Nú hefur Hagstofan gefið út tölur um trúfélagsaðild Íslendinga. Líkt og frá árinu 1990 fækkar hlutfallslega í hópi ríkiskirkjufólks. Eins og frá 1990 fjölgar þeim sem skrá sig utan trúfélaga. Við horfum á gjörbreytt landslag í trúfélagsmálum.
Þegar stjórnarskrá og lög voru samin um sérréttindi ríkiskirkjunnar var það gert á þeirri forsendu að innan hennar væru nær allir landsmenn. Þessu hefur öllu verið snúið við. Nú er innan við 80% þjóðarinnar í ríkiskirkjunni, flestir væntanlega af gömlum vana enda vitum við að þessar tölur eru ekki í samræmi við trúarviðhorf þjóðarinnar, a.m.k. fjórðungur þjóðarinnar aðhyllist ekki trú. Þó eru sérréttindi ríkiskirkjunnar óbreytt og hún sogar til sín milljarða úr ríkissjóði á hverju ári. Fækkun í kirkjunni kallar á breytingu á stöðu hennar. Aðskilja þarf ríki og kirkju núna.
Á sama tíma eru ríflega 10% þjóðarinnar sem falla utan þeirra trúfélaga sem ríkið viðurkennir. Þarna er pottur brotinn. Þetta fólk getur hvergi sótt þá þjónustu sem trúfélög veita með styrk úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þessi ríflega 10% borga sína skatta en geta ekki sótt þjónustu á við þau sem trúfélögin bjóða varðandi jarðarfarir, hjóna- og manndómsvígslur. Þetta er í raun aðalhlutverk trúfélaga og það er með öllu ólíðandi að stór hluti landsmanna séu talin þriðja flokks borgarar með þessum hætti.
Vantrú fagnar þessari þróun og hvetur alla til að huga að trúfélagsskráningu.
Ein lauflétt spurning. Hefur Jón Valur Jensson haft fyrir því að kynna sér tölurnar á heimasíðu Hagstofunnar?
Auðvitað fjölgar í ríkiskirkjunni... það er sannað mál að íslendingar eru vitleysingar. Sú þjóð sem á ekki salt í grautinn, úthýsir sjúkum og öldruðum á meðan pungað er 6000 milljónum í hjátrú, þeirri þjóð ber ekki að vorkenna, hún á skilið að fá gusur yfir sig :)
Það er reyndar afskaplega fróðlegt að það fækkar um 545 ríkiskirkjunni í aldurshópunum fimmtán ára og yngri. Útlendingar sem hingað hafa flutt eru fyrst og fremst fullorðnir karlmenn. Hvernig stendur á þessu Jón Valur?
Meðal þeirra sem eru 16 ára og eldri fjölgar um 1032 einstaklinga í ríkiskirkjunni. Ef við tökum stærð '92 árgangsins og drögum frá látna á árinu ætti fjölgunin að vera um 1500. Hvar eru þessir 500 sem vantar Jón Valur?
Þetta sýnast mér engin svör við meginábendingu minni, Matti.
Nei, ég hef ekki skoðað þetta á síðu Hagstofunnar ennþá, lét mér í bili nægja vitneskjuna sem fekkst í fréttunum, en er bæði önnum kafinn og þar að auki með bilaða tölvu sem kemst ekki inn á neinar 'erfiðar' síður (ykkar er það ekki nema sennilega í einhverri annarri merkingu fyrir ýmsa!).
Til að sporna við því að misskilningur Jóns Vals í fyrstu athugasemd breiðist út, þá eru allir aðfluttir útlendingar sjálfkrafa skráðir í flokkinn „Önnur trúfélög og ótilgreint“ en ekki „Utan trúfélaga“. Vantrú heldur því ekki fram að allir í fyrri flokknum séu trúleysingjar, né heldur í þeim seinni, ef út í það er farið.
