Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skólapest

Það er á sinn hátt gott að hafa heiðarlega presta sem tala ekki undir rós varðandi skýlaust trúboð í skólum. Þessi fádæma sjaldgæfi furðufugl er séra Jón Ómar Gunnarsson, sem er með hinn einkennilega starfstitill "skólaprestur".

Hann hvetur ungt kristið fólk til sóknar inní framhalds- og háskóla í pistlinum Æskan fyrir Krist þar sem hann segir meðal annars:

Framhaldsskólarnir og háskólarnir eru mikilvægur vettvangur þar sem boðskapur kristinnar trúar verður að fá að heyrast. Það er mikilvægt að byggja áfram á þeim góða grunni sem lagður hefur verið í barna– og unglingastarfi kirkjunnar og veita unglingum sem hafa verið virk í sínu æskulýðsfélagi vettvang til þess að halda áfram í kristilegu starfi.

Ritstjórn 13.11.2008
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 13/11/08 12:53 #

Já, þeir eru einfaldir í trú sinni þessi grey en einnig harðsvíraðir við að boða trú sína sama hvað það kostar. Þótt það kosti að traðka á mannréttindum annara þá þykjast þessi skoffín alltaf vera í rétti.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.