Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvað er málið?

Hvað eru trúleysingjar að æsa sig út af kristinfræðikennslu í skólum? Er ekki sjálfsagt að börnin læri um kristni, sem hefur mótað svo mikið af sögu landsins í gegnum aldirnar?

Trúleysingjar eru ekki á móti kristinfræðikennslu. Þeir vilja að börn læri um kristni og önnur trúarbrögð í skólum. Þeir vilja hins vegar ekki að börnum sé innrætt kristni (eða önnur trúarbrögð) í skólum.

Barátta trúleysingja gegn ásælni kirkjunnar í börn í leik- og grunnskólum snýst um trúboð presta og djákna í skólum; þegar prestar koma gagngert til að boða kristni, þótt reynt sé að fela það og dulbúa sem skemmtun, fræðslu eða aðstoð (sálgæslu!).

Meðfylgjandi mynd tekur af öll tvímæli um baráttumálið. Prestur á jafnmikið erindi í skóla og fulltrúi Framsóknarflokksins.

Vinaleið... fyrir alla

Reynir Harðarson 03.12.2008
Flokkað undir: ( Vinaleið )

Viðbrögð


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 03/12/08 09:18 #

  • Að þeir skuli ekki skammast sín...

Jón Stefánsson - 03/12/08 09:54 #

Er þetta fótósjoppað? Þetta er svívirðilegt.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 03/12/08 10:01 #

Sjónarhornið var lagað þannig að myndin væri skýrari, það er það eina sem átt hefur verið við myndina.


Ásta Elínardóttir - 03/12/08 10:12 #

Já neinei það er ekkert trúboð í gangi í skólum það er augljóst.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 03/12/08 12:21 #

Í opinberu vígslubréfi gerir biskup Íslands kunnugt að Hans Guðberg Alfreðssyni beri sem skólapresti að „boða Guðs orð rétt og hreint samkvæmt heilagri ritningu og í anda vorrar evangelísk-lútersku kirkju".


Jenný - 03/12/08 13:38 #

Siðleysi, frekja og yfirgangur kirkjunnar.


pönkið lifir - 03/12/08 15:51 #

Þarna eru tveir toppmenn Trausti Vals og Hansi. Þekki ekki til Ingibjargar en get ekki ímyndað mér annað en hún sé fagmaður einnig...:-)

Gleðileg jól öll sömul


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/12/08 16:02 #

Vel má vera að "Hansi" sé toppmaður. En sem prestur og fulltrúi ríkiskirkjunnar á hann ekkert erindi í grunnskóla, ekkert frekar en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.


Aðalheiður - 04/12/08 17:16 #

Verð nú að vera ykkur ósammála og hvet ykkur til að kynna ykkur hvað fer fram þar sem boðið er upp á vinaleiðir annað en að lesa á skiltin.

Ég á 10 ára son sem hefur orðið fyrir, ekki vil ég kalla það einelti en hefur oftar en ekki orðið undir gagnvart skólafélögunum. Hann óskar sjálfur reglulega eftir að tala við "prestinn" í sínum skóla til að ræða málin. Þar sem þessum dreng hefur ekkert sértaklega verið innrætt krisni eða hún viðhöfð á okkar heimili kom þetta mér á óvart. Þessvegna hef ég iðulega rætt við hann um samtöl hans við "prestinn" og komist að þeirri niðurstöðu að í engu, ég ítreka í ENGU tilfelli hafa þessi viðtöl verið byggð upp á einhverju sem viðkemur kristnin eða trúarbrögðum yfirleitt að undanteknum "kærleik og samkend" sem þið viljið meina að komi trúarbrögðum ekkert við. Hvað er þá málið???

