Hann fékk einmitt ekki áminningu heldur tilmæli frá siðanefndinni og einnig úrskurð um að þetta væri "ekki ámælisvert brot". Sjá Morgunblaðið, miðvikudaginn 2. ágúst 2000, bls. 20.
Nokkrum prestum ofbauð og siðanefnd þeirra sendi Sigurbirni tóninn þótt hún hafi ekki þorað að flokka þetta undir siðferðisbrot. Það segir meira um siðanefnd presta en siðferði Sigurbjörns.
Í grein minni sagði ég enda:
Siðanefnd presta hafði þó slegið létt á fingur honum og bent á að óheppilegt væri að setja alla gagnrýnendur undir sama hatt.
Jájá, þetta er ekkert stórmál, en það er rétt að halda því til haga að siðanefndin tók sérstaklega fram að þetta væri "ekki áminning".
Nei, auðvitað skipta viðbrögð siðanefndar presta ekki öllu. Hún áminnti biskupinn en þorði ekki að kalla það áminningu. Prestar eru sjaldnast hugaðir í gagnrýni á hálfguði, frekar en guði.
Aðalatriðið er hversu andstyggileg orð Sigurbjörns voru. Hann var enginn asni og vissi vel hvað hann var að gera þegar hann reyndi að spyrða saman "andkristin viðhorf" og það "allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa".
Þetta var tilhæfulaust, ómerkilegt og siðlaust.
Minni spámenn hafa svo reynt að halda þessari smekklausu samlíkingu á lofti síðan. Sigurbjörn kallaði það að "lepja spýju upp í munninn á sér".
Athugasemd Áhugamanns lenti i spamsýju og ég sá hana ekki fyrr en nú. Biðst velvirðingar á því.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 27/11/08 09:23 #
Sigurbjörn fékk heila opnu í Morgunblaðinu í kjölfar þess fárviðris sem varð í kjölfar þessara svívirðinga hans. Hann dró þó ekkert til baka, þrátt fyrir að hafa fengið áminningu frá siðanefnd presta.
Það er ekkert nýtt að iðrun og yfirbót séu framandi hugtök í ranni ráðamanna. Þó skal því haldið til haga að hópur presta gekk í fullum skrúða um Almannagjá og að Drekkingarhyl á Kristnihátíð í svokallaðri iðrunargöngu. Það var líklega yfirbótin eftir að kirkjan lét hýða, hengja, hálshöggva og drekkja fjölda Íslendinga sem voru henni ekki þóknanlegir á sínum tíma.
En ég skrifaði grein í Morgunblaðið í tengslum við þetta allt saman sumarið 2000 og hana má lesa hér hafi einhver áhuga. Hún hefst svona: