Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Andlegt sjálfstćđi til sölu

Andlegt sjálfstćđi

Bókin Andlegt sjálfstćđi fćst í öllum betri bókabúđum.

Robert G. Ingersoll (1833-1899) var á sínum tíma einhver ţekktasti mćlskumađur Bandaríkjanna. Ţađ hefđi án efa getađ fleygt honum langt í stjórnmálum ef hann hefđi ekki notađ hćfileika sína til ađ fjalla um viđhorf sitt til trúarbragđa og ţá sérstaklega kristni eins og hún birtist í samtíma hans. Orđspor Ingersoll náđi fljótt til Íslands og ţegar hann lést var hann titlađur „vantrúarpostuli“ á forsíđu tímaritsins Ţjóđólfs.

Pjetur G. Guđmundsson (1879-1947) er kunnur fyrir ađ hafa markađ djúp spor í íslenska verkalýđsbaráttu. Ţví miđur hefur framlag hans til trúargagnrýni á íslenskri tungu veriđ minna ţekkt. Árin 1927 og 1931 gaf hann út ţýđingar sínar á fjórum erindum Ingersoll undir titlinum Andlegt sjálfstćđi. Ţćr ţýđingar hafa, eins og gefur ađ skilja, veriđ illfáanlegar í langan tíma. Nokkru seinna, áriđ 1936, flutti hann síđan útvarpserindiđ Trú og trúleysi sem síđar var gefiđ út. Ţessum útgáfum Pjeturs hefur nú veriđ safnađ saman í ţessa bók ásamt tveimur styttri ţýđingum af skrifum Ingersoll.

„Ţađ gefur ađ skilja, ađ sumt í ţessum ritum sé orđiđ úrelt. Skođanir manna á ţeim efnum hafa mikiđ breyst á ţessum tíma. Margt af ţví, sem áđur var tekiđ sem gildur og góđur sannleikur almennt, og Ingersoll og Pjetur ráđast harđast á, er nú skođađ í öđru ljósi, bćđi af almenningi og kennimönnum kirkjunnar mörgum. Ei ađ síđur er margt í ritunum, sem enn á erindi til almennings og er sígildur sannleikur. Siđbótarstarfi kirkjunnar miđar hćgt áfram. Og ţađ er ástćđa til ađ ćtla, ađ ţví miđađi ekkert, ef ekki vćru ţar ađ verki siđbótarmenn, sem standa fyrir utan og ofan kirkjuna, eins og Pjetur G. Guđmundsson og Robert G. Ingersoll.“

Ritstjóri bókarinnar er Óli Gneisti Sóleyjarson, ţjóđfrćđingur, sem einnig ritar inngang.

Andlegt sjálfstćđi er fyrsta bókin í ritröđinni Sígild trúargagnrýni frá Raun ber vitni.

Ritstjórn 11.11.2008
Flokkađ undir: ( Tilkynning )

Viđbrögđ

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.