Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Rætin viðbrögð við gagnrýni

Ríkisprestar og aðrir kristnir predikarar trúa því að kristnir séu siðferðilega betur settir í lífinu en vantrúin leiði til siðleysis. Að trúa á gvuðinn er þannig siðferðilega styrkjandi og allra meina bót. Fyrir þessar heilræðavísur greiða allir landsmenn, jafnt trúlausir sem trúaðir, nokkra milljarða í aflátsbréfaskatt til ríkiskirkjunnar.

Trúleysingjar hafa vegna drambsemi ríkispresta bent á að kristið siðferði sé ekki betra vegna þess að það sé kristið. Þó að ríkiskirkjan uppnefni uppruna sinn siðbót eða siðaskipti þá þýðir það ekki sjálfkrafa gott siðferði. Fyrir því liggja sterk rök í 1000 ára sögu kristni á Íslandi og næstum fimm alda drottnunar ríkiskirkjunnar. Á mjög auðskilinn hátt er sýnt fram á að saga ríkiskirkjunnar er blóði drifin menningabylting með arðráni, morðum og einræðisdýrkun.

Einnig er bent á nýleg dæmi um mannréttindabrot ríkiskirkjunnar gegn börnum í skólakerfinu. Sama gildir um tregðu hennar vegna mannréttinda samkynhneigðra auk fjölda annarra mála. Byrgismálið er víti til varnaðar, þar sem glæpastarfsemi var hjúpuð kristnu siðferði fékk óhikað að starfa lengur vegna Jesústimpilsins. Einnig benda trúleysingjar réttilega á að siðferði biblíunnar sé oft slæmt með því að benda á texta sem prestar forðast eins og heitan eldinn að flytja í eigin kirkjum.

Viðbrögð starfsmanna ríkiskirkjunnar við athugasemdum og aðvörunarorðum trúleysingja um kristni eru ekki í samræmi við tilefnið. En kirkjupólitíkin er undarleg því ofan úr predikunarstólnum messar ríkispresturinn niður til lýðsins: “Gagnrýni trúleysingja eru ekkert annað en öfgar og bókstafstrú.” Viðbrögð þeirra við hraustlegum athugasemdum trúleysingja eru því ekkert annað enn ein birtingarmynd siðleysis sem fellst í því að ráðast á gagnrýnendur með sleggjudómum í stað þess að beita fyrir sig heilbrigðum rökum.

Frelsarinn 28.09.2008
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Ásta Elínardóttir - 28/09/08 23:35 #

Mér finnst óttalega gott að kíkja hérna inn og lesa mínar eigin hugsanir skrifaðar af öðrum.

Er búin að eyða miklum tíma upp á síðkastið í að velta því fyrir mér hvort að ég sé siðlaus og hvort að fólk* haldi það um mig í alvörunni er ég tilkynni þeim um afstöðu mína gagnvart trú og trúarbrögðum.

*þarna á ég auðvitað við kristið fólk.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 29/09/08 08:57 #

Hitt Bubbi ekki naglan á höfuðið þegar hann söng um að það "fossar blóð í frelsarans slóð, en faðir -Það er vel meint"

Textinn hér: http://www.raunvis.hi.is/~uba/tuddinn/stakar/bubbi_frelsaransslod.txt

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.