vegna þess að þeir hafa horft á eftir svo mörgum, heilsan er þrotin eða þrekið. En menn dreymir marga um eilíft líf og oftar en ekki er það grunnstefið eða hryggjarstykkið í trúarbrögðunum. Skandínavar segja þó að allir vilji til himna en enginn vilji deyja. Og að vestan kemur setningin: “Many people seek eternity who don’t know what to do with themselves on a rainy afternoon.”
Værum við einhverju bættari ef lífslíkur væru 150 ár, eða 1.500 ár? Fyrr eða síðar verður ólíft á jörðinni. Við getum sprengt okkur í tætlur, drepist í kjarnorkuvetri, orðið fórnarlömb loftsteina, loftslags- og veðurfarsbreytinga o.s.frv. Þótt einhverjir tóri í gegnum það allt mun sólin hitna, þenjast út og jörðin verður líflaus eyðimörk. Og þótt við gætum skotist héðan út í geim, fundið aðra reikistjörnu eða komið á fót sjálfbærum geimstöðvum kemur að því að allar stjörnur brenna upp og alheimurinn verður kaldur og lífvana. Til hvers er þá allt þetta streð, „hégómi og eftirsókn eftir vindi“?
Til hvers fellur snjókorn? Þessi spurning er jafngild spurningunni um tilgang lífsins, hún þjónar engum tilgangi. Er lífið þá tilgangslaus táradalur, eymd og volæði? Svarið veltur á því hvernig á það er litið. Snjókorn getur stuðlað að því að hlífa gróðri við frosthörku. Það getur glatt hjarta þess sem dáist að fegurð náttúrunnar. Mannslíf getur að sama skapi orðið öðru og öðrum til góðs. Er þá ekki til einhvers lifað og fallið?
Ólíkt snjókorninu getum við velt þessum hlutum fyrir okkur. Vitundin og skynsemin varpar þessum spurningum í andlitið á okkur, óumbeðið. Við erum sjálfhverf og viljum svar út frá okkur sjálfum.
Hvers virði væri gull ef hvert sandkorn jarðar væri úr gulli? Takmarkaður líftími okkar gerir lífið svo miklu verðmætara en ef við lifðum að eilífu. Við getum notið þess eða grátið það, okkar er valið. Ég held að þeir sem velta þessum hlutum fyrir sér, og komast að þeirri niðurstöðu að lífið er brothætt og endingarlítið, séu mun líklegri til að gera sér mat úr því, njóta þess, en þeir sem treysta á að það sé aðeins forleikur að einhverju miklu merkilegra í eilífðinni.
Sennilega eyða fæstir miklum tíma í eilífðarmálin. Flestum nægir lífsbaráttan og þeir sem geta klofið hana eru oftar en ekki uppteknir við að elta skottið á sjálfum sér (eða nágrannanum). Og menn geta verið alsælir með slíkt, hversu lítilfjörlegt og fágengilegt sem það kann að virðast í annarra augum.
Ég held að menn hér í vantrú séu í hópi þeirra sem hafa gaman af þekkingu, vilja velta stóru spurningunum fyrir sér. Lífsgleði og lífsfylling þeirra fellst m.a. í því að brjóta mál til mergjar, læra hver af öðrum og miðla þekkingu sinni til annarra. Og þá er ég kominn að kjarna málsins. Ég held að stóra spurningin sé einmitt: „Hvernig get ég best notið lífsins?“
Við höfnum kreddum trúarbragðanna en hvað er þá við að styðjast? Erum við ekki í tómarúmi, fálmandi í myrkrinu með lokuð augu í leit að einhverju sem við erum ófærir um að finna? Fjarri því. Við erum ekki að leita að guði eða endanlegum tilgangi. Við leitum þekkingar og stuðlum að útbreiðslu hennar, eflum viðgang og útbreiðslu gagnrýninnar hugsunar, skynseminnar, sem við teljum vænstu leiðina til betra lífs. Við berjumst gegn forheimskun, kreddu, mismunun, hugsunarleysi og heilaþvotti sem við teljum ávísun á verra líf. Og við gerum þetta okkur til gamans!
Á 20. öld orti Eric Idle (Monty Python):
Some things in life are bad,
they can really make you mad,
other things just make you swear and curse.
When you're chewing on life's gristle
don't grumble, give a whistle,
and this'll help things turn out for the best.And....
Always look on the bright side of life.
Always look on the light side of life.If life seems jolly rotten,
there's something you've forgotten,
and that's to laugh and smile and dance and sing.
When you're feeling in the dumps,
don't be silly chumps,
just purse your lips and whistle, that's the thing.And...
Always look on the bright side of life.
Come on...
Always look on the right side of life...For life is quite absurd,
and death's the final word.
You must always face the curtain with a bow.
Forget about your sin,
give the audience a grin,
enjoy it - it's your last chance anyhow.So always look on the bright side of death,
just before you draw your terminal breath.Life's a piece of shit,
when you look at it.
Life's a laugh and death's a joke, it's true.
You'll see it's all a show,
keep 'em laughing as you go.
Just remember that the last laugh is on you.And always look on the bright side of life,
Always look on the right side of life,
Come on guys, cheer up.
Always look on the bright side of life.
Always look on the right side of life.
Worse things happen at sea, you know.
Always look on the bright side of life.I mean - what have you got to lose?
You know, you come from nothing,
you're going back to nothing.
What have you lost? Nothing!
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.