Það er ekkert barn skildað til að sækja vinaleið. Mér þykir leitt hvað börn fá lítið að hafa sínar eigin skoðanir á þessu sem og öðrum málum í dag, verða alltaf að vera eins og við, foreldrarnir. Setningar eins og "Guð er ekki til, mamma og/eða pabbi segja það" heyri ég alltof oft hjá þeim. Hvernig væri að treysta börnunum okkar til að velja sjálfum þau eru full færu um það í þessu tilfelli allavega...og ef vinaleiðin hentar þeim ekki mætir engin og þá hlýtur hún að falla um sjálfa sig enda bara tilraunaverkefni í tveimur skólum að mér vitandi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 04/12/08 17:18 #

Sæl Aðalheiður. Við höfum kynnt okkur Vinaleið og skrifað um það all margar greinar. Þú mættir endilega kynna þér málflutning okkar.

Hvað er þá málið???

Að maðurinn er prestur, skipaður til starfa við að boða kristni. Af hverju finnst þér þurfa prest til að sinna þessu starfi en ekki einstakling með aðra menntun?


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 04/12/08 17:23 #

Ég held að það sé óhætt að fullyrða að enginn hafi kynnt sér Vinaleiðina jafnvel og einmitt Reynir. Og þar er flest starfsfólk ríkiskirkjunnar ekki undanskilið.

Varðandi það að leyfa börnum að velja sjálfum, finnst þér eitthvað athugavert við setninguna "tröll eru ekki til mamma og/eða pabbi segja það"?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 04/12/08 17:45 #

Aðalheiður, uppeldi er á ábyrgð foreldranna, algjörlega þegar að trúmálum kemur. Það er tómt mál að tala um að leyfa þeim að "velja sjálf" þegar þau verða fyrir gegndarlausum áróðri kristninnar. Þú ert líklega sjálf (líkt og flestir Íslendingar) svo gegnsósa og maríneruð af kristninni að þú tekur ekki eftir henni, frekar en fjósamaður tekur eftir flórfnyknum.

Til að þú skiljir þetta e.t.v. betur geturðu reynt að ímynda þér að þú byggir í landi þar sem Djöflatrú (eða íslam o.s.frv.) væri viðhaldið af ríkinu og hún lofsungin við hvert tækifæri. Þætti þér rétt að fulltrúi hennar hefði aðstöðu í skólum? Finnst þér að dætur Halim Al og Soffíu Hansen hafi verið í einhverri aðstöðu til að "velja sjálfar" sína trú?

Og ef við tökum pólitíkina á þetta þá sérðu líklega að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á ekkert erindi í skóla til að ræða við nemendur um vandamál þeirra. Prestar eru lærðir í guðfræði fyrst og fremst en við eigum fagmenn á því sviði að ræða við börn, óháð trúarbrögðum.

Ég er sannfærður um að slíkur fagmaður gæti veitt syni þínum betri aðstoð en presturinn - sem þó getur verið hinn ágætasti maður og viðræðugóður.

Líttu á þessa grein, þó ekki væri annað.


Bragi Þór - 05/12/08 20:02 #

Aðalheiður, Það er frábært að strákurinn þinn hefur séð sér fært að tala við einhvern útaf þeim vandamálum sem hann er að glíma við. Því miður eru alltof fá börn sem gera það.

En það sem gerir mig reiðan, er að t.d. í þessum tiltekna skóla þar sem þessi mynd er tekin er auðveldara aðgengi að skólaprestinum heldur en sálfræðingnum. Þrátt fyrir að presturinn sé aldrei að tala um trúna þá er maðurinn auðvitað prestur. Hann er að senda börnunum þau skilaboð að hjálpina sem hann er að veita séu veitt í gegnum kirkjuna. Hann er jú einusinni fulltrúi kirkjunnar og hennar trúboði.

Það skal engin segja mér að það sé ekki hægt að setja upp svipaða þjónustu með faglærðum einstaklingum á sviðið sálfræði og félagsfræði. Frekar en að vera að senda þangað trúboða.