Jón Valur, það er óskapleg að byggja athugasemdir á því sem þú heyrir í fréttum þegar þú hefur aðgang að gögnunum. Eins og bent er á í síðustu athugasemd ruglar þú saman hópunum Utan trúfélaga og Önnur trúfélög og ótilgreint.
Við höldum því ekki fram að allir sem skráðir eru utan trúfélaga séu trúleysingjar. En það er alveg ljóst að meðal þeirra sem skráðir eru í trúfélög eru fjölmargir trúleysingjar. Ég man ekki betur en að Jón Valur hafi sjálfur tekið undir með mér að eflaust sé 20% íslendinga lausir við trú.
Annars dugar þessi mynd:
Í yfirlýsingu Vantrúar erum við eingöngu að benda á að hlutur ríkiskirkjunnar fer síminnkandi og ekki er lengur hægt að réttlæta mismunum með vísun til þess að nær allir séu meðlimir ríkiskirkjunar. Fimmtungur þjóðarinnar er ekki jaðarhópur.
Það er alveg rétt, að fimmtungur þjóðarinnar er ekki jaðarhópur, en þessi hópur á grafinu er einfaldlega ekki allur hluti þjóðarinnar, heldur eru þarna Íslendingar í kristnum trúfélögum, öðrum trúfélögum og utan trúfélaga og svo að auki fjöldi útlendinga, sem hafa ekki gefið upp trúfélag sitt, en eru þó flestir sennilega í kristnum trúfélögum og mikill fjöldi þeirra í kaþólsku kirkjunni í heimalandi sínu (einkum Pólverjarnir) eða orþódoxu kirkjunni, en vitaskuld einhver hluti þeirra trúlaus, þótt við höfum engin gögn um, að hlutfall þeirra sé neitt umtalsvert.
Ég viðurkenni, að fréttin var villandi, en ég tók hana sem svo, að Hagstofan hefði ákveðið að skrá útlendingana almennt utan trúfélaga, þar til annað kæmi í ljós. Þakka leiðréttinguna.
Þeir útlendingar sem hafa skráð sig í katólsku kirkjuna er væntanlega hluti þjóðarinnar, en ekki þeir sem hafa látið hjá líða að skrá sig, ekki satt?
Jafnvel þó stór hluti þessa hóps sé mögulega kristinnar trúar af einhverjum toga hafa þeir enga ástæðu til að skrá sig í íslensku ríkiskirkjuna, en hér er einungis verið að gagnrýna forréttindastöðu hennar. Það að staða annarra kristinna safnaða styrkist eru ekki rök með forréttindum ríkiskirkju, heldur miklu frekar gegn þeim.
Nei, Birgir, ég var ekkert að metast hér fyrir hönd minnar kaþólsku kirkju, enda er þess engin þörf. Svarið við spurningunni er nei.
En þegar þessir útlendingar eru farnir héðan að miklu leyti, getið þið hætt að hugga ykkur við, að Þjóðkirkjan sé komin niður fyrir 80%.
En hvernig gengur það annars með Vantrú – hvenær verðið þið komnir yfir 1000 manns eins og þeir í Ásatrúarfélaginu?
Sá sem svaraði þér heitir Baldvin, ekki Birgir.
Ertu áhugamaður um meðlimafjölda Vantrúar?
Ætli við yrðum ekki fljót að ná þeim þúsund ef við fengjum sóknargjöld, 10.000,- á haus á hverju ári.
Annars er áhugavert að sjá að hópurinn Utan trúfélaga er stærri en Kaþólska kirkjan ef við teljum þá sem eru 16 og eldri.
Finnst þér ástæða til að taka tillit til svo stórs hóps Jón Valur?
Eins og þú veist mætavel er það ekki sérstakt markmið vantrúar að safna til sín félögum.
Félag af þessu tagi getur haft áhrif til vitundarvakningar í samfélaginu óháð fjölda skráðra félagsmanna. Þessi vitundarvakning er að eiga sér stað núna, það sést best á aukinni umræðu um trúmál á almennum vettvangi. Vantrú leggur þar mikilvægt lóð á vogarskálarnar jafnvel þótt félagið sé kannski ekki ýkja stórt í meðlimum talið.
