Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Borgið þeim þá sjálf

Undanfarið hefur mikið farið fyrir umræðu um há laun presta. Þó flestir sjái hve fráleit þessi laun eru þá mótmæla sumir og segja launin eðlileg. Reyndar hefur það merkilega oft gerst að þeir sem mótmæla hafa sjálfir persónulegan hag af því að laun presta séu há eða hafa hag af því að koma sér í náðina hjá prestum.

En það eru jú einhverjir sem eru slíkir aðdáendur presta að þeir vilja endilega að þeir fái hærri laun. Hvað er til ráða? Þetta fólk vill væntanlega nýta sér þjónustu presta á meðan ég til dæmis vil það ekki. Væri ekki fær sú leið að þetta fólk myndi sjálft borga hærri gjöld til að prestarnir geti fengið peninga til að synda í? Þá gæti ég bara hætt að borga prestunum pening og haldið kjafti um launakjör þeirra. Er þetta ekki bara fyrirtaks lausn sem hentar öllum?

Ég hvet alla sem vilja að prestar haldi öllum sínum peningum, og fái jafnvel meira til, að senda póst til Alþingismanna þar sem stendur: Ég vil að skorið verði á öll tengsl milli ríkis og kirkju og að hin verðandi fyrrverandi ríkiskirkja fái heimild til að rukka meðlimi sína eins mikið og hún vill í sóknargjöld til að halda uppi öllum þessum pestum.

Ef þeir sem halda uppi vörnum fyrir hin mjög svo háu laun presta eru ekki tilbúnir að sjá um greiðslurnar úr eigin vasa býð ég þeim að halda kjafti og hætta að væla enda höfum við sem gagnrýnum þetta fyrirkomulag hinn siðferðilega rétt algjörlega okkar megin. Þetta er ólöglegt misrétti á grundvelli trúarskoðana og það er bara ekki boðlegt. Það minnsta sem þið gætuð gert er að borga sjálf undir rassinn á prestunum.

Óli Gneisti Sóleyjarson 12.01.2009
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


GH - 12/01/09 09:12 #

Mikið er ég sammála þér. Það þarf að skera á þessi tengsl.


DoctorE - 12/01/09 10:47 #

Strákar mínir það styttist í að þessi fáránlega ríkiskirkja fellur frá... það er heimsvakning í gangi með að trúarbrögð séu geðveiki & sjálfselska.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 15/01/09 02:53 #

Ég er sko algjörlega sammála þér Óli Gneisti. Ég er búin að skrifa svolítið nýlega á mínu bloggi um þessi mál.


Gestur - 04/02/09 14:14 #

Þetta á að eiga við um allt, maður á bara að borga fyrir heilsugæslu ef maður notar hana og það sama á að eiga við um alla skólagöngu. Maður á að fá að velja allt í sínu lífi. Þetta á við um allt saman, ef þú vilt að nota þetta þá áttu að borga rétt verð fyrir þetta


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 04/02/09 14:35 #

Ég sé ekki að þetta sé sambærilegt.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.