Mér þætti forvitnilegt að vita hvernig þú, eða aðrir foreldrar í skólanum tæku í það ef það væri þarna íslamskur klerkur að veita sömu þjónustu? Ég ætla að leyfa mér að draga þá ályktun að þá yrði allt vitlaust og foreldrum barna í skólanum þætti þetta ekki viðeigandi. Hugsaðu þetta þannig og þá sérðu okkar sjónarmið


Aðalheiður - 15/12/08 14:38 #

Ég er nú næstum því farin að hafa bakþanka yfir að hafa bloggað undir réttu nafni :-) Biðst velvirðingar ef ég hef einhvern móðgað, var svo sannalega ekki ætlunin. Ég skil alveg ykkar sjónarmið og get algerlega sætt mig við að þau séu ekki þau sömu og mín enda um það snýst allt málið.

Ég er nú reyndar sammála ykkur um margt af þessu. Hef oft heyrt ykkar sjónarmið í fjölmiðlum og aldrei heyrt neinn andmæla því. Það kannski segir sitt. Ég er hjartanlega sammála ykkur um að í skólunum eigi að starfa sálfræðingar...en fyrst verða þá yfirvöld að samþykkja þá sem hluta af velferðarkerfinu okkar og heilbryggðisþjónustu! Enn þann dag í dag er þjónusta sálfræðinganna lúxus-þjónusta sem aðeins fáir útvaldir hafa efni á og þarf þá ekki einu sinni kreppuna til.

Varðandi önnur trúabrög en krisni og þið minnist á íslam. Ég get alveg lofað ykkur því að ég myndi ekki samþykkja mótþróalaust íslamskan klerk í Íslenskum skóla. En hinsvegar bjó ég í tvö ár í næst stæðsta muslima ríki í heimi Indónesíu til tveggja ára þar sem eldri börnin mín og systkinabörn sóttu skóla. Ekki hvarflaði það að mér eitt augnablík að kvarta yfir íslamska kennaranum þar einfaldlega þar sem Islam er þeirra þjóðtrú og arfleið.

Það sem ég er kannski að koma á framfæri með bréfum mínum hér er að það er kannski ekki svo auðhlaupið að því að taka gamlar hefðir heillar þjóðar og henda fyrir róða án þess að auka ennfrekar á agaleysi sem að mínu mati er orðið algert (á ég þá ekki við útrásarvíkingana). Hvað á að koma í staðinn sem samræmist kröfum meirihluta þjóðarinnar þar sem skoðanir okkar eru jafn fjölbreyttar og við erum mörg.

Ef barnið mitt trúir að til séu tröll, álfar, jólasveinar eða þessháttar vættir dettur mér bara ekki í huga að hafa áhrif á þá trú að öðru leyti en því að þá þurfi ekki að hræðast ef það er málið.

Reynir segir að ég sé "gegnsósa og maríneruð af kristninni eins og fjósamaður" það má vel vera ef það er hæg án þess að vera kristinnar trúar.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 15/12/08 14:56 #

Aðalheiður, þú móðgaðir mig a.m.k. ekki. Mér finnst afar leitt ef þú sérð eftir að hafa tjáð þig undir nafni. Fólk verður að fá að hafa sínar skoðanir og tjá þær, en það þarf líka að þola mótrök eða skoðanaskipti.

Ég er alveg sammála þér að það ætti að bjóða upp á þjónustu sálfræðinga í ríkara mæli en gert er innan skólanna. Ríki og sveitarfélög setja kostnaðinn fyrir sig - en stæra sig svo af velferðarkerfinu.

Prestarnir koma svo eins og frelsandi englar og bjóða upp á "ókeypis" þjónustu. En prestar Vinaleiðar hafa verið kostaðir af biskupsstofu - sem er kostuð af almenningi. Svo hefur verið leitað í pyngju sveitarfélaganna og sóst eftir fé frá menntamálaráðuneytinu í þessa prestvæðingu skólanna.

Það eru til peningar til að annast þá sem verða undir - en þeim peningum er varið til að greiða ofurlaun presta (tvisvar sinnum dýrari en sálfræðingar).