Það á að taka tillit til allra, Matti.
Það er ekkert trúfélag stærra en kaþólska kirkjan, með um 51% kristinna manna, yfir 1100 milljónir manna.
Hvað hefur það með nokkurn hlut að gera, Jón, hvað kaþólska kikrjan er stór á heimsvísu?
Hugsaðu málið, Baldvin!
Það hefur með þennan hlut að gera: ummæli Matta hér ofar: "Annars er áhugavert að sjá að hópurinn Utan trúfélaga er stærri en Kaþólska kirkjan ef við teljum þá sem eru 16 og eldri."
Harla smár er hópur utantrúfélagsfólks miðað við kristnar kirkjur, bæði í landi þessu og á heimsvísu.
Sú staðhæfing að fólk utan trúfélaga hér á landi sé fleira heldur en meðlimir Kaþólsku kirkjunnar hér á landi stendur fyllilega burtséð frá fjölda kaþólskra í heiminum, sem og spurningin um hvort utantrúfélagafólk eigi ekki sama rétt á sannfæringu sinni og kaþólskir í ljósi þessa fjöldasamanburðar sem þér virðist vera svo hjartfólginn.
Það að Kaþólska kirkjan sé stærsta trúfélag í heimi kemur málinu nákvæmlega ekkert við.
Jón Valur veit vel að ég var að tala Ísland, ekki allan heiminn. Ég held hann sé að reyna að fíflast í okkur.
Harla smár er hópur utantrúfélagsfólks miðað við kristnar kirkjur, bæði í landi þessu og á heimsvísu.
Í fyrsta lagi þá hefur Jón Valur sjálfur tekið undir að a.m.k. 20% íslendinga séu trúlausir. Það er ekki smár hópur. Trúfélagsskráning er ekki það sama og trúarviðhorf, það veit Jón Valur vel. En hópurinn sem er utan trúfélaga hér á landi er jafn stór og sá sem er í Kaþólsku kirkjunni. Jón Valur má mín vegna halda áfram að gera grín að stært þessa hóps.
Hvað ætli séu annars margir utan trúfélaga í heiminum? Ætli það séu ekki álíka margir og tilheyra Kaþólskum kirkjum. Hvað ætli séu margir trúleysingjar skráðir í Kaþólskar kirkjur víðsvegar á jörðinni. Eflaust slatti.
Því er Hvítasunnuhreyfingin ekki með köku? Er óhætt að fullyrða að hún er t.d stærri en Vottar Jehóva og í rauninni held ég að aðrir Hvítasunnusöfnuðir eins og Vegurinn og Krossinn séu það líka ef út í það er farið.
Það er erfitt að segja til unm trúarafstöðu nokkurs mann í tölulegu samhengi. Harðasta nunna getur efast í hjarta sínu meðan yfirlýstur trúleysingi leggst á bæn í erfiðleikum.
Það væri bara sniðugt að byrja á því að skrá alla úr Þjóðkirkjunni sem ekki hafa skráð sig þar sjálfir og láta svo fólk um það hvort það skráir sig þar eftir það eða ekki.
Þá fengist raunveruleg skráning.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Jón Valur Jensson - 19/01/09 14:51 #
Hér er ritstjórnin af oftúlka nýframkomnar tölur. Það var sérstaklega tekið fram í hádegisfréttum Rúv í dag um þetta mál, að langstærsti þátturinn í því að lækka hlutfallstölu Þjóðkirkjumeðlima meðal landsmanna (því að þeim hefur raunar ekki fækkað tölulega, heldur fjölgaði milli ára) sé sá, að tugþúsundir útlendinga hafi komið hingað og að þeir séu sjálfkrafa skráðir "utan trúfélaga", nema þeir láti sérstaklega skrá sig í eitthvert trúfélag hér. Stórhækkað hlutfall "utantrúfélagsmanna" er því sýnd veiði, en ekki gefin fyrir ykkur vantrúarmenn.