Og varðandi maríneringuna, þá á hún líkt og áður sagði við flesta Íslendinga, líka mig. En það er nokkuð síðan ég bar kennsl á fnykinn úr flór kirkjunnar.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 15/12/08 20:22 #

Aðalheiður sagði: "Það sem ég er kannski að koma á framfæri með bréfum mínum hér er að það er kannski ekki svo auðhlaupið að því að taka gamlar hefðir heillar þjóðar og henda fyrir róða"

Það er rétt að taka fram að þetta, þ.e. að prestar starfi innan skólana er ekki gömul hefð, heldur nýtilkomið.


Þröstur - 16/12/08 11:11 #

Hver voru viðbrögð skólayfirvalda við athugasemd ykkar á þessu? Hafa þau sagt eitthvað við ykkur eða gert einhverjar breytingar á þessu?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 16/12/08 13:44 #

Fyrstu viðbrögð skólastjóra voru árás á foreldrið - sagði í blöðum að gagnrýnin væri "ofstæki sem jaðrar við frekju". Síðan að gera gys að Siðmennt (í Kastljósviðtali). Hann svaraði hins vegar aldrei bréfum vegna Vinaleiðar þrátt fyrir að lofa því statt og stöðugt.

Bæjaryfirvöld brugðust við með þögn, síðan vörpuðu þau ábyrgðinni yfir á menntamálaráðuneytið en menntamálaráðherra henti henni til baka í ræðu á Alþingi.

Vorið 2007 ákvað bæjarráð þó að fá óháðan aðila til að meta réttmæti og gildi Vinaleiðar í grunnskólum bæjarins en.... matið lenti í höndunum á Jónu Hrönn Bolladóttur og um það birtist nýleg grein á Vantrú.

Í Hofsstaðaskóla tók við nýr skólastjóri sem vill ekki sjá prest í skólanum sínum haustið 2007. Skólastjóri Sjálandsskóla sá að sér og leyfði ekki starfsemina í sínum skóla, beið eftir matinu. En í Flataskóla var haldið áfram haustið 2007 - en djákninn þar hrökklaðist í burtu þegar foreldri kvartaði til Persónuverndar vegna Vinaleiðar.

Vinaleið er enn rekin í Álftanesskóla og í Mosfellsbæ.

Okkur tókst að benda á að matið var ónýtt áður en það kom fram og því hefur hvergi verið flaggað. Yfirmenn bæjarins hafa sagt í persónulegum samtölum að Vinaleið eigi ekki við í skólum og verði ekki tekin upp aftur en engin yfirlýsing hefur verið gefin út þar að lútandi.


Þröstur - 16/12/08 14:19 #

Gott að vita að það er fólk eins og þið sem eruð að benda á svona mál og gera hið rétta. Vonandi verða samt svona hlutir hluti af fortíðinni eftir nokkur ár þegar börnin mín fara í skóla.

þakkir


Sævar - 16/12/08 15:23 #

Ég verð að taka undir með Þresti. Ég vona að ég þurfi ekki að standa í þessu stappi, þegar kemur að mér að senda börn í skóla.

Reynir á hrós skilið og einnig vantrú.


Kristín Kristjánsdóttir (meðlimur í Vantrú) - 17/12/08 00:13 #

Aðalheiður sagði:

En hinsvegar bjó ég í tvö ár í næst stæðsta muslima ríki í heimi Indónesíu til tveggja ára þar sem eldri börnin mín og systkinabörn sóttu skóla. Ekki hvarflaði það að mér eitt augnablík að kvarta yfir íslamska kennaranum þar einfaldlega þar sem Islam er þeirra þjóðtrú og arfleið.

En hvað finnst þér um þau börn og foreldra, fædd í Indónesíu, sem hafa ekki áhuga á islam en eru neydd til að beygja sig undir þá ríkistrú